Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
✝ Unnur Andr-ésdóttir fædd-
ist 1. maí 1929 á
Ferjubakka í Borg-
arhreppi. Hún lést
á dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 24. mars
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Lilja Finns-
dóttir, f. 17.9. 1905,
d. 19.3. 1998, og
Andrés Guðmundsson, f. 26.6.
1900, d. 16.4. 1985.
Maki Unnar er Jóhann Óskar
Sigurðsson, f. 9.11. 1925. Þau
gengu í hjónaband 31.7. 1954 og
eignuðust sjö börn: 1) Lilja, f.
1951, maki Guðmundur Þorgils-
son, þau eiga þrjú börn. 2) Sig-
urður, f. 1952, maki Ólöf Anna
Guðbrandsdóttir, þau eiga tvö
börn. 3) Andrés Björgvin, f.
1953, maki Hrafn-
hildur Sigurð-
ardóttir, þau eiga
fjögur börn. 4) Guð-
rún, f. 1954, maki
Sigursteinn Sig-
ursteinsson, látinn,
þau eiga tvö börn.
5) Steinunn, f. 1959,
í sambúð með Sig-
urði Ingvarssyni,
hún á þrjú börn. 6)
Jóhann Óskar, f.
1961, í sambúð með Guðrúnu
Þorsteinsdóttur, hann á tvö
börn. 7) Helga, f. 1964, maki Ás-
björn Kjartan Pálsson, þau eiga
þrjú börn. Langömmu- og
langalangömmubörnin eru 38
talsins.
Útför hennar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 31. mars
2018, og hefst athöfnin klukkan
14.
Elsku amma nú ertu farin okkur frá,
en við munum að sá sem góða ömmu
á,
hún dvelst ætíð okkur hjá, já!
(Skerðingarnir)
Þær eru margar minningarn-
ar sem renna í gegnum hugann
þessa dagana, en einhvern veg-
inn vilja þær bara ekki festast á
blaði.
Alltaf var nú gott að koma í
ömmu- og afahús og fá eitthvað
gott í gogginn og standa þar
helst upp úr pönnukökurnar
hennar sem voru engu líkar, eng-
inn sem bakar þær eins og
amma.
Þau voru ófá ráðin og aðstoðin
við prjóna- og saumaskap sem
amma gaf manni og stendur upp
úr brúðarkjóllinn minn sem
amma saumaði fyrir mig. Þegar
maður kom til þeirra varð alltaf
að taka hring um húsið til að at-
huga hvort ekki væri allt á sínum
stað og athuga hvað amma væri
með á prjónunum eða að sauma.
Jólaboðin voru ómissandi
þáttur af jólunum þegar allir
mættu í litla gula húsið á jóladag,
þegar maður hugsar til baka
undrar maður sig á því hvernig
allir komust fyrir en í minning-
unni var nóg pláss fyrir alla.
Eftir að við fluttum vestur í
Dali varð að koma við á Borg-
arbrautinni þegar farið var í
Borgarnesferðir. Það er krökk-
unum mjög minnisstætt þegar
amma dró fram bláa matarstellið
sem þau fengu að borða af og þá
yfirleitt pylsur. Einnig var það
ómissandi þáttur að fara með
ömmu löngu eins og við kölluðum
hana í gullgönguferðir í Skalló,
alltaf varð að hafa meðferðis
plastpoka til að koma öllum
könglunum og gullinu, sem
fannst í ferðinni, heim. Alltaf var
til apaís í frystinum hjá ömmu og
var hann alltaf í boði, sama hvort
það var í forrétt, aðalrétt, eft-
irrétt eða millimál. Þegar komið
var að heimferð aftur vestur í
Dali laumaðist amma með okkur
inn í búr til þess að tína til nesti
sem oft voru hlaupbangsar,
snakk eða Werther’s original-
brjóstsykur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku amma, takk fyrir allt
saman.
Hvíl í friði.
