Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Fyrir nokkrum ára-
tugum gaf Lands-
samband ísl. útvegs-
manna út
myndskreytta áróð-
ursbæklinga vegna
kröfu á þeim tíma, að
útgerð fiskiskipa yrði
gert að greiða auð-
lindaskatt vegna út-
hlutunar veiðiheim-
ilda og
framsalsréttar. Var
sjávarútvegurinn þar m.a borinn
saman við ýmsar aðrar atvinnu-
greinar að þessu leyti. Um ferða-
þjónustuna sagði m.a. þetta orð-
rétt:
„Fyrirtæki í ferðaþjónustu
draga hingað ferðamenn til að
sýna þeim Gullfoss, fara með þá í
skoðunarferðir um hálendið eða í
hvalaskoðunarferðir, en ekkert af
þessum þáttum íslenskrar náttúru
er einhver séreign viðkomandi fyr-
irtækja. Ef talsmenn auðlinda-
skatts vilja vera samkvæmir sjálf-
um sér verða þeir að viðurkenna
að fyrirtæki í ferðaþjónustu eru að
„fénýta eign annarra án þess að
gjald komi fyrir“ svo notuð séu
þeirra eigin orð. Ef auðlinda-
skattur yrði settur á útgerðina
ætti samkvæmt jafnræðisreglunni
að borga auðlindaskatt af ferða-
þjónustu.“
Þessi orð voru látin falla, þegar
erlendir ferðamenn voru ekki
nema brot af þeim fjölda, sem nú
er og þá nær eingöngu á sumrin,
en ekki allt árið eins og nú. Í dag
er ástandið orðið þannig, að ferða-
þjónustan er víðast hvar búin að
leggja undir sig helstu nátt-
úruperlur Íslands með tilheyrandi
áníðslu á náttúruna. Þetta hefur
haft þær afleiðingar í för með sér,
að ferðaþjónustan er nánast búin
að bola Íslendingum í burtu, sem
margir hverjir hafa gefist upp á
því að reyna að heim-
sækja fjölmarga staði
eins og t.d Þingvelli,
Gullfoss og Geysi.
Eru menn nú jafnvel
farnir að taka svo
djúpt í árinni að telja
ástandið vegna fjölda
erlendra ferðamanna
orðið að túristaplágu.
Ekki þarf heldur að
fara mörgum orðum
um það, hvernig búið
er að fórna miðbæ
Reykjavíkur og næsta
nágrenni með því að
leggja hann undir þjónustu við
hina erlendu ferðamenn. Maður
spyr sig, hvort allt sé til sölu. Er
það eina, sem skiptir okkur Ís-
lendinga máli að græða sem mest
á erlendum ferðamönnum, en allt
annað verði að víkja fyrir gróða-
voninni?
Undanfarin misseri hafa verið
miklar umræður um gjaldtöku í
ferðaþjónustunni og þá helst rætt
um náttúrupassa eða komugjald.
Hefur ferðaþjónustan hingað til
vælt þetta allt af sér á sama hátt
og þegar talað hefur verið um, að
hún greiði virðisaukaskatt í sam-
ræmi við aðrar atvinnugreinar.
Hefur þá oft mátt halda, eins og
ferðaþjónustan hefur látið, að hún
sé að starfrækja einhvers konar
frumkvöðla- eða nýsköpunarstarf-
semi og þurfi þess vegna að lifa
stöðugt í vernduðu umhverfi m.a.
hvað gjaldtöku snertir.
Í þessu sambandi má nefna hér
þá miklu umfjöllun, sem verið hef-
ur um það, hvernig ástand ferða-
mannastaðanna og veganna er orð-
ið. Ekki síst vegna mikillar áníðslu
á þessa staði og gífurlegrar um-
ferðar bílaleigubíla og rúta með
erlenda ferðamenn með tilheyr-
andi slysahættu, eins og fjölmörg
dæmi sýna og mun versna, þegar
gert er ráð fyrir komu 169
skemmtiferðaskipa í ár með rúm-
lega 147.000 farþega. Þá hefur
mikið verið talað um að bæta þurfi
„innviðina“ og þá ekki síst vegna
hins hörmulega ástands veganna á
þessum slóðum, sem rúturnar hafa
fyrst og fremst verið að méla nið-
ur. Hver á svo að borga fyrir
þetta? Jú, almenningur með
skattfé eða öðrum fjármunum,
sem tilheyra landsmönnum, því
ekki er annað að sjá en að ferða-
þjónustan ætli sér að verða
stikkfrí í þessu tilviki eins og
venjulega. Hún sjái um debet-
hliðina, en almenningur um kred-
ithliðina.
