Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 ✝ Guðjón ArnarKristjánsson fæddist á Ísafirði 5. júlí 1944. Hann lést 17. mars 2018. Foreldrar hans voru Kristján Sig- mundur Guðjóns- son smiður, f. 17. nóvember 1911, d. 22. desember 1989, og kona hans Jóhanna Jakobsdóttir húsmóðir, f. 16. október 1913, d. 9. desember 1999. Systkini: Jóna Valgerður, Þrúður, Fjóla, Laufey, Freyja, Matthildur, Jakob og Anna Karen. Guðjón Arnar giftist Björgu Hauksdóttur, f. 24. janúar 1941, d. 25. nóvember 1999. Þau skildu. Hinn 31. mars 1989 giftist hann Maríönnu Barböru Kristjánsson, f. 7. október 1960. Foreldrar henn- ar eru Theofil Kordek og kona hans Stanislawa Kordek. mannafélagsins Bylgjunnar 1975-1984 og forseti Far- manna- og fiskimanna- sambands Íslands 1983-1999. Guðjón sat í Verðlagsráði sjávarútvegsins, Starfsgreina- ráði sjávarútvegsins, stjórn Fiskveiðasjóðs, skólanefnd Stýrimannaskólans, í stjórn Fiskifélags Íslands og stjórn Slysavarnaskóla sjómanna. Þá var hann varafiskimálastjóri og sat í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1979-1999 og stjórnarskrár- nefnd 2005-2007. Guðjón var varaþingmaður Vestfirðinga október 1991, desember 1991 til febrúar 1992, desember 1992 til mars 1993, apríl-maí 1993, mars- apríl og október-nóvember 1994, júní 1995 (Sjálfstæðis- flokkurinn). Hann var alþingismaður Vestfirðinga 1999-2003 og alþingismaður Norðvestur- kjördæmis 2003-2009 (Frjáls- lyndi flokkurinn). Guðjón var formaður Frjáls- lynda flokksins 2003-2010 og formaður þingflokks Frjáls- lynda flokksins 1999-2004. Útför Guðjóns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 5. apríl 2018, klukkan 15. Dóttir Guðjóns og Ástu Ingimars- dóttur er Guðrún Ásta, f. 1963. Dóttir Guðjóns og Ingigerðar Frið- riksdóttur er Ingi- björg Guðrún, f. 1966. Synir Guð- jóns og Bjargar eru Kristján Andri, f. 1967, Kolbeinn Már, f. 1971, og Arnar Bergur, f. 1979. Börn Guðjóns og Marí- önnu (kjörbörn, börn Marí- önnu) eru Margrét María, f. 1979, og Jerzy Brjánn, f. 1981. Guðjón á sautján barnabörn og fimm barnabarnabörn. Guðjón stundaði stýri- mannanám á Ísafirði 1964- 1965 og tók fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1966. Hann var há- seti, matsveinn og vélstjóri frá 1959, stýrimaður 1965 og skipstjóri 1967-1997. Hann var formaður Skipstjóra- og stýri- Þegar ég áttaði mig á því síðastliðið haust að sennilega myndi faðir minn ekki ná að vinna bug á sínum meinum, þá sótti að mér mikill tómleiki og kvíði fyrir því sem virtist vera að verða að veruleika. Fyrir mér var ég ekki bara að missa föður minn heldur líka mikinn kennara á lífsins leið sem oft er þyrnum stráð. Þegar ég fór að þvælast með föður mínum sem krakki um 10- 12 ára aldur, til dæmis um Jökulfirði og strandir á hraðbát sem hann og frændi hans Tryggvi áttu saman, voru oft strákar Tryggva með og voru þetta oft miklar ævintýraferðir. Þvælst var víða, veitt og skotið í matinn og aðeins tekið með að drekka og salt og pipar. Strand- irnar eru fullar af mat, við þurf- um ekkert meira með, sagði fað- ir minn. Í þessum ferðum fékk maður að skjóta af riffli og leggja net og vera eins frjáls og hægt var. Samt var manni kennt það að veiða aðeins það sem maður ætlaði að hafa til matar. Þarna var manni innrætt það að bera virðingu fyrir náttúrunni. Það var því kærkomið þegar ákveðið