Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 43
FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is VOR ÚTSALA 20% afsláttur af öllum vörum Þvottadagar WW70vottavélKG. 1400 SN. co Bubble olalaus mótor. erð nú 59.900,- V70M urrkari A++ KG. barkarlaus urrkari. armadæla í stað ments. erð nú 76.900,- TM 59.90 0,- Væntanleg ur URRKARI 6DBM720G ekur 7 kg af þvotti. ður: 99.900,- Nú: ,- 16097949 15% ÞVottAVél L6FBE720I Tekur 7 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók. Verð áður: 89.900,- 914913404 15% Lágmúla 8 - Sími 530 2800Umboðsmenn um allt land - Ormsson.is Aldraður maður var handtekinn í Lundúnum í vikunni, grunaður um að hafa stungið innbrotsþjóf til bana. Hringt var í lögreglu í gær og sagt að innbrot stæði yfir í húsi í Hither Green í suðausturhluta Lundúna. Svo virðist, sem tveir menn hafi brotist inn í hús í hverfinu. Húsráð- andinn, sem er 78 ára ellilífeyrisþegi, var heima og kom að mönnunum. Annar þeirra ógnaði húsráðandanum með skrúfjárni en hinn fór upp á efri hæð hússins. Svo virðist sem húsráð- andinn og þjófurinn hafi lent í átök- um. Þegar lögreglan kom á staðinn lá þjófurinn utan við húsið með stungu- sár en hinn var á bak og burt og hefur ekki fundist. Særði maðurinn, sem er sagður hafa verið 38 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús en lést þar. Lögreglan handtók húsráðandann og verður hann ákærður fyrir mann- dráp. Talsmaður lögreglu sagði að maðurinn hefði marist á handleggjum en ekki slasast alvarlega. Íbúar í hverfinu segja að talsvert hafi verið um innbrot þar að undan- förnu. Ljósmynd/Wikipedia Commons Lundúnir Hither Green er gamalgróið hverfi í austurhluta Lundúna. Stakk þjóf til bana  Húsráðandi ákærður fyrir manndráp Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust setja sérstaka vernd- artolla á ákveðnar bandarískar vörur sem fluttar eru til Kína. Eru aðgerðir Kínverja sagðar vera í hefndarskyni fyrir þau áform Bandaríkjastjórnar að setja tolla á um þúsund mismunandi vörur frá Kína, en tollarnir eiga að nema um 50 milljörðum bandaríkjadala, eða sömu upphæð og fyrirhugaðir vernd- artollar Bandaríkjamanna eiga að skila. Markaðir á Wall Street féllu í kjöl- farið við upphaf viðskipta, en réttu nokkuð úr kútnum eftir því sem leið á daginn. Þá var einnig tap á mörk- uðum annars staðar í heiminum, þar sem fjárfestar héldu að sér höndum. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hafnaði því að tolla- deila Bandaríkjamanna og Kínverja gæti skaðað þessi tvö stærstu hag- kerfi heimsins. Þá sagði hann að markaðir hefðu átt að vera viðbúnir því að Kínverjar myndu svara fyrir sig, slíkt hefði verið í farvatninu. Viðskiptastríð ekki hafið Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði samskiptamiðilinn Twitter sem fyrr til þess að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Þvertók hann þar fyrir það að „viðskiptastríð“ væri hafið á milli Bandaríkjanna og Kína, og sagði hann jafnframt að aðgerðir ríkisstjórnar sinnar hefðu verið til þess að leiðrétta mistök fyrri ríkis- stjórna varðandi viðskipti við Kína. Tollarnir sem Kínverjar hyggjast setja á beinast einkum að vörum sem taldar eru pólitískt viðkvæmar fyrir ríkisstjórn Trumps. Þannig hyggjast Kínverjar snarhækka tolla á soja- baunir frá Bandaríkjunum, en Kína er langstærsti markaðurinn fyrir þær. Til að bæta gráu ofan á svart eru baunirnar einkum ræktaðar í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem repúblikanar eru við völd, og hafa samtök bandarískra sojabaunarækt- enda þegar skorað á ríkisstjórn Trumps að íhuga það að nema fyr- irhugaða verndartolla úr gildi. Ólíklegt að áhrifin verði mikil Sérfræðingar í tollamálum sögðu við AFP-fréttastofuna að ólíklegt væri að tollarnir myndu hafa mikil efnahagsleg áhrif á viðskipti stór- veldanna tveggja. Hins vegar væri pólitíski fórnarkostnaðurinn öllu meiri, þar sem kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Verði fyrirhugaðar aðgerðir nógu óvinsæl- ar, gæti Trump séð sig tilneyddan til þess að draga í land með fyrirætlanir sínar, en enn er mánuður til stefnu áður en tollarnir eiga að taka gildi. Hyggjast svara í sömu mynt  Kínverjar ætla að setja tolla á bandarískar vörur í hefndarskyni fyrir aðgerðir Bandaríkjastjórnar  Hlutabréfamarkaðir féllu í kjölfar yfirlýsingarinnar  Trump neitar að viðskiptastríð sé hafið AFP Wall Street Verðbréfamiðlarar á Wall Street voru áhyggjufullir í gær vegna yfirvofandi hefndartolla Kínverja á bandarískar vörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.