Það er skoðun mín, að sjálfsagt
sé að ferðaþjónustan verði látin
greiða auðlindagjald í einu eða
öðru formi, eins og einstök dæmi
eru um að þeim sé gert að gera,
sem fénýta sér sameign þjóð-
arinnar í ábataskyni, sbr. rekstur
köfunarfyrirtækjanna í Silfru, sem
er í miðjum friðlýstum þjóðgarð-
inum á Þingvöllum. Að sjálfsögðu
á ferðaþjónustan ekki að vera nein
undantekning að þessu leyti. Hún
hefur hingað til verið að gera út á
sameign almennings án þess að
gjald hafi komið fyrir. Því þarf að
breyta, þannig að þjóðin fái arð af
þessari náttúrauðlind sinni á sama
hátt og gert er með sjávarauð-
lindina, en arðurinn renni ekki all-
ur til einstakra fyrirtækja í ferða-
þjónustunni. Væri það í samræmi
við jafnræðisregluna.
Ferðaþjónustan
og auðlindaskattur
Eftir Jónas
Haraldsson » Í dag er ástandið
orðið þannig, að
ferðaþjónustan er víðast
hvar búin að leggja und-
ir sig helstu náttúru-
perlur Íslands með til-
heyrandi áníðslu á
náttúruna.
Jónas Haraldsson
Höfundur er lögfræðingur.
Mikið hefur verið
rætt og ritað um lestr-
arkennslu barna að
undanförnu, enda ekki
nema eðlilegt þegar
sagt er að einhver
hluti barna lesi sér
ekki til skilnings og
aðrir séu jafnvel ólæs-
ir. Þetta er auðvitað
grafalvarlegt mál og
ætti raunar ekki að
vera til. Kennarar og
aðrir hafa tjáð skoðanir sínar til úr-
bóta og auðvitað allir hver með sína
skoðun á ástandinu og hvað sé til
ráða, en enginn hittir naglann á
höfuðið. Nú kemur hér lítil saga.
Ég undirritaður fæddur og upp-
alinn á Akureyri man þá tíð að ég
og jafnaldrar mínir (er orðinn ellilíf-
eyrisþegi) vorum á þeim aldri að
styttist í barnaskóla. Þá minnist ég
þess að á Akureyri voru þá til tveir
svokallaðir smábarnaskólar í sex til
sjö þúsund manna bæ þá og var ég
sendur í annan þeirra 5 ára gamall
ásamt auðvitað mörgum fleiri. Ég
var auðvitað ekki læs þegar ég kom
í skólann en kunni þó nokkuð
skammlaust stafina og stafrófið,
sem móðir mín hafði kennt mér.
Eftir veru mína í smábarnaskól-
anum einn vetur var ég orðinn
nokkuð vel læs, las að mig minnir
190-200 atkvæði á mínútu, sem þótti
alveg vel í meðallagi. Þetta var góð-
ur undirbúningur fyrir barna-
skólanámið. Það skal tekið fram að
við börnin á þessum tíma vorum
augljóslega ekki með
spjaldtölvur eða GSM-
síma til truflunar við
námið. Við vorum
þarna til að læra að
lesa, skrifa nafnið okk-
ar og var síðast en
ekki síst kennt að 2+2
og 2x2 væru fjórir,
sem er undirstaða allr-
ar stærðfræði í dag.
Í barnaskólanum
var okkur skipt niður í
fjóra bekki A, B, C og
D því við vorum það
mörg eða um þrjátíu
talsins í bekk. Án þess að vera að
hreykja mér lenti ég í A-bekk, trú-
lega vega frammistöðu minnar í
smábarnaskólanum í lestri. Það var
nokkuð greinilegt að í A- og B-
bekkina völdust krakkar sem höfðu
nokkuð góða eða betri undirstöðu í
lestri en þau sem lentu í C- og D-
bekkjunum hverju sem það var að
kenna því þetta voru mörg hver
frambærilegir krakkar en hafa lík-
lega orðið af undirstöðulærdómi.
Þess vil ég hér geta hvað það er
mikilvægt að kenna börnum lestur
áður en þau hefja
hefðbundna skólagöngu. Hef ég
líka annað dæmi þar sem eru dætur
mínar þrjár og minnugur minna
fyrri daga við lestrarkennslu var
þeim leiðbeint í lestri af okkur for-
eldrum þeirra og ekki síður ömmu
og afa.
