Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Smáauglýsingar Húsnæði óskast Húsnæði óskast til leigu, Hjúkrunarfræðingur óskar eftir lítilli íbúð eða stúdíóíbúð á höfuðborgarsvæði. Skilvísum greiðslum heitið og reglusemi. Sæmundur sími: 786-0441 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Kjóll kr. 6900 stærð 38 - 46 Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolur kr. 3990 Sími 588 8050. - vertu vinur Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is Þjóðlagagítarpakki kr. 23.900 Gítar, poki, ól, auka strengja- sett, stillitæki og kennsluforrit Gítarinn ehf. Stórhöfði 27, sími 552 2125, gitarinn.is Ukulele í úrvali Verð við allra hæfi Hljóðfæri Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Vantar þig aukapening? ✝ Jóhann Sig-urlíni Sigurðs- son fæddist 8. júlí 1928. Hann lést 17. febrúar 2018. Foreldrar Jó- hanns voru Sig- urður Jónsson, f. 10. júlí 1888, d. 11. mars 1941, frá Næfranesi við Dýrafjörð, og Mar- grét Arnfinns- dóttir, f. 21. júní 1895, d. 14. jan- úar 1969, frá Lambadal við Dýrafjörð. Gunnar var sjöunda barn foreldra sinna en þau eign- uðust níu börn. Systkini Jóhanns voru: Sigurlaug, f. 11.1. 1914, d. 17.4. 2000, Lilja, f. 1.5. 1915, d. 6.11. 2007, Sigurður Pjetur, f. 23.3. 1918, d. 9.4. 1945, Jón Þorsteinn, f. 22.1. 1920, d. 4.5. 2015, Arnfríður Kristíana, f. 30.7. 1923, d. 5.4. 1999, Einar Garðar, f. 23.7. 1927, d. 19.4. 1990, Gunnar, f. 6.5. 1931, d. 24.4. 2017, Guð- mundur Þ., f. 3.3. 1934, d. 29.10. 2002. Útförin var í kyrrþey og var Jóhann jarðsettur í Þingeyr- arkirkjugarði. Jóhann var síðastur eftirlif- andi af systkinum sínum. Hann bjó framan af ævi í Neðsta- Hvammi í Dýrafirði, síðan á Þingeyri, en síðast á hjúkrunar- heimilinu Eyri á Torfnesi, Ísa- firði. Í Neðsta-Hvammi bjó Jói ásamt Garðari bróður sínum með móður þeirra. Faðir þeirra lést í síðari heimsstyrjöldinni þegar farkostur hans, Pétursey, var skotinn niður af kafbáti. Ég átti þess kost að dvelja í nokkur sumur sem ungur dreng- ur í Neðsta-Hvammi hjá þessu frændfólki mínu og kynnast þar sveitastörfum og mannlífi í sveit- inni. Þetta voru lærdómsríkir tímar og ég á dýrmætar minn- ingar um þetta æviskeið. Eftir að bræðurnir fluttu með móður sinni til Þingeyrar unnu þeir við fiskverkun. Garðar lést fyrir all- mörgum árum. Síðustu árin á Þingeyri bjó Jói í raðhúsi sem hann keypti sér niðri á eyrinni. Það var alltaf gaman að líta við hjá Jóa og eins að spjalla við hann í síma um þjóðmálin og annað sem bar á góma. Jói var greindur og góðviljaður maður og það var stutt í grínið og bros- ið. Ég hringdi alltaf af og til í Jóa eftir að hann flutti til Ísafjarðar og heimsótti hann einu sinni þangað. Honum leið vel á hjúkr- unarheimilinu og fylgdist með málum líðandi stundar. En undir það síðasta var þrekið þrotið og hann orðinn rúmfastur. Þá stytt- ust símtölin og umræður um þjóðmálin. Ég kveð vin minn og frænda, Jóhann S. Sigurðsson, með virð- ingu og trega. Ég er honum æv- inlega þakklátur fyrir samvistir í sveit og samræður okkar. Ætt- ingjum votta ég samúð. Minning hans lifir. Sigurður Jónsson. Jóhann Sigurlíni Sigurðsson Elsku Maggi, hvar á ég að byrja? Síðustu tvær vikur hefur hver dagur verið eins og draumur. Alltaf er ég að bíða eftir að þú sendir mér skilaboð á Facebook um að þetta sé allt saman grín og þú sért á leiðinni heim frá Danmörku. En elsku Maggi minn, það mun víst ekki gerast og hefur stórt skarð ver- ið höggvið í fjölskylduna. Það sem hefur hjálpað í gegnum sorgina er þegar við systkinin hittumst og það eru rifjaðar upp yndislegar minningar um þig, margar sem ég hef ekki heyrt áður. Maggi var yndislegur og Grétar Magnús Grétarsson ✝ Grétar MagnúsGrétarsson fæddist 3. júlí 1974. Hann lést 12. mars 2018. Útför Grétars fór fram 27. mars 2018. kom til dyranna eins og hann var klæddur, alltaf brosandi. Hann var nær alltaf glaður og vildi koma öðrum