var að reisa sumarhús í Norðurfirði á Ströndum og var faðir minn mjög áhugasamur um þá framkvæmd og hjálpaði mikið til með þá framkvæmd. Ég sagði við föður minn þegar sumarhús- ið fauk að hluta hvort við ættum að endurbyggja kofann. Dreng- ur minn, við gefumst ekki upp fyrir Kára heldur byggjum bara sterkara hús úr alvöru rekavið sagði pabbi, og það var gert og sá faðir minn um að smíða alla glugga í endurbyggt hús þannig að núna hefur kofinn sál. Oft hringdi faðir minn í mig til að afla frétta af fiskigengd og hvernig aflabrögð væru því við eigum jú saman útgerðarfélag sem átti smábáta. Faðir minn spurði stundum hvort ég væri að fara á handfæri því hann vildi koma með, sagðist þurfa að hlaða batteríin. Einn mánuður á handfærum er mér minnisstæður þegar við feðgar vorum búnir að vera að fiska vel norður af Hornbjargi, að einn dag gerðist það að við gleymdum okkur alveg og fyllt- um bátinn það vel að vél bátsins fylltist af sjó. Það hefði verið gaman að vera með upptökuvél af því þegar við urðum að setja 600 kíló af fiski í lúkarinn til að komast að vélinni, það var bras en í gang fór vélin og við kom- umst heim ánægðir en þreyttir. Þau lífsgildi sem faðir minn kenndi mér og að maður ætti að koma fram við aðra eins og mað- ur vildi að komið yrði fram við mann eru gulls ígildi og hafa reynst mér vel. Faðir minn stóð alltaf með mér hvort sem vel eða illa gekk í lífsins baráttu. Það að hafa hann hjá mér þegar ég missti minn besta vin og félaga hans í sjó- slysi var ómetanlegt og mikill styrkur fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Faðir okkar reyndist okkur bræðrum sem klettur þegar móðir okkar lést 1999 og umvafði okkur hlýju og ást. Faðir minn var stórmenni í mín- um huga en nú skilur leiðir og lífsins göngu með þér lýkur hér með, en í mínum huga ert þú alltaf hjá mér. Hvíldu í friði, minn ástkæri faðir. Ég votta Barböru, eigin- konu föður míns, innilega samúð og enn fremur systkinum föður míns. Kristján Andri Guðjónsson. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Megir þú hvílast vel og ég veit að þú munt líta inn til okkar og fylgjast með afabörnunum, ég býst við ykkur mömmu í heimsókn. Við þökkum fyrir allt pabbi minn og haltu nú gott partí í hinu efra og vertu hrókur alls fagnaðar eins og þín er von og vísa. Við sjáumst síðar gamli minn. Elska þig pabbi minn. Lítil bára ber á land brotna skel við fjörusand. Sólin gyllir sund og hlein, sefur fugl á birkigrein. Viðkvæm hvíslar vorsins nótt, vanga strýkur blærinn hljótt. Sumarblóm í brekkutó bærist hægt í kvöldsins ró. Lífið á sér leyndardóm; ljúfan dreng á votum skóm. Lítill bátur landi frá, leggur fram á opinn sjá. Út frá ströndu báran ber bátinn litla í fangi sér, sem í fjarlægð siglir nú sólarlagsins gullnu brú. Seiðir vorsins sólarlag; saman tengir nótt og dag, dulúð sjávar, loft og land og lítinn dreng við fjörusand. Er í hverju andartaki eilíf dulin þrá, gyllir hafið heimsins ljós, hnígur aldan blá. (Hákon Aðalsteinsson) Arnar Bergur, Guðrún Ösp og afabörn. Pabbi var góður maður og margs er að minnast. Við áttum margar góðar stundir saman í gegnum tíðina, núna er sökn- uður af þeim stundum og til- hugsunin er erfið um að þær verði ekki fleiri. Pabbi var ávallt hlýr og kærleiksríkur og aldrei var skortur á brosi og hlátri, hann var einnig ákveðinn og