Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Guðmundur Sv. Hermennsson gummi@mbl.is Hvernig á að spila Evrópuleik í knattspyrnu í brunagaddi? Það kunna að vera ýmsar leiðir til þess en ein er sú að verja jafnvirði tuga milljarða króna til að byggja leikvang sem hægt er að loka með færanlegu þaki. Þessa leið fóru rússneska fyrir- tækið Gazprom og borgaryfirvöld í St. Pétursborg til að tryggja að knattspyrnuliðið Zenit gæti æft og spilað við bestu aðstæður í borginni allt árið um kring. Gazprom er eitt stærsta fyrirtæki Rússlands og er að meirihluta í eigu ríkisins og þótt helsta viðfangsefni þess sé að vinna og selja gas og olíu á það fjölda dótt- urfyrirtækja sem síðan eiga m.a. fjármálastofnanir, fjölmiðla og íþróttafélög, þar á meðal Zenit. Leikvangurinn, sem er á Krest- ovskí-eyju í St. Pétursborg, er einn sá glæsilegasti í öllu Rússlandi. Hann er baðaður himinbláu ljósi, einkennislit Zenit, og minnir helst á risastóran fljúgandi disk sem svífur yfir jörðinni. Leikvangurinn var tek- inn í notkun haustið 2017 en fram- kvæmdir við hann hófust árið 2006. Upphaflega átti hann að kosta rúma sex milljarða rúblna, jafnvirði rúm- lega um 10 milljarða króna, en end- anlegur reikningur er sagður hafa verið um 47 milljarðar rúblna, jafn- virði um 80 milljarða króna ef miðað er við gengi sem íslenski Seðlabank- inn skráir. Þegar allt er talið komast 67 þúsund áhorfendur fyrir á vell- inum. Mér bauðst að fara á leik Zenit og Leipzig í Evrópudeildinni um miðjan mars sl. Það verður leikið á þessum velli í sumar þegar heimsmeistara- mótið í knattspyrnu fer fram, bæði í riðlakeppninni og í úrslitum. Ef framkvæmd þessa leiks og aðbún- aður á leikvanginum eru til marks um hvað íslenska landsliðið og áhorf- endur eiga í vændum í Rússlandi í sumar geta þeir farið að hlakka til. Raunar er hugsanlegt að íslenska liðið spili í St. Pétursborg en þá þarf það að komast í undanúrslit. Einnig verður leikið um þriðja sætið á HM á þessum velli. Ströng gæsla Það var ströng öryggisgæsla við leikvanginn, sprengjuleitarhundar voru við öllu búnir og starfsmenn skoðuðu undir bíla með speglum. Þegar inn var komið tók við enn meiri öryggisgæsla og vopnaleit. Þetta marskvöld var 10 stiga frost úti en undir þakinu var vorhiti, 15 stig, og góð stemning. Það voru 44.092 áhorfendur á leiknum þetta kvöld og um fjórðungur þeirra var á öðrum enda áhorfendasvæðisins. Þetta var vel þjálfaður hópur, sem veifaði fánum, barði bumbur, hróp- aði og dansaði í takt allan leikinn og tók m.a. hálft víkingaklapp. Aðrir áhorfendur, sem nánast allir voru á bandi Zenit, voru hljóðlátari og hegðuðu sér almennt vel vel. Að vísu var litlum flugeldi skotið út á völlinn í einni sókn Leipzig en eng- inn virtist taka eftir því og leikurinn hélt áfram eins og ekkert hefði ískorist. Það hefur kannski haft sitt að segja að það var algert áfengis- bann inni í byggingunni, bjórinn sem seldur var á börunum var 0,0%. Leikurinn fór 1-1, heimaliðið hafði tapað fyrri leiknum í Leipzig 1-2 og þurfti því að vinna með meiri mun til að komast í átta liða úrslit. En þótt úrslitin væru heimamönnum ekki að skapi hélt stuðningsmannahópurinn samæfði dampi og hvatti sína menn áfram þar til lokaflautan gall. Morgunblaðið/GSH Eins og geimskip Leikvangurinn í St. Pétursborg er tilkomumikill og glæsilegur enda kostaði hann sitt. Hann er baðaður bláu ljósi og virðist úr fjarlægð svífa í lausu lofti líkt og fljúgandi diskur. Fótbolti í fljúgandi diski  Splunkunýr yfirbyggður íþróttaleikvangur í St. Pétursborg verður einn af keppnisvöllunum á HM í Rússlandi í sumar  Vel þjálfaðir stuðningsmenn setja svip sinn á rússneska fótboltaleiki Áhyggjur Stuðningsmenn Zenit áhyggjufullir undir lok leiksins. Knattspyrnufélagið Zenit í St. Pét- ursborg á sér langa sögu. Opinbert stofnár er 1925 en hægt er að rekja forsögu liðsins til ársins 1914. Raunar mun fyrsti knattspyrnu- leikurinn í Rússlandi hafa farið fram í borginni árið 1897 milli heimamanna og ensks áhuga- mannaliðs, sem vann leikinn 6-0. Rússneska stórfyrirtækið Gaz- prom eignaðist ráðandi hlut í Zenit árið 2005 og hefur síðan lagt því til mikla fjármuni til að byggja leik- vang, kaupa leikmenn og ráða heimsþekkta þjálfara. Zenit varð síðast rússneskur meistari árið 2015 og bikarmeistari 2016. Núverandi þjálfari liðsins er Ítalinn Roberto Manhini sem hefur m.a. þjálfað ítalska landsliðið og þekkt félagslið á borð við Man- chester City á Englandi, Galatas- aray í Tyrklandi og Inter Milan á Ítalíu. Líflegir Stuðningsmannnakjarni Zenit er vel þjálfaður og samhæfður hópur og heldur uppi líflegri stemningu á leikjum liðsins með trumbum og fánum. Knattspyrnufélag á gömlum merg EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.