Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 borða þjóðlegan og hollan mat. Það var oft sem hann hvatti samstarfsfólk sitt í Frjálslynda flokknum til að fylgja sér á Sæ- greifann, en þar ætlaði hann að fá sér siginn fisk, mörflot og sel- spik. Grétar Mar vinur hans lét sér þó nægja tvo sviðahausa. Það er margs að minnast úr Frjálslynda flokknum, oft var gaman en ekki alltaf. Guðjón vildi að öll dýrin í skóginum væru vinir, en það gekk reyndar ekki eftir og flokkurinn liðaðist í sundur. Vinur minn Guðjón Arnar Kristjánsson, Addi, var hug- sjónamaður, einlægur og sannur. Hann lét sig varða marga þá sem stóðu höllum fæti í lífinu og hjálpaði þeim af öllum mætti. Hann var tilfinningavera en með harðan skráp. Hann átti ekki marga óvini, ef nokkra. Ég kveð Adda vin minn með söknuði og þakka honum marg- ar góðar stundir. Ástvinum hans votta ég samúð. Magnús Reynir Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Öðlingurinn og drengskapar- maðurinn Guðjón Arnar er nú fallinn frá eftir stranga glímu við erfiðan vágest. Hann var Vestfirðingur í húð og hár, fæddist á Ísafirði og ólst þar upp, hóf ungur sjómennsku og varð skipstjóri rúmlega tvítugur. Lengst af stýrði hann skuttog- aranum Páli Pálssyni ÍS 102 frá Hnífsdal og var einn aflasælasti togaraskipstjóri landsins, en því skipi stýrði hann frá 1972 til 1992. Guðjón var sannkallaður Vestfjarðavíkingur, mikið hreystimenni, kappsamur, áræð- inn og dugmikill í öllum störfum með áhöfn sinni. Hann hóf snemma afskipti af félagsmálum sinnar stéttar, var formaður Bylgjunnar á Ísafirði 1975-1984 og síðan forseti Far- manna- og fiskimannasambands Íslands frá 1983 til 1999. Hann sat í fjölmörgum nefndum, stjórnum og ráðum varðandi sjávarútveginn um árabil. Hann var varaþingmaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1991, en við setningu kvótakerfisins komst hann í andstöðu við flokksfélaga sína. Hann stofnaði ásamt Sverri Hermannssyni Frjálslynda flokkinn árið 1999 og varð for- maður hans árið 2003. Þessir vestfirsku félagar hafa nú kvatt þetta jarðlíf með nokkurra daga millibili. Guðjón Arnar var einstakt ljúfmenni í öllum samskiptum, með einstaklega hlýtt hjarta og góða nærveru, sem yljað hefur mörgum. Hann var glaðlyndur maður, einstaklega þægilegur í samvinnu og áhugasamur um öll verk sem hann tók sér fyrir hendur. Undirritaður er afar þakklátur fyrir það mikla og góða starf sem Guðjón Arnar lagði á sig til að gera útgáfu rit- verksins Skipstjórnarmenn að veruleika. Ásamt völdum mönn- um í ritnefnd þess verks vann hann þar afar þýðingarmikið og óeigingjarnt starf. Áhuginn var óbilandi og fyrir honum var það afar mikilvægt að varðveita sögu skipstjórnarmanna og var hann ástríðumaður fyrir framgangi verksins allt til æviloka, og að- eins nokkrum dögum fyrir and- látið var hann enn að skipu- leggja hvernig hægt væri að hnykkja á að ljúka útgáfu verks- ins. Samstarf okkar þróaðist í verðmæta vináttu, sem ég mun ævinlega vera þakklátur fyrir. Hugur Vestfirðingsins Guð- jóns Arnar var löngum bundinn hans heimahéraði og fyrir nokkrum árum festi hann kaup á gamla íbúðarhúsinu í Þernuvík við Ísafjarðardjúp. Þar vestra dvaldi hann oft og átti þar góðar stundir. Þar var gott að sækja hann heim, því