Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Borgin ber með út- boði lóða ábyrgð á háu íbúðarverði og okur-húsaleigu. Fjár- sterkir verktakar geta boðið hvað sem er í lóðir fyrir fjöl- býlishús. Yfirverðið fer beina leið inn í söluverð íbúða, sem fjársterkir aðilar kaupa og leigja frá sér. Einhverjir þeirra, sem kaupa íbúðirnar fengu ókeypis afnot af fiskikvóta þjóðarinnar og svo eru leigufélög, sem komust yfir hús- næði þeirra, sem voru bornir út á götu. Ungt fólk hefur verið flæmt úr borginni og svo virðist sem mest eftirspurn sé eftir þeim, sem geta greitt 50 milljón kr fyrir íbúð. Hér áður fyrr gat fólk sótt um lóð og fengu flestir úrlausn, en með undantekningum þó, sem opnaði fyrir brask með lóðir á sjö- unda áratugnum eða öllu heldur með hús, því ekki mátti selja lóð án húss. Nægilegt framboð af öllum gerðum lóða fyrir íbúðar- og iðn- aðarhúsnæði var í borgarstjóratíð Davíðs. Svo kom Ingibjörg Sólrún og borgina skorti fljótlega fjár- magn til að gera lóðir bygging- arhæfar. Hún leysti það með skatti, sem kallaður var skíta- skatturinn og átti að vera í stuttan tíma, en er enn. Nú kallast hann því virðulega nafni frárennslisgjöld. Nýi skatturinn dugði skammt og var þá auglýst eftir til- boðum í bygging- arlóðir. Fáir áttu fyrir lóð og teikningum af húsi. Margir sem keyptu réðu ekki við bygginguna og skil- uðu aftur lóðum til borgarinnar. Þá varð til nóg af bygging- arlóðum í Úlfars- árholti. Í dag er staðan þannig að í áraraðir hafa engar nýjar bygg- ingarlóðir verið til hjá borginni. Takmarkað magn lóða hefur helst fundist á þéttingarsvæðum. Þar er dýrt að byggja. Eftir því sem gengur meir á þéttingasvæðin er seilst lengra og lengra. Verð lóða hækkar og þar með íbúða- og leiguverð. Við það bætist inn- viðaskatturinn, sem skal fara í Borgarlínuna líkt og skítaskatt- urinn átti að fara í holræsagerð. Ein af forsendum spítala við Hringbraut var nálægðin við BSÍ. Nú er bent á lóðir milli Hring- brautar og Landspítala + BSÍ. Við það skerðast möguleikar um- ferðarmiðstöðvar. Ætli næst skuli byggt framan við MR og áfram á Bernhöftstorfunni og útá Arn- arhól? Þar er hægt að byrja strax. Lengri tíma tekur að rífa upp Miklubrautina og dýrar verða lóð- irnar, sem eiga að standa undir niðurrifi, uppgreftri og lagningu Borgarlínu. Vonandi finnur borgin einhverja fleiri, sem vilja byggja fyrir ungt fólk án þess að græða á því. Auglýsing frá Heild ehf., sem var eithvað á þá leið: „hvar vilt þú staðsetja þitt fyrirtæki. Eigum mikið úrval fasteignalóða“ varð til þess að ég fór að pæla í þessu. Á http://www.heild.is kemur fram að Heild ehf á fjöldann allan af at- vinnuhúsnæði, lóðum fyrir at- vinnuhúsnæði og íbúðasvæði. Hvernig fóru allar þessar lóðir frá borginni? Ekki eru góð með- mæli fyrir borgina að eiga ekki byggingarlóðir til úthlutunar og að einkafyrirtæki geti stjórnað byggingum, húsnæðisverði og húsaleigu. Nokkurn veginn sami meirihluti hefur verið í borgarstjórn s.l. 12 ár. Seinast var nokkuð tæpt á því, en þá fékk VG að vera memm. Borgarfulltrúi VG fékk að launum að kynna sér Borgarlínu í Los Angeles, ef ég man rétt. Sagan endurtekur sig Eftir