Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 ✝ Eiríkur Boga-son fæddist í Vestmannaeyjum 24. janúar 1947. Hann lést 23. mars 2018. Foreldrar hans voru Bogi Jóhanns- son frá Vestmanna- eyjum, f. 30.9. 1920, d. 20.5. 2007, og Halldóra Guð- rún Björnsdóttir frá Siglufirði, f. 5.7. 1921, d. 4.6. 2009. Systkini Jóhanna Sigríð- ur, f. 8.11. 1944, Kristján, f. 24.5. 1948, Soffía, f. 13.7. 1950, d 27.7. 1957, Svava, f. 30.5. 1954, óskírður drengur fæddur and- vana 1959, Gunnar, f. 15.8. 1961. Eiríkur kvæntist 17.5. 1970 Guðbjörgu Ólafsdóttur frá Vest- mannaeyjum, f. 17.7. 1949. For- eldrar hennar voru Ólafur Árnason, f. 31.7. 1917, d. 26.2. 1997, og Þorsteina Sigurbjörg greinadeild Tækniskóla Íslands. Síðan lá leiðin til Danmerkur þar sem hann lauk námi í raf- magnstæknifræði árið 1984. Við komuna heim hóf hann störf hjá Rafhönnun. Fór svo að hann fluttist aftur til Vestmannaeyja 1986 þar sem hann tók við starfi veitustjóra. Veiturnar voru þá reknar hver um sig sem sjálf- stæð eining, en voru sameinaðar undir nafni Bæjarveitna Vest- mannaeyja. Þar tóku við mörg stór verkefni; nýting hraunhit- ans til hitaveitu, rafvæðing hita- veitu og fleira. Við sameiningu veitusambandanna 1995 var Ei- ríkur ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka veitufyrir- tækja. Samhliða störfum sínum gegndi Eiríkur ýmsum félags- og stjórnunarstöðum og sat í fjölda nefnda og ráða í orku- geiranum, hérlendis sem er- lendis. Eiríkur var virkur félagi í AKÓGES í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. Útför Eiríks fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. apríl 2018, klukkan 13. Ólafsdóttir, f. 4.9. 1920, d. 15.11. 2012. Börn Eiríks og Guðbjargar eru: 1) Soffía, hjúkr- unar- og lýðheilsu- fræðingur, f. 23.1. 1970. Maki Bern- harð Ólason, f. 25.3. 1967. Börn þeirra eru Óli Sveinn, f. 21.3. 1991, Guðbjörg Birta, f. 3.4. 1995, og Eiríkur, f. 24.1. 1999. 2) Karl, við- skiptastjóri, f. 1.9. 1985. Maki Jóna Sigríður Jónsdóttir, f. 9.9. 1984. Sonur þeirra er Eiríkur Bogi, f. 1.2. 2015. Eiríkur fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann nam rafvirkjun hjá föður sínum sem rak rafmagnsverkstæðið Neista og lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1967. Þar starfaði hann til 1979 þegar hann hóf nám við frum- Leiðir okkar Eiríks lágu fyrst saman í Framhaldsskóla Vest- mannaeyja þar sem hann sinnti stundakennslu í nýstofnaðri grunndeild rafiðnaðar þar sem ég var að hefja nám í rafvirkjun. Eiríkur hafði þá nýtekið við starfi veitustjóra í Vestmannaeyj- um eftir að hafa lokið námi í raf- magnstæknifræði frá Danmörku og verkefnin voru æði stór og mörg, þannig að þótt hann hefði engan tíma til að sinna þessari kennslu, var það ekki í hans eðli að skorast undan og varð úr að við peyjarnir mættum í kennsluna á skrifstofuna á Bæjarveitunum og jafnvel á laugardögum ef svo bar við. Einn daginn kom ung glæsi- leg stúlka á skrifstofuna, truflaði kennslustund og heimtaði lyklana að V1314, þarna kviknaði einhver neisti sem þurfti að fylgja eftir. Það er síðan nokkrum árum síðar að Eiríkur fylgir dóttur sinni Soffíu upp að altarinu þar sem ég tek við hennar hendi. Það var ávallt