þar var hann sannarlega á heimavelli, í stór- brotinni náttúru og í návígi við „Gullkistuna“ þar sem hann og forfeður hans sóttu björg í bú. Hann var hættur að stunda sjó- inn, en fylgdist af áhuga með fjölbreyttu lífi í Djúpinu og gam- an var að heyra hann segja frá hvað hvalirnir sem hann hafði stoppað á ferðum sínum til að horfa á í það og það skiptið hefðu fengið að borða þann dag- inn. Hann var afar bundinn nátt- úrunni, sannkallað náttúrubarn, einlægur í öllu sínu. Það eru sérstök forréttindi að hafa fengið að njóta vináttu manns eins og Guðjóns Arnars Kristjánssonar og það mun verða gott veganesti til leiðar- loka. Ástvinum hans, Maríönnu Barböru, börnunum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, minn kæri vin. Þorsteinn Jónsson. Ég hef verið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að eiga Guðjón Arnar að sem vin og félaga síð- ustu fimmtán árin. Þegar við kynntumst fyrst var Guðjón for- maður Frjálslynda flokksins og ég varð þess fljótt áskynja að hann átti virðingu og hylli flokksfélaganna. Þessi virðing náði langt út fyrir raðir flokks- ins enda sýndi hann öllu sam- ferðafólki sínu virðingu og hlýju. Guðjón var einstakur hug- sjónamaður og brann fyrir rétt- látara þjóðfélagi og engum hef ég kynnst sem er jafn fróður um sjávarútveg okkar Íslendinga. Þessum mannkostum Guðjóns fékk ég að kynnast enn betur fyrir um það bil átta árum þegar Frjálslyndi flokkurinn kom ásamt öðrum flokkum úr gras- rótinni að stofnun Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Þetta var gríðarlega mikil vinna því allir vildu vanda vel til verksins. Reynsla og þekking Guðjóns að stjórnmálum kom sér sérstak- lega vel í þessari vinnu. Hann opnaði augu margra fyrir órétt- látu kerfi við stjórn fiskveiða, en hann var óspar á að deila af þekkingu sinni og reynslu í þeim efnum. Hann var líka opinn fyrir nýjum leiðum, hlustaði alltaf með athygli á allar hugmyndir og var einstaklega lausnamiðað- ur við að miðla málum. Aldrei man ég eftir því að Guðjón hafi talað niður til nokkurs manns á öllum þeim fundum sem við höf- um átt saman. Guðjón var mikill vinnuþjarkur og ef eitthvað þurfti að taka til hendinni var hann mættur til starfa. Hann var ósérhlífinn og kastaði ekki til hendinni. Ósjaldan sátum við saman og fórum yfir lög og stefnur flokksins og hann lúslas allt því kæruleysi var ekki hans stíll. Þó að Guðjón sé sennilega þekktastur fyrir baráttu sína fyrir réttlátara fiskveiðistjórn- unarkerfi var hann mikill bar- áttumaður fyrir þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Ný stjórnarskrá var honum líka mjög hugleikin. Mér er sérstak- lega minnisstæð rútuferðin sem við fórum haustið 2012 um Vest- firði til að kynna nýja stjórn- arskrá. Hans hljómmikla og sterka rödd ómaði úr hátalaran- um á þaki rútunnar þar sem hann hvatti Vestfirðinga til að taka þátt í kosningunum. Mikið var sungið og Guðjón var ein- staklega söngelskur og hafði hljómfagra og sterka rödd. Lagið Ferðalok var eitt af mín- um uppáhaldslögum sem hann söng iðulega á þessu ferðalagi okkar. Það var einstaklega lær- dómsríkt að mæta með Guðjóni á kosningafundi því maður fann svo vel hvað hann náði vel til fólksins. