Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 bandanna í ein samtök og varð niðurstaðan stofnun Samorku á stofnfundi 13. desember 1994. Samorka hóf síðan starfsemi á árinu 1995 og varð í upphafi þeirr- ar gæfu aðnjótandi að ráða Eirík sem fyrsta framkvæmdastjóra. Eiríkur hentaði einstaklega vel til þess að móta starf þessara nýju samtaka, hafði starfað hjá Bæjar- veitunum á rafmagns-, hitaveitu- og vatnssviðinu og gjörþekkti því flest þau málefni sem voru á dag- skrá hjá samtökunum. Það höfðu einnig verið nokkur átök um sam- eininguna og því einstaklega heppilegt að hafa við stjórnvölinn yfirvegaðan og vandaðan fram- kvæmdastjóra enda urðu samtök- in nánast strax samtök allra aðild- arfyrirtækjanna. Eiríkur gegndi starfi framkvæmdastjóra til árs- ins 2013 að hann lét af störfum af heilsufarsástæðum. Ég var svo lánsamur að sitja í stjórn Sam- orku allan starfsferil Eiríks, m.a. sem formaður í tvö ár, og var sam- starfið við hann allan tímann ein- staklega þægilegt og ánægjulegt og fyrir það vil ég þakka sérstak- lega. Ég hitti Eirík síðast í ágúst í fyrra en þá vígðu HS veitur nýtt spennuvirki í Eyjum sem hlaut nafnið Garðar í höfuðið á forvera Eiríks hjá Bæjarveitunum. Við buðum Eiríki með okkur til Eyja til að vera viðstaddur vígsluna og hafði hann mjög gaman af þeirri ferð. Heilsan var þokkaleg og átti maður satt að segja von á að fá tækifæri til að hitta hann aftur en sú varð því miður ekki raunin. Guðbjörg, kæri vinur, þinn missir er mikill. Þið hafið verið svo einstaklega samhent í leik og starfi að unun var að fylgjast með ykkur. Guð blessi þig og fjölskyld- una og hjálpi ykkur að takast á við sorgina og tregann. Ykkar vinir, Júlíus Jónsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Í rúm sex ár starfaði ég með sómamanninum Eiríki Bogasyni. Við komum úr nokkuð ólíkum átt- um og aldursmunurinn var nokk- ur, en ég komst fljótlega að því að skoðanir okkar til flestra hluta lágu býsna vel saman. Okkar sam- starf var mjög gott og á margan hátt lærdómsríkt fyrir mig. Eiríkur var skipulagður, ráða- góður og yfirvegaður. Góður stjórnandi og góður félagi. Yfir hádegissnarli leystum við og ann- að starfsfólk Samorku gjarnan ýmis helstu viðfangsefni á sviðum þjóðmála, menningar og alþjóða- mála. Áhugasvið okkar lágu þó ekki alltaf jafn vel saman og helstu viðhorf til þjóðmála. Sá félagsvís- indagaur sem hér skrifar gat stundum misst þráðinn þegar Ei- ríkur og annað tæknimenntað sómafólk á skrifstofunni þróaði samræðurnar út í tæknilegar út- færslur, eðlisfræðilögmál, volt og legur. En Eiríkur hafði þann góða eiginleika að geta auðveldlega út- skýrt tæknihugtök fyrir leik- mönnum á því sviði, leikmönnum sem kannski hugsuðu sömu við- fangsefni meira út frá atvinnupóli- tískum almannatengslavinklum. Mér verður iðulega hugsað til Ei- ríks þegar ég sé hinum ýmsu mælieiningum orku og afls ruglað saman á ólíklegustu stöðum í op- inberri umræðu. Hann útskýrði muninn á hálfri mínútu eða svo – til fulls. Eiríkur var góður húmoristi og glaðlyndur, þrátt fyrir sín erfiðu veikindi sem háðu honum vafa- laust mun meira í lífi og starfi en hann kaus að flíka. Þannig var það nánast regla að ef einhver krækti sér í kvefpest eða álíka spurði hann: „Ertu búinn að fá þér Gam- mel Dansk?