gott að leita til Eiríks með hvað sem var og kom maður aldrei að tómum kofunum þar hvert sem málefnið var. Eirík- ur talaði mikið um námsárin í Danmörku, hvað þetta gat verið erfitt og þess háttar en samt talaði hann um að þetta hefði verið eitt af bestu tímabilum í hans lífi. Mér eru alltaf minnisstæð setning sem hann sagði við mig þegar við Soffía, með fimm manna fjöl- skyldu vorum eitthvað rög við að fara utan í nám: „Benni, drífðu þig í nám til Danmerkur, ég skal draga þig að landi ef þetta gengur ekki upp.“ Eiríkur notaði öll þau tækifæri sem hann gat til að heim- sækja okkur út og áttum við þar margar góðar stundir. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman við uppbyggingu á sumarbústaðnum og þá vinnu sem honum fylgdi öll þessi ár. Ei- ríkur hætti nefnilega aldrei að byggja, hann þurfti helst alltaf að hafa eitthvað við að vera. Vand- virknin og natnin við einstaka hluti sem hann var að fást við var með ólíkindum. Til að mynda var hann ákveðinn í því að raflagnir í bústaðnum skyldu vera utaná- liggjandi og kaplar festir með kop- arspennum eins og hann hafði ver- ið að nota í gömlu trébátunum þegar hann var að vinna sem raf- virki í Neista. Þessar koparspenn- ur voru ekki fáanlegar lengur, þá tók minn maður sig til og smíðaði allar koparspennurnar í höndun- um. Ég er nokkuð viss um að þetta er eini sumarbústaðurinn á þess- ari jörðu þar sem raflagnir eru festar með handsmíðuðum kopar- spennum. Við áttum einnig samleið í gegnum okkar störf og á faglegum nótum var alltaf hægt að ræða málin við Eirík, hann hafði alltaf áhuga á því sem maður var að fást við og fylgdist vel með því sem var að gerast í nánasta umhverfi. Ei- ríkur var fljótur að tileinka sér nýjungar, hann keypti til dæmis iPhone 1 á fyrstu mánuðum eftir að hann kom á markað í fjöl- skylduferð okkar úti í Flórída. Eiríkur var í mörg ár búinn að vera á bíl sem nýtti raforku til að aka um götur bæjarins og fylgdist mjög grannt með tækninýjungum á því sviði. Við fjölskyldan urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga margar góðar og ógleymanlegar gæða- stundir með Eiríki, þessum mæta manni sem var ekki bara tengda- faðir, heldur góður vinur. Takk fyrir mig. Bernharð Ólason. Ljóð eru eitthvað sem margir nota til þess að túlka tilfinningar eða rifja upp minningar. Þar sem ég skil ekki ljóð, bara staðreyndir, og ekki margir sem vissu það bet- ur en afi, langar mig til þess að minnast hans í þeim lífsreglum sem hann kenndi mér. Það tók mig mislangan tíma að læra þær og margar þeirra eru reglur sem ég þarf að rifja upp reglulega. Þolinmæði, flestir myndu tengja þetta orð beint við afa og ekki skrítið þar sem hann var ein- staklega þolinmóður í öllu sem hann gerði. Afi lagði mikinn metn- að og gaf sér góðan tíma til þess að kenna mér þessa listgrein, hann taldi þetta vera eitt af því mikil- vægasta sem hægt væri að taka með sér út í lífið. „Allt verður auðveldara ef þú ferð inn í þetta með opnum huga,“ er eitthvað sem ég hef heyrt hann segja þó nokkrum sinnum á lífs- leiðinni. Hann greip alltaf tæki- færið þegar það gafst til þess að koma þessari lífsreglu að, þegar ég var ekki nógu spennt fyrir ein- hverju