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa mér og hvetja áfram og Guðjón notaði svo fal- leg orð þegar hann talaði til mín þannig að mér leið alltaf vel í ná- vist hans. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist öðling- sins Guðjóns. Ég votta fjöl- skyldu Guðjóns samúð mína. Blessuð sé minning hans. Helga Þórðardóttir. Góður vinur minn og félagi til margra ára, Guðjón Arnar Kristjánsson, er fallinn frá, allt of snemma. Við kynntumst á vettvangi félagsmálanna rétt upp úr 1980, ég þá formaður Vélstjórafélags Íslands og vara- forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins FFSÍ en hann forseti FFSÍ. Á þessum árum var verið að koma á kvóta- kerfinu sem fiskiþing hafði sam- þykkt að reyna í eitt ár. Addi, eins og hann var kallaður dag- lega, hafði ásamt fleirum staðið að þeirri samþykkt en aðeins í eitt ár til þess að reyna að koma böndum á heildaraflann. Addi var alltaf í hjarta sínu á móti kerfi eins og kvótanum, vegna þess að með því væri ver- ið að hefta duglega og færa skip- stjóra í að ná árangri. Við skoð- un á aflasæld Adda er þessi afstaða hans mjög eðlileg. Hann tók við skuttogaranum Páli Páls- syni ÍS 102 nýjum á árinu 1973 og þegar afli japönsku togar- anna 10 var tekinn saman 25 ár- um síðar reyndist afli Páls Páls- sonar rúmlega 41% yfir meðaltali allra skipanna. Þeim sem ná viðlíka árangri finnst eðlilega súrt að fá ekki að njóta sín. Við fórum marga ferðina út á land til fundarhalda um hin ýmsu hagsmunamál sjómanna en oftast um kjarasamninga í framhaldi af erfiðum kjara- deilum. Einhverju sinni á leið heim daginn fyrir Þorláksmessu frá Egilsstöðum höfðum við verið með fund á Eskifirði en þegar við komum á flugvöllinn var okkur tilkynnt að búið væri að loka Reykjavíkurflugvelli fyrir öllu áætlunarflugi vegna dimm- viðris. Við vorum með leiguvél og héldum heim á leið þar sem lokunin náði eingöngu til áætl- unarflugsins. Ég verð að játa að þegar við lögðum af stað í svarta myrkri leist mér ekkert á blikuna og sennilega hefur Addi séð það á mér því hann hvíslaði að mér: „Helgi, veistu, þetta er allt sam- an ákveðið fyrir fram, við ráðum þar næsta litlu.“ Þegar betur er að gáð er býsna margt í lífshlaupi Adda sem bendir til að hann hafi trúað því að lífsgangan væri lögð af æðri máttarvöldum, máttarvöld- um sem okkur hér á jörðu væru hulin og ekki ætlað að grafast um of fyrir um. Okkur væri hverju og einu úthlutað ákveðnum verkefnum sem okkur bæri að sinna eftir bestu getu á lífsgöngunni, bæði þeim sem færðu okkur ávinning og gleði sem og hinum sem reyndust okkur mótdræg af æðruleysi. Addi var í hjarta sínu einstaklingshyggjumaður en engu að síður félagshyggju- maður. Það kann að virðast mót- sagnakennt en hann var það engu að síður. Hann lét sér mjög annt um þá sem höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni. Þessi strengur kom glöggt fram í öll- um hans gjörðum bæði á hinu háa Alþingi sem og í félagsmál- unum. Við Addi vorum síður en svo alltaf sammála en þrátt fyrir það gekk okkur mjög vel að vinna saman. Ég man ekki til þess að við höfum rifist að neinu ráði. Við vissum alltaf hvar við höfðum hvor annan og virtum hvor annars sjónarmið. Addi var fyrst og síðast hreinskiptinn, heiðarlegur og góður drengur í þess orðs viðtækustu merkingu. Með