Morgunblaðið - 31.03.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 31.03.2018, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu en 83% svarenda gistu þar, 71% í Emstrum og 55% í Hrafntinnu- skeri. 45% gistu í Landmanna- laugum og Þórsmörk. Hluti þessa hóps gisti einhverjar nætur á tjaldsvæðum og oftast var gist á tjaldsvæðinu í Emstrum og svo á tjaldsvæðinu í Hrafntinnuskeri. Skálinn í Álftavatni þótti bestur og Hrafntinnusker verstur. Flestir sem fóru um Lauga- veginn sáttir við fjöldann Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, segir niður- stöðurnar um jákvæða upplifun og afstöðu ferðamanna til gönguleið- arinnar afskaplega ánægjulegar. Það sé einnig athyglisvert að fjöldinn á gönguleiðinni virðist ekki angra göngumenn. „Það er búið að tala illa um og gagnrýna umferðina um Laugaveginn mjög mikið og oft að ósekju. Mér finnst það því vera frétt að langflestir eru ánægðir,“ segir Ólafur. „Menn verða að hafa í huga hvaða væntingar fólk hefur þegar verið er að tala um mikinn fjölda á tilteknum stöðum. Þeir sem velja að skoða Þingvelli, Gullfoss, Geysi eða Landmannalaugar gera ráð fyrir að þar sé töluvert af fólki og flestir sem fóru um Laugaveginn eru sáttir við fjöldann. Þeir sem vilja vera algerlega út af fyrir sig finna sér aðra staði þar sem fáir eru á ferli og þá má finna víða á landinu.“ Myndarlegir fjallaskálar Ólafur segir að Ferðafélagið vinni stöðugt að uppbyggingu og endurbótum á Laugaveginum og hafi byggt upp gönguleiðina og að- stöðu á skálasvæðum síðastliðin 30 ár. Meðal annars sé framundan á næstu árum að endurbæta skála- kost félagsins og gera þá að myndarlegri fjallaskálum með bættri aðstöðu án þess að um lúx- us verði að ræða. Félagið hefur ráðið tvo göngu- verði í sumar sem er viðbót við starf landvarða á svæðinu og er þetta gert að fyrirmynd þjóðgarða erlendis. Þeir verða stöðugt á gangi á Laugaveginum og er ætl- að að veita öryggi og þjónustu. Þeir hjálpa fólki ef eitthvað amar að, en gæta einnig að umhverfis- málum; t.d. að fólk spilli ekki nátt- úrunni, tjaldi ekki á röngum stöð- um eða létti á sér bak við hól, svo dæmi séu tekin. Þá hefur verið ráðinn rekstarstjóri til að hafa yfirumsjón með rekstri Laugaveg- arins. Stefnt er að því að gera tilraun með einstefnu á Laugaveginum og að aðeins verði gengið úr Laugum í Þórsmörk. Það þarf hins vegar lengri undirbúning og kynningu áður en af verður. Ferðafélagið hefur átt fundi með Umhverfis- stofnun varðandi þessi verkefni og vonast til að fyrstu skrefin í þessa átt verði stigin á næstu tveimur til þremur árum. Hópar leggi ekki allir af stað á sama tíma „Í sumar verður reynt að tryggja að fólk bóki sig fyrirfram í tjaldstæði, sem hefur ekki verið reglan til þessa,“ segir Ólafur. „Í fyrrasumar varð nokkur þytur vegna þess að tveir stórir hópar komu inn á takmarkað tjaldstæði hjá okkur án þess að vitað væri af komu þeirra. Þá lenti ferðalangur í þvögu af tveimur stórum hópum frá ferðaskrifstofum og það var gert að blaðamáli. Nú erum við að undirbúa að þessir stóru skipulögðu hópar leggi ekki allir af stað á sama tíma og samið verði við ferðaskrifstofu eða fararstjóra um hvenær lagt verður af stað. Ef brottfarir verða með hálftíma eða klukkutíma millibili dreifist álag á salerni og menn ganga ekki alveg í einum hnapp.“ Ferðafélagið hefur komið upp virku og öruggu kerfi þar sem skálaverðir fylgjast með fjölda þeirra sem koma og fara úr skál- unum og láta vita ef einhverjir eru illa búnir. Stígarnir eru góðir og leiðin vel stikuð. Ýmislegt er þó hægt að gera til viðbótar sem kostar ekki mikla fjármuni en eykur öryggi. Því má ekki gleyma að Laugavegurinn fer hæst í yfir þúsund metra hæð og á Íslandi geta skollið á óveður með litlum fyrirvara. „Það er óvíða jafn mikil, fjöl- breytileg og sérstök náttúrufegurð og á Laugaveginum. Það er því hagur allra að vel verði staðið að málum á þessu einstaka svæði,“ segir Ólafur. Ljósmynd/Gréta S. Guðjónsdóttir Einstakt Náttúran er stórfengleg og um leið hrikaleg í friðlandinu að fjallabaki. Myndin er tekin af tindi Bláhnúks ofan Landmannalauga og má sjá Jökulgil, Skalla og Torfajökulssvæðið í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.