Bjargey, Jón Egill,
Alexandra Rut, Ragnheiður
Hulda, Sigurdís Katla og
Ólafur Oddur.
Unnur
Andrésdóttir
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍSABET MARÍA VÍGLUNDSDÓTTIR,
Ásgarði 77, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík
laugardaginn 3. mars.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk Elísabetar Maríu.
Þökkum starfsfólki á V-2 á Grund fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Víglundur Sigurðsson
Margrét Rósa Sigurðardóttir Þórhildur Sigurðardóttir
Guðrún S. Sigurðardóttir Sigurður Sigurðarson
Halldór Sigurðsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJARNI MARTEINSSON,
Merkinesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
20. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 6. apríl klukkan 13.
Guðborg Kristjánsdóttir
María Bjarnadóttir Sigurður Ingvarsson
Kristján Bjarnason Ástrós Hjálmtýsdóttir
Kristín Bjarnadóttir Gísli Harðarson
Þóra Björk Bjarnadóttir Finnur Tryggvi Sigurjónsson
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐNI KRISTINN SIGURÐSSON
bifvélavirki,
Lækjasmára 2, Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. mars.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn
4. apríl klukkan 13.
Kristiana Kristjánsdóttir
Kristján Henry Guðnason
Heiðar Þór Guðnason Katrín N. Jónsdóttir
Agnar Jón Guðnason
barnabörn og langafabarn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KARL SVEINSSON,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 22.
mars síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 4. apríl
klukkan 13.
Þóra Birna Karlsdóttir Þórarinn Eggertsson
Úlfar Þórðarson Salóme Gunnarsdóttir
Iris Rán Þorleifdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURVEIG RAGNARSDÓTTIR,
Sléttuvegi 21, Reykjavík,
lést á Grund á skírdag, 29. mars. Útförin
verður auglýst síðar.
Ragnar Sigurðsson Margrét Jónsdóttir
Markús Sigurðsson Kristín Kristinsdóttir
Styrmir Sigurðsson Halldóra G. Ísleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Minn kæri eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN ÞORBJÖRNSSON,
bifvélavirkjameistari,
kvaddi 16. mars.
Jarðsungið verður frá Garðakirkju
föstudaginn 6. apríl klukkan 15.
Aðstandendur þakka öllum sem komið hafa að aðhlynningu
Guðjóns sl. ár fyrir góða umönnun og hlýhug.
Hulda Árnadóttir
Valdís Guðjónsdóttir Ossa Günter Ossa
Þorbjörn Guðjónsson Sóley Björg Færseth
Elskuleg mágkona mín og föðursystir
okkar,
NANNA EMILSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir
28. mars 2018. Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. apríl klukkan 13.
Erna Helga Þórarinsdóttir
Hafsteinn Daníelsson Marta Árnadóttir
Þór Daníelsson Siv H. Franksdóttir
Helga Daníelsdóttir Sævar Jónsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BERGLJÓT GARÐARSDÓTTIR SLEIGHT
bókasafnsfræðingur,
andaðist föstudaginn langa, 30. mars, á hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Jarðarför auglýst síðar.
Þórunn Patricia Sleight Barry Charles Woodrow
Peter Garfield Sleight Eileen Wozny Sleight
Magnús Már Björnsson
Sleight
Erik Anthony Sleight
Elsku Inga. Nú þegar komið er að leið-
arlokum sendum við þér innilegar þakkir
fyrir allt.
Það okkur er til rauna
hve ógjarnt var að launa,
við könnumst við það klökk.
En fyrir allt sem ertu
um eilífð blessuð vertu!
Og haf þú okkar hjartans þökk.
(G.J.G.)
Við sendum öllum ættingjum Ingu okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Unnsteinn, Jóhanna og fjölskylda.
Elín Inga
Jónasdóttir
✝ Elín Inga Jónasdóttir fæddist 29.október 1934. Hún lést 18. mars 2018.
Útför Ingu fór fram 27. mars 2018.