Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is • Verndar vopnið þitt gegn flestum skemmdum • Byggir upp sterka vörn gegn tæringu • Verst frosti niður í – 80°C • Lengir líftíma vopnsins • Hryndir frá sér ryki og skotleifum • Ver vopnið í mjög langan tíma Smurefni fyrir skotvopn Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Hér er birtur hluti úr fyrsta kafla bók- ar Heimis um Jonas Rugman. Neðan- málsgreinum er sleppt. Það er stríð Hvernig sem skólaganga Jóns frá Rúgsstöðum kann að hafa artað sig er alveg ljóst að hann hefur haft einhvers konar undirstöðunám að baki þegar hann tók sér fari með einu Kaup- mannahafnarskipanna frá Íslandi und- ir haustið 1658. Það er ekki vit- að hvert skipið var, né frá hvaða höfn var lagt upp. Þó er vitað að þetta var í miðju stríði milli Dana og Svía og réðu hinir síðarnefndu lögum og lof- um á Eyrarsundi og hleyptu engum skipum skilmálalaust inn til Kaup- mannahafnar. Herforingi Svía í þessu grannþjóða- stríði var Per Brahe (1602-1680), sem Páll Eggert Ólason nefnir dróttseta og hafði titilinn riksdrots í Svíþjóð 1641- 1680. Það fól fyrst í sér æðstu stöðu í dómskerfinu, en Brahe hafði getið sér gott orð í stríðum gegn Pólverjum og Þjóðverjum og var 1657 settur yfir varnirnar gegn Dönum. Er gjarna vitnað til orða hans síðar: „Nú er enginn nema konungurinn valdameiri en ég.“ Veldi Pers Brahes átti dygga stoð í auðæfum hans. Í sögu sænska aðalsins segir svo: „Fremstur meðal sænskra greifa að stöðu, auði og orðspori stóð dróttset- inn Per Brahe (yngri). Greifadæmi hans náði um Visingsey og Vestra hér- að í Smálöndum auk nokkurra sókna í Eystra- og Vestra Gautlandi […] Á klettahæð ofan Visingseyjar, Smá- landamegin, lét hann reisa lystislotið Brahehús, sem gaf árlega af sér 18.000 silfurdali. Þar við bættust stóreignir í Finnlandi þar sem hann hafði verið landstjóri áður en hann var skipaður dróttseti […] Eignir hans voru svo miklar að þær má kalla takmarka- lausar.“ Per Brahe var ágætlega menntur og talinn mæltur á mörg tungumál. Eins og síðar verður að vikið var föru- sveinn hans á menntaferð um meg- inlandið Israel Nilsson Bringius, faðir Birgittu sem síðar giftist Jonasi Rug- man. Brahe var framsýnn í mennta- málum og hafði árið 1636 stofnað skóla í greifadæmi sínu á Visingsey í Vät- tern. Þetta var trivialskole, eins og slíkir voru stundum nefndir með vísun í þríveginn í miðaldaskólunum, eins konar menntaskóli, því nemendur það- an áttu kost á að hefja háskólanám. Varð sú raunin um ein 15% nemenda. Kirkjan hafði annars mest um skóla- stofnanir að segja og kirkjunnar menn í Stokkhólmi vildu að upp risi barna- skóli á Visingsey. Per Brahe neitaði, framhaldsskóli skyldi það vera, og kvaðst greiða kostnaðinn úr eigin vasa og því engan þurfa að spyrja leyfis. Svo varð sem hann vildi. En það er að auki til marks um framsýni og gáfur Brahe að hann vildi hafa skólann jafnt fyrir stúlkur og pilta. Má þá einu gilda þótt mikilvægt hafi verið fyrir hann að mennta emb- ættisfólk í greifadæmið og hafi því eig- in hagsmunir stýrt hugmyndafræðinni að nokkru: Jafnrétti stúlkna og pilta til náms átti enn langt í land árið 1636 og þótt síðar væri. Það er svo aftur til marks um álit annarra á mennt- unarþörf stúlkna að samanlagt munu aðeins þrjár námsmeyjar hafa sótt Brahe-skólann í Visingsey. Menntun stúlkna var ekki forgangsatriði í sam- félaginu. Vitanlega hafa skipverjar og far- þegar hernuminna skipa í þessu stríði eins og öðrum verið teknir til yf- irheyrslu þegar til hafnar kom. Yf- irheyrslan yfir Jóni hefur löngum haft á sér nokkurn ævintýrablæ í íslensk- um heimildum. Páll Eggert Ólason sagði þannig frá í Sögu Íslendinga: „Skip það, er hann var á, var tekið í hafi af Svíum og Jón með. Dróttseti ríkisins, Pétur Brahe, fann nokkur ís- lenzk handrit í fórum Jóns og hafði tal af honum. Með því að Brahe var lær- dómsmaður mikill, leiddi þetta til þess, að Jóni var boðin sæmileg staða; var hann sendur til háskólans í Uppsölum til slíks náms, að hann yrði fær um út- lendar þýðingar og ritstörf. (V 1942, 286.)