samkvæmur sjálfum sér. Pabbi hafði mjög gaman af söng og greip oft tækifærið til að syngja við ýmsa viðburði. Pabbi var vinamargur og gaman var að fara með honum á ýmsa staði og viðburði, því ávallt vildi fólk heilsa honum og spjalla um ýmislegt. Á uppeldisárum mínum á Ísafirði gat verið þrautin þyngri að fara með pabba niður á höfn, því mikið var spjallað um veiðina og veðrið og var tíminn oft lengi að líða við spjallið. Pabbi var maður réttlætis og snerist áhugi hans á félagsmál- um og pólitík aðallega um að réttlæti væri gætt er varðaði byggðir landsins. Hugsjónamál hans voru sjávarútvegsmál, sem voru honum ávallt hugleikin og hafði hann mikla þekkingu á þeim. Pabbi naut sín best í nátt- úrunni og hafði mikinn áhuga á fuglalífi og því hvað árstíðirnar höfðu í för með sér, við ræddum oft farfuglana og hvernig veð- urbreytingar eiga sér stað með vorinu og haustinu. Að hlusta á veðurfregnir á hverjum degi var honum álíka mikilvægt og að fá sér morgunmat. Trú hans á að vinnan göfgi manninn var honum ofarlega í huga, alltaf ætti maður að leggja sig allan fram við þau verkefni sem maður tók sér fyrir hendur. Alltaf að standa sína plikt, pabbi vann alltaf mikið, kynnti sér málin vel og var rökfastur. Hann lagði áherslu á að hver og einn veldi sína vegferð í lífinu og bar virðingu fyrir skoðunum og ákvörðunum annarra. Þegar pabbi greindist með krabbamein fyrir rúmum tveim- ur árum varð alveg ljóst að hann ætlaði að gera allt sem þyrfti til að sigra meinið, uppgjöf kom aldrei til greina. Það var mér ljúft og mikil- vægt að hugsa eins mikið og ég gat um pabba síðustu mánuðina. Þó að ég hefði viljað hafa meiri tíma með honum hafði hann oft á orði; „viltu ekki fara í vinnuna elska“, hann hafði alltaf skilning á því að hver og einn ætti að sinna sinni vinnu. Þó að ljóst hafi verið um nokkurn tíma hvað stefndi í er ekki hægt að undir- búa sig fyrir að missa ástvin. Við Þórhalla reyndum að hlúa að honum og taka hann sem mest til okkar í sumarbústaðinn. Honum leið vel í náttúrunni í Öndverðarnesi hjá okkur. Ég hefði viljað eiga meira tíma með pabba en ég er þakk- látur fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég verð ávallt stoltur af föður mínum. Það er sárt að foreldrar okkar bræðra séu bæði farin en þó huggun að þau hafa um margt að spjalla saman. Foreldraástin sem ég fékk frá foreldrum mín- um var skilyrðislaus og einlæg og alltaf var hægt að leita til þeirra. Ég kveð föður minn með þakklæti. Neðangreindur sálmur lýsir pabba vel. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdanarson) Elsku pabbi minn, takk fyrir allt, við sjáumst seinna. Kolbeinn Már Guðjónsson. Þá er hann Addi bróðir dáinn, sá fyrsti úr okkar stóra og sam- henta systkinahópi. Addi var ekki bara stóri bróðir, heldur vorum við líka saman í herbergi uppi í risinu í gamla húsinu okk- ar í Hlíð þegar ég var lítill. Þeg- ar ég man eftir honum heima þá var Addi fyrirferðarmikill ung- lingur og síðan kraftmikill og skemmtilegur ungur maður. Ég man alltaf eftir því þegar hann kom heim af síldinni á haustin. Hann var svo hress, glaður og fallegur. Hann var hrókur alls fagnaðar á ættarmótunum og talaði við alla og gætti þess vel að dansa við allar gömlu frænk- urnar, sem dýrkuðu hann. Hann var svo sjarmerandi og bros- mildur að hann bræddi ekki bara hjörtu kvenþjóðarinnar