Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Kamasa verkfæri
– þessi sterku
Lýsingarorðið og/eða nafnorðiðtöff hefur lengiverið mér hug-
leikið. Orðið er myndað
eftir enska lýsingarorðinu
tough, og hefur fyrir löngu
unnið sér þegnrétt í ís-
lensku máli þótt mál-
fræðilegar hneigingar þess
séu ekki mjög íslensku-
legar. Samkvæmt Íslenskri
orðabók er töff óbeygj-
anlegt lýsingarorð og
óformlegt mál, en sú ein-
kunn mun gefa í skyn að
til gullaldarmáls teljist það
ekki. Óbeygjanleikinn og
afkynjunin eru líka algjör: Við tölum um töff karl og töff konu og
töff barn, en ekki töffan karl, töffa konu og töfft barn, dáum töff
sál í töff líkama en ekki töffa sál í töffum líkama. (Eins mun farið
lýsingarorðunum næs og kjút.) Orðabókin greinir ekki frá öðrum
myndum orðsins, þekkir það ekki sem nafnorð en lætur fljóta með
afleiddu myndirnar töffari og töffaralegur. Merking óbeygjanlega
lýsingarorðsins töff er sögð vera „harðskeyttur og svalur“.
Slangurorðabók Svarts á hvítu (1982) tilfærir lýsingarorðið töff
og afbrigði þess töffaður og segir merkinguna vera „djarfur, sval-
ur, kaldur; glæsilegur, reffilegur; harður í horn að taka, hörkuleg-
ur, grófur“. Slangra þekkir
jafnframt karlkynsnafn-
orðið töff og afleiður þess
töffi og töffari og segir
merkinguna vera „kaldur
kall, svalur náungi, stæl-
gæi“, tilfærir einnig
nokkrar samsetningar svo
sem bílatöffari og töffaraskapur og loks nafnorðið töffheit (hv. ft) í
merkingunni „dirfska; glæsimennska; mannalæti“.
Samsvarandi tökuorð virðist ekki til í dönsku. Etv. á það sér
þær eðlilegu skýringar að tøf er alveg frátekið fyrir það hljóð sem
kolakyntar eimreiðar og bílskrjóðar gefa frá sér, sbr. Andr-
ésblöðin á frummálinu sællar minningar. Svíar eiga hinsvegar lýs-
ingarorðið tuff af sama uppruna og svipaðrar merkingar, en hjá
þeim lýtur orðið innlendum málfræðireglum: en tuff flicka – tuffa
flickor.
Mér er í barnsminni að töff var mun algengara sem nafnorð en
lýsingarorð. Sagt var: „Hann er svo mikill töff, hann er algjör
töffi, þau eru svo miklir töffar.“ Sönnun þessa má t.d. sjá í texta
Ómars Ragnarssonar: „Sveitaball, já allir töffar elska sveita-
ball …“ Í nútímamáli virðist orðmyndin töffari alveg hafa rutt
burt nafnorðunum töff og töffi.
Ritmálssafn Orðabókar Háskólans hefur engin dæmi um nafn-
orðin töff eða töffi en kveður elsta dæmi lýsingarorðsins á prenti
fyrirfinnast í 3. tbl. Eimreiðarinnar 1901: „Það er víst býsna töff
leið.“ Athugun leiðir í ljós að dæmið er vesturíslenskt, nánar til-
tekið úr smásögunni „Íslenzk þröngsýni“ eftir skáldið, bóndann og
póstmeistarann Gunnstein Eyjólfsson (1866-1910) sem þarna birt-
ist fyrst en var síðar gefin út undir nafninu „Járnbrautarnefndin“
í sagnasafni Gunnsteins „Jón á Strympu og fleiri sögur“ (Winni-
peg 1952). Þannig hljómar setningin í heild sinni: „Það er víst
býsna töff leið. Fílarðu ekki illa eftir trippið að norðan?“
Tungutak
Þórarinn Eldjárn
thorarinn@eldjarn.net
Thinkstock/Getty Images
Töff
Íblaðinu Mannlífi, sem út kom fyrir skömmu, birtistathyglisvert viðtal við Áslaugu Friðriksdóttur,borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem húnfjallar um bæði borgarmál og Sjálfstæðisflokkinn í
ljósi eigin reynslu af því að starfa fyrir flokkinn á vett-
vangi borgarstjórnar Reykjavíkur.
