Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Fæst í Apóteki Garðabæjar og Lyfjaveri Suðurlandsbraut Um þessar mundir er atvinnuleysi al- mennt ekki talið eitt af stóru vandamál- unum á atvinnumark- aði hér á landi, en ákveðnar brotalamir er þó þar að finna. Þar á ég við langtíma- atvinnuleysi og hverja það hrjáir helst. Í skýrslu Vinnu- málastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 kemur fram að mikill munur er á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Þannig er um þriðjungur at- vinnulauss fólks á aldrinum 50 ára og eldri langtímaatvinnulaus en einungis áttundi hluti fólks í yngsta hópnum. Hvaða sögu má lesa úr þessu um vinnumarkaðinn? Er það virkilega svo að hér ríki eitthvað sem mætti nefna aldursmisrétti á íslenskum vinnumarkaði? Eru ís- lenskir atvinnurekendur haldnir aldursfordómum þegar kemur að því að ráða fólk í vinnu? Fólk sem missir vinnuna um eða eftir fimmtugt virðist þannig eiga erfitt með að fá vinnu að nýju. Er þetta fólk úr leik hvað atvinnuþátt- töku varðar? Margt af fólki á þess- um aldri er vel menntað og það sem meira er, það hefur unnið sér inn dýrmæta reynslu sem ætti að vera eftirsóknarverð og nýtast vel. Þá hafa margir vinnuveitendur þá reynslu að fólk á þessum aldri sé gjarnan ábyggilegasta starfsfólk hvers vinnustaðar, ef horft er til mætingar og stundvísi. En þegar kennitalan fer yfir ákveðin mörk reynist ekki auðvelt að fá atvinnu. Er vinnumarkaður- inn að hafna fólki sem komið er yf- ir miðjan aldur? Meðalaldur hér á landi hefur hækkað um heil fimm ár frá því 1986, hjá konum um 4 ár og um 6 ár hjá körlum. Þetta hefur leitt til þess að nú um stundir ræða menn af kappi nauðsyn þess að færa eftir- launaaldur ofar og einnig að gera eigi fólki, eins og til að mynda ríkis- starfsmönnum, kleift að vinna lengur en til sjötugs. Þegar þetta er haft í huga, þá er hér eitthvað sem fer ekki saman. En hvað er til ráða? Ég tel að þeim sem auglýsa eftir starfsfólki, beri skylda til að svara öllum um- sóknum þeirra sem sækja um vinnu. Allt of margir sem ég hef rætt við kvarta yfir því að þeim sé ekki svarað og að þeir séu ekki virtir viðlits. Síðan eru það viðtölin, atvinnurekendur þyrftu að veita miðaldra fólki oftar möguleika á að sanna sig með því að boða það í viðtöl. Þá gæti komið í ljós að það hefur að sjálfsögðu margt til brunns að bera eins og yngra fólk- ið. Við verðum að taka umræðuna um þetta þarfa málefni sem ég veit að brennur á mörgum. Hér blasir við óæskileg þróun á vinnumarkaði sem þarf að sporna við. Opinberir aðilar, sem oft eru stórir vinnuveit- endur, gætu tekið að sér að vera til fyrirmyndar í þessu efni. Aldursfordómar á vinnumarkaði? Eftir Karl Gauta Hjaltason Karl Gauti Hjaltason »En þegar kennitalan fer yfir ákveðin mörk reynist ekki auð- velt að fá atvinnu. Er vinnumarkaðurinn að hafna fólki sem komið er yfir miðjan aldur? Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins. kgauti@althingi.is Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 28. mars er á forsíðu frétt sem ber titilinn „Segir Ísland ekki fullvalda“. Fyrirsögnin er til- vísun í ummæli Mikhails Degtjarjevs, þingmanns og for- manns nefndar um íþrótta-, ferða- og æskulýðsmál í neðri deild rússneska þingsins. Sam- kvæmt rússneskum fjölmiðlum heldur hann því fram að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að snið- ganga heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu næsta sumar beri þess merki að Ísland sé í raun ekki full- valda ríki. Með hugtakinu fullveldi er átt við rétt ríkis til að fara með æðstu stjórn, s.s. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald, á tilteknu landsvæði eða yfir tilteknum hópi fólks. Sá réttur sem í fullveldinu felst hefur verið talinn tvíþættur – innri full- veldisréttur og ytri fullveldisréttur. Í innri fullveldisrétti ríkis felst rétt- ur þess til að ráða innri málefnum sínum. Í ytri fullveldisrétti ríkis felst réttur þess til að koma fram á alþjóðavettvangi og stofna sem aðili að þjóðarétti til þjóðréttarskuld- bindinga. Birtingarmynd fullveldisins Sú ákvörðun að íslenskir ráða- menn sniðgangi heimsmeistara- mótið í knattspyrnu gefur ekki til kynna að Ísland hafi glatað fullveldi sínu. Þvert á móti er ákvörðunin birting- armynd þess að Ísland sé fullvalda ríki sem komi fram á al- þjóðavettvangi. Um- ræddur rússneskur þingmaður er að hræra saman fullveld- ishugtakinu við það sem honum þykir vera sjálfstæð utanrík- isstefna sem Ísland ætti að standa fyrir. Það er hreinlega þáttur í fullveldi ríkja að þau sýni vanþóknun sína með táknrænum hætti, t.a.m. með því að ráðamenn þeirra láti ekki sjá sig á stórviðburði, hvort sem það er gert í bandalagi með öðrum ríkjum eða ekki. Það er langsótt hugmynd að Ísland glati fullveldi sínu með því að íslenskir ráðamenn láti ekki sjá sig á stórleik í knattspyrnu. Töluvert meira þarf til. Fótboltafullveldi Eftir Bjarna Má Magnússon Bjarni Már Magnússon » Sú ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda að íslenskir ráðamenn fari ekki á heimsmeist- aramótið í knattspyrnu er birtingarmynd þess að Ísland sé fullvalda ríki. Höfundur er dósent í lögfræði við lagadeild HR. bjarnim@ru.is Þessi grein er skrif- uð í framhaldi af fal- legum litprentuðum bæklingi sem barst íbúum frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) nú nýverið um skólphreinsun á Egils- stöðum. Árin 2002, 2003 og 2007 voru gerðir samningar um leigu á fimm hreinsivirkjum fyrir skólp til 20 ára með milligöngu Bólholts ehf., sem einnig þjónustar bún- aðinn. Þrjú þeirra eru staðsett við Eyvindará, eitt í Fellabæ og eitt á Hallormsstað. Það er brýnt að klára stóra útrás við Egils- staðabýlið, en þar er einungis gam- aldags rotþró í dag. Í viðmiðunarreglum Umhverf- isstofnunar (UST) er miðað við að skólpvatn frá hverjum íbúa, per- sónueining (PE), sé 200 lítrar á sól- arhring. Á heimasíðu HEF segir að afkastageta hreinsivirkja Bólholts séu 17,3 lítrar/sek sem jafngildir þá 1.494.720 lítrum á sólarhring (17,3 x 60x60x24) eða sem nemur 7.474 pe (1.494.720 / 200) . Það þýðir að núverandi hreinsi- virki gætu annað 7.000 manna byggðarlagi ein og sér ef líkams- starfsemi Egilsstaðabúa er eitthvað svipuð og gengur og gerist og mið- að sé við staðla UST. Þess má geta að íbúafjöldi á Egilstöðum og í Fellabæ er um 2.800 íbúar og er af- kastageta hreinsivirkja Bólholts miðuð við fjölda PE á viðkomandi útrás, auk 25% umframgetu eða sem nemur 250 l á sólarhring á PE. Auðvitað er mér ljóst að mikið kemur af regnvatni og hitaveitu- vatni í kerfið sem mengast af skólpi og því nauðsynlegt að anna meira magni en viðmiðun UST seg- ir til um. Fyrir liggur að Bólholt getur útvegað hreinsivirki fyrir 5.500 persónueiningar á 400 millj. og þá væri afkastageta allra hreinsivirkja orðin fyrir 13.000 manna byggð samkvæmt viðmiðun UST. HEF leggur til að frekari notkun á hreinsivirkjum Bólholts verði hætt en í þess stað byggð ein miðlæg skólpstöð sem myndi anna 200 lítrum/sek, 17.280.000 lítrum á sólarhring eða sem nemur hreinsun á skólpi fyrir 84.200 manna byggð sam- kvæmt viðmiðun UST og dæla