Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 6
Sakamál Héraðsdómur staðfesti áfram- haldandi varðhald yfir manninum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengingu gæsluvarð- halds yfir Sigurði Kristinssyni sem handtekinn var við komuna til lands- ins frá Spáni í janúar, grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi í send- ingu sem merkt var Skáksambandi Íslands. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að það yrði framlengt um tvær vikur, eða til 18. apríl næst- komandi, og féllst héraðsdómur á það í gærmorgun. Eftir þann tíma verður tekin ákvörðun um hvort ákæra verður lögð fram í málinu, en ákærufresturinn er 12 vikur frá handtöku Sigurðar. Sigurður kom til landsins fimmtu- daginn 25. janúar og var handtek- inn við komuna. Þetta er í þriðja sinn sem varðhald yfir honum er framlengt. Kristinn Sigurðsson, lög- reglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir rannsókninni miða ágætlega áfram, en málið teyg- ir anga sína meðal annars til Spánar. Sigurður áfram í varðhaldi  Ákærufrestur rennur út eftir 2 vikur 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Foreldri barns sem er ári á undan í skóla fær ekki skattaívilnun vegna menntunar barnsins því það var 15 ára þegar það hóf framhaldsskóla- nám. Samkvæmt lögum nær skatta- ívilnunin aðeins til framhaldsskóla- nema á aldrinum 16 til 21 árs. Yfirskattanefnd hafnaði nýverið kröfu foreldrisins um skattaívilnun gjaldárið 2017 og staðfesti þar með fyrri ákvörðun ríkisskattstjóra. Í úrskurði yfirskattanefndar kemur fram að í fyrravor hafi foreldrið sent erindi til ríkisskattstjóra þar sem óskað var eftir lækkun tekju- skattsstofns gjaldárið 2017 vegna menntunar barns sbr. 4. tölul. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Í erindinu kom fram að dóttirin, sem væri fædd árið 2001, stundaði nám í fyrsta bekk í fram- haldsskóla og hefði þar af leiðandi hafið námið ári fyrr en jafnaldrar hennar. Í lið 3.1 í skattframtali kæmi fram að hægt væri að sækja um lækkun tekjuskattsstofns vegna framfærslu ungmenna og að einkum væri átt við ungmenni á aldrinum 16-21 árs sem stunduðu nám að loknu grunnskólanámi, en það væri þó ekki ófrávíkjanlegt. Væri þess óskað að tekið yrði tillit til þess að stúlkan væri ári á undan í skóla og skattstofn lækkaður. Ríkisskatt- stjóri synjaði beiðninni með vísun í lögin. Ekki ófrávíkjanlegt skilyrði Foreldrið mótmælti þessu og benti á að í lögunum kæmi fram að þó átt væri við ungmenni á aldr- inum 16 til 21 árs væri ekki um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Því væri það brot á jafnræði skattgreið- enda að foreldri ungmennis sem væri ári á undan í skóla nyti ekki sama hagræðis og aðrir, enda væru útgjöldin þau sömu. Ríkisskattstjóri hafnaði málinu aftur og fór það þá inn á borð yfirskattanefndar sem úrskurðaði í því í febrúar. Hún hafnaði kröfu kæranda með vísan í lögin og reglur ríkisskattstjóra þar sem segir að skilyrði fyrir lækkun sé að barnið sé orðið 16 ára. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir það skýrt bundið í lög að miðað sé við 16 ár þegar kemur að skattaívilnun vegna menntunar barns. „Einstaklingur verður framteljandi 16 ára gamall. Þessi ívilnum á aðeins við um full- orðinn einstakling á aldrinum 16 til 21 árs sem ekki nýtir persónuaf- sláttinn sinn að fullu. Þá má ívilna með ákveðnum hætti, þannig að það kemur lækkun hjá forráðamönnum sem á að koma á móti þeim kostnaði sem það er að hafa hlutaðeigandi í skóla. Ríkisskattstjóri hefur enga skoðun á því hvort eigi að færa ald- urinn framar eða aftar, það þarf lagabreytingu til að breyta því.