Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 54
SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is AR SEM ÞÚ ERTHV Kolmunna úr norskum skipum hefur síðustu daga verið landað á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaup- stað og Seyðisfirði. Skipin hafa verið að veiðum í skoskri lögsögu, en þar mega íslensku skipin ekki stunda veiðar. Búast má við að um og upp úr helgi haldi íslensk skip til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Hafþór Eiríksson, verksmiðju- stjóri hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, segir á heimasíðu fyrir- tækisins að kolmunninn úr norsku skipunum sé gott hráefni. „Veiðin er ágæt og skipin eru fljót að fylla þannig að hráefnið er tiltölulega ferskt þegar það kemur,“ er haft eftir Hafþóri. aij@mbl.is Kolmunna landað úr norskum skip- um á Austfjörðum Fáskrúðsfjörður Kolmunna landað. 54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Auk eftirlits um borð í vinnsluskipum hefur Fiskistofa síðustu misseri reynt að greina hvort og þá hvar er misræmi í aflasamsetningu sambærilegra fiski- skipa, sem hafa verið að veiðum á sömu slóðum og tíma með sams konar veiðarfæri. „Ef í svona greiningu kem- ur fram eitthvert misræmi sem við teljum ástæðu til að skoða, til dæmis grunsemdir um brottkast, þá höfum við heimild til að setja eftirlitsmann um borð á kostnað útgerðar til að fylgjast með,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Hann segir það ákvæði hafa reynst ágætlega við t.d. eftirlit með netaveiðum. Árið 2017 fóru eftirlitsmenn Fiski- stofu í 24 veiðiferðir með vinnslu- skipum samtals í 505 daga. Árið 2016 fóru eftirlitsmenn í 31 veiðiferð í alls 719 daga með skipum sem vinna afla um borð. Þetta er veruleg fækkun frá því sem var fyrir nokkrum árum og má nefna að árið 2011 voru eftirlits- menn Fiskistofu í 1.12 daga um borð í vinnsluskipum. Vinnsluskipum eða frystitogurum í íslenska flotanum hef- ur fækkað talsvert á þessum tíma. Hærra gjald til að mæta raunkostnaði Á aðalfundi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað nýlega ræddi Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, m.a. um breyt- ingar í rekstrarumhverfi og skattlagn- ingu á íslenskan sjávarútveg umfram aðrar atvinnugreinar. „Dæmi um það er þróun kostnaðar við eftirlitsmenn um borð í frystiskipum. Árið 2015 var kostnaður við eftirlitsmann um borð í frystiskipi 30.000 kr. á dag en er nú um 84.000 kr. á dag. Þetta er hækkun upp á 270% á tveimur árum,“ sagði Þorsteinn Már. Spurður um þetta segir Eyþór fiskistofustjóri að árið 2016 hafi komið inn lagaákvæði sem heimilaði Fiski- stofu að setja gjaldskrá og innheimta gjald til að standa undir raunkostnaði við tiltekin verkefni. „Árið 2010 vakti Fiskistofa athygli á því að gjald til að standa undir raun- kostnaði við eftirlit um borð í vinnslu- skipum þyrfti að vera 54 þúsund krón- ur á dag. Í mörg ár hafði gjaldið verið 16 þúsund krónur á dag en var hækk- að í 29 þúsund krónur árið 2010. Mis- munurinn var einfaldlega tekinn út úr rekstri stofnunarinnar. Núna er gjald- ið 81.600 krónur á dag og er þá reikn- að með öllum kostnaði við að hafa eft- irlitsmanninn í vinnu yfir árið og miðast við virka vinnudaga, en er ekki sú upphæð sem hann fær í vasann,“ segir Eyþór. Skrá, mynda og mæla Í fyrra fóru veiðieftirlitsmenn Fiskistofu alls í 306 veiðiferðir með fiskiskipum af öllum stærðum og gerðum, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Veiðiferðir þessar stóðu samtals yfir í 1.173 daga. Meðal starfa eftirlitsmanna um borð í veiðiskipum er að fylgjast með tegunda- og stærðarsamsetningu afla sem felst í því að lengd fisks er mæld, hann er kvarnaður og upplýsingum og sýnum er safnað í þágu hafrannsókna