“ Minni þjóðsagnablær er yfir frá- sögn Jóns Helgasonar í riti sem ætlað var fróðleiksfúsri alþýðu, Handrita- spjalli: „Árið 1658 […] sigldi liðlega tvítug- ur maður af Íslandi, Jón að nafni og var Jónsson frá Rúgsstöðum í Eyja- firði. Honum hafði verið vísað úr Hóla- skóla og mun hann hafa gert sér vonir um að fá leiðrétting máls síns í Kaup- mannahöfn. Svíar tóku skipið í hafi og fóru með til Gautaborgar. Jón hafði haft með sér eitthvað af skrifuðum pappírsbókum til að líta í á leiðinni, líkt og ferðamenn gera enn þann dag í dag. Þar voru Heiðreks saga og Bósa saga, Gautreks saga og Hrólfs saga Gautrekssonar. Sagt er að Jón hafi í Gautaborg verið leiddur fyrir einn af höfðingjum Svíþjóðar, og hafi sá þegar skilið að þarna var kominn maður sem gagn mætti hafa af. Það má vera að Jón hafi fengið færi á að sýna honum bækur sínar og skýra frá efni þeirra. Í Heiðreks sögu er sagt frá Yngva kon- ungi í Uppsölum, Ingibjörgu dóttur hans og Hjálmari hugumstóra, og aft- ast í henni er heill kafli um konunga Svía. En í hinum sögunum sem nefnd- ar voru fyrir skemmstu er talað um konunga og atburði í Gautlandi og Sví- þjóðu. Má ætla að heldur hafi orðið upplit á sænskum mönnum við þessi tíðindi. Víst er það að þeir tóku Jón að sér; var hann síðan þar í landi til dauðadags (1679) og nefndi sig Rúg- man eftir bæ sínum á Íslandi. (1958, 87–88.)“ Sænska þjóðsagan er ofurlítið jarð- nánari en þó svífur andi Öskubusku og kolbítanna yfir, þegar sagan er eins og Vilhelm Gödel sagði hana í doktorsriti sínu um fornnorskar og íslenskar bók- menntir í Svíþjóð (1897, 80-81). Þar er meginheimild, eins og áður var minnst á, Specimen biographicum de anti- quariis Sveciæ eftir Nils Hufvedson Dal (1724). Gödel segir brot úr sögu Jóns svona: „Hann fæddist 1636 á bænum Rúgsstöðum í Eyjafirði. Faðirinn var prestur og samkvæmt heimildum Dals var hann af ætt dugandi ágætismanna. Það var því eðlilegt að sonurinn væri settur til mennta, og sendur var hann í Hólaskóla til hins fyrsta bóknáms. Þar tókst þó ekki betur til en svo að piltur sýndi rektor mótþróa, var vísað úr skóla og sviptur skólavist. Eins og gef- ur að skilja var hann ekki að fullu sátt- ur við þessa ströngu refsingu og ákvað að fara til Kaupmannahafnar og kæra. Hann tók sér því fari með dönsku kaupskipi og lagði upp sumarið 1658 þegar sænsk-danska stríðið stóð sem hæst. Skipið náði aldrei til Kaup- mannahafnar en var ásamt mörgum öðrum hertekið af Svíum og stefnt til Gautaborgar. Þar var farmur kann- aður og fangar yfirheyrðir, og sú var gæfa Rugmans að fá að gefa skýrslu engum ómerkari höfðingja en Per dróttseta Brahe og fela honum örlög sín. Allt fór það á hinn besta veg fyrir Rugman, því af elskusemi mecenats- ins tók Brahe þennan unga námsmann að sér og sendi hann í nýstofnaðan skóla sinn í Visingsborg. Eftir nokkra dvöl þar var hann sendur til Uppsala og hinn voldugi verndari hans mæltist til þess að háskólaráð liti hann mildum augum þegar næst yrði laust pláss styrkþega konungs.