honum er genginn dugnaðarforkur sem var alltaf að fást við eitthvað til hagsbóta fyrir okkur öll. Ég votta eigin- konu, börnum og öðrum að- standendum mína dýpstu sam- úð. Helgi Laxdal. Í dag kveðjum við kæran fé- laga og vin, Guðjón Arnar Krist- jánsson eða Adda Kitta Guj, eins og hann var oftast kallaður. Við höfum þekkt Adda í áratugi, en mest og best kynntumst við hon- um í gegnum Frjálslynda flokk- inn þar sem við þrír áttum ófáar stundir saman við að ræða mál- efni flokksins og þjóðarhag. Þar var oft glímt við ærinn vanda og ætíð gott að vita Guðjón Arnar í brúnni. Hann var fastur fyrir ef á þurfti að halda en ávallt til- búinn að ræða mál og leita lausna. Síðar gekk hann til liðs við Dögun ásamt öðrum okkar en hinn var ekki langt undan og lagði lið ef á þurfti að halda, til dæmis við útgáfu Gullkistunnar, sem okkur tókst í sameiningu að gefa út í sautján ár. Addi byrjaði ungur að sækja sjó og var snemma kvaddur til ábyrgðarstarfa, bæði við skip- stjórn og að félagsmálum sjó- manna. Var hann fengsæll og farsæll skipstjóri í áratugi. Eftir að hann kom í land snerist hug- ur hans að stjórnmálum, en þar taldi Addi að hann gæti helst orðið að liði fyrir sjómannastétt- ina og hinar dreifðu byggðir, með því að vinna að breyttri fiskveiðistjórnun og koma kvóta- kerfinu í það horf sem það gæti nýst þjóðinni sem best. Hans verður minnst sem ötuls baráttumanns á þingi og hann naut þar virðingar jafnt meðal samherja sem annarra, fyrir traustan og vandaðan málflutn- ing. Hann flutti fjölda fumvarpa og þingsályktunartillögur, m.a. um stjórn fiskveiða, hvalveiðar, kjaramál og samgöngumál, þar með talin þingsályktunartillaga um láglendisvegi um land allt, einkum á Vestfjörðum og Norð- austurlandi, þar sem gert var ráð fyrir jarðgöngum og þver- unum fjarða og að hvergi yrði farið upp fyrir 200 metra hæð með þjóðveg 1. Þá var honum aðskilnaður ríkis og kirkju hug- leikinn og hann flutti nánast ár- lega frumvörp þar að lútandi. Um leið og við minnumst sameiginlegrar baráttu okkar og góðra stunda í pólitíkinni, þá er það maðurinn Guðjón Arnar, ljúfmennskan og vinátta hans sem er okkur efst í huga og bar aldrei á skugga. Við minnumst skemmtilegra stunda yfir siginni grásleppu eða vel kæstri skötu og öðru góðmeti og reyndar ótalmargra gæðastunda sem við áttum saman. Guðjón Arnar var ósérhlífinn vinnuþjarkur, hjartahlýr vinur vina sinna og afar góður dreng- ur. Þannig mun hann lifa í minn- ingu okkar. Það er vissulega skarð fyrir skildi að honum gengnum og hans verður sárt saknað. Við sendum Barböru, börnum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Far vel vinur. Pétur Bjarnason og Pétur Guðmundsson. Vinátta, sem okkur öllum er dýrmæt, byggist á kynnum sem leiða af sér gagnkvæmt traust. Kynni okkar Guðjóns Arnars eða Adda, eins og hann hét í okkar púkahópi, rekja sig til ungs aldurs okkar þegar það tíðkaðist að börn færu í launaða vinnu 8-9 ára. Við breiddum þá saman saltfisk sem sólþurrkaður var á Stakkanesi í bænum okkar Ísafirði. Þetta var fyrsta vinna fjölmargra krakka þá. Fáeinum árum seinna stóðum við hlið við hlið og skárum spyrðubönd af skreið sem var á leið suður til Nígeríu. Vík var á milli vina fáein ár þegar Guðjón var að leggja grunn að því