“ – Tóntegundin á þá leið að svo gæti varla verið, því eitt staup af þeim ágæta drykk væri jú klárlega allra meina bót. Ég kveð góðan félaga sem ég hafði gagn og gaman af að kynn- ast. Guðbjörgu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Gústaf Adolf Skúlason. ✝ Nanna Emils-dóttir fæddist 5. febrúar 1923 á Gilsá í Breiðdal, S- Múlasýslu. Hún lést 28. mars 2018 á Hjúkrunar- heimilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru Emil Þórð- arson, f. á Kömb- um í Stöðvarfirði 12. júní 1894, d. 20. júlí 1952, og kona hans Þor- björg Sigríður Jónsdóttir, f. í Papey 30. apríl 1895, d. 19. febrúar 1997. Bræður Nönnu eru Sigurður Hafsteinn, f. 10. nóvember 1926, d. 25. október 1948, og Daníel Þór húsgagna- smíðameistari, f. 31. desember 1927, d. 4. júlí 2016, báðir fæddir á Kleifarstekk í Breiðdal. Tveggja ára fluttist Nanna með foreldrum sínum að Kleifarstekk í Breiðdal. Þorbjörg, móðir Nönnu, hafði lært herrafata- saum í Reykjavík á yngri árum og þeg- ar Nanna óx úr grasi aðstoðaði hún móður sína við fatasaum fyrir heimilið og sveitungana. Eftir venjulegt skyldunám á Breiðdalsvík fór Nanna árið 1938 í Húsmæðraskólann á Hallormsstað undir leiðsögn Sigrúnar Blöndal skólastjóra. Árið 1948 flytur fjölskyldan til Breiðdalsvíkur. Heimilisfað- irinn fór að vinna hjá Kaup- félaginu á staðnum, en þær mæðgur stofnuðu þar sauma- stofu, sem þær ráku í átta ár í samvinnu við Kaupfélagið. Fljótlega eftir lát föður Nönnu flutti hún ásamt móður sinni til Reykjavíkur. Þar vann Nanna við fatasaum, bæði heima og hjá ýmsum fyrirtækj- um í mörg ár, lengst af við kápusaum hjá saumastofu Bernhards Laxdal. Hér í Reykjavík bjó Nanna ásamt móður sinni á Laugateigi 5 og annaðist hún móður sína, ekki síst síðustu æviár hennar, en hún varð 101 árs gömul. Síð- ustu átján árin bjó Nanna á Dalbraut 20 hér í borg. Útför Nönnu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 5. apríl 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Elskuleg mágkona mín, hún Nanna, hefur nú kvatt þennan heim eftir langa og farsæla ævi, sátt við guð og menn. Síðustu daga hafa margar góðar minn- ingar komið upp í hugann og er ég þakklát fyrir okkar mörgu samverustundir. Nanna var góðum gáfum gædd og einkar fróð um gamla tíð. Hún hafði góða frásagnar- hæfileika og gat endalaust rifjað upp sögur og viðburði löngu lið- inna ára. Nanna fæddist á Gilsá í Breiðdal 5. febrúar 1923, en tveggja ára fluttist hún með for- eldrum sínum að Kleifarstekk í sömu sveit. Jörðin Kleifarstekk- ur stendur hátt í fjallsenda þeim sem er á milli Norður- og Suð- urdals í Breiðdal og er útsýni þaðan ægifagurt. Þarna stund- aði móðir Nönnu saumaskap fyrir sveitungana, en hún hafði áður lært fatasaum hjá Ander- sen og Son í Reykjavík. Að- allega voru saumuð karlmanns- föt og fermingarföt á strákana í dalnum. Einnig var mikið leitað til heimilisföðurins með að sauma reiðinga, klippa hár af bændum o.fl. Mikill gestagangur var því á Kleifarstekk og var heimilið rómað fyrir gestrisni og góðar veitingar sem gestum voru bornar. Eftir skyldunám fór Nanna í Húsmæðraskólann á Hallorms- stað til Sigrúnar Blöndal skóla- stjóra. Lét hún vel af dvöl sinni í skólanum og lærði þar margt gagnlegt til munns og handa. Þegar heim kom fór hún að vinna með móður sinni m.a. við fatasaum, sem hún lærði hjá henni og átti eftir að koma sér vel síðar á ævinni. Nanna var listræn og hafði sköpunargáfu sem kom m.a. fram í útsaumi hennar og hann- yrðum og veitti henni mikla ánægju og lífsfyllingu. Þær mæðgur saumuðu óteljandi fjölda af