Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 1
Gleðilega páska Morgunblaðið/Árni Sæberg Páskar Talía Björk Konráðsdóttir, 7 ára, og hundurinn Mína bíða eftir að páskadagur renni upp. Þá gæða sér margir á páskaeggjum og njóta síðustu daga páskafrísins með súkkulaði út á kinnar. L A U G A R D A G U R 3 1. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  76. tölublað  106. árgangur  SKAFTFELL Á SEYÐISFIRÐI Í TUTTUGU ÁR SKJÓTUR BATI ÍBÚA Í BÚSETU- ÞJÓNUSTU GEÐFATLAÐIR 22MYNDLIST 54 Þegar göngufólk á Laugaveginum, úr Land- mannalaugum í Þórsmörk, var spurt hvort fjöldinn hefði verið of mikill á leiðinni sögðu 78% að fjöldinn hefði verið ásættanlegur. Þegar spurt var um náttúruna á leiðinni töldu 88% að hún hefði farið fram úr eða langt fram úr væntingum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könn- unar sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir síð- asta sumar. Félagið vinnur að stefnumótun og aðgerðaáætlun og var könnunin gerð meðal erlendra göngumanna til að fá fram viðhorf þeirra til nokkurra mikilvægra þátta. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferða- félags Íslands, segir niðurstöðurnar um já- kvæða upplifun og afstöðu ferðamanna til gönguleiðarinnar afskaplega ánægjulegar. Það sé einnig athyglisvert að fjöldinn á gönguleiðinni virðist ekki angra göngumenn. „Það er búið að tala illa um og gagnrýna um- ferðina um Laugaveginn mjög mikið og oft að ósekju. Mér finnst það því vera frétt að langflestir eru ánægðir,“ segir Ólafur. Hann segir að meðal annars sé framundan á næstu árum að endurbæta skálakost fé- lagsins og gera þá að myndarlegri fjallaskál- um. »18 og 19 Lukkulegir á Laugaveginum  Fjölmennið virðist ekki angra göngumenn segir forseti Ferðafélagsins Brúargerð Lengi hefur verið unnið að uppbygg- ingu, sjálfboðaliðar FÍ við Syðri-Emstruá 1979.  Fasteigna- félagið Festir undirbýr gerð baðstaðar á Snæ- fellsnesi, Rauða lónsins. Áformað er að hefjast handa eftir ár. Baðlónið verð- ur á jörðinni Eið- húsum, skammt sunnan við veit- ingastaðinn Vegamót. Fyrst er ætl- unin að útbúa lón, búningsaðstöðu og veitingasal og síðan verður hug- að að byggingu lúxushótels. »4 Koma upp rauðu lóni á Snæfellsnesi Rautt Tillaga hefur verið verðlaunuð. „Meirihlutinn hefur verið mjög sam- hentur, fólk á því kannski ekki að venj- ast í stjórnmálum. Ég hef verið meira úti í hverfunum en fólk á að venjast og finn að fólk kann að meta það. Annars er það ekki mitt að dæma. Ég er inni- lega þakklátur og reyni að standa und- ir þessu trausti,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri þegar leitað er skýringa á því að hann hefur langmest- an stuðning borgarstjóraefna, skv. könnun. Rúmlega 46% þeirra sem afstöðu tóku í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið segjast helst vilja að Dagur gegni áfram embætti borg- arstjóra Reykjavíkur. Tæp 30% nefna Eyþór Laxdal Arnalds, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fá minna. „Það er ljóst að Dagur hefur ekki stuðning meirihluta þeirra sem tóku afstöðu. Hann naut meiri stuðnings fyrir fjórum árum. Þetta endurspeglar kannski tölurnar í könnun um fylgi flokkanna,“ segir Eyþór þegar leitað er umsagnar hans. Hann nefnir einnig að kjósendur virðist fyrst og fremst líta til þessara tveggja valkosta. Í aðdrag- anda síðustu kosninga sýndi könnun sem gerð var í mars yfirburðastuðning við Dag. Hann fékk tæplega 55% stuðning en Halldór Halldórsson Sjálf- stæðisflokki tæp 23%. helgi@mbl.is Mestur stuðningur við Dag  Dagur B. Eggertsson með 46% fylgi sem borgarstjóri  Eyþór Arnalds með tæp 30% Dagur B. Eggertsson Eyþór Arnalds MFylgið ólíkt ... »6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.