Sigurð Oddsson » Verð lóða hækkar og þar með íbúða- og leiguverð. Við það bæt- ist innviðaskatturinn, sem skal fara í Borg- arlínu líkt og skítaskatt- urinn í holræsagerð. Sigurður Oddsson Höfundur er eldri borgari og verkfræðingur. Lítil saga: Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki fær styrki til tækniþróunar sem skilar sér eftir fjög- urra ára starf í tiltek- inni afurð. Nið- urstaðan er skráð hjá Einkaleyfastofunni, enda viðskiptahags- munir umtalsverðir. Næst er afurðin kynnt fyrirtæki í rík- iseigu, eina mögulega íslenska við- skiptavini nýsköpunarfyrirtæk- isins. Þremur árum síðar er afurðin kynnt inn á íslenskan markað á vegum sama ríkisfyrirtækis, sem framtíðarlausn í mikilvægum inn- viðum. Hún er hinsvegar ekki markaðssett sem verk nýsköp- unarfyrirtækisins litla, heldur sem verk annars fyrirtækis – ráðgjaf- arfyrirtækis sem þegar hefur þeg- ið yfir 170 milljónir í beinum greiðslum frá ríkisfyrirtækinu. Ekkert samráð er haft við íslenska nýsköpunarfyrirtækið sem upp- haflega kynnti lausnina fyrir rík- isfyrirtækinu. Fjallað er um málið í kvöldfréttum RUV þann 17. apríl 2016. Fleira forvitnilegt kemur þar fram. Tilefni þessarar upprifjunar er tvíþætt: I) Nú er umrædd vara aftur komin á kreik í kynning- arefni á vegum Landsnets – sem einn tveggja meginvalkosta mögu- legra mastursgerða í Suðurnesjal- ínu. II) Frétt RUV um einkaleyfi á hugverkum í jarðvarmageir- anum. Íslendingar virðast engin slík eiga hjá Einkaleyfastofunni efitr áratuga starf, erlendir aðilar hinsvegar yfir fjörutíu einkaleyfi. Skráning hugverkaréttinda er ein fárra leiða til að verja við- skiptahagsmuni sem leiða af ný- sköpun og vöruþróun. Það sem hér er til umfjöllunar er í reynd At- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið sem ekki virðist gæta mik- ilvægra íslenskra almannahagsmuna. Litla sagan í inngangi er ekki einsdæmi. Fréttir af jarðvarmaklasanum eru angi af sama meiði. United Silicon-sagan sem flestir þekkja. Þarf fleiri lög- fræðinga á skrifstofu iðnaðar í ráðuneytið? Ef við víkjum að litlu sögunni í inngangi greinarinnar, þá ber At- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu skv. raforkulögum að sjá til þess að Landsnet fylgi lögum og reglum. Ráðherra ber enn- fremur að bregðast við, vanti upp á. Hagsmunir íslensks samfélags virðast „gleymast“ í sífellu, aftur og aftur. Vafalaust allt ákaflega mikill misskilningur sem við ætl- um að læra af – aftur. En að feng- inni reynslu er það rökrétt ákvörð- un að verja ekki tíma og fjármunum í skráningar hjá Einkaleyfastofunni á meðan ekki einu sinni ráðuneyti Atvinnuvega- og nýsköpunar virðist þurfa að taka tillit til þeirra, gæta íslenskra hagsmuna á hugverkasviði né heldur bregðast við þegar íslenskt samfélag er yfirkeyrt af sérhags- munaliðum. Undir eðlilegum kring- umstæðum væri Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í lykilhlut- verki þegar kemur að vinnureglum um höfundarrétt. Víða þekkist – undir eðlilegum kringumstæðum – að heilbrigðir viðskiptahættir efla traust og orðspor. Hefði ráðu- neytið samfélagshags- muni að leiðarljósi væri fyrsta flokks fag- mennska eini