Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 62
Skerið sveppina í hálfs sentimetra þykkar sneiðar. Blandið saman soja, sake og sykri og látið sveppasneiðarnar liggja í marineringunni í hálftíma. Síið sveppina frá en geymið marineringuna. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina á báðum hliðum við miðlungshita þar til þeir eru örlítið brúnaðir og mjúkir í gegn. King Oyster-sveppir eru mjög þéttir í sér og þetta getur hæglega tekið 10 mínútur. Þegar sveppirnir eru mjúkir er marineringunni bætt á pönnuna og allt soðið saman þar til mesti vökvinn er farinn. Grænmetisætan á svæðinu varð að fá eitthvað fyrir sinn snúð og í stað kjúk- lings leitaði ég á náðir yuba, oft kallað Tofu Skin. Yuba er húðin sem myndast ofan á sojamjólk þegar hún er hituð, svipað og skánin ofan á bolla með kólnandi flóaðri mjólk. Hún fæst þurrkuð eða frosin í Asíubúðunum. Grunnsósan er ekki ólík þeirri sem var á kjúklingnum, en þar sem yuba er svo til fitufrítt og bragðlaust eitt og sér bætti ég við sesamolíu og hoisinsósu til að djúsa þetta aðeins upp. Þessi uppskrift er sem sagt alveg örugglega ekki samkvæmt neinum japönskum hefðum. Ekki segja Röggu! 1 pakki frosið yuba ½ bolli sojasósa ½ bolli mirin 2 msk. púðursykur 1-2 marin hvítlauksrif smábiti, eins og hálfur þumalfingur eða svo, engifer – rifið fínt. Allt nema yuba soðið saman þar til sykurinn bráðnar og sósan þykknar örlít- ið. Yuba er affryst, vökvinn kreistur úr, það rifið í strimla og sett út í sósuna. Hoisinsósu og sesamolíu eftir smekk blandað saman við þar til sósan þekur yubað vel. Dreift í bökunarform og bakað við 200 gráður þar til brúnað og stökkt að ofan. Borið fram með ristuðum sesamfræjum og fínsöxuðu kóríander. Sesamsósa Sesamsósan er hluti af hinu guðdómlega spínatsalati Goma-ae sem var líka á boðstólum. Sósan er hins vegar góð á allt og mætti jafnvel bara borða hana með skeið. Ég stytti mér oft leið með því að nota tahini í stað þess að merja fræin sjálf, sem sleppur ef maður finnur almennilega tegund (bitra hvíta dótið sem fæst í flestum stórmörkuðum gengur því miður illa hér). Ég kaupi tahini í Istanbul market í Ármúla. 3 msk. sesamfræ 1 msk. soja 1 msk. mirin 1 tsk. púðursykur Sesamfræin ristuð við miðlungshita á pönnu (hristið eða hrærið reglulega) þar til þau eru gullinbrún og ilmandi. Fræin eru möluð í duft í mortéli eða mat- vinnsluvél og soja, sykri og mirin blandað út í. Má þynna með vatni ef sósan verður of þykk og bæta þá við sykri, mirin eða soja eftir smekk. Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Klístraður balsam- og sojakjúlli Kjúklingalærakjöt af 8 lærum 2 dl vatn 1 dl balsamedik 1 dl sojasósa 3 msk. sykur 1 vænn hvítlauksgeiri, skorinn gróft 1 sterkur chili-pipar, skorinn gróft Öllu er skellt saman í pott og suða látin koma upp. Lok sett á pottinn og látið malla í 40 mínútur eða jafnvel lengur (já kjúllinn mauksoðnar). Kjúlli veiddur upp úr pottinum. Vökvinn látinn sjóða niður þar til klístruð sósa er eftir. Berið fram með hrísgrjónum og sósunni. King Oyster-sveppir með sesamsósu 2 stórir King Oyster-sveppir 1 msk. sesamolía 2 msk. sojasósa 2 msk. sake 2 tsk. sykur hlutlaus olía til steikingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Matreiðslumeistararnir Raghneiður og Sigríður Elva þykja afburða- flinkar í eldhúsinu. Sósugerð Hér má sjá sesamsósuna lagaða. Tímamótakjúklingur Balsam kjúklingur með klístruðu sósunni. Sjúklegt salat Hið víðfræga Goma-ae salat sem Sigríður Elva segir að sé guð- dómlegt. 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.