starfi sem átti eftir að móta allt hans líf en ég dvaldi vestanhafs. Það eiga vel við hann orðin „sjómaður dáða- drengur“. Sjómennskan var hon- um í blóð borin og metnaður hans í starfinu var slíkur að árin á sjónum urðu ekki ýkja mörg áður en hann varð „karlinn í hólnum“ sem skipstjórar eru gjarnan kallaðir á sjó. Það var árið 1971 þegar Guðjón var 27 ára gamall skipstjóri á togbátn- um Guðrúnu Jónsdóttur að við áttum saman góða daga. Guðjón var þá að leggja upp í siglinga- túr með áhöfn sína á Guðrúnu Jóns með farm af skarkola sem selja átti í Bretlandi og slóst ég í þá för. Á leið fyrir Norðurland gerði mikinn storm og radar skipsins bilaði. Þá nótt fékk ég að kynnast því hvað sjómenn eiga við þegar þeir segja „ég ældi eins og múkki“. En skip- stjórinn var æðrulaus, sigldi inn á Siglufjörð, fékk viðgerð og sigldi skipinu síðan klakklaust til Grimsby, seldi kolann, sem Bretar hafa alltaf kunnað vel að meta, á ágætisverði. Ég kynnist því líka í þessari ferð að áhöfnin, sem öll var ung að árum, bar mikla virðingu fyrir karlinum í hólnum. Guðjón var leiðtoginn, hann tók ákvarðanir og honum var hlýtt. En tíminn stóð ekki kyrr. Rúmu ári síðar fer Guðjón til Japans að sækja skuttogarann Pál Pálsson frá Hnífsdal sem hann átti eftir að stjórna um árabil. Án efa var það hátindur hans sjómannsferils því á þeim árum var hann í hópi aflasæl- ustu skipstjóra landsins. Það blundaði samt í skipstjóranum að hasla sér víðar völl en við að draga fisk að landi, þótt honum gengi það afburða vel. Hann fór því fremstur meðal jafningja í baráttu fyrir bættum réttindum sjómanna og varð formaður Far- manna- og fiskimannasambands- ins. Viðsemjendum hans þótti hann vera harður í horn að taka, en honum var aldrei brugðið um skort á réttlætiskennd. Það var með réttlætiskennd að vopni sem Guðjón gerðist stjórnmálamaður og vann þrjá kosningasigra í röð með flokki sínum Frjálslynda flokknum sem hann tók við formennsku í af stofnandanum, Sverri Her- mannssyni. Sama hugsjón var hans drifkraftur í stjórnmálum og í réttindabaráttu sjómanna; að berjast fyrir betra og réttlát- ara þjóðfélagi. Án nokkurs efa hefði hann viljað sjá meiri ár- angur en í stjórnmálum reka menn sig á að ekki eru allir við- hlæjendur vinir. Vertu sæll, kæri vinur. Þú barðist heiðarlegri baráttu. Þín verður minnst sem mikils dreng- skaparmanns. Frá Bremerhaven sendum við Salbjörg þínum nán- ustu innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Bjarni Halldórsson. Þeir hverfa nú af vettvangi gamlir félagar og starfsbræður vestan af Ísafirði. Sverrir Her- mannsson fyrir fáum dögum. Guðjón Arnar Kristinsson nú. Hér áður og fyrrmeir vorum við margir, sem deildum uppvaxtar- og þroskaárum í höfuðstað Vest- fjarða. Fimm í þingflokki jafn- aðarmanna – auk mín þeir Jón Baldvin, Jón Sigurðsson, Rann- veig Guðmundsdóttir, Árni Gunnarsson – fæddur þar en ekki alinn þar upp. Og þeir Matthías Bjarnason, Sverrir Hermannsson og Guðjón Arnar. Auk allra hinna Vestfirðinganna, sem áttu sér sviplíka sögu, svip- líka reynslu og sviplíkar rætur þótt allar skoðanir væru ekki hinar sömu. Nú eru þeir víst fáir eftir á þjóðþingi okkar Íslend- inga. Kveðja þar einn af öðrum. Guðjón Arnar Kristjánsson – Addi Kitta Gauj eins og