eða ef ég var mjög stress- uð. Gott dæmi er þegar ég tók upp á því að fara til Afríku í sjö mán- uði, þá fór hann í það ferli með mér með einstaklega opnum huga og benti mér á allt það jákvæða sem kæmi út úr þessu og hvað ég myndi læra mikið. Þessar tvær lífsreglur eru und- irstöður þeirrar sem kemur hér á eftir og er sú mikilvægasta sem hann kenndi mér. Finndu áhug- ann í öllu sem þú gerir. Ég skal játa að það hefur tekið mig lengst- an tíma að ná tökum á þessari og ég þarf enn að minna mig á hana reglulega en á sama tíma veit ég að þetta er eitt það besta sem hægt er að tileinka sér í lífinu. „Ég lofa þér, þetta verður miklu skemmtilegra þannig,“ var það sem hann sagði. Það var ekki allt- af auðvelt að heyra þetta, sérstak- lega ef mig langaði bara ekki að reyna að finnast eitthvert hund- leiðinlegt fag í skólanum skemmti- legt, en ég vissi samt að hann hafði rétt fyrir sér og smátt og smátt urðu þessi lífsgildi hans mínar lífs- reglur. Takk fyrir allt. Guðbjörg Birta. Orð geta ekki lýst hvað ég sakna þín mikið. Eiríkur afi minn og ég áttum margt sameiginlegt, ekki bara sama nafn, sama fæðingardag og sama stjörnumerki, heldur svo margt annað. Lestur góðra bóka og höfðum við svipaðan smekk, við kunnum báðir að meta John Gris- ham, eyddum mörgum tímum saman að ræða Snorra-Eddu og lásum allar Hunger Games-bæk- urnar á sama tíma og fórum svo á myndina. Við gátum setið og spjallað heil- lengi um sögu, goðafræði, vísindi, tækni og síðast en ekki síst mat sem við elskuðum báðir. Ósjaldan hjálpaði ég honum við að setja upp hangilærið á aðventunni og elda hangisúpuna hina einu sönnu, en í sannleika sagt gerði ég ekki mikið annað en að borða súpuna og smakka eins mikið af lærinu og ég gat. Á afmælisdaginn okkar var ávallt mikið um hátíðlegheit, voru afmælin okkar haldin saman og oft þorrablót í þokkabót. Sérstak- lega var gaman ef amma Maddý, sem einnig átti sama afmælisdag, sá sér fært að koma frá Eyjum. Í mörg ár fórum við svo saman út að borða og í bíó fyrir gjafabréfin sem ég gaf honum í afmælisgjöf, hann var alltaf jafn „hissa“ þegar hann rak augun í smáa letrið: Afi borgar. Afa féll sjaldan verk úr hendi, hann var mikill hugsuður og hafði mikla sköpunargáfu, þannig var hann ávallt að brasa eitthvað, smíða, teikna, skrifa sögur eða föndra við bústaðinn. Ég verð ávallt þakklátur fyrir að hafa átt afa eins og hann og stundirnar okkar saman. Ef það er eitthvað sem ég tek frá honum áfram í líf mitt þá er það hlýjan sem hann gaf öðrum og var ávallt í kringum hann. Gleymi þér aldrei. Eiríkur Bernharðsson. Að setjast niður og skrifa minn- ingargrein um Eirík afa minn er einstaklega erfitt, ekki bara vegna sorgar heldur líka hversu erfitt er að velja úr þeim fjölmörgu góðu stundum sem við áttum saman uppi í sumarbústað, heima hjá þeim í Vestmannaeyjum, Reyni- grund eða í Lundi því þar sem afi var, var alltaf gott að vera og er það huggun harmi gegn. Matarboðin hjá ömmu og afa voru alltaf skemmtileg og ekki vantaði upp á gæðin í elda- mennskunni. Lambalæri, kjöt- súpa, hrísgrjónagrautur og gráar fiskibollur eru meðal þeirra kræs- inga sem hvergi voru betri en hjá þeim. Afi var mikill matgæðingur og á