hvar sem hann kom heldur sótt- ust kallarnir ekki síður eftir fé- lagsskap hans. Þegar litið er yfir ævina, sem vissulega var aðeins of stutt, þá er ótrúlegt hvað hann kom víða við. Og alls stað- ar lét hann mikið að sér kveða, þó í raun á rólyndan og yfirveg- aðan hátt og hann hafði alltaf góð rök fyrir sinni afstöðu. Ungi, kraftmikli sjómaðurinn, stýri- maðurinn og farsæll aflaskip- stjóri til margra ára, verkalýðs- foringi, samningamaður og forseti stórra samtaka og loks kröftugur stjórnmálamaður. Á öllum þessu sviðum skilur hann eftir sig varanleg spor, enda sinnti hann öllu því af kostgæfni sem hann tók sér fyrir hendur. Ég naut þess að vera kokkur í tvö sumur hjá honum á Páli Pálssyni, þá var hann að vísu farinn að þroskast og róast sögðu kallarnir, en aldrei sá ég annað til hans þá en ljúf- mennsku þó hann væri vissulega stundum ákveðinn í skipunum út á dekkið. Addi var mikill mat- maður og er mér minnisstætt úr kokksstarfinu á Páli, að oftast var haft steikt lambalæri á sunnudögum og var skammtur- inn fimm læri, eitt fyrir skip- stjórann og fyrsta stýrimann, þá Adda og Benna en fjögur fyrir hina 14 í áhöfninni. Addi varð fljótt þekktur um Vestfirði og síðan um allt land sem Addi- Kitta-Gauj og maður lærði fljótt að ef maður vildi segja deili á sjálfum sér, þá var bara einfald- ast að segjast strax vera bróðir hans Adda-Kitta-Gauj, þá var tengingin komin. Ég votta eigin- konu, börnum og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Jakob bróðir. Hann var litli bróðir okkar fimm systra, sem voru allar fæddar á undan honum. Alltaf man ég hvað pabbi varð glaður þegar hann fæddist, loksins fékk hann son eftir allar stelpurnar. Guðjón Arnar Kristjánsson Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN BIRGITTA ALFREÐSDÓTTIR, Tindaflöt 3, Akranesi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi 26. mars. Útför fer fram þriðjudaginn 10. apríl klukkan 13 frá Akraneskirkju. Kári Rafn Karlsson Kristín Sandra Karlsdóttir Ástkær faðir okkar, afi, bróðir og mágur, ÞÓRARINN SIGURÐSSON, Ferjuvogi 17, Reykjavik, lést á Landspítalanum hinn 30. mars 2018. Bálför fer fram frá Hjallakirkju mánudaginn 9. apríl kl. 13.00. Ingólfur Freyr Þórarinsson Hannes Berg Þórarinsson Þóra Berglind Hannesdóttir Jón Ólafur Sigurðsson Ragnheiður Þórðardóttir Guðný Sjöfn Sigurðardóttir og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG M. KÁRADÓTTIR, Víkurbraut 26, Höfn í Hornafirði, lést mánudaginn 26. mars. Útför fer fram frá Hafnarkirkju 10. apríl klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Björgunarfélag Hornafjarðar. Halldór Kári Ævarsson Björn Jón Ævarsson Anna Lilja Ottósdóttir Steinar Már Ævarsson Ævar Rafn Ævarsson Fjóla Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA BERGLJÓT LÚÐVÍKSDÓTTIR, Skálateigi 5, Akureyri, lést föstudaginn 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnlaugur Þór Traustason Yndislegi sonur og bróðir, BREKI JOHNSEN, Höfðabóli, Vestmannaeyjum, er látinn. Útför verður frá Landakirkju laugardaginn 7. apríl klukkan 14. Blóm og kransar afþakkað en bent á Samhjálp fyrir þá sem vilja minnast hins látna. Halldóra Filipusdóttir Árni Johnsen Helga Brá Árnadóttir Þórunn Dögg Árnadóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn- um. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.