valkost- urinn. Við búum hins- vegar ekki við eðli- legar kringumstæður í þessu samhengi borið saman við þjóðir sem virða skráningu hug- verka, Danmörk, Sví- þjóð, Finnland (sbr. LEGO, IKEA, NOKIA) sem dæmi. Hverjum geta fjárvana nýsköpunarfyrirtæki treyst, ef ekki stjórnvöldum? Engar skýringar fást hjá ráðu- neyti Atvinnuvega og nýsköpunar, sem hefur alla tengda málaflokka í sinni umsjón; nýsköpun, tækniþró- un, atvinnusköpun, hugverkarétt- indi, samkeppnismál, raforkuflutn- ingskerfi, orku. Allt á sömu skrif- stofu. Meðlimum nýrrar ríkis- stjórnar verður tíðrætt um ný- sköpun og eflingu trausts. Á almenningur að taka trúanleg slík orð þegar sjálft ráðuneyti Atvinnu- vega- og nýsköpunar fer fram sem raun ber vitni um? Aftur og aftur. Af tillitssemi við íslenska frum- kvöðla ættu stjórnvöld að sýna þá lágmarkskurteisi að skýra leik- reglurnar. Sérstaklega þar sem „leikreglurnar“ eru í reynd aðrar en þær sem lögin endurspegla skýrt. Til dæmis mætti útskýra hvernig íslensk nýsköpunarfyr- irtæki skuli gera ráð fyrir að rík- isfyrirtæki noti hugverk þeirra, af- hendi þau öðrum og/eða greiði öðrum fyrir nánari útfærslur, án samráðs og án endurgjalds. Enn- fremur mætti feitletra línurnar sem útskýra hvers vegna skráning hjá Einkaleyfastofunni íslensku hafi enga þýðingu fyrir lögvarinn rétt fjárvana nýsköpunarfyr- irtækja, að þau skuli ávallt gera ráð fyrir að ríkisfyrirtæki og –stofnanir hirði mögulega fyr- irvaralaust af þeim sköpunarverk- ið – án skýringa. Í þriðja lagi gætu fulltrúar núverandi ríkis- stjórnar – í viðleitni til að eiga markviss samskipti við sprota í samfélaginu – minnt á að yfirvöld ætlist til þess að fjárvana nýsköp- unarfyrirtæki veiti stórum hluta styrkja sinna til lögmanna og málareksturs í dómsölum – í stað þróunarvinnu – vilji þau sækja lögvarinn rétt sinn. Þetta myndi varpa ljósi á hinar raunverulegu leikreglur. Ósamræmi er á milli starfshátta og gildandi lagaramma. Hvernig eiga sprotar og „hugverkadrifinn iðnaður“ að sækja fram við þessar aðstæður? Hvernig eigum við öll að vera á tánum – eins og hæst- virtur ráðherra iðnaðar orðaði það nýlega – þegar leikreglur ráðu- neytisins eru óljósar? Er ráðu- neytið sjálfsafgreiðslustofnun sér- hagsmuna eða vörður þjóðarhagsmuna? Kæri ráðherra, lögin eru þarna, það þarf bara að fylgja þeim. Hvað tefur þig? Hugverkadrifinn iðnaður! Er það raunhæft í núver- andi kerfi? Eftir Magnús Rannver Rafnsson Magnús Rannver Rafnsson »Undir eðlilegum kringumstæðum væri Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í leiðandi lykilhlutverki þegar kemur að vinnureglum um höfundarrétt. Höfundur er verkfræðingur og starf- ar að nýsköpun á orkusviði. Umhverfisstofnun lokar svæði í Reykjadal Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal vegna aurbleytu og álags á göngustíg og nágrenni af völdum ferðamanna. Lokunin tekur gildi klukkan 10 laugardaginn, 31. mars og er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíg. Umrætt svæði er nr. 752 á náttúruminjaskrá. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. Lokunin er samkvæmt 25 gr. a. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.