Morgunblaðið - 31.03.2018, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Sérvöruverslun
í austurborginni óskar eftir starfsmanni í
hlutastarf.
Um er að ræða 50-80% starf í kvenfataversl-
un sem byggir á persónulegri og faglegri
þjónustu.
Óskum eftir einstaklingi með ríka þjónustu-
lund, þægilegt viðmót og færni í sölu.
Umsókn og ferilskrá sendist á box@mbl.is,
merkt: ,,S - 26355”, fyrir 7. apríl.
Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir sérfræðingi til að
starfa við umsýslu safneignar. Í starfinu felst umsjón með
geymslum safnsins, eftirlit með verkum úr safnkosti bæði í
geymslum og tengt sýningum. Á meðal verkefna er þátttaka í
viðhaldsverkefnum m.a. tengt útilistaverkum í borgarlandinu.
Um er að ræða tímabundna ráðningu í 6–8 mánuði frá maí
2018. Starfshlutfall 60–80%.
Leitað er að lausnamiðuðum, jákvæðum og drífandi einstak-
lingi sem vill starfa í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi.
Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða.
Helstu viðfangsefni:
- Umsjón með listaverkageymslum.
- Undirbúningur og frágangur verka fyrir sýningar í safninu
og utan þess.
- Vinna við viðhald og eftirlit með útilistaverkum.
- Eftirlit með aðstæðum í sýningasölum og geymslum.
Hæfniskröfur:
Óskað er eftir einstaklingi með háskólamenntun sem
nýtist í starfi, tækni- og/eða iðnmenntun sem nýtist í starfi,
menntun á sviði myndlistar eða aðra menntun sem tengst
getur starfssviði safnsins eða einstaklingi með sambærilega
reynslu.
- Reynsla af safnastarfi og umsýslu listaverka.
- Vandvirkni, nákvæmni, sjálfstæði, útsjónarsemi og góð
þjónustulund.
- Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar.
- Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í
starfi.
- Áhugi á myndlist og safnastarfi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og
viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 16.4.2018.
Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá,
kynningarbréf og upplýsingar um umsagnaraðila.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Trausti
Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna,
í síma 411-6400 eða með því að senda fyrirspurnir á
sigurdur.trausti.traustason@reykjavik.is.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin
á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut
kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli
það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkur-
borg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur
innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til
að sækja um störf hjá borginni.
Sérfræðingur
safneignar
Vantar þig trésmið?
Úrræðagóður húsasmíðameistari með margra
ára reynslu getur tekið að sér ýmis konar verk-
efni bæði innan- og utandyra.
Upplýsingar í síma 8999825.
Þjónustuver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
442 1000
rsk@rsk.is
Ríkisskattstjóri er í fararbroddi innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu. Helstu verkefni embættis-
ins eru álagning opinberra gjalda, skatteftirlit og að halda lögbundnar skrár en að auki er
embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma, nú síðast verk-
efni tengdu ráðstöfun séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð.
Vinnustaðurinn er fjölmennur og dreifist starfsemin á átta starfsstöðvar um landið.
Meginstefna ríkisskattstjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og
virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Gildi ríkisskattstjóra
eru fagmennska, jákvæðni og samvinna. Ríkisskattstjóri er þátttakandi í tilraunaverkefni á
vegum Velferðarráðuneytisins um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hlutverk ársreikningaskrár er móttaka og varsla ársreikninga. Gerðar eru úrtakskannanir og athuganir
á ársreikningum, samstæðureikningum og skýrslum stjórna í því skyni að sannreyna að gögn séu í
samræmi við ársreikningalög. Helstu verkefni eru yfirferð ársreikninga og mat á því hvort þeir uppfylli
skilyrði laga um form og efni. Einnig aðstoð við eftirlit með fylgni við alþjóðlega reikningsskilastaðla,
IFRS, og mat á stöðu félaga vegna lækkunar hlutafjár.
Hæfnikröfur
Háskólapróf í viðskiptafræði
MS í reikningshaldi eða sambærileg sérhæfing á sviði
endurskoðunar og reikningsskila æskileg
Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Mjög góð samskiptahæfni
Nánari upplýsingar um starfið
Umsóknir skulu fylltar út á rsk.is/starf eða á Starfatorgi. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar
m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn
teljist fullnægjandi. Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi
stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun
hefur verið tekin um ráðningu.
Upplýsingar um starfið veitir Inga Hanna Guðmundsdóttir í síma 442 1151.
Sérfræðingur í reikningshaldi
Þú finnur allt á
FINNA.IS
Vantar þig
pípara?