Það er stór spurning að stofnað
verði til smábarnaskóla, sem líka
gæti verið innan leikskólanna því
ekki þarf menntaða kennara til að
kenna ungum börnum að lesa.
Mér rann það til rifja er í sjón-
varpsþætti fyrir nokkru voru nokk-
ur ungmenni en þó fullorðin spurð
að því hvar á landinu Raufarhöfn
væri. Ekkert þeirra hafði glóru um
hvar Raufarhöfn væri, svörin voru á
þá leið að staðurinn væri fyrir vest-
an, austan eða jafnvel suður á landi.
Að þau skyldu ekki nefna Fær-
eyjar. Í öðrum þætti höfðu ekki
hugmynd um, þeir sem spurðir
voru, við hvaða fjörð Dalvík stæði.
Nefndu ekki einu sinni Fuglafjörð.
Við, sem lærðum um þetta hvort
tveggja í gömlu góðu Landafræð-
inni okkar, vitum það enn þann dag
í dag um öll þorp, bæi, firði og vík-
ur á landinu okkar.
Mér datt í hug úr hvað skólum og
frá hvað kennurum þetta fólk
kæmi.
Ég skora á kennara og aðra sem
að málum koma að hætta að karpa
um hlutina út og suður árangurs-
laust og fara að kenna börnum þar
sem það á við eftir gömlu og góðu
gildunum. Minnist einnig innleið-
ingar mengja í stærðfræðinni sem
auðvitað var tóm vitleysa og gufaði
upp.
Annars treysti ég engum frekar
en ofurkonunni Lilju Dögg Alfreðs-
dóttur menntamálaráðherra til að
finna lausn á málunum því að mín-
um dómi er hún frekar skýr.
Nokkur orð um læsi og fleira
Eftir Hjörleif
Hallgríms » Lestrarkennslabarna á villigötum,
auðvelt að breyta til.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari .
Kirkjan er partur
af lífi fólks hvar sem
kirkju er heimilt að
starfa. Sumir staðir
banna kirkjum að
starfa og geta menn
og konur á þessum
stöðum átt von á
handtökum og fang-
elsisvist. Hve margt
kristið fólk skyldi
hafa látið lífið fyrir
nafnið Jesú? Reikna
má með að talan sé há og hærri en
við kærum okkur um að heyra.
Hvernig getur staðið á þessu að
fólk sem játar Jesú eigi undir högg
að sækja? Þegar svona er spurt er
best að leita til heilagrar ritningar.
Þar finnum við skýringu á hví svo
sé í stakkinn búið. Ritningin greinir
ekki einvörðungu frá góðverkum
Jesú heldur líka plotti og áætlunum
Satans sem endalaust plottar gegn
kirkju og hinum trúuðu. Segir enda
Jesú sjálfur við lærisveina sína:
„En Jesús mælti við þá: (Læri-
sveina sína. Innskot höfundar) „Ég
sá Satan hrapa af himni sem eld-
ingu. Ég hef gefið yður vald að
stíga á höggorma og sporðdreka og
yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert
mun gera yður mein. Gleðjist samt
ekki af því að illu andarnir hlýða
yður, gleðjist öllu heldur af hinu að
nöfn yðar eru skráð í himnunum.“
(Lúk. 10: 18-20) –
Helsta verk Krists var að við
hvert og eitt sæjum hvað væri mik-
ilvægt og lærðum að tileinka okkur.
Og hvað er manneskju mikilvægara
en að eiga nafn sitt ritað hjá Guði?
Kristur boðar sínu fólki að eiga til
kærleika sín á milli til að fé-
lagskapur hins trúaða sé sá sem til
er ætlast. Félagsskapur trúaðra
gengur með hverri kynslóð. Og
Kristur vinnur í henni. Samfélag
trúaðra gegnir gríðarlegu hlutverki
á trúargöngu fólks. Að kærleikur sé
oft nefndur er engin tilviljun heldur
lykilatriði trúarinnar. Allir sem til
þekkja vita hversu oft hann fær að
síga í röðunum og einnig að segi
allt sem segja þarf um að trú sé
vinna.
