Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 65
65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 • www.rafkaup.is Ármúla 24 • S. 585 2800 Áður en Ari hélt til Ástralíu hafði hann komið fram á The Fringe Festival í Edinborg í Skotlandi með uppistandið sitt Pardon my Ice- landic. Undirtektir voru slíkar að honum var boðið til London þar sem hann steig nokkrum sinnum á svið í Soho Theater. Ari er nú kominn með erlendan umboðsmann og miðað við móttökur má ætla að hann verði fenginn til að skemmta á fleiri hátíð- um næstu misserin. Ari vinsæll í spjallþáttum í suðurhöfum „Ya matey“ hljómar í kollinum á mér er ég hugsa til Ara í Ástralíu. Þetta er sennilega einn þekktasti frasi Ástrala og það að vera kallaður matey er eitthvað svo vinalegt. Auk þess þykir mér Ari í Ástralíu hljóma pínulítið líkt og Tinni í Tíbet. Smá ævintýraljómi yfir þessu öllu. Og eftir að hafa séð frammistöðu Ara í áströlskum sjónvarpsþáttum er maður ekki í nokkrum vafa um að Ástralar verði hrifnir af ljóshærða víkingnum „að norðan“. Leikið með ólíkan framburð En hvað vilja Ástralar fá að vita um okkar mann? Í spjallþættinum The Project byrjuðu stjórnendurnir á að spyrja Ara út í framburð á hans eigin nafni og bar Eyjafjallajökul einnig á góma. Það er ljóst að gosið í jöklinum hefur verið mikil land- kynning og um leið er ljóst að út- lendingar eiga enn í stökustu vand- ræðum með að bera nafnið fram. Í framhaldinu sýndu þau myndskeið sem Ari hafði birt á samfélags- miðlum, en þar lætur hann dóttur sína, Arneyju Díu, detta niður í púð- ursnjó. Hann bar fram nafn dóttur sinnar og þar gafst enn og aftur til- efni til að æfa harðan framburð ís- lenskra nafna í beinni útsendingu. „Are you Bjork famous?“ Í viðtalinu var hann beðinn að bera saman frægð sína og Bjarkar. „Are you Bjork famous?“ spurði einn dagskrárgerðarmaðurinn. Á sinn hógværa máta sagði Ari svo ekki vera. Því næst vildu þau kynn- ast fasi og karakter Íslendinga og vorum við sett undir hatt Skandin- ava sem svo oft áður. Þáttarstjórn- endur sögðust hafa á tilfinningunni að það væri allt svo fullkomið og vel gert í Skandinavíu og spurðu hvort það væri raunverulega þannig. Ari sagði Íslendinga almennt ekki taka sig alvarlega, langt frá því; það væri hlutverk Svíanna að vera fullkomnir og vakti það mikla kátínu undir lok viðtalsins. Það verður forvitnilegt að heyra Ara gera grín að Skotum, Bretum og Áströlum eftir kynni sín af þeim að undanförnu og gefst landanum kost- ur á að sjá Ara taka þátt í lokasýn- ingum Mið-Íslandshópsins í Há- skólabíói 28. apríl og 4. maí. Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Ljóshærði víkingurinn vinsæll í suðurhöfum Ari Eldjárn er löngu þekktur fyrir grín sitt um ólík þjóðareinkenni og framburð ólíkra tungu- mála. Það hefur því verið gaman að fylgjast með honum á erlendum uppi- standshátíðum undan- farið. Þessa dagana er hann staddur í Ástralíu og er Magasínið á K100 náði tali af Ara var hann staddur í Melbourne vegna þátttöku sinnar á árlegri uppistandshátíð í borginni. Í sjónvarpinu Ari Eldjárn spjallaði meðal annars um dóttur sína, Eyjafjallajökul, Svía og Björk í þættinum. Spjallþáttur Ari Eldjárn hér í viðtali hjá stjórnanda spjallþáttarins The Project. „Þetta er lag sem ég er búinn að eiga lengi sem ég ákvað bara að henda út núna. Það eru tíu, tólf ár síðan ég samdi þetta lag. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef sest niður og ætlað mér að semja texta með stuðlum og höfuðstöfum en ég er ekki viss um að mér hafi tekist það eftir reglunum,“ segir Friðrik Dór um nýja lagið sitt „Fyrir nokkrum sumrum“ sem hann sendi frá sér rétt fyrir páska. Friðrik er að vinna að nýju efni þessa dagana og mun hann senda fleiri lög frá sér með hækkandi sól. Einnig er hann að undirbúa af- mælistónleika í Kaplakrika í haust en hann verður þrítugur 7. október og fer miðasala fyrir tónleikana af stað á næstu vikum. „Ég er búinn að vera í blússandi mínus með þetta þrítugsatriði. Ég er að verða svo miðaldra,“ sagði Friðrik glott- andi spurður hvort hann óttaðist að verða þrjátíu ára. Þú getur hlustað og horft á skemmtilegt við- tal Sigga Gunnars við Friðrik Dór á k100.is. „Í blússandi mínus með þetta þrítugsatriði“ Í útvarpinu Friðrik var gestur Sigga Gunnars á K100 í gærmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.