morgnana, hvort sem það var uppi í sumarbústað eða heima hjá þeim, var alltaf gott að fara fram úr og fá sér ristað brauð með kaví- ar eða mysing, en brauðið var ekki hægt að borða fyrr en afi væri bú- inn að teikna á það bát með smjör- hnífnum og það varð að vera Lóðs- inn. Þegar ég var lítill sagðist mamma einu sinni ætla að hringja í alla ættingja mína og segja þeim að gefa mér bara mjúka pakka í jólagjöf. Þá hljóp ég grátandi beint til afa og sagði honum frá því og lofaði afi mér að hann myndi aldrei gefa mér mjúkan pakka og það stóð hann við alla tíð. Meira að segja þegar ég óskaði mér ein- hvers sem var mjúkt passaði hann alltaf að gjöfin sjálf yrði í hörðum umbúðum og var hann þannig bú- inn að finna leið til að standa við orð sitt. Afi minn var botnlaus brunnur visku og það var ávallt hægt að ráðfæra sig við hann eða leita að- stoðar hvað sem á bjátaði. Hann kenndi mér og aðstoðaði mig við að skilja hin ýmsu hugtök í stærð- fræði og náttúruvísindum og þeg- ar kom að íslenskum bókmennt- um var enginn sem vissi meira um efnið en afi. Hann hafði sérlegan áhuga á Íslendingasögunum og kunni eða gat vitnað í flest ljóð sem þar voru og hafði lesið allar sögurnar, sumar mörgum sinnum. Sá afi sem ég þekkti var ein- staklega góður maður, heiðarleg- ur stríðinn prakkari. Hann kenndi mér að hafa þolinmæði fyrir hlut- unum og að vinna verkin vel svo ég þyrfti ekki að gera þau aftur. Hann sýndi alltaf mikinn áhuga á öllu í kringum sig og hlustaði alltaf á það sem maður hafði að segja og því voru allar heimsóknir til hans svo góðar, að maður sat alltaf lengur en maður ætlaði sér. Ég kveð afa, fyrirmynd mína og einn besta vin minn, með sorg í hjarta en gleði í huga fyrir allar þær góðu minningar sem ég á. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Óli Sveinn Bernharðsson. Eiríkur bróðir hefur kvatt, minningar sækja á hugann og þá ekki síst frá bernsku- og æskuár- unum í Vestmannaeyjum. Bak- grunnur þeirra minninga er mik- ilfenglegur, eyjarnar er þá voru 14 með hafið alltumlykjandi. Heima- ey með fuglabjörgum, fjörum, klettum og jafnvel eldfjalli og gömlu hrauni. Þar var bæjarfélag- ið með rétt um 3.000 manns á bernskuárum okkar elstu systkin- anna og þar áttum við heimili til 1958 í Hlíðarhúsi. Hlíðarhús var eitt elsta hús bæjarins og þar höfðu forfeður okkar í föðurætt búið í um 100 ár eða síðan um miðja nítjándu öld- ina. Á uppvaxtarárum okkar eldri systkinanna voru þar enn leifar af sjálfsþurftarbúskap. Því tilheyrði t.d. veiðiréttur í fuglabjargi, stór kartöflu- og grænmetisgarður umkringdur njólaskógi og kart- öflugörðum nágranna, bald- ursbráin við húsveggi á sumrin og vinir og ættingjar í húsunum allt í kring. Með okkur systkinum og foreldrum okkar í Hlíðarhúsi héldu heimili amma Sigríður, Karl föðurbróðir og Haukur sonur Gísla föðurbróður. Í þessum hópi þótti sjálfsagt að vera vel sjálf- bjarga til flestra verka og hjálp- semi og samstaða meira en sjálf- sögð. Þetta var dýrmætur arfur að fá í hendur og alast upp við og Ei- ríkur var sannarlega mótaður af því, hjálpsemin var honum eigin- leg. Ég minnist þess að hann sem smástrákur tók að sér að vera að- almjólkurpósturinn og mætti fyrstur