“ Ívilnunin er mismikil eftir því hversu miklar tekjur barnið hefur. „Ef þetta er tekjulaus einstaklingur getur lækkun á skattstofni orðið hátt í 200.000 þúsund kr. hjá for- eldri. Ívilnunin skerðist við hverjar tekjur og þegar persónuafsláttur barnsins er fullnýttur þá kemur engin lækkun,“ segir Skúli. Fær enga ívilnun fyrir að vera á undan  Skattaívilnun vegna barna í fram- haldsnámi nær aðeins yfir 16 til 21 árs Morgunblaðið/Hari Nemendur Foreldrar barna sem eru á undan í skóla og byrja yngri en 16 ára í framhaldsnámi fá ekki skattaívilnun vegna þeirra. Borið hefur á því að undanförnu að ungmenni hafa verið að gera til- raunir með að komast í vímu með því að nota gashylki úr rjómasprautum. Eru þá rjómasprautur fylltar af gasi og gasið síðan sniffað með þrýstingi. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi sem vill um leið vara foreldra unglinga og ungmenna við þessu. Vitað er til að nokkur ungmenni hafi fallið í yfirlið eftir að hafa sniff- að gashylki. Afleiðingar af þessu geta verið alvarlegar þar sem þetta getur valdið súrefnisskorti, varan- legum skaða og jafnvel öndunar- stoppi. Vilja vímu úr sprautuhylki BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýtt hótel, First Hotel Kópavogur, var tekið í fulla notkun um mán- aðamótin. Þar eru 67 tveggja manna herbergi, 16 stærri herbergi, 17 fjöl- skylduherbergi og tvær fjölskyldu- svítur. Samtals eru herbergin 104. Smærri fjölskylduherbergin rúma 3-4 en þar eru svefnsófar fyrir 1-2 gesti. Fjölskyldusvíturnar rúma 5-6. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir reksturinn hafa hafist á öðrum degi jóla í fyrra. Þá hafi um helm- ingur herbergjanna verið tekinn í notkun. Á síðustu vikum hafi verið unnið að lokafrágangi að innan sem utan. Nú sé hótelið nær fullbúið. First Hotel er keðja um 60 hótela á Norðurlöndum með höfuðstöðvar í Ósló. Þá eru um 30 hótel á Spáni rekin með sérleyfi undir merkjum First Hotel. First Hotel Kópavogur er fyrsta hótel keðjunnar á Íslandi. Það stærsta utan borgarinnar Lóa Bergljót segir alls 240 rúm á nýja hótelinu. Það sé stærsta hótelið á höfuðborgarsvæðinu utan Reykja- víkur. Hún segir First Hotel- keðjuna hafa til skoðunar að opna fleiri hótel á Íslandi. „Þeir hafa áhuga á að opna fleiri hótel. Þeir eru ekki að koma hingað til að opna aðeins eitt hótel. Það verða vonandi 2, 3 eða 4 hótel til framtíðar.“ Lóa Bergljót segir aðspurð að staðsetningin í Kópavogi sé afar góð. „Þetta er mjög miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu. Hér er gott aðgengi í allar áttir, hvort sem gestir eru að koma frá Keflavík, heimsækja mið- borgina eða fara í ferðir. Hverfið er líka spennandi. Hér er verið að byggja nýjan miðbæ í Kópavogi. Hér verður alvörumiðbæjarstemn- ing. Nú þegar er fjöldi veitingastaða í kringum okkur. Þjónustustigið er gott og það á eftir að verða enn betra,“ segir hún. Lóa Bergljót er menntuð í stjórn- un í ferðaþjónustu frá Bretlandi. Hún var áður m.a. framkvæmda- stjóri Geo hótels í Grindavík og starfaði fyrir Icelandair hótelin. Hún segir ferðabakteríuna hafa kviknað við störf hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Blandaður hópur gesta Spurð um þjónustustigið segir hún hótelið fyrir hinn almenna ferðamann. Hótelið uppfylli ríflega þrjár stjörnur á gamla kvarðanum. „Herbergin eru mjög notaleg og rúmgóð. Hér er allt til alls, líkams- ræktarsalur, setustofa, bar og morg- unverðarsala. Það má segja að þetta sé hótel fyrir alla. Við fáum mjög blandaða gesti. Gestirnir eru jafnt í fríi sem og í viðskiptaerindum. Margir gestir eru Íslendingar sem kunna að meta að geta keyrt að hót- elinu. Hér er nóg af bílastæðum. Við erum einnig með fínan bar sem starfsmenn fyrirtækjanna í grenndinni eru farnir að heimsækja til að fá sér drykk eða tvo eftir vinnu,“ segir hún. Móttaka Lóa segir gesti bóka með skemmri fyrirvara en áður. Herbergi Dökkir litir einkenna innréttingarnar. Íhuga fleiri hótel á Íslandi  Hótelið First Hotel Kópavogur var tekið í fulla notkun um mánaðamótin Morgunblaðið/RAX Hótelstjóri Lóa Bergljót segir það hafa gengið vel að finna starfsfólk. Margir hafi sótt um störf hjá fyrirtækinu. First Hotel Kópavogur Hótelið er staðsett í Hlíðasmára. Þar var trúfélagið Krossinn áður til húsa. Byggt var ofan á vesturhluta hússins fyrir hótelið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.