Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Rétta
þjálfunin
sem veitir vellíðan!
Vorafsláttur í ræktina!
Kynntu þér málið á jsb.is
Á ári Hundsins 25. maí-12. júní 2018
með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI,
GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt
á LI fljótinu og farið upp á KÍNAMÚRINN.
Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund
Kínasafn Unnar
Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00.
Aðgangur kr. 1.000.- Einnig er hægt að panta sérsýningar.
Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu
hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld,
staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 39.
hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum.
Til Kína með konu sem kann sitt Kína
Kínaklúbbur Unnar
Njálsgötu 33, 101 Reykjavík
sími: 551 2596, farsími: 868 2726
Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
NÚ FER HVER AÐVERÐA SÍÐASTUR AÐ
TILKYNNA ÞÁTTTÖKU Í FERÐINA.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Rússar hafa rekið fjölda evrópskra og banda-
rískra sendiráðsstarfsmanna úr landi. Frá
þessu er greint á fréttavef AFP. Brottrekstur
þeirra er andsvar rússnesku ríkisstjórnarinnar
við brottrekstri rússneskra erindreka frá ýms-
um Evrópuríkjum og frá Bandaríkjunum í
mánuðinum. Rússneskir erindrekar voru rekn-
ir úr þessum löndum í kjölfar þess að eitrað var
fyrir rússneskan fyrrverandi njósnara í Eng-
landi.
Eitrað fyrir njósnara
Bresk stjórnvöld gruna Rússa um að hafa
eitrað fyrir fyrrverandi njósnarann Sergei
Skripal og dóttur hans, Júlíu, í ensku borginni
Salisbury þann 4. mars, með taugaeitri. Rúss-
nesk yfirvöld harðneita því að hafa átt hlut að
máli. Júlía Skripal er ekki lengur í lífshættu en
faðir hennar er enn þungt haldinn, að sögn
læknanna á sjúkrahúsinu í Salisbury.
Á föstudag gerðu Rússar tvo hollenska er-
indreka brottræka og gáfu Bretum mánaðar-
frest til þess að fækka starfsmönnum í sendi-
ráði sínu í Rússlandi. Jafnframt hafa Rússar
lýst því yfir að 60 bandarískir erindrekar verði
gerðir brottrækir. Alls hafa erindrekar 23
ríkja verið reknir frá Rússlandi.
„Þetta breytir ekki staðreyndum málsins,“
sagði talsmaður breska utanríkisráðuneytis-
ins. „Reynt var að myrða tvær manneskjur á
breskri grundu og eina hugsanlega niðurstað-
an er sú að rússneska ríkið beri ábyrgð á því,“
sagði hann.
Rússar svara Bretlandi í sömu mynt
Fjölmargir evrópskir og bandarískir erindrekar reknir frá Rússlandi „Breytir ekki staðreyndum“
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Þúsundir Palestínumanna fjöl-
menntu í mótmælagöngu á landa-
mærum Ísraels og Gaza á föstudag-
inn. Frá þessu er sagt á fréttavef
AFP. Mótmælin fara fram með
stuðningi Hamas, íslamistasamtak-
anna sem sitja við stjórnvöl Palest-
ínu. Gangan er upphafið að mótmæl-
um sem eiga að standa í um sex
vikur, eða þangað til nýtt bandarískt
sendiráð verður opnað í Jerúsalem.
Um tíu þúsund Palestínumenn komu
saman víðs vegar við landamærin og
nokkrir hættu sér nær en hundrað
metra frá víggirðingunni sem af-
markar þau. Þorri mótmælanna fer
fram í fimm tjaldbúðum sem settar
hafa verið upp meðfram landamær-
unum.
Fimmtán látnir
Ísraelski herinn staðsetti skrið-
dreka og leyniskyttur við landamær-
in til þess að hafa hemil á mótmæl-
endunum og beitti táragasi og
skotvopnum til þess að neyða þá frá
landamærunum. Að minnsta kosti
fimmtán Palestínumenn létu lífið og
hundruð særðust í átökum við Ísr-
aelsher. Þar með eru þetta hörðustu
átök Ísraels og Palestínu frá árinu
2014. Ísraelski herinn segir Palest-
ínumenn hafa hafið óeirðir á sex
stöðum við landamæri Gaza, til
dæmis með því að rúlla brennandi
hjólum að víggirðingunni og kasta
steinum í hermennina. Ísraelski her-
inn hafi því beitt valdi til þess að
kveða niður óeirðirnar.
Ísraelsk yfirvöld telja mótmælin
eingöngu yfirvarp Hamas-samtak-
anna og óttast að hryðjuverk verði
framin í skjóli friðsamlegra mót-
mæla. Áður en mótmælin hófust fyr-
ir alvöru drap ísraelskur skriðdreki
palestínskan bónda sem þótti „haga
sér grunsamlega“ að mati hersins.
Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur
fyrirfram kennt Hamas og öðrum
palestínskum samtökum um öll átök
sem kunna að brjótast út í mótmæl-
unum. Í ummælum á samfélagsmiðl-
inum Twitter sagði Avigdor Lie-
berman varnarmálaráðherra Ísraels
Gazabúum á bæði hebresku og arab-
ísku að „leiðtogar Hamas [væru] að
leika sér með líf [ykkar]“.
Fjölskyldumótmæli
Skipuleggjendur mótmælanna
segja að mótmælin eigi að fara frið-
samlega fram og að ætlunin sé að
fjölskyldur tjaldi við landamærin
fram að 15. maí. Mótmæli við landa-
mærin eru algeng en venjulega eru
þar ungir karlmenn á ferð en ekki
fjölskyldur með konur og börn eins
og nú. Einnig stendur til að halda
menningarviðburði eins og sýningar
á arabíska dabke-dansinum meðan á
mótmælunum stendur. Þann 15. maí
minnast Palestínumenn nabka, eða
„stórslyssins“, þegar hundruð þús-
unda Palestínubúa flúðu heimkynni
sín þar sem nú er Ísraelsríki, árið
1948.
Meðal þeirra sem mótmæltu á
föstudaginn var Ísmail Haniya, einn
af leiðtogum Hamas. Sagði hann
enga lausn finnast við vanda Palest-
ínumanna aðra en þá að þeir fái að
snúa aftur til landsvæðanna sem
urðu hluti af Ísrael árið 1948.
Á föstudagskvöldinu báðu leiðtog-
ar Gaza mótmælendurna að hörfa
frá landamærunum þar til á laugar-
daginn.
Mótmælt á landa-
mærum Gaza
„Hamas leikur sér með líf ykkar,“ segja Ísraelsmenn
AFP
Mótmæli Palestínumenn bera í gær brúðguma sem kvæntist í mótmælunum, sem eiga að standa í sex vikur.