Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 1
Gleðilega páska Morgunblaðið/Árni Sæberg Páskar Talía Björk Konráðsdóttir, 7 ára, og hundurinn Mína bíða eftir að páskadagur renni upp. Þá gæða sér margir á páskaeggjum og njóta síðustu daga páskafrísins með súkkulaði út á kinnar. L A U G A R D A G U R 3 1. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  76. tölublað  106. árgangur  SKAFTFELL Á SEYÐISFIRÐI Í TUTTUGU ÁR SKJÓTUR BATI ÍBÚA Í BÚSETU- ÞJÓNUSTU GEÐFATLAÐIR 22MYNDLIST 54 Þegar göngufólk á Laugaveginum, úr Land- mannalaugum í Þórsmörk, var spurt hvort fjöldinn hefði verið of mikill á leiðinni sögðu 78% að fjöldinn hefði verið ásættanlegur. Þegar spurt var um náttúruna á leiðinni töldu 88% að hún hefði farið fram úr eða langt fram úr væntingum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könn- unar sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir síð- asta sumar. Félagið vinnur að stefnumótun og aðgerðaáætlun og var könnunin gerð meðal erlendra göngumanna til að fá fram viðhorf þeirra til nokkurra mikilvægra þátta. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferða- félags Íslands, segir niðurstöðurnar um já- kvæða upplifun og afstöðu ferðamanna til gönguleiðarinnar afskaplega ánægjulegar. Það sé einnig athyglisvert að fjöldinn á gönguleiðinni virðist ekki angra göngumenn. „Það er búið að tala illa um og gagnrýna um- ferðina um Laugaveginn mjög mikið og oft að ósekju. Mér finnst það því vera frétt að langflestir eru ánægðir,“ segir Ólafur. Hann segir að meðal annars sé framundan á næstu árum að endurbæta skálakost fé- lagsins og gera þá að myndarlegri fjallaskál- um. »18 og 19 Lukkulegir á Laugaveginum  Fjölmennið virðist ekki angra göngumenn segir forseti Ferðafélagsins Brúargerð Lengi hefur verið unnið að uppbygg- ingu, sjálfboðaliðar FÍ við Syðri-Emstruá 1979.  Fasteigna- félagið Festir undirbýr gerð baðstaðar á Snæ- fellsnesi, Rauða lónsins. Áformað er að hefjast handa eftir ár. Baðlónið verð- ur á jörðinni Eið- húsum, skammt sunnan við veit- ingastaðinn Vegamót. Fyrst er ætl- unin að útbúa lón, búningsaðstöðu og veitingasal og síðan verður hug- að að byggingu lúxushótels. »4 Koma upp rauðu lóni á Snæfellsnesi Rautt Tillaga hefur verið verðlaunuð. „Meirihlutinn hefur verið mjög sam- hentur, fólk á því kannski ekki að venj- ast í stjórnmálum. Ég hef verið meira úti í hverfunum en fólk á að venjast og finn að fólk kann að meta það. Annars er það ekki mitt að dæma. Ég er inni- lega þakklátur og reyni að standa und- ir þessu trausti,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri þegar leitað er skýringa á því að hann hefur langmest- an stuðning borgarstjóraefna, skv. könnun. Rúmlega 46% þeirra sem afstöðu tóku í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið segjast helst vilja að Dagur gegni áfram embætti borg- arstjóra Reykjavíkur. Tæp 30% nefna Eyþór Laxdal Arnalds, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fá minna. „Það er ljóst að Dagur hefur ekki stuðning meirihluta þeirra sem tóku afstöðu. Hann naut meiri stuðnings fyrir fjórum árum. Þetta endurspeglar kannski tölurnar í könnun um fylgi flokkanna,“ segir Eyþór þegar leitað er umsagnar hans. Hann nefnir einnig að kjósendur virðist fyrst og fremst líta til þessara tveggja valkosta. Í aðdrag- anda síðustu kosninga sýndi könnun sem gerð var í mars yfirburðastuðning við Dag. Hann fékk tæplega 55% stuðning en Halldór Halldórsson Sjálf- stæðisflokki tæp 23%. helgi@mbl.is Mestur stuðningur við Dag  Dagur B. Eggertsson með 46% fylgi sem borgarstjóri  Eyþór Arnalds með tæp 30% Dagur B. Eggertsson Eyþór Arnalds MFylgið ólíkt ... »6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.