Málið er að Kristur býður einn
kærleika og elsku sem heldur er á
reynir. Trúin í hjarta hverrar
manneskju er aflið í viðkomandi
sem minnir á sig og vill að stígi
fram hvernig sem hátti til hjá
henni. Kærleikur Krists er mikið
afl og óháð tilfinningum sem menn
glíma við á hverjum tíma. Sem og
eigin líðan. Kærleikur Krists horfir
ekki í þetta heldur getur starfað
hvenær sem þörf er en gerir ekki
nema manneskjan heimili og verður
áfram viljaákvörðun.
Öflug trú bærir á sér hverjar
sem kringumstæður eru. Trúin er
máttug og undursamlegt afl í lífi
manna og kvenna. Kærleikur
Drottins í verki kemst fram fyrir
allt í einni manneskju. Og mann-
eskja fer og vinnur kærleiksverk þó
henni líði engan veginn sjálfri
þannig að vilja vinna neitt slíkt
verk en gerir vegna trúarinnar.
Þetta eru hetjur trúaðra sem óhætt
er að horfa til og hinar bestu fyr-
irmyndir allra, sem þær vilja eign-
ast. Fyrirmynd sinni vilja menn
líkjast en gerist ekki
nema hafast þá að.
Hafa menn hugleitt
hve oft Kristur sjálfur
skyldi hafa þurft á öllu
afli kærleika Föður
síns að halda er hann
vann sitt verk mitt inni
í öllum hryssingnum
sem honum mætti hér
og hvar og við vitum
um sem lesum og
þekkjum ritningarnar?
Um það segir ekkert
en hægt að geta sér til
um ýmislegt vitandi sem er að Jesú
var að öllu leyti maður. Og líka
auðvitað Guð. Sjáum við afrek
Jesú? Ekki er sjálfgefið að svo sé
en er samt verulegt.
Ljóst er að kærleikur Krists er
gjöf sem menn eignist við end-
urfæðinguna. Endurfæðing er Orð
Krists sjálfs. Lítum á: „Maður hét
Nikódemus, af flokki farísea, og átti
sæti í öldungaráði Gyðinga. Hann
kom til Jesú um nótt og sagði við
hann: „Rabbí, við vitum að þú ert
lærifaðir kominn frá Guði. Enginn
getur gert þessi tákn sem þú gerir
nema Guð sé með honum.“ Jesús
svaraði honum: „Sannlega, sann-
lega segi ég þér: Enginn getur séð
Guðs ríki nema hann fæðist að
nýju.“ (Jóh. 3: 1-3) – Hér kemur
fram orðið „Endurfæðing.“ – Átt
við andlega fæðingu.
Kærleikurinn býr innan raða
safnaðanna sem koma saman í
nafni Jesú. Fólkið mætir ekki af
skyldurækni einni saman heldur
beinnar þarfar. Það fýsir að við-
halda trú sinni og veit að trú bygg-
ir á samfélagi annarra endurfæddra
einstaklinga og sé daglegt viðfangs-
efni trúaðs fólks. „Trú inn á milli“ –
gengur ekki í Kristi. Trú á kletti
eignast fólk með ástunduninni.
Í byrjun var getið um að sum
ríki hafni allri kristni. Að sé barátta
hvað trú áhrærir fáum við skýringu
á í til að mynda þessu ritningaversi:
„Þá fór hann með hann upp og
sýndi honum á augabragði öll ríki
veraldar. Og djöfullinn sagði við
Jesú: „Þér mun ég gefa allt þetta
veldi og dýrð þess því að mér er
það í hendur fengið og ég get gefið
það hverjum sem ég vil. Ef þú fell-
ur fram og tilbiður mig skal það
allt verða þitt.“ – Jesús svaraði
honum: „Ritað er: – Drottin, Guð
þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna hon-
um einum.“ – (Lúk. 4: 5-8) Við
sjáum hvernig í pottinn er búið og
hví sumstaðar kirkjur og kristið
fólk sætir ofsóknum fyrir trú sína.
Kristin trú mun ávallt sækja á
brattann. Heilsteypt trú fólks hirðir
ekki um slíkt heldur boðar Krist
krossfestan og upprisinn vitandi
sem er að hann eigi margt fólk í
þessari borg. Amen.
Kristur er
upprisinn
Eftir Konráð Rúnar
Friðfinnsson
Konráð Rúnar
Friðfinnsson
»Helsta verk Krists
var að við hvert og
eitt sæjum hvað væri
mikilvægt og lærðum að
tileinka okkur. Og hvað
er manneskju mikilvæg-
ara?
Höfundur starfar innan kirkjunnar.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?