myndum, veggteppum, púðum o.fl. í gegnum árin og má geta þess að fyrir um tuttugu árum færðu þær Breiðdals- hreppi að gjöf um 70 útsaumaða muni af ýmsu tagi. Föður sinn missti Nanna árið 1952 og hafði fjölskyldan þá nokkru áður brugðið búi á Kleif- arstekk og flust til Breiðdals- víkur þar sem mæðgurnar ráku saumastofu í samvinnu við Kaupfélagið á staðnum í átta ár. Þaðan fluttu þær síðan til Reykjavíkur og bjuggu lengi saman á Laugateigi 5. Nanna fór fljótt að vinna við saumaskap hjá ýmsum saumastofum í borg- inni, lengi við kápusaum hjá Bernhard Laxdal. Fjölskylda mín þakkar starfs- fólki Hjúkrunarheimilisins Eir fyrir góða umönnun Nönnu síð- ustu daga hennar og skyld- mennum hennar vottum við innilega samúð. Góð kona er nú kvödd sem er minnst með söknuði og þakk- læti. Blessuð sé minning Nönnu Emilsdóttur. Erna Helga Þórarinsdóttir. Í dag kveð ég elsku Nönnu mína með söknuði, virðingu og þakklæti. Nanna var einstök kona sem hefur lifað tímana tvenna. Hún var ákveðin, hafði sterkar skoð- anir, var hógvær, traust og hjartahlý en umfram allt góð manneskja og dugleg. Nanna var nægjusöm og fórn- fús, gerði engan mannamun og hafði samúð með þeim sem minna máttu sín. Það var alltaf gott að koma til Nönnu, það var eins og tíminn stæði í stað, það færðist yfir mann ró og friður. Hún hafði góða nærveru, hlustaði með hjartanu og hafði frá svo mörgu að segja, var með stálminni og fylgdist vel með öllu. Nönnu var annt um fólkið í kringum sig. Hún naut sín best í fámenni. Ég er endalaust þakklát fyrir allar samverustundirnar okkar sem voru góðar, skemmtilegar og gefandi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi þig og varðveiti elsku Nanna mín. Ég sakna þín. Siv. Nanna Emilsdóttir ✝ Sveinn Ólafs-son fæddist á Borðeyri 4. ágúst 1924. Hann lést á Hrafnistu 26. mars 2018. Foreldrar hans voru Ólafur Jóns- son húsasmíða- meistari, f. 1892, d. 1967, og Elínborg Katrín Sveinsdóttir símstöðvarstjóri, f. 1897, d. 1955. Systkini Sveins eru Yngvi, f. 1922, d. 2005, Björgvin, f. 1924, d. 2017, Þórey Hrefna, f. 1925, Höskuldur, f. 1927, Jónas, f. 1928, d. 1928, Jónas, f. 1929, d. 2016, Sylvía, f. 1931, Ingibjörg, f. 1932, Sigríð- ur, f. 1935, d. 2017, Ólöf, f. 1937, María, f. 1939, Guðrún, f. 1944, d. 1960. Hálfsystkini Sveins, börn Ólafs og fyrri eiginkonu hans, Þóreyjar Sturlaugsdóttur, eru Hrefna, f. 1915, d. 1918, Kjartan, f. 1918, d. 1991. Enn fremur Þórir, f. 1931, d. 1990. Árið 1952 kvæntist Sveinn Elínu S. Davíðsdóttur, f. 19.9. 1926, d. 10.5. 2000. Foreldrar Elínar voru Davíð Vilhjálmsson og Sigrún R. Sveinbjörnsdóttir. Hinn 30.11. 1948 eignaðist Sveinn dótturina Ingigerði Magnhild með Ólafíu Kr. Rúnar ólst upp á Seyðisfirði og á Fljótsdalshéraði en fluttist 16 ára til föður síns í Reykjavík. Eiginkona Jóns Rúnars er Val- gerður Árnadóttir, f. 29.8. 1951, og börn þeirra eru 1) Árni Freyr, f. 1972, eiginkona hans er Sigrún Ragnarsdóttir og eiga þau tvö börn, Völu Krist- ínu og Rúnar Mána. Fyrir átti Sigrún Ragnar Blæ Þorgeirs- son. 2) Hallveig, f. 1978, og á hún þrjá drengi: Breka Mun- taga, Rúnar Alieu og Róbert Tayib Jallow. 