Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2018
Haldið verður upp á fæðingardag
rithöfundarins H.C. Andersens á
mánudaginn, 2. apríl, víða um heim
og er dagurinn alþjóðlegur dagur
barnabókarinnar. Íslandsdeild IBBY
mun að venju gefa grunnskólabörn-
um nýja smásögu að gjöf í tilefni
dagsins en vegna páskaleyfisins
verður hún ekki afhent fyrr en
fimmtudaginn 5. apríl. Klukkan rúm-
lega 9 að morgni mun Ævar Þór
Benediktsson frumflytja smásögu
sína Pissupásu á Rás 1 og fá grunn-
skólarnir söguna líka senda. Í mörg-
um skólum hefur myndast hefð fyrir
að allir hlusti saman á upplesturinn.
Morgunblaðið/Ásdís
Pissupása á degi
barnabókarinnar
Ekki er sennilegt að íslenskir íþrótta-
áhugamenn kveiki á nafninu Eddie
Eagan. Sá á þó sérstakan sess í
íþróttasögunni því Eagan er eini
íþróttamaðurinn sem afrekað hefur
að vinna til gullverðlauna í ólíkum
greinum á bæði sumar- og vetr-
arleikum Ólympíuleikanna. Í sögu-
stund Kristjáns Jónssonar er farið
yfir feril Eagans. »4
Enginn hefur leikið eftir
afrek Eddies Eagan
Halldór Harri Kristjánsson,
fráfarandi þjálfari kvenna-
liðs Stjörnunnar í hand-
knattleik, segir margt
benda til þess að Fram vinni
ÍBV og Valur leggi Hauka í
undanúrslitum Íslandsmóts
kvenna í handknattleik. Úr-
slitakeppnin er á næsta leiti
auk þess sem umspilið um
laust sæti hefst eftir páska-
helgina. Þar er einnig mikið
undir. »2
Fara Reykjavík-
urliðin í úrslit?
„Það væri óðs manns æði að veðja
gegn Haukunum þetta tímabilið og
því spái ég þeim áfram en vona að
Skallar gefi þeim góða seríu og fari
með hana í oddaleik,“ skrifar Bene-
dikt Guðmundsson, sérfræðingur
Morgunblaðsins, í yfirlitsgrein sinni
um úrslitakeppnina í körfuknattleik
þar sem Helena Sverrisdóttir og sam-
herjar í Haukum
þykja afar sigur-
stranglegar. »2
Haukar þykja afar
sigurstranglegir
Morgunblaðið kemur næst út þriðju-
daginn 3. apríl. Fréttaþjónusta verð-
ur á fréttavef Morgunblaðsins,
mbl.is, yfir páskana. Hægt er að
senda ábendingar um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónustan er opin í dag
frá kl. 8-12 en lokað er á páskadag
og annan dag páska. Símanúmer
áskrifendaþjónustunnar er 569-1122
og netfangið er áskrift@mbl.is.
Blaðberaþjónustan er opin í dag frá
kl. 6-12 en lokað er á páskadag og
annan dag páska. Símanúmer blað-
beraþjónustunnar er 569-1440 og
netfangið bladberi@mbl.is.
Hægt er að bóka dánartilkynn-
ingar á mbl.is. Skilafrestur minning-
argreina til birtingar 3. og 4. apríl er
til hádegis á páskadag, 1. apríl.
Fréttaþjónusta
mbl.is um páskana
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mér finnst það stórkostlegt. Gaman að sjá að
fólk er að vakna til vitundar um þetta. Raunar
hafa margir gert þetta í gegnum tíðina en það
er mikil bylgja núna,“ segir Eyþór Hannesson,
ráðsmaður á Egilsstöðum og plokkari, þegar
hann er spurður um þá vitundarvakningu sem
nú er áberandi: Fólk fer út að ganga eða
hlaupa og tína rusl.
Eyþór er utanvegahlaupari og hefur tínt rusl
á hlaupum sínum í mörg ár og tekur einnig
fyrir svæði í bænum. Orðið plokk er tungu
hans ekki tamt, hann segist bara tala um að
tína rusl.