svo öllu í Lag- arfljót. Ja fyrr má nú rota en dauðrota. En hvað er ég að væla þó að HEF byggi miðlæga stöð sem ann- ar öllu þessu magni. Þá þarf ekki að skilja regnvatn og hitaveituvatn frá og við erum trygg til langrar framtíðar, er þetta þá ekki bara gott og blessað. Nei, ald- eilis ekki. Við skulum bera saman hreinsivirki Bólholts annars vegar og LSD leið HEF hinsvegar. Þrep: Báðar aðgerðir hreinsa rusl, túrtappa, eyrnapinna og ann- að „ólöglegt niðurhal“. Fastefnið, seyran, er botnfelld svo eftir verð- ur skólpvatn, hreint svo langt sem það nær. Þetta er sammerkt með báðum leiðum og dugar til að koma í veg fyrir sjón- og lyktarmengun að mestu, en þar skilur á milli að- ferðanna. Í áætlun HEF er þetta fyrsti áfangi skólpstöðvar þeirra og kostar samkvæmt áætlun 550 millj- ónir. Þrep: Eingöngu í hreinsivirkjum Bólholts: Líffræðilegar aðferðir þar sem súrefni er blandað í skólpið með rafknúinni tromlu sem flýtir fyrir náttúrulegu niðurbroti. Skólp- vatni er þannig velt marga hringi með endurtekinni súrefnisblöndun til að ná sem mestu niðurbroti. Þrep: Eingöngu í hreinsivirkjum Bólholts: Köfnunarefni, ammoníak og alls kyns jukk er fjarlægt með einhverju ferli sem ég kann ekki skil á, en virkar afskaplega vel samkvæmt sýnum sem greind eru á rannsóknarstofu Matís. Þrep: Eingöngu í hreinsivirkjum Bólholts: Síðast en ekki síst er frá- rennslið geislað með geisl- unarlömpum sem drepa gerlana. Svo við setjum þetta í samhengi þá hafa verið gerðar rannsóknir á svo- kölluðu hráskólpi og þar hafa tölur verið á bilinu 8-12 milljónir saur- kólígerla í hverjum 100 ml. Reglu- gerð leyfir einungis 100 saurkólí- gerla í 100 ml, með frávikum vegna stórrigninga og annarra aðstæðna í ákveðinn tíma í viðkvæma viðtaka. Lagarfljót er viðkvæmur viðtaki samkvæmt reglugerð, þannig að fyrirhuguð skólpstöð stenst engan veginn lög og reglur. Niðurstaða mín er sú að stóra skólpstöðin tekur á sjónmengun en ekki á raunverulegri mengun sem er saurkólígerlar, nitur, entoro- kokkar og fleira jukk. Nú segja sumir að allir þessir gerlar séu náttúrulegir og því ekki vandamál, en það verður einmitt til við að safna jukkinu saman í eina útrás allan ársins hring. Magnið er svo mikið að náttúran á ekki séns í að brjóta það allt niður og á 3-5 árum verða til mengunarpollar í lygnum hér að þar á bökkum Lagarfljóts. Lagarfljót er að því leyti verri við- taki en Eyvindará vegna mikils aurburðar því þá komast úrfjó- lubláir geislar sólar lítið undir vatnsborð til að drepa gerla, sem lifa góðu lífi þar undir. Næsta grein mun fjalla um þann frábæra árangur sem náðst hefur með hreinsivirkjum Bólholts ehf., en samkvæmt bæklingi um fráveit- umál sem út kom hjá Umhverf- isstofnun í september 2017 eru ein- ungis 5% af skólpi á Íslandi hreinsuð meira en sem nemur tveggja þrepa hreinsun og þar munar langmest um hreinsivirki Bólholts á Egilsstöðum og hjá Al- coa Fjarðaáli við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Næsta grein mun fjalla um að- komu ráðgjafans um þetta aft- urhvarf til fortíðar og hugsanlegar ástæður fyrir þessu vali. Einnig verður fjallað um rangfærslur og útúrsnúninga HEF varðandi kostn- að, lagnakerfið á Egilsstöðum og um margbrotin hlutverk stjórn- arformanns HEF. Egilsstaðir – fráveitumál Eftir Sigurð Ragnarsson » Það er brýnt að klára stóra útrás við Eg- ilsstaðabýlið, en þar er einungis gamaldags rotþró í dag. Sigurður Ragnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri á Egilsstöðum. sigurdur@manatolvur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.