Þetta er athyglisvert viðtal sem er eftirsóknarverð lesn-
ing fyrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og innlegg í
umræður sem verða að fara fram innan þess flokks, eigi
hann að hafa einhverja möguleika á að ná sér á strik og
endurheimta fyrra fylgi.
Áslaug segir m.a.:
„Ég tel að í gegnum tíðina hafi það verið einn helzti
styrkleiki flokksins að hafa umburðarlyndi fyrir blæbrigð-
um skoðana innan hans. Þetta umburðarlyndi hefur verið
ein forsenda þess að flokkurinn hefur verið jafnstór og
raun ber vitni. Skortur á þessu umburðarlyndi mun ekki
stækka, heldur þvert á móti minnka
flokkinn í Reykjavík.“
Og hún segir ennfremur:
„Átökin í Reykjavík virðast oft og
tíðum ganga fyrst og fremst út á að ná
og viðhalda völdum í stofnunum
flokksins … Þarna er hart barizt en
því miður á kostnað málefnanna sem falla í skuggann.
Þetta gerir að verkum að fólk sem hefur áhuga á málefn-
unum ílengist síður í flokksstarfinu í Reykjavík. Það hafa
ótrúlega margir sömu sögu að segja af því, fólki finnst
þetta ekki spennandi vettvangur vegna þessarar hörku.
Grasrótarstarfið í Reykjavík á að vera öflugur vettvangur
skoðanaskipta og umræðu en er það því miður ekki af
þessum sökum.“
Það er því miður of mikið til í þessari gagnrýni og sjón-
armiðum Áslaugar Friðriksdóttur.
Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálf-
stæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en
þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr
þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga
betur heima í öðrum flokkum.
Það mátti finna í athyglisverðri ræðu, sem Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi
Samtaka eldri sjálfstæðismanna fyrir skömmu, að hún
finnur þörfina fyrir líflegri skoðanaskipti á vettvangi
flokksins og hefur leitast við að leiða þau fram með því að
brjóta upp hefðbundið fundarform á ferðum sínum meðal
flokksfélaga um landið síðustu misseri.
Þetta vandamál er hins vegar ekki bundið við Sjálfstæð-
isflokkinn einan. Þetta virðist vera vandi hefðbundinna
stjórnmálaflokka hér og er kannski að einhverju leyti
skýring á því að flokkum og framboðum fjölgar mjög.
Það er t.d. augljóst að jafnaðarmenn, bæði hér og ann-
ars staðar, eiga við ákveðinn tilvistarvanda að stríða. Sam-
fylkingin telur sig vera helzta samnefnara jafnaðarmanna
á Íslandi en hefur misst mjög fylgi. Þrátt fyrir það hafa
nánast engar umræður farið fram, alla vega ekki sem máli
skipta, innan flokksins um þann tilvistarvanda að hún er
orðin flokkur þröngra hópa háskólaborgara og hefur ger-
samlega misst tengslin við rætur sínar, þ.e. við verkalýð-
inn eða alþýðu manna.
Það er fyrst nú sem talað er hreint út um þessi mál í at-
hyglisverðri grein eftir Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi
formann Alþýðuflokksins, sem birtist á vef Stundarinnar,
sem vert er að lesa.
Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir
lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið
svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem
ríkja hjá forystusveit hverju sinni?
Í gamla daga var það nánast föst
regla að ef grein birtist í þessu blaði,
sem ekki fylgdi boðaðri stefnu þeirrar
stundar, hringdi einhver sjálfstæð-
ismaður og spurði með þjósti hvað það
ætti að þýða að birta svona greinar í
Morgunblaðinu.
Hvað er svona hættulegt við skoðanir annars fólks?
Á tímum kalda stríðsins voru ákveðin rök fyrir því að
reyna að halda skoðanaágreiningi innan flokks eins og
Sjálfstæðisflokksins á bak við luktar dyr. Þó var það svo
að eftir kosningaósigra Sjálfstæðisflokksins vorið og sum-
arið 1978 blómstruðu þúsund blóm á síðum Morgun-
blaðsins í skoðanaskiptum og átökum um ástæður þeirra
ósigra.
Þeir sem kunna að draga þessa fullyrðingu í efa ættu að
skoða blaðið sumarið og haustið 1978.
Þá var sami maður formaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður stjórnar Árvakurs hf., útgáfufélags Morg-
unblaðsins, þ.e. Geir Hallgrímsson.