“ Hér er allt með fögrum æv- intýrablæ og að því er virðist býsna langt frá veruleikanum. En jafnvel sá hugvísindamaðurinn sem best hefur jarðtengt þessa sögu alla, Henrik Schück, er hallur undir öðlingsskap Brahes í þessu máli, enda hafi hann hýst „den tidens intresse för islänn- ingar“ (1932, 201). Per Brahe hafði áreiðanlega heyrt vini sína í Uppsölum og Stokkhólmi, Olof Rudbeck hinn eldra, Olof Vere- lius og frænda sinn Magnus Gabriel De la Gardie, kvarta undan Íslend- ingaskorti til að lesa þau fornu rit sem menn voru búnir að átta sig á að segðu frá sænskri sögu. Einkum var erfitt að lesa vísurnar, og Rudbeck skrifaði: „Scalderna äro dreffligh swåra att förstå“ (Grape 1962, 34). Þarna höfðu Danir nokkurt forskot, allt frá Saxa hinum málspaka og lengi síðan, þar eð flestir Íslendingar, sem á framhalds- nám hugðu eftir Hóla eða Skálholt, héldu til Hafnar. Þar var því ekki sár skortur á íslenskum aðstoðarmönnum fyrir danska fræðimenn. Drjúgri öld síðar, árið 1772, skrifaði Hannes Finnsson í Stokkhólmsrellu: „Var eg hjá riddaranum og cancell- iráði Berch, sem er chef yfir antiqui- tets-archivinu. Hann er gamall, þó gegn og höjflegur maður. Hann lét nokkur orð falla, að Danmörk væri lukkulegri en Svíaríki, í því að þeir beztu Íslenzku væru þar teknir glóð- volgir, en þeir Íslenzkir, sem til Svía- ríkis hefðu komið, hefðu ekki ætíð reynzt eins og þeir hefðu lofað og hefðu lagzt í drykkjuskap. (1934, 27- 28.)“ Skýring Hannesar á drykkjuskap landa sinna er býsna nútímaleg: „Eg lét á mér merkja, að þar væru tvær sérdeilis freistingar til að drekka, ann- aðhvort bágindi, svo að maður af víli eða ráðaleysi yrði að deyfa sínar be- kymringar með sterkum drykk, eða og af iðjuleysi, að menn hefðu ekkert sérlegt fyrir stafni; væri hvorugt þetta, þá vissi eg drykkjuskapnum enga bót að mæla“ (s.r., s.st.). Með óbrotgjörnu sjálfstrausti höfðu sænskir fræðimenn talið sig geta stau- tast fram úr prósatextunum, stundum með ævintýralegum ágiskunum eins og þegar Rudbeck kallaði hest Heim- dallar, Gulltopp, Guldtupp (gullhana), en yfirleitt viðurkenndu þeir þekking- arleysi sitt þegar kom að kveð- skapnum. Það var sem sagt enginn almennur Íslendingahugur í Svíum á ofanverðri sautjándu öld, en lærðir menn höfðu löngu gert sér grein fyrir að ætti að skapa þá sænsku sjálfsmynd sem þörf væri á í stórveldinu, yrði að leita til ís- lenskra fornrita. Þar höfðu menn reyndar spurnir af sögum löngu fyrr, í handriti sem kallað hefur verið Bók Orms Snorrasonar og var víða rætt og talið hið merkasta, að vísu glatað. Gö- del (1897, 20-21) og fleiri álitu það komið frá Björgvinjarbiskupnum Árna Sigurðssyni (um 1300) en Sven A. Grén Broberg (1906) sýndi ræki- lega að handritið myndi kennt við Orm lögmann Snorrason og ekki hafa verið eldra en frá síðari hluta fjórtándu ald- ar. Þótt handritið hafi sannanlega ekki verið svo gamalt sem bjartsýnustu menn töldu, er það góður vitnisburður um að einhver handrit hafa borist til Svíþjóðar þegar á miðöldum og að sagnfræðingar á sextándu öld höfðu af þeim spurnir. Málsvörn menningaröreiga Mikilfenglegur Þannig sá málarinn David Beck Per Brahe fyrir sér um 1650, og einhvern veginn svona hefur hann komið Jóni Jónssyni fyrir sjónir. Í bókinni Örlagasaga Eyfirðings rekur Heimir Pálsson sögu Jóns Jónssonar sem var á leið til Kaupmannahafnar árið 1658 þegar skip hans var hertekið og hann var færður til hafnar í Gautaborg. Þaðan var hann sendur í skóla Pers Brahes í Visingsey og kom aldrei aftur til Íslands. Eftir skólavistina kallaði hann sig Jonas Rugman og varð ómetanlegur aðstoðar- maður lærdómsmanna sem þurftu á íslenskum heimildum að halda þó að sagan hafi farið um hann heldur ómildum höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.