Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐ LÍN FYRIR HÓTEL, HEILBRIGÐISSTOFNANIR OG HEIMILI Fastus býður upp á vandað lín s.s. handklæði, þvottastykki og baðmottur, vönduð 250 þráða sængur- og koddaver fyrir hótel, ferðaþjónustur og heilbrigðisstofnanir á sanngjörnu verði. Kíktu á úrvalið í verslun okkar og í vefverslun fastus.is TILBOÐ 20-40% AFSLÁTTUR AF LÍNI VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það gerir ungbörnum ekki gott að fá enga huggun þegar þau gráta. Stef- anía B. Arnardóttir, sérfræðingur í fjölskylduhjúkrun og einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna (www.fyrstutengsl.is), segir það mýtu að það geti hert og þroskað yngstu börnin að láta þau gráta út. „Ungbörn hafa ekki þroska til að hugga sig sjálf við erfiðar að- stæður, og þurfa utanaðkomandi stuðning,“ segir Stefanía og bend- ir á að á und- anförnum tveim- ur áratugum hafi vísindin leitt í ljós að álag og streita bæði í móðurkviði og í frumbernsku geti haft langvarandi áhrif á þroska taugakerfisins. „Með því að hugga börnin og róa þau er verið að hjálpa þeim að tempra kerfið og þroska það á viðeigandi hátt. Ef streitan sem veldur gráti barns minnkar vegna huggunar foreldris eða forráða- manns temprast tilfinningin og breytist í vellíðan. Þessi styðjandi samskipti ýta undir heilbrigðan þroska og hjálpa barninu að læra smám saman að hugga sig sjálft.“ Gerir börnin ekki sterkari Stefanía segir þetta stangast á við harkalegar uppeldisaðferðir fyrri tíma, þegar talið var hollt að spara hlýju og umhyggju svo að börn yrðu harðari af sér. „En það sem við vit- um í dag er að streitukerfi ungbarna er viðkvæmt og óþroskað og ef þau búa við viðvarandi streitu á meðan þetta kerfi er að þroskast geta þau átt erfiðara með að bregðast við álagi síðar á ævinni. Þau geta þá t.d. átt erfiðara með að þekkja tilfinn- ingar sínar og stjórna þeim svo það kemur fram í skapgerð þeirra. Þess- ir einstaklingar eiga líka ekki eins auðvelt með að ráða við tilfinn- ingalegt álag og þeir sem hafa búið við skilningsríka umönnun í frum- bernsku á meðan heilinn er í örust- um þroska. Er brýnt að koma í veg fyrir að þennan þroskavanda, og að hann þróist jafnvel yfir í hegðunar- eða geðheilsuvanda.“ Þetta þýðir samt ekki að þurfi allt- af að hlaupa til strax og ungbarn byrjar að gráta. „Vissulega þarf að hafa hugann hjá þeim, en þau eru oft bara að láta heyra í sér og ráða við það. Finna þarf út hver þörf hvers barns er og með vaxandi aldri og þroska er gott að foreldrar gefi barninu færi á að hugga sig sjálft,“ segir Stefanía og bætir við að fyrstu þrjá mánuðina sé ágætt að miða við um fimmtán sekúndna biðtíma. Læra að ráða við tilfinningarnar Þegar börn eru komin á forskóla- aldur fara þau að gráta af öðrum ástæðum og óhætt að bregðast við með öðrum hætti. „Ef þau t.d. fá ekki eitthvað sem þau langar í er al- gengt að þau ráði ekki við tilfinn- ingar sínar og að þær brjótist út með gráti. Það er allt í lagi, og partur af eðlilegum þroska að börn á þessum aldri læri að það gerist ekki alltaf allt alveg eins og þau myndu helst kjósa,“ útskýrir Stefanía. „Börnin eiga auðveldara með að læra þetta ef foreldrar eru öruggir í að setja mörk og standa við þau, og ef börnin hafa fram að þessu fengið stuðning og hlýju sem kennir þeim að veröldin er örugg og leyfir þeim bæði að tjá van- líðan og að geta og gera meira og meira.“ Aukin þekking á áhrifum um- hverfis á þroska heila og taugakerfis barna þýðir bæði að oftar er hægt að stuðla að því að börn þroskist og dafni sem best, og líka leiðrétta skaða sem kann að hafa orðið. „Ef við skoðum vandann þá kemur í oft í ljós að það þarf bara stutt inngrip til að ná fram miklum breytingum,“ segir Stefanía. „Það er ekki bara á fyrstu árum bernskunnar sem hægt er að grípa inn í heldur allt fram á fullorðins ár og eru t.d. unglingsárin annað veigamikið þroskatímabil sem nota má til að styrkja börn í vanda enn frekar.“ Börnin þurfa á huggun að halda  Þegar ungbörn gráta er mikið álag á taugakerfi þeirra og gæti, ef það er langvarandi og ítrekað, valdið þroskavanda  Síðar á ævinni gæti þau t.d. átt erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum Morgunblaðið/Eggert Veganesti „Með því að hugga börnin og róa þau er verið að hjálpa þeim að tempra kerfið og þroska það á viðeigandi hátt,“segir Stefanía. Úr safni. Stefanía Birna Arnardóttir Álag á taugakerfið í barnæsku kann að skýra mörg vandamál sem fólk glímir við á fullorð- insárum. Stefanía segir nýjustu kenningar á þá leið að frávik í þroska tauga og heila strax á fyrstu árum ævinnar geti t.d. skýrt hvers vegna sumu fólki hættir til að verða áfengis- eða vímuefnafíklar á meðan aðrir geta notað skynbreytandi efni án þess að þróa með sér fíkn. „Við erum að læra æ betur að margir erfiðleikar á fullorðinsárum eru oft á tíðum þroskavandi sem má rekja til aðstæðna í barnæsku.“ Í því ljósi segir Stefanía rétt að huga að því hvaða afleiðingar íslenska efnahagshrunið kann að hafa haft og hvaða áhrif hraðinn í lífi íslenskra foreldra nú til dags gæti haft á heilsu íslenskra barna til lengri tíma litið. Mikið álag hafi verið á barnafjölskyldum, og sé enn, og gæti haft ófyrirsjáanlegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Finnar vöruðu við því, eftir að efnahagskreppa gekk þar yfir á 10. áratugnum, að kröpp kjör fólksins í landinu myndu leiða til ýmiss konar vandamála hjá ungu fólki seinna meir. Kom svo í ljós, þegar fólkið sem var börn á erfiðustu árum krepp- unnar óx úr grasi, að það glímdi í meira mæli en aðrar kynslóðir við ýmis erfið vandamál.“ Stefanía segir að miðað við það sem við vitum í dag um áhrif umhverf- is- og umönnunarskilyrða barna sé rétt að staldra við og skoða betur hvernig samfélagið sinnir börnum og fjölskyldum. „James Heckman fékk Nóbelsverðlaunin á sínum tíma fyrir að sýna fram á að hver dollari sem varið er í forvarnir á fyrstu þremur árunum í lífi barna skilar sér nífalt til baka í öðrum kerfum seinna á lífsleiðinni. Nýjustu kenningar virðast ekki hafa skilað sér nægilega vel inn í kerfið, eða pólitíkina, því það ætti að vera forgangsatriði að styðja betur við barnafjölskyldur. Það er fjárfest- ing sem við fáum margfalda til baka.“ Aðstæður í æsku valda erfið- leikum á fullorðinsárum KANN AÐ VERA EIN AF ÁSTÆÐUM FÍKNAR Óp Líf smábarna er ekki alltaf dans á rósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.