allra við dyrnar á mjólk- urbúðinni með mjólkurbrúsa heimilisins þónokkru áður en opn- að var snemma á morgnana og var hann vinsæll í nágrenninu hjá gömlu konunum fyrir snúningalip- urð. Eiríkur var glaðlyndur og kraftmikill með góða kímnigáfu þegar því var að skipta. Hann óx úr grasi á þeim tímum er krakkar nutu frelsis í umhverfi sem var í mikilli nálægð við atvinnuvegina og ekki síst þá sem byggðust á sjó- sókn. Það var vasast í ýmsu, þeir léku sér í fjörum og klettum, grúskuðu og skoðuðu og oftast voru þeir saman bræðurnir Eirík- ur og Kristján og oft með fleiri fé- lögum úr nágrenninu. Er fullorðinsárin tóku við eða nálguðust var sjósókn nokkuð sem margir Eyjadrengir máttu til að prófa. Eiríkur fór á sjóinn 967- 1968, síðan orðinn heimilisfaðir fór hann að læra rafvirkjun í Neista hjá föður okkar. Það verkstæði sá fyrst og fremst um viðgerðir fyrir bátaflotann. Eyjastúlkan Guð- björg Ólafsdóttir kom inn í líf hans og varð lífsförunauturinn. Þau stofnuðu heimili í Eyjum 1969 og hafa verið sérstaklega samrýnd og samtaka alla tíð. Soffía fæddist þeim 1970 og Karl 1985. Eftir vinnuslys 1979 sem hafði þau áhrif að hann ákvað að fara í meira nám tóku þau hjónin sig upp, fyrst til Reykjavíkur þar sem Eiríkur nam við Tækniskóla Ís- lands en síðan til Danmerkur. Ei- ríkur stundaði þar nám í raf- magnstæknifræði sem varð svo undirstaðan að starfsvettvangi þegar heim var komið. Sterk ábyrgðartilfinning einkenndi Ei- rík alltaf bæði í mannlegum sam- skiptum og starfi, minningarnar eru margar og ljúfar. Við kveðjum ástkæran bróður með söknuð og þakklæti í hjarta. Fyrir hönd systkinanna, Jóhanna Bogadóttir. Ég vil minnast heiðursmanns- ins Eiríks Bogasonar með nokkr- um orðum. Eirík hef ég þekkt næstum alla mína ævi. Ég og son- ur hans Karl, eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður, höfum ver- ið bestu vinir síðan við vorum sam- an á leikskólanum Kirkjugerði í Vestmannaeyjum. Hlýlegt viðmót og léttleiki hefur einkennt sam- skipti mín við Eirík alla tíð. Eirík- ur var mikill fjölskyldumaður, hélt vel utan um fjölskyldu sína og bauð alltaf vini barna sinna vel- komna. Ég hef aldrei séð Eirík skipta skapi þó svo að ég og Kalli hefðum oft átt skilið að vera skammaðir. Bæði sem ungir grallarar en ekki síður sem óharðnaðir menn. Aldr- ei hækkaði Eiríkur róminn þótt strákapörin hefðu gengið aðeins of langt. Góða skapið og þolin- mæði voru einkennandi fyrir Ei- rík og þeir eiginleikar reyndust vel í gegnum löng og erfið veikindi hans. Það hefur alltaf verið gaman að sækja þau hjón heim, Guð- björgu og Eirík. Þau hafa verið einstaklega ræktarleg við mig og þau eru ófá skiptin sem ég hef ver- ið í mat hjá þeim. Ekki skemmdi fyrir að í seinni tíð hefur verið boð- ið upp á einn Gammel Dansk að lokinni máltíð. Það fannst okkur Kalla mikið sport. Það er erfitt að meðtaka fráfall Eiríks, Eiríkur hefur nefnilega alltaf verið til staðar en minning um góðan og ljúfan mann lifir. Guðbjörg, Karl, Soffía og fjöl- skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veiti ykkur styrk á erfiðum tímum. Magnús Sigurðsson. Nú er hann Eiríkur vinur okkar og félagi fallinn frá eftir nokkuð langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Fyrstu kynni mín af Eiríki voru þegar stjórn Hitaveitu Suður- nesja heimsótti Eyjar árið 1985 og tók Eiríkur þá á móti okkur. Ég vissi ekki þá, það sem hann sagði mér síðar, að heimsóknin var á hans fyrsta starfsdegi sem veitu- stjóri Bæjarveitna Vestmanna- eyja en ekki urðum við varir við „reynsluleysi“ hans í heimsókn- inni. Næstu árin voru eðli máls samkvæmt talsverð samskipti enda við báðir í forsvari fyrir veitufyrirtæki. Þau voru helst inn- anlands á sviði samtaka orkufyr- irtækjanna og einnig á ráð- stefnum og fundum um orkumál erlendis. Þegar um slíkar ferðir var að ræða var leitast við að vera í samfloti við m.a. Eirík og Guð- björgu enda betri ferðafélagar vandfundnir. Verða þær ferðir okkur hjónum ætíð sérstaklega minnisstæðar og þökkum við kær- lega fyrir félagsskapinn. Skipulag samtaka orku- og veitufyrirtækjanna var með þeim hætti að það voru annars vegar starfandi samtök raforkufyrir- tækjanna (SÍR) og hins vegar hitaveitufyrirtækjanna (SÍH) þar sem vatnsveiturnar voru einnig en sjö fyrirtæki voru félagar í báðum samtökunum. Á árunum upp úr 1990 sammæltust forsvarsmenn þessara fyrirtækja, þar á meðal Eiríkur, um að þetta fyrirkomulag væri bæði of kostnaðarsamt og tæki of mikinn tíma frá stjórnend- um. Hófu þeir sameiginlega bar- áttu fyrir sameiningu sam- Eiríkur Bogason „Amma, viltu segja mér músa- sögu?“ Þetta eru orð sem oft heyrð- ust í Fellsmúlanum þegar við barnabörnin vorum yngri. Það var ekkert betra í heiminum en að kúra í mjúku fangi ömmu og hlusta á þessa heimatilbúnu frásögn um mús í hremmingum. Og Búkolla. Hún var líka í uppáhaldi. Röddin hennar ömmu ómar í höfðinu á manni við það eitt að hugsa um þetta. Það var svo margt dásam- legt sem maður fékk að upplifa heima hjá ömmu og afa, svo margar minningar sem eiga eftir að kalla fram bros um ókomin ár. Tindátastríð á mjóa ganginum fyrir framan svefnherbergin, já eða sokkabolti. Kapall á stofu- borðinu, kókómjólk og eitthvað gott að maula, tafl með afa, pí- anóið sem aldrei mátti spila á til að trufla ekki fólkið í blokkinni, gestagangurinn, stóra myndin Helga Svana Björnsdóttir ✝ Helga SvanaBjörnsdóttir fæddist 8. mars 1923. Hún lést 11. mars 2018. Jarð- arförin fór fram 23. mars 2018. sem amma gerði, jólaveislurnar, allt svo dýrmætar minningar. Húmorinn henn- ar ömmu var líka skemmtilegur. Eins og þegar hún hafði fengið nýja auga- steina og lýsti því hvað þetta væri mikill munur, en verst væri þó að nú sæi hún svo vel hvað hann afi væri orðinn ljótur. Það þótti okk- ur systkinunum fyndið. Amma hélt upp á 95 ára af- mælið sitt rétt áður en hún dó. Hún var glæsileg og stór kona; hún var líka skörp og með á nót- unum, allt þar til nokkrum mán- uðum fyrir andlátið, þegar stund- um fór að slá út í fyrir henni. Hún hafði lifað langa og fulla ævi og á því lék enginn vafi að hún hlakk- aði til að hitta fyrir hinum megin afa Vagga og syni sína, Kidda og Bjössa. Við systkinin erum þakklát ömmu og afa fyrir að hafa gefið okkur gott veganesti og hlýjan faðm. Það eru ekki allir svo lán- samir í lífinu. Davíð, Árdís Hulda, Stefán Veigar og Búi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.