og fiskveiðistjórnunar. Einnig fylgja eftirlitsmenn því eftir að skráning í afladagbók sé gerð með réttum hætti, meðal annars að öll sjávarspendýr og fuglar sem í veiðarfæri koma séu skráð og botndýr eins og svampar myndaðir og mældir. Brottkastsverkefni Á árinu 2017 mældu eftirlitsmenn Fiskistofu alls 311.277 fiska og kvörn- uðu 3.134 fiska. Einnig mældu eftir- litsmenn Fiskistofu 10.596 skeldýr og 287 sjávarspendýr og fugla. Lengdar- mælingar fara fram á sjó og í landi og með þeim er m.a. safnað gögnum til rannsókna á stærðartengdu brott- kasti. Brottkastsverkefnið felur í sér at- hugun og mat á brottkasti fisks undir tiltekinni lengd og með tilteknu veið- arfæri og er það unnið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun sem gefur út skýrslu árlega þar sem tölfræðilegar niðurstöður verkefnisins eru birtar. Árið 2017 var brottkast mælt úr veið- arfærunum botnvörpu og línu. Í brottkastverkefninu eru þorskur og ýsa mæld úr lönduðum afla og afla upp úr sjó frá sama skipi í samliggj- andi veiðiferðum. Eru þessar mæl- ingar síðan bornar saman ef veiði- svæði beggja mælinga er í sama tilkynningarskyldureit, einnig er möguleiki á að para saman mælingar af sama svæði frá mismunandi skip- um. Aðferðin byggist á því að brott- kast sé lengdarháð og smáfiski sé hent en stærri fiskur hirtur. Mismunur þessara mælinga er síðan notaður til að meta brottkast. Árið 2017 mældu eftirlitsmenn Fiskistofu samtals 151.593 fiska í brottkastverkefninu. Eftirlit á grunnslóð Fiskistofa og Landhelgisgæsla Ís- lands sinntu sameiginlega fiskveiðieft- irliti á grunnslóð eins og gert hefur verið undanfarin ár og er það flokkað sérstaklega. Árið 2017 var farið í fimm sameiginlega leiðangra. Farið var í tvær ferðir með aðgerðabátnum Óðni á Faxaflóasvæðinu í byrjun maí. Tveir leiðangrar voru farnir á varðskipinu Þór, fyrri ferðin var í apríl með áherslu á grásleppuveiðar á miðunum fyrir Norður- og Norðausturlandi og seinni ferðin í ágúst á miðunum norð- ur og norðvestur af landinu. Á varð- skipinu Tý var farið í júlí á miðin vest- ur og norður af landinu. Tilgangur ferðanna var að fara um borð í fiskiskip á grunnslóð með það að markmiði að kanna veiðileyfi, afla, afladagbók, aflasamsetningu, veið- arfæri, aflameðferð og annað sem til- heyrir veiðieftirliti. Einnig var leitað eftir lax og silungsnetum í sjó. Í þessum leiðöngrum var farið um borð í 65 báta. Ávallt er afladagbók skoðuð. Sex athugasemdir og leiðbein- ingar voru gerðar á vettvangi vegna afladagbókar, ein brotaskýrsla var gerð vegna afladagbókar. Þrisvar voru skipsskjöl ekki í lagi og eitt til- fellið það alvarlegt að viðkomandi var sendur í land. Í ferðinni voru mældir 1.532 fiskar og kom til einnar skyndi- lokunar eftir mælingu um borð í línu- bát, að því er fram kemur í samantekt Fiskistofu. Eftirlit á mörgum vígstöðvum Morgunblaðið/RAX Á sjó Eftirlit Fiskistofu beinist meðal annars að því að sporna gegn brottkasti á fiski. Fiskistofa sinnir eftirliti með fiskveiðum á stórum skipum og smáum og beinist það m.a. að brottkasti. Ýmsum aðferðum er beitt, en síðustu ár hafa eftirlitsmenn verið í færri daga um borð í vinnsluskipum. Störfin um borð nýtast einnig í þágu hafrannsókna. Á síðasta ári voru landanir ís- lenskra veiðiskipa á makríl, norsk-íslenskri síld, íslenskri sumargotssíld, loðnu og kol- munna 687 talsins og var eftir- liti sinnt í 148 af þessum lönd- unum. Á árinu voru 164 landanir erlendra veiðiskipa á uppsjávarafla og var eftirliti sinnt við 47 þeirra landana. Á tímabilinu voru eftirlits- menn Fiskistofu 213 daga um borð í veiðiskipum er stund- uðu uppsjávarveiðar. Eftirlit um borð í upp- sjávarskipum Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.