Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Sóðaskapur Af illum brunni kemur óhreint vatn er kunnur málsháttur og vart verður sagt að draslið við Hörpu í gær, föstudaginn langa, sé góður vitnisburður fyrir Reykjavíkurborg.
Ómar Óskarsson
Ríkisstjórnin lagði
ríka og um leið tíma-
bæra áherslu á innviða-
uppbyggingu í stjórn-
arsáttmálanum enda
hafa innviðir landsins
látið verulega á sjá á
undanförnum árum. Í
byrjun apríl kemur
fram áætlun um fjár-
mál ríkisins til næstu
fimm ára. Þar hlýtur
ríkisstjórnin að sýna
vilja sinn í verki og má búast við mik-
illi aukningu á framlögum til vega-
mála til þess að vinna á þeirri gríð-
armiklu uppsöfnuðu þörf sem hefur
myndast um land allt.
Margt hvílir á
samgönguinnviðum
Iðnaðarframleiðsla og sjávar-
útvegur frá hinum ýmsu byggðum
hafa myndað meginstoðir útflutnings
á síðustu áratugum og borið uppi vel-
megun. Á öðrum áratug 21. aldar er
þá svo komið að aðdráttarafl ís-
lenskrar náttúru skapar umtals-
verðar útflutningstekjur og hefur
lagt grunninn að styrkri stoð í hag-
kerfinu.
Vísbendingar eru um að sam-
gönguinnviðir spili stærra hlutverk í
verðmætasköpun íslenska hagkerf-
isins en gengur og gerist. Þeir hafa
tengt strjálar byggðir
og Ísland við umheim-
inn og miðlað verðmæt-
um hvaðanæva til end-
anlegra notenda.
Aðstæður okkar sem
fámenn þjóð í stóru
landi leggja okkur lín-
urnar og Íslendingar
eiga samgöngu-
innviðum margt að
þakka. Þetta end-
urspeglast í fjárfest-
ingu íslenska hagkerf-
isins í
samgönguinnviðum
sem er mjög mikil í alþjóðlegum
samanburði og fjallað er um í nýlegri
skýrslu Samtaka iðnaðarins, Ísland í
fremstu röð – eflum samkeppnis-
hæfni.
Skýr vilji ráðherra
Fjárveitingar til vegamála hafa
verið allt of litlar undanfarin ár og
stórátak þarf til að bæta úr. Afleið-
ingarnar blasa við okkur víða um
land þar sem vegir eru illa farnir eða
bíða uppbyggingar. Samgöngu-
ráðherra kynnti nýlega niðurstöður
þar sem kemur fram að yfir 200 millj-
arða vantar til fjárfestinga og við-
halds í íslenska vegakerfinu. Af
þeirri tölu eru rösklega 60 milljarðar
í uppsafnað viðhald á vegum lands-
ins. Er það í takt við mat Samtaka
iðnaðarins. Til viðbótar við þessa tölu
kemur reglubundið viðhald á hverju
ári sem hleypur á milljörðum króna.
Ljóst er, miðað við fjárframlög síð-
ustu ára, að tugi ára mun taka að
vinna á uppsöfnuðum vanda, að
óbreyttu. Það er ráðherranum til
hróss að horfast í augu vandann og
sýnir skýran pólitískan vilja til að
bæta úr.
Fjárfestum í öryggi
Samkvæmt öryggisúttekt Euro-
Rap á íslenska þjóðvegakerfinu
fengu um 3.000 km af íslenska þjóð-
vegakerfinu eina til tvær stjörnur af
fimm mögulegum. Vegirnir eru stór-
hættulegir og verulega er vegið að
öryggi vegfarenda. Fækkun slysa er
forgangsmál og ráðast þarf í upp-
byggingu innviða til að bæta þarna
úr.
Fjárfestum í auknum lífsgæðum
Aukinn tími í umferðinni skerðir
lífsgæði og dregur úr framleiðni fyr-
irtækja. Umferð á höfuðborgar-
svæðinu í febrúar 2018 jókst um 21%
frá febrúar 2013. Samfara þessu
jókst meðalferðatími til vinnu um
40% á árunum 2007-2016. Tölur fyrir
árið 2018 hafa ekki verið birtar en
líklegt er að meðalferðatími hafi auk-
ist enn meir. Þessari þróun verður að
mæta og snúa við. Það verður ein-
göngu gert með fjárfestingu í sam-
gönguinnviðum og öðrum aðgerðum,
t.d. skilvirkari ljósastýringu.
Fjárfestum í
hagvexti framtíðar
Greiðar samgöngur eru forsenda
verðmætasköpunar í grundvallar-
atvinnugreinum. Fiskur er fluttur á
vegum landsins á leið sinni til er-
lendra neytenda og vöxtur ferða-
þjónustu og iðnaðar ýmiss konar er
samofinn innviðauppbyggingu. Með
fjárfestingu í vegakerfinu er því lagð-
ur nauðsynlegur grunnur að framtíð-
arvexti og stutt við núverandi verð-
mætasköpun.
Nú er rétti tíminn til uppbygg-
ingar. Seðlabankinn spáir hægari
vexti hagkerfisins á næstu árum. Þar
að auki hefur Landsvirkjun boðað
framkvæmdahlé næstu árin og útlit
er fyrir hægari uppbyggingu í ferða-
þjónustu eftir umtalsverða og nauð-
synlega fjárfestingu undanfarinna
ára. Þar með losnar um fram-
leiðsluþætti sem hægt er að nýta til
uppbyggingar vegakerfisins. Skilvirk
fjárfesting í innviðum dregur einnig
úr framleiðsluspennu í gegnum
framleiðniaukningu. Þar skiptir þó
forgangsröðun meginmáli.
Lyfta þarf grettistaki á næstu ár-
um til að koma þessum mikilvægu
innviðum í ásættanlegt horf. Of lengi
hefur löngu tímabæru viðhaldi og ný-
framkvæmdum vega verið slegið á
frest. Með því að forgangsraða í þágu
innviðauppbyggingar er fjárfest í ör-
yggi, auknum lífsgæðum og hagvexti
framtíðarinnar. Verkefnið er brýnt.
Tíminn er núna.
Eftir Sigurð
Hannesson »Með því að forgangs-
raða í þágu innviða-
uppbyggingar er fjár-
fest í öryggi, auknum
lífsgæðum og hagvexti
framtíðarinnar.
Sigurður
Hannesson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Vegi í forgang
Samgönguinnviðir, %VLF
71%
49%
39%
22%
21%
Noregur (16 íbúar/km2)
Ísland (3 íbúar/km2)
Danmörk (134 íbúar/km2)
Bandaríkin (33 íbúar/km2)
Bretland (271 íbúi/km2)
Hlutfall af vergri
landsframleiðslu