Áslaug Friðriksdóttir á þakkir skildar fyrir að hafa
hreyft þessum málum á opinberum vettvangi. Það yrði
Sjálfstæðisflokknum til framdráttar, ef hún fengi tækifæri
til að ræða þessi sjónarmið á fundum flokksfélaga um land
allt.
Og reyndar væri forvitnilegt í ljósi þeirrar ræðu Ás-
laugar Örnu, sem hér var vísað til að framan, ef fram færu
á slíkum fundum skoðanaskipti á milli þeirra tveggja um
þessa og aðra þætti flokksstarfsins.
Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast und-
an að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi.
Þeir landsfundir Sjálfstæðisflokksins sem vakið hafa
mesta athygli í gegnum tíðina hafa einmitt verið þeir fund-
ir, þar sem tekizt hefur verið á. Þá leysist úr læðingi sá
kraftur sem í þessum flokki býr.
En óneitanlega vekur athygli sú þögn sem ríkt hefur
um umbúðalaust tal eins borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins.
Það skyldi þó ekki vera að einhverjum hafi dottið í hug
að bezt sé að sú þögn sé sem mest?!
Hvað er svona hættulegt
við skoðanir annars fólks?
Hvers vegna þessi þögn
um sjónarmið Áslaugar
Friðriksdóttur?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Mánudaginn 2. apríl 2018 flyt égerindi um íslenska banka-
hrunið á alþjóðlegri ráðstefnu
APEE, Association of Private En-
terprise Education, í Las Vegas í
Nevada-ríki. Málstofan, sem ég
sæki, er helguð peningum og banka-
málum. Þar munu aðrir fyrirlesarar
meðal annars ræða um, hvort af-
nema megi brotaforðakerfi (fractio-
nal reserves) banka til að koma í veg
fyrir útþenslu þeirra og peninga-
prentun.
Í erindi mínu nálgast ég vandann
úr annarri átt. Fyrsti lærdómurinn
af bankahruninu íslenska er, að það
þarf ekki nauðsynlega að vera slæmt
fyrir hagkerfið, að bönkum sé ekki
bjargað með skattfé almennings. Ís-
land dafnar vel.
Annar lærdómurinn er, að í öng-
um sínum haustið 2008 fundu Ís-
lendingar úrræði: Það var, að ríkið
ábyrgðist ekki bankainnstæður,
heldur veitti innstæðueigendum for-
gangskröfur í bú banka. Áhyggju-
efnið í fjármálakreppu er síður eig-
endur bankanna og aðrir
lánardrottnar en innstæðueigendur.
Þriðji lærdómurinn er, að afnema
má ríkisábyrgð á innstæðum, ef inn-
stæðueigendur hafa að lögum for-
gangskröfur í bú banka. Þá munu
aðrir lánveitendur banka taka
öruggari veð en nú gerist, og þeir
fara gætilegar og þenjast ekki
stjórnlaust út. Ríkisábyrgð skapar
freistnivanda: Þegar vel gengur,
hirðir bankinn ávinninginn. Þegar
illa gengur, bera skattgreiðendur
kostnaðinn.
Fjórði lærdómurinn er, að óbund-
ið vald verður alltaf misnotað, eins
og breska Verkamannaflokks-
stjórnin misnotaði hryðjuverkalög
til að reyna að beygja Íslendinga.
Fimmti lærdómurinn er, að smá-
þjóðir standa alltaf einar, þegar á
reynir. Stórþjóðir veita þeim þá og
því aðeins aðstoð, að þær sjái sér
hag í því.
Sjötti lærdómurinn er, að miklu
máli skipti að hafa röggsama forystu
í Seðlabankanum. Fyrir bankahrun
höfðu bankastjórarnir margsinnis
varað við útþenslu bankanna og bent
á úrræði gegn henni, til dæmis flutn-
ing Kaupþings til útlanda, sölu
Glitnis banka í Noregi og flutning
Icesave-innstæðna Landsbankans
úr útibúi í banka. Í bankahruninu
beittu þeir sér fyrir afgirðingu Ís-
lands (ring-fencing) til að takmarka
áhættu, og þegar ráðherrar Sam-
fylkingarinnar voru í öllu írafárinu
hættir að hlusta á þá, sendu þeir
einkaþotu eftir sérfræðingum JP
Morgan, sem sannfærðu ráðherrana
loks um, að þetta væri eina raun-
hæfa lausnin.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvað segi ég í Las Vegas?