3) Arnór, f. 1987, eiginkona Sandra Pétursdóttir. Sveinn fæddist á Borðeyri, en fluttist 12 ára til Þingeyrar. Sveinn hóf sjómennsku strax á unglingsárum og var á síld fjölda sumra á árunum um og eftir 1940. Einnig lærði hann vélsmíði í Vélsmiðju Guð- mundar Sigurðssonar á Þing- eyri. Árið 1946 lauk Sveinn prófi frá Vélstjóraskólanum, sem farmaður sigldi hann á hafnir beggja vegna Atlants- hafs, Eystrasalti og Miðjarðar- hafi. Árið 1954 hóf Sveinn störf sem vélstjóri hjá Áburðar- verksmiðjunni, þar sem hann starfaði til 67 ára aldurs, árið 1991. Sveinn og kona hans Elín bjuggu lengst af í Heiðargerði 98 í Reykjavík, eða allt til ársins 2000, er Elín lést. Útför Sveins fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 5. apríl 2018, klukkan 15. Magnúsdóttur, f. 1928, d. 1999. Fósturforeldar Ingigerðar, sem búsett er í Fær- eyjum, voru Stefán S. Ágústsson, f. 1917, d. 1998, og og Friðvör Viderö Johansen, f. í Fær- eyjum 1926, d. 1999. Börn Ingi- gerðar með eigin- manni sínum, Herði Róbert Ey- vindssyni, f. 1944, d. 1994, eru 1) Friðvör Harðardóttir, f. 1965. Börn Friðvarar eru Aron Ingv- ar Stígsson, Inga Lára Péturs- dóttir, Sigurður Ágúst Péturs- son og Alvin Sunil Henrysson. Barnabörn Friðvarar eru tvö. 2) Stefán Sigurður Harðarson, f. 1969. Börn Ingigerðar með eiginmanni sínum, Mikkjal Ørvarodd, eru 3) Sigrún Ørvar- odd, dætur hennar eru Sandra Ørvarodd, Súnríd Ørvarodd og Íris Ørvarodd. Barnabörn Sig- rúnar eru þrjú. 4) Tanja Ørvar- odd, börn hennar eru Mikkjal Bjartalíð, Ólavur Magnús Bjartalíð, Eríka Bjartalíð, Jón- hild Ørvarodd og Elías Mannasa Ørvarodd. Hinn 15.7. 1951 eign- aðist Sveinn soninn Jón Rúnar með Hallveigu Guðjónsdóttur, f. 11.5. 1923, d. 27.3. 2016. Jón Atvikin höguðu því svo að ég hitti Svein föður minn ekki fyrr en ég var 16 ára. Hann og Ella sóttu mig út á flugvöll á þáverandi Skodabíl pabba og við ókum heim í Heiðargerðið. Í einar tvær vikur skiptust á heimsóknir til allra ætt- ingjanna – sem ég var að sjá í fyrsta sinn – og bíóferðir, þetta var á þeim árum sem sjónvarpið tók sér frí allan júlí. Þetta sumar varð pabbi 43 ára og Ella stóð á fertugu. Þau höfðu þá verði gift í 15 ár og hann búinn að starfa sem vélstjóri í Áburð- arverksmiðju ríkisins frá 1954. Næsta sumar var mér útveguð vaktavinna í verksmiðjunni, ég átti eftir að vinna þar í alls átta sumur. Ég komst fljótt að því að pabbi minn var mikils metinn sem vélstjóri, vélstjórarnir voru í raun jöfnum höndum vélstjórar og verkstjórar yfir þeim vélgæslu- mönnum sem dag og nótt fylgdust með að framleiðsluferli verk- smiðjunnar gengi snurðulaust fyrir sig. Þau 37 ár sem hann vann í Áburðarverksmiðjunni held ég að hann hafi varla nokkurn tím- ann misst úr vakt vegna veikinda. Hann hafði verið með allra fyrstu vélstjórunum sem ráðnir voru til starfa og er nú síðastur frum- kvöðlanna sem fellur frá. Pabbi hóf ungur að sækja sjó- inn, hann og Björgvin bróðir hans voru farnir að sækja saman fisk úr sjó strax um fermingu. En á táningsaldri hóf hann nám í vél- smiðju Guðmundar J. Sigurðsson- ar á Þingeyri. Mörgum er minn- isstæð framganga föður míns er hann var skipverji á línuveiðaran- um Alden undir skipstjórn Ragn- ars Guðmundssonar, sem var kvæntur Ólöfu, móðursystur pabba. Úti á rúmsjó bilaði vélin í skipinu, en ungi maðurinn, með sína verkkunnáttu úr vélsmiðj- unni á Þingeyri, greip til þess ráðs að kynda kolaeld og glóhita hinn laskaða vélarhluta og láta berja hann með sleggjum. Vélin komst í gang og skömmu seinna var kom- ið að vaðandi síld og allar lestar fylltar af silfri hafsins. En þó svo vinnan væri stór þáttur í tilveru föður míns var líka líf á milli vaktanna í verksmiðj- unni. Sumarfríin minnist ég pabba uppi á þaki að mála húsið