Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 16. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaups- blað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Óskum öllum ánægjulegra páska Eigum til afhendingar strax nýja vinnuflokkabíla, 7mannameð palli og 6mannameð sendirými. INNUBÍLAR - FORDTRANSITI Verð 4.490.000 +vsk 6manna 7manna Bandaríkjamaðurinn Fa-biano Caruana verðuráskorandi MagnúsarCarlsen í heimsmeistara- einvígi sem hefst í London 9. nóv- ember nk. eftir glæsilegan sigur í áskorendamótinu í Berlín. Hann hlaut 9 vinninga af 14 mögulegum en vinningi á eftir komu Rússinn Sergei Karjakin, sem tefldi eftirminnilegt einvígi um heimsmeistaratitilinn við Norðmanninn í New York haustið 2016, og Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbaídsjan. Ef frá er skilið það tímabil í skáksögunnar þegar sam- tök atvinnuskákmanna, PCA, og FIDE stóðu fyrir heimsmeistara- keppnum samtímis verður þetta í fyrsta sinn síðan Fischer og Spasskí áttust við í Reykjavík sumarið 1972 að bandarískur stórmeistari teflir um heimsmeistaratitilinn. Hann hélt forystunni allt mótið í Berlín en svo kom babb í bátinn þegar hann tapaði fyrir Karjakin í 12. umferð. Við það komst Rússinn upp við hlið hans og möguleikar opnuðust einnig fyrir Ding og Mamedyarov. Caruana lét svo um mælt að tapið fyrir Karjakin hafi losað um ákveðna spennu og í lokaumferðunum tveimur hafi hann mætt furðu afslappaður til leiks og vann heillum horfinn Levon Aronjan og síðan Alexander Grischuk. Loka- niðurstaðan: 1. Caruana 9 v. (af 14) 2. – 3. Mamedyarov og Karjakin 8 v. 4. Ding 7 ½ v. 5. – 6. Kramnik og Grischuk 6 ½ v. 7. So 6 v. 8. Aronjan 4 ½ v. Sigurskákir Caruana láta lítið yfir sér en þegar grannt er skoðað finn- ast engin lausatök í taflmennsku og hann er laginn við að nýta sér mis- tök andstæðinganna. Hann er 25 ára gamall, fæddur í Bandaríkjunum, af ítölskum ættum og tók ítalskt ríkis- fang árið 2005, en sneri aftur til Bandaríkjanna tíu árum síðar og gerðist bandarískur ríkisborgari. Sigur hans í næstsíðustu umferð var geysilega mikilvægur en skákin er að mörgu leyti dæmigerð fyrir nútíma taflmennsku. Það er einhver smá della í uppbyggingu Aronjans í byrjuninni, 18. ... Kh7 var slakur leikur, en hann reynir að losa sig með því að fórna manni fyrir óljósar bætur. Lætur svo eina tækifærið sér úr greipum ganga: Áskorendamótið í Berlín 2018; 13. umferð: Fabiano Caruana – Levon Aronj- an Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. d3 d6 9. Bd2!? Þetta hlýtur að vera mjög djúpur leikur! 9. ... Bg4 10. c3 d5 11. h3 Bh5 12. De2 Hb8 13. Bg5 dxe4 14. dxe4 h6 15. Bc1! Nú er leiðin greið fyrir hina dæmigerðu tilfæringu spænska leiksins, Rb1-d2-f1-g3. 15. ... Bg6 16. Rbd2 Rh5 17. Rf1 Bc5 18. g3 Kh7? 19. Kg2 De7 20. Bc2 Hfd8 21. b4 Bb6 22. a4 Rf6 23. Rh4 De6 24. Bd3! Þrýstir óþægilega á b5-peðið. Ar- onjan verður að grípa til ör- þrifaráða. 24. ... Bh5 25. g4 Bxg4 Hvað annað? 26. hxg4 Rxg4 27. Rf5 Rxf2 28. Bc2 g6 29. R1e3?! Lítur vel út en betra var 29. R5e3 eða 29. a5. 29. ... gxf5 30. exf5 Df6 31. Dxf2 „Vélarnar“ bentu á að Aronjan hefði getað leikið 31. ... Rxb4! 32. cxb4 Hd4! Þó að hvítur sé tveim mönnum yfir er erfitt að verja kóngsstöðuna, t.d. 33. Kh3 Hg8 sem hótar 34. ... Hf4. Niðurstaðan er jafntefli með bestu taflmennsku beggja. 31. ... e4? 32. Hh1 Hd6 33. Bxe4 Hg8 34. Kf1 Re5 35. Df4 c6 36. axb5 Hg5 37. bxa6 Dd8 38. f6+ Rg6 39.Hxh6+! - og Aronjan gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 39. ... Kxh6 40. Dh2+! Hh5 41. Rf5+ Kh7 43. Dxh5+ o.s.frv. Fabiano Caruana er fyrsti bandaríski áskorandinn síðan 1972 Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Caruana við taflið í Berlín. Aronjan hefur fórnað manni og ýmsar ógnir stafa af riddaranum á f2. Ljósmynd/chess.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.