Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 8
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Borgarstjóri og meirihluti borg-arstjórnar Reykjavíkur vinna að mörgum mikilvægum verk- efnum í þágu borgarbúa sem seint verða fullþökkuð.    Eitt þeirra verk-efna sem standa upp úr á þessu kjörtímabili – og með því er ekki ætlunin að gera lítið úr glærusýningum borgarstjóra um fyrirhugaðar íbúðabyggingar – er skipun starfshóps um „miðlæga stefnumótun“.    Ekki er víst að allir borgarbúarátti sig á þýðingarmiklu hlut- verki starfshópsins, en það er þetta, eins og fram kemur í drögum að er- indisbréfi hans: „Hlutverk starfshópsins er að vinna að umbótum og samræmdri framkvæmd í stefnumótun og stefnuframkvæmd, einkum í mið- lægri stjórnsýslu og miðlægri stefnumótun. Að fá bætta yfirsýn yfir þær miðlægu stefnur og stefnu- markandi skjöl sem eru fyrir hendi og tengingu við undirstefnur og áætlanir málaflokka. Jafnframt fá yfirsýn yfir þær aðferðir sem not- aðar eru við miðlæga stefnumótun. Á grundvelli greiningarvinnu setji starfshópur fram viðmið um bestu framkvæmd við stefnumótun.“    Hér er því miður ekki rými til aðbirta útlistun á öllum helstu verkefnum starfshópsins, en meðal þeirra er að gera „greining- arskapalón“, „kortlagning á mið- lægum stefnum og stefnumarkandi skjölum“ og að auki „greining á miðlægum stefnum og stefnumark- andi skjölum“ svo fátt eitt sé nefnt.    Víst er að eftir skipan slíksstarfshóps þurfa borgarbúar ekki að óttast um trausta stjórn nú- verandi meirihluta. Dagur B. Eggertsson Miðlæg stefnumót- un og undirstefnur STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.4., kl. 18.00 Reykjavík 4 heiðskírt Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -1 snjókoma Nuuk -1 alskýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 3 þoka Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 5 þoka Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 5 skúrir Glasgow 2 rigning London 10 skúrir París 11 rigning Amsterdam 10 skúrir Hamborg 14 rigning Berlín 20 heiðskírt Vín 18 heiðskírt Moskva 6 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 19 heiðskírt Winnipeg -6 skýjað Montreal 0 rigning New York 9 þoka Chicago -1 skýjað Orlando 21 skýjað VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:31 20:31 ÍSAFJÖRÐUR 6:31 20:41 SIGLUFJÖRÐUR 6:13 20:24 DJÚPIVOGUR 5:59 20:02 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Engar breytingar verða á sambýli sendiráða Bretlands og Þýskalands í sameiginlegri byggingu sendiráðanna við Laufásveg í Reykjavík eftir út- göngu Breta úr Evrópusambandinu. Auðunn Arnórsson, upplýsinga- fulltrúi hjá breska sendiráðinu, stað- festir þetta við Morgunblaðið. Sam- eiginleg sendiráðsbygging Bretlands og Þýskalands við Laufásveg var opn- uð formlega 2. júní árið 1996. Malcolm Rifkind, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, og Werner Hoyer, þáver- andi aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, komu til landsins af því tilefni og opnuðu bygginguna form- lega. Sögðu ráðherrarnir hana vera táknrænt dæmi um vináttu og sam- vinnu þjóðanna. Þó að rekstur sendi- ráðanna hafi verið aðskilinn hafa þau samnýtt ýmsa aðstöðu í húsinu. Mið- hluti hússins er sameiginlegur, inn- gangur og kaffistofa á fyrstu hæð og fundarherbergi á annarri hæð, að sögn Auðuns. Brexit mun heldur eng- in áhrif hafa á hvernig flaggað verður við sendiráðin því frá upphafi hefur það verið þannig að Evrópufáninn blaktir eingöngu við hliðina á þeim þýska, ekki þeim breska. ,,Það þarf því ekki að breyta neinu,“ segir hann. Áfram undir sama þaki eftir Brexit  Evrópufáninn blaktir eingöngu við hliðina á þeim þýska, ekki þeim breska Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laufásvegur 31 Sendiráð Breta og Þjóðverja frá í júní 1996. Karlmaður á sex- tugsaldri var í gær fundinn sek- ur um blygðunar- semisbrot, en hann afklæddist í gestamóttöku Hótels Sögu við Hagatorg í Vest- urbæ Reykjavík- ur og fróaði sér yfir klámefni í tölvu sem þar er staðsett. Gerðist þetta í nóvember árið 2016. Starfsmaður hótelsins, hótel- gestur og lögreglumaður sem kom á vettvang urðu vitni að lostugu at- hæfi mannsins. Segir í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur að maðurinn hafi með háttsemi sinni sýnt af sér ósið- legt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi viðstaddra. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann var árið 2016 dæmdur í skilorðsbundna refsingu vegna þjófnaðar og rauf hann því skilorð með athæfi sínu. Taldi hér- aðsdómur hæfilega refsingu vera fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Þá þarf maðurinn einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda síns. Dónaskapur At- vikið var á Sögu. Fróaði sér í móttökunni  Rauf skilorð með lostugu athæfi sínu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.