Ofbýður ruslið meðfram vegunum
Eyþór byrjaði í ruslinu þegar hann bjó á
Akureyri á árunum 2007 til 2013 og hélt því
áfram þegar hann flutti aftur austur. „Ég hljóp
oft meðfram þjóðveginum út að Dalvíkur-
afleggjara. Mér ofbauð ruslið meðfram veg-
inum en þar var sérstaklega mikið af dósum og
flöskum,“ segir hann.
„Mér ofbýður draslið sem er úti um allt, það
er orðið svo mikið. Það fýkur frá fyrirtækjum
og jafnvel heimilum og svo er töluvert um að
menn hendi drasli út úr bílunum. Ég hef staðið
menn að verki með það. Maður sér þetta með-
fram þjóðvegunum hér í kring, bæði norður í
Fellabæ og í áttina að Hallormsstað. Þetta er
orðið óheyrilega mikið,“ segir Eyþór þegar
hann er spurður út í ástæður þess að hann
leggur það á sig að tína rusl á hlaupum sínum.
Hann bætir við: „Mig langaði bara til að gera
þetta. Fannst það tilvalið þegar ég var á ferð-
inni.“
Eyþór hefur einnig tekið til hendinni á blett-
um innanbæjar. „Ég var búinn að vera með
ákveðinn stað í sigtinu um skeið en þegar ég
lét til skarar skríða lá við að mér féllust hend-
ur, ruslið var svo yfirgengilega mikið,“ segir
Eyþór. Hann starfar sem ráðsmaður við Heil-
brigðisstofnun Austurlands og lendir stundum í
því að vera lengi á leiðinni heim til sín vegna
þess að ruslið á leiðinni hefur tekið völdin.
Megnið af ruslinu sem hann tínir upp er
plast en einnig drykkjarvöruumbúðir af öllu
tagi og sígarettupakkar. Eyþór segist stundum
finna fatnað, til dæmis húfur og vettlinga, og
nýlega hafi hann rekist á forláta sjal. Þá hefur
hann fundið varahluti úr bílum, til dæmis bíl-
ljós í heilu lagi, svo eitthvað sé nefnt.
Þarf stundum að láta sækja sig
Hann er alltaf með bakpoka á hlaupunum.
Hann dugar ekki lengi og þá er gripið til Bón-
uspokanna og ef þeir duga ekki þarf að taka til
annarra ráða, fylla svarta ruslapoka.
Þessi iðja tefur hann vitaskuld mikið á
hlaupunum, stundum nær hann aðeins nokkr-
um skrefum í einu. Þegar ruslið er sem mest
hefur hann þurft að hringja á eiginkonu sína
og biðja hana að sækja sig og ruslapokana.
„Finnst tilvalið að tína rusl
þegar ég er á ferðinni“
Afrakstur Þetta rusl tíndi Eyþór Hannesson innanbæjar á Egilsstöðum 27. apríl á síðasta ári. Þetta var
þriggja tíma törn hjá honum, tínslan og flokkunin. Hann tínir þó aðallega rusl meðfram vegunum.
Eyþór Hannesson á
Egilsstöðum er einn af
frumherjum í plokkinu
Eyþór Hannesson finnur fyrir þakklæti sam-
borgaranna. Hann hefur til dæmis verið heiðr-
aður af Náttúruverndarsamtökum Austurlands.
„Það hefur komið fyrir að menn hafa stoppað á
veginum og boðist til að taka fyrir mig rusla-
pokana og fara með á endurvinnslustöðina. Ég
þigg það en bið menn að fara með ruslið heim
til mín svo ég geti flokkað það,“ segir Eyþór og
tekur fram að hann flokki alltaf ruslið áður en
hann fer með það á endurvinnslustöðina.
Stoppa og bjóðast
til að taka pokana
FLOKKAR ALLT RUSLIÐ
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Voru tveir að færa gröfu af vagni
2. Breyttu Krambúð í „Klámbúð“
3. Varð undir beltagröfu
4. Flippuð árshátíð Origo
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlægari vindur og léttir smám saman til fyrir norðan, en áfram
dálitlar skúrir eða él sunnantil á landinu. Hægari vindur í kvöld. Hiti 0 til 6 stig að deg-
inum, en víðast næturfrost.
Á sunnudag (páskadagur) Fremur hæg breytileg átt. Dálítil snjókoma eða él norð-
vestan- og vestanlands, en annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi veður.
Á mánudag (annar í páskum) Dálítil snjókoma eða él í flestum landshlutum.