eða að gera við bílana sína, sem oft voru fleiri en einn, ég held að það hafi ekki gerst oft að hann léti gera við bíl á verkstæði. Það féll ærið oft í minn hlut að gerast bíl- stjóri pabba og Ellu þegar glasi var lyft og ýmist farið á gömlu dansanna eða á Hótel Sögu þar sem Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjálms voru stjörnur kvöldsins. Einnig lá leiðin oft til einhvers úr hinum fjölmenna ættingjahópi, minnisstæðastar eru heimsókn- irnar til ömmusystra minna, þeirra Ingveldar og Guðrúnar á Öldugötu 9. Eftir að Addi sonur okkar Val- gerðar fæddist bjuggum við á efri hæðinni í Heiðargerðinu í nokkur ár. Addi átti svo eftir búa þar á námsárum sínum og Halla dóttir okkar bjó þar einnig um tíma eftir 2000. Þá var Ella látin og pabbi kominn á Dvalarheimili aldraðra sjómanna á Hrafnistu. Fráfall Ellu var honum þungt áfall og beið hann þess aldrei bætur þau 18 ár sem hann átti eftir ólifuð. Á Hrafnistu hlaut hann góða og hlý- lega umönnun allt sitt langa ævi- kvöld og er það hér með einlæg- lega þakkað. Jón Rúnar Sveinsson. Fína þríhjólið hafði brotnað, lít- ill drengur var hágrátandi. Þá var hringt í Svein frænda. Málinu reddað. Drengur tekur gleði sína á ný. Upp frá þessu var Sveinn Ólafsson í uppáhaldi. Hann kunni að sjóða. Hann gat lagað allt enda lærður vélstjóri úr þeirri frægu Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðs- sonar á Þingeyri. Heimsóknir hans, gjarnan með henni Ellu sinni, eru einhverjar skemmtilegustu æskuminning- arnar enda var Sveinn óvenjufjör- ugur og glettinn. Þá var mikið hlegið og skrafað. Og löngu fyrir tíma skoðanakannana var hann besti barómeterinn á pólitíkina: Nú verður það Hannibal! Og Hannibal vann. Eða: Nú verða það kommarnir, lagsmaður! Þá unnu allaballarnir. Hann átti alltaf Skoda – og þótt við strákarnir syngjum um bílinn sem drifi ekki upp í móti, sagðist hann vita betur og fá þannig mest fyrir peninginn enda væru Tékk- ar góðir vélamenn. Ég skildi það betur löngu síðar þegar ég sá Skoda-aflvélar settar inn í eina af stórvirkjunum landsins. Þau Elín voru gleðifólk, stund- uðu gömlu dansana, og það var heiður þegar bílprófsaldri var náð að fá að vera einkabílstjóri til að skutla þeim á ball. Yngvi frændi og Stella kannski líka með. Þegar diskóið tók völdin mátti stundum sjá þau á dansgólfinu í Hollywood, í gömlu dönsunum við dúndrandi diskótakt. Hann var kallaðir afinn af unga fólkinu á skemmtistaðn- um. Sveinn hafði lengi yndi af sil- ungsveiði, ekki spillti laxavon. Ég minnist þess að hafa fengið að fara með þeim í veiðitúr austur fyrir fjall þar sem hverrar stund- ar var notið við árbakkann. Hann hóf starfsferilinn sem vélstjóri á ýmsum skipum en varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins, sem varð svo hans vinnustaður allt til starfsloka. Það var ánægjulegt að hafa sem sumarstarfsmaður kynnst því hve ábyrgðarmiklu starfi hann gegndi sem stjórnandi og hve mikils metinn hann var. En svo dó Ella. Þá var eins og Sveinn færi líka. Þessi mikli fjör- kálfur missti lífsgleði við fráfall hennar fyrir átján árum. Kannski má sjá glitta í fegurð í þessari miklu depurð sem við tók. Mikla ást og söknuð og sterka löngun til að halda áfram lífsdansinum með henni Ellu sinni um alla eilífð. Ég votta börnum hans, tengda- börnum og öllum afkomendum innilega samúð. Kristján Már Unnarsson. Sveinn Ólafsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.