Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 16
Bláa nælan Nælan sem er tvö andlit sem mynda fiðrildi, er á stærð við tíkall og blái liturinn í merkinu er glerungur sem er bræddur inn í næluna. Blár apríl, árlegt styrktar- og vit- undarátak Styrktarfélags barna með einhverfu, snýst um að auka vitund og þekkingu á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjöl- skyldur þeirra. Jafnframt er mark- miðið að fagna fjölbreytileikanum. Bláa nælan er einkennismerki þeirra sem styðja átakið og hana er hægt að kaupa í vefverslun félagsins: bla- rapril.is. Í tengslum við átakið verður Blái dagurinn haldinn hátíðlegur á morg- un, föstudaginn 6. apríl. Til að vekja athygli á góðum málstað eru vinnu- staðir, skólar og stofnanir hvött til að hafa bláa litinn í heiðri þann dag og börn jafnt sem fullorðnir að mæta í bláum klæðnaði í skóla og til vinnu. Kl. 20 að kvöldi Bláa dagsins verður tónlistarveisla kl. 20 í Gamla bíói og æskilegt – en þó ekki nauð- synlegt – að gestir mæti í bláum fatnaði. Á styrktartónleikunum koma fram Ylja, Birgir, Hafdís Huld, AmabAdamA, Snorri Helgason og Moses Hightower. Kynnir Ævar Þór Benediktsson, leikari og vísinda maður. Miðar fást á midi.is. Hægt er að hringja í númerið 902-1010 og styrkja Bláan apríl um 1.000 krónur. Einnig er hægt að styrkja félagið með ýmsum öðrum hætti. Blár apríl – styrktarfélag barna með einhverfu Fjölbreytileikanum fagnað og blái liturinn í heiðri hafður 16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 S i g n · Fo r n u b ú ð i r 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0 W W W. S I G N . I S Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Löngum hefur verið sagt að vagga evr-ópskrar menningar sé í París. Einnigað þar sé vagga kan-kan-dansins ogkabarettanna, nánar til tekið í Moulin Rouge, eða Rauðu myllunni, sem opnuð var með pomp og pragt í Montmartre-hverfinu árið 1889. Þrátt fyrir að víða í borginni væri boðið upp á óperur, óperettur og söngleiki mun Rauða myllan hafa verið fyrst til að setja á svið kabar- etta, sem stóðu undir nafni sem slíkir og áttu eftir að ryðja sér til rúms í Evrópu. Fáklæddu kan-kan-dansmeyjarnir þóttu af öðrum bera og Rauða myllan naut fljótlega fá- dæma vinsælda. Efalítið hafa broddborgarar þó ekki vanið þangað komur sínar í miklum mæli, enda fór það orðspor af dansmeyjunum að þær drýgðu tekjurnar með vændi. Þar var hins veg- ar krökkt af listamönnum og þeim sem sóttust eftir hinu ljúfa og frjálsa lífi. Listmálarinn Tou- louse-Lautrec átti frátekið sæti á staðnum, en eigendurnir greiddu honum laun fyrir að fanga bæði dansmeyjarnar og stemninguna í mál- verkum, sem bæði voru til sýnis og sölu. Öðrum listamönnum mun ekki hafa þótt mikið til þess- arar iðju kollega síns koma. Sérfræðingar í skóm og fjöðrum En nú er öldin önnur og að sama skapi margt með öðrum blæ á Rauðu myllunni, sem í áratugi hefur verið eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn í París. Á hverju kvöldi koma um 1.800 gestir til að berja dýrðina augum á tveim- ur sýningum. Glæsileikinn og íburðurinn í bún- ingum og sviðsmyndinni ber með sér að margir leggja hönd á plóg til að skapa umgjörðina og augljóst að fólkið á bak við tjöldin kann vel til verka. Öfugt við ferðamenn fékk ljósmyndari AFP-fréttaveitunnar að heimsækja tvö rótgróin fyrirtæki sem sjá Rauðu myllunni annars vegar fyrir skóbúnaði og hins vegar fjöðrum. Ber er hver listamaður að baki nema hann eigi að góð- an handverksmann kemur kannski upp í huga margra sem skoða myndirnar af fólkinu að tjaldabaki. Clairvoy-húsið hefur síðan árið 1945 smíð- að skó og stígvél dansaranna og annarra sem stíga á svið í Rauðu myllunni. Skóbúnaðurinn er yfirleitt ekki samkvæmt nýjustu tísku, enda spegla kabarettarnir ekki endilega nútímann. Ekki heldur fjaðraskrautið sem Fevrier- fjölskyldufyrirtækið leggur til og hefur gert í nærri níutíu ár. Þar ræður ríkjum Editte Fevr- ier, sem sýndi ljósmyndaranum fjaðrir af strút- um, fasönum og fleiri fuglum frá öllum heims- hornum. Mikil vinna felst í að vinna fjaðrirnar áður en dansararnir geta skreytt sig með þeim eða blakað þeim með listrænum tilþrifum. Ferðamenn geta keypt sér miða á glæsi- legar sýningar í Rauðu myllunni, en koma efa- lítið flestir að lokuðum dyrum handverksfólks- ins að tjaldabaki. Vagga kan-kan og kabaretta Rauða myllan í París með sín- um íburðarmiklu kabarettum er eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem sækja borgina heim. Fjölmargt handverksfólk hjá gamalgrónum fyrirtækjum gerir dýrðina mögulega; einn hópur smíðar skóbúnaðinn, annar verkar fjaðrirnar og svo mætti lengi telja. AFP Fjaðraskraut Editte Fevrier ræður lögum og lofum á vinnustofu fjölskyldufyrirtækisins í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.