til að hlæja. Síðustu mánuði töluðum við mikið saman, og þá sérstaklega um það sem við áttum sameigin- legt, Star Wars og góða og öðruvísi sjónvarpsþætti. Þó komu inn á milli alvarlegar um- ræður um gang lífsins og hvernig við horfðum til fram- tíðar. Þú hafðir mörg járn í eld- inum og langaði að gera svo margt. Þegar ég lít til baka þá eru margar af mínum bestu minn- ingum úr æsku samvera með systkinum mínum. Ég var svo heppin að vera yngst af systk- inahópnum og eyddi mörgum stundum með þeim. Ég leit alltaf upp til Magga bróður og fannst hann alveg svakalega skemmtilegur, fyndinn og um- fram allt góður bróðir. Skemmtilegustu minningarnar eru án efa öll uppátækin sem hann og Bjarki frændi tóku upp á í sveitinni. Hann vildi allt fyrir mig gera og fíflaðist oft í mér, alveg fram til síðasta dags. Þið pabbi áttuð ótrúlega mikið sameiginlegt; listina, tónlistina og spaugið. Það var alltaf gaman að fylgjast með ykkur tveimur spá í heima og geima. Elsku Maggi minn, með þess- um fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir gleðina, spaugið og allt bullið. Þú nefndir oft að við systkinin ættum að vera duglegri að hittast, við munum gera það. Megi mátturinn vera með þér alltaf elsku stóri bróð- ir, ég elska þig. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þín litla systir, Linda Ösp. ✝ Árni Eyvinds-son fæddist á Dílum 16. febrúar 1949. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. mars 2018. Foreldrar Árna voru Eyvindur Árnason, vélstjóri og iðnrekandi, f. 17. febrúar 1926, d. 12. maí 2012, og Margrét Gestsdóttir húsmóðir, f. 15. júní 1929, d. 18. ágúst 2011. Systkini Árna eru Páll, f. 4. júlí 1951, d. 29. maí 2015; Kristjana Jóhanna, f. 8. ágúst 1953; María Wilhelmina, f. 5. september 1954, d. 20. febrúar 2013; Hannes, f. 30, júlí 1957. Árni giftist Hrafnhildi Rós og eignuðust þau Eyvind 26.12. 1968. Þau skildu. Maki Eyvind- áhuga á öllu sem tengdist flugi. Strax og aldur leyfði hóf hann nám í flugskóla og lauk þaðan námi með eina hæstu einkunn á flugmannsprófi sem gefin hafði verið á þeim tíma. Aldrei fór það þó svo að hann ynni við flug á sinni starfsævi. Á unglingsárum byrjaði hann að vinna hjá föður sínum og bræðrum í plastverksmiðj- unni Víbró á Dalvegi í Kópa- vogi og Frostveri hf., frysti- geymslum við Hvaleyrarbraut í Hf. Árið 1988 stofnaði hann fyrirtækið Húsaplast ehf. með Hannesi bróður sínum og þriðja manni. Ráku þeir fyr- irtækið í 12 ár eða til ársins 2000, þá seldu Árni og þriðji aðilinn sinn hlut. Árni hélt áfram að vinna hjá Húsaplasti til 2007 þegar hann hætti störf- um. Síðustu ár bjó Árni á Kumbaravogi og Sólteigi á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Árna fór fram 21. mars 2018. ar er Ann Schev- ing og börn þeirra eru Anna Char- lotte, f. 5.9. 2007, og Harrison Jo- hann, f. 2011. Þau eru búsett í Fíla- delfíu í Bandaríkj- unum. Árni eignaðist með Freyju Sverr- isdóttur Fjólu Val- dísi, f. 16.9. 1974, maki Dagbjört Ósk Gunn- arsdóttir. Dætur Fjólu eru Freyja Aðalsteinsdóttir, f. 16.1. 1996, og Thelma Aðal- steinsdóttir f. 1.12. 2000. Maki Freyju er Svavar Arnfjörð, dóttir þeirra er Diljá Arnfjörð, f. 28.11. 2017. Árni var orðinn langafi og var mjög stoltur afi. Árni gekk í Kópavogsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1966. Hann hafði mikinn Í dag kveð ég elsku afa minn með þessu ljóði og þakka þau ár sem við áttum saman Ég sendi þér engil með yndi, hann ótta þinn nær að buga, hann færir þér ljúfasta lyndi og læknar þinn veika huga. Ég sendi þér engil með anda, hann orku og mátt gefur og leysir þinn veraldar vanda því visku og dyggð hann hefur. Það huga og hjarta þitt styrkir ef heyrir þú ljúfar sögur, því sendi ég engil sem yrkir þér ástarljóð blíð og fögur. (Kristján Hreinsson) Guð geymi þig, elsku afi minn. Freyja Aðalsteinsdóttir. Árni Eyvindsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.