Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 43

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 43
FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is VOR ÚTSALA 20% afsláttur af öllum vörum Þvottadagar WW70vottavélKG. 1400 SN. co Bubble olalaus mótor. erð nú 59.900,- V70M urrkari A++ KG. barkarlaus urrkari. armadæla í stað ments. erð nú 76.900,- TM 59.90 0,- Væntanleg ur URRKARI 6DBM720G ekur 7 kg af þvotti. ður: 99.900,- Nú: ,- 16097949 15% ÞVottAVél L6FBE720I Tekur 7 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók. Verð áður: 89.900,- 914913404 15% Lágmúla 8 - Sími 530 2800Umboðsmenn um allt land - Ormsson.is Aldraður maður var handtekinn í Lundúnum í vikunni, grunaður um að hafa stungið innbrotsþjóf til bana. Hringt var í lögreglu í gær og sagt að innbrot stæði yfir í húsi í Hither Green í suðausturhluta Lundúna. Svo virðist, sem tveir menn hafi brotist inn í hús í hverfinu. Húsráð- andinn, sem er 78 ára ellilífeyrisþegi, var heima og kom að mönnunum. Annar þeirra ógnaði húsráðandanum með skrúfjárni en hinn fór upp á efri hæð hússins. Svo virðist sem húsráð- andinn og þjófurinn hafi lent í átök- um. Þegar lögreglan kom á staðinn lá þjófurinn utan við húsið með stungu- sár en hinn var á bak og burt og hefur ekki fundist. Særði maðurinn, sem er sagður hafa verið 38 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús en lést þar. Lögreglan handtók húsráðandann og verður hann ákærður fyrir mann- dráp. Talsmaður lögreglu sagði að maðurinn hefði marist á handleggjum en ekki slasast alvarlega. Íbúar í hverfinu segja að talsvert hafi verið um innbrot þar að undan- förnu. Ljósmynd/Wikipedia Commons Lundúnir Hither Green er gamalgróið hverfi í austurhluta Lundúna. Stakk þjóf til bana  Húsráðandi ákærður fyrir manndráp Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust setja sérstaka vernd- artolla á ákveðnar bandarískar vörur sem fluttar eru til Kína. Eru aðgerðir Kínverja sagðar vera í hefndarskyni fyrir þau áform Bandaríkjastjórnar að setja tolla á um þúsund mismunandi vörur frá Kína, en tollarnir eiga að nema um 50 milljörðum bandaríkjadala, eða sömu upphæð og fyrirhugaðir vernd- artollar Bandaríkjamanna eiga að skila. Markaðir á Wall Street féllu í kjöl- farið við upphaf viðskipta, en réttu nokkuð úr kútnum eftir því sem leið á daginn. Þá var einnig tap á mörk- uðum annars staðar í heiminum, þar sem fjárfestar héldu að sér höndum. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hafnaði því að tolla- deila Bandaríkjamanna og Kínverja gæti skaðað þessi tvö stærstu hag- kerfi heimsins. Þá sagði hann að markaðir hefðu átt að vera viðbúnir því að Kínverjar myndu svara fyrir sig, slíkt hefði verið í farvatninu. Viðskiptastríð ekki hafið Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði samskiptamiðilinn Twitter sem fyrr til þess að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Þvertók hann þar fyrir það að „viðskiptastríð“ væri hafið á milli Bandaríkjanna og Kína, og sagði hann jafnframt að aðgerðir ríkisstjórnar sinnar hefðu verið til þess að leiðrétta mistök fyrri ríkis- stjórna varðandi viðskipti við Kína. Tollarnir sem Kínverjar hyggjast setja á beinast einkum að vörum sem taldar eru pólitískt viðkvæmar fyrir ríkisstjórn Trumps. Þannig hyggjast Kínverjar snarhækka tolla á soja- baunir frá Bandaríkjunum, en Kína er langstærsti markaðurinn fyrir þær. Til að bæta gráu ofan á svart eru baunirnar einkum ræktaðar í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem repúblikanar eru við völd, og hafa samtök bandarískra sojabaunarækt- enda þegar skorað á ríkisstjórn Trumps að íhuga það að nema fyr- irhugaða verndartolla úr gildi. Ólíklegt að áhrifin verði mikil Sérfræðingar í tollamálum sögðu við AFP-fréttastofuna að ólíklegt væri að tollarnir myndu hafa mikil efnahagsleg áhrif á viðskipti stór- veldanna tveggja. Hins vegar væri pólitíski fórnarkostnaðurinn öllu meiri, þar sem kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Verði fyrirhugaðar aðgerðir nógu óvinsæl- ar, gæti Trump séð sig tilneyddan til þess að draga í land með fyrirætlanir sínar, en enn er mánuður til stefnu áður en tollarnir eiga að taka gildi. Hyggjast svara í sömu mynt  Kínverjar ætla að setja tolla á bandarískar vörur í hefndarskyni fyrir aðgerðir Bandaríkjastjórnar  Hlutabréfamarkaðir féllu í kjölfar yfirlýsingarinnar  Trump neitar að viðskiptastríð sé hafið AFP Wall Street Verðbréfamiðlarar á Wall Street voru áhyggjufullir í gær vegna yfirvofandi hefndartolla Kínverja á bandarískar vörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.