við þekktum hann, Ísfirðingarnir – var góður fulltrúi okkar byggð- arlags. Sjósóknari og aflamaður á meðan kostur var gefinn á slíku þar vestra – áður en Vest- firðingar voru sviptir nábýlinu við fiskimiðin og kunnáttunni af nýtingu þeirra. Aldrei vorum við samferðamenn í stjórnmálum. Hann liðsmaður Sjálfstæðis- flokksins framan af á meðan sá flokkur hafði í heiðri hina gömlu sjálfstæðisstefnu um stétt með stétt en hvarf til annarrar áttar með valdatöku nýfrjálshyggju- manna þar á bæ í félagi við ann- an Ísfirðing, Sverri Her- mannsson. Mér er enn minnisstæð sú kosningabarátta þar vestra þegar Guðjón Arnar vann sinn mikla sigur meðal Vestfirðinga og skóp nýjum flokki, Frjálslynda flokknum, þá stöðu að öðlast atfylgi á Alþingi sem varðveittist á meðan Sverr- is og Guðjóns Arnars naut við. Sást þá glöggt hvaða álits Guð- jón Arnar naut meðal Vestfirð- inga. Mér, sem var í framboði gegn honum, var vissulega ekki skemmt, enda tel ég að framboð Guðjóns Arnars þá hafi komið í veg fyrir meiri árangur jafnað- armanna vestra en varð, en þá kosningu vann hann sakir þess mikla álits og þess mikla trausts sem hann naut meðal vestfirskra kjósenda. Leiðir okkar Guðjóns Arnars lágu svo saman á sameiginlegum vinnustað – Alþingi Íslendinga. Aldrei vorum við samflokks- menn þar – ekkert fremur en við vorum samherjar í okkar fæð- ingarstað. En ávallt sambæingar eins og við Ísfirðingarnir gjarna litum á okkur hvar svo sem við hefðum skipað okkur í hinar pólitísku fylkingar. Því kveð ég hann Adda Kitta Gauj með góð- um hug eins og ég kvaddi á sín- um tíma hann Kristján Guðjóns- son, föður hans, og fjölskylduvin foreldra minna hann Jónas, föðurbróður hans. Ástvinum hans sendi ég samúðarkveðjur. Sighvatur Björgvinsson. Fyrstu kynni mín af Guðjóni voru á Vestfjarðamiðum í gegn- um rabbið (vhf-talstöðvar), en þar eyddi hann drjúgum hluta ævi sinnar, lengst af á Páli Páls- syni ÍS 102. Eftir að ég fór að hafa afskipti af félagsmálum skipstjórnarmanna sem stjórnarmaður og síðar formað- ur Skipstjóra- og stýrimanna- félags Norðlendinga hófust per- sónuleg kynni sem staðið hafa allar götur síðan. Minnisstætt er þing FFSÍ árið 1983 þegar hann var kjörinn forseti sambandsins og er óhætt að segja að ýmislegt hafi á dagana drifið í samskipt- um okkar á vettvangi kjaramála og félagsmála skipstjórnar- manna í áranna rás en aldrei minnist ég annars en góðs sam- starfs og ekki síður góðrar nær- veru þessa atorkusama manns. Í Guðjóni bjó rík réttlætiskennd sem leiddi til afskipta af stjórn- málum þar sem hann kom við sögu sem varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins frá 1991 til 1995 og síðar, eða frá 1999 til 2009, sem þingmaður og lengst af for- maður Frjálslynda flokksins. Fjölmargir kunna að segja þá sögu betur en undirritaður. Ég vil leyfa mér fyrir hönd Félags skipstjórnarmanna að koma á framfæri þakklæti fyrir ómet- anlegt starf í þágu íslenskra sjó- manna. Fjölskyldunni votta ég innilega samúð. Minningin lifir um góðan dreng. Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna. „Nú fer ég og hringi í Guðjón Arnar,“ sagði Sverrir Her- mannsson um leið og hann yfir- gaf fundarherbergið. Skömmu Guðjón Arnar Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.