Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 38

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 38
Mótmæli Palestínumaður ekur með hjólbarða á vagni í Khan Yunis á Gasasvæðinu. Mótmæli héldu þar áfram í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá því Ísraelsríki var stofnað. Trúarhátíðir, minningarsamkomur og alþjóðlegir íþrótta- leikar voru áberandi í myndum sem franska fréttastofan AFP sendi frá sér í gær. En myndirnar báru margar einnig með sér að það er farið að vora á norðurhveli jarðar. Á síð- unni er sýnishorn af þessum myndum. Bað í Jórdan Pílagrímur frá Moldavíu kemur úr kafi í ánni Jórdan við borg- ina Jeríkó. Sagt er að Jóhannes skírari hafi skírt Jesús Krist á þesum stað. AFP Hljóðlát bænaganga Hálf öld var í gær liðin frá því Martin Luher King jr. var myrtur í Memphis í Tennesse í Bandaríkjunum. Hljóðlát bænaganga var farin frá minnismerki Kings að National Mall í höfuðborginni Washington til að minnast þessa. Litrík setningarathöfn Samveldisleikarnir voru settir á Gullströndinni í Afríku í gær en í þeim keppa þjóðir í breska samveldinu. Á myndinni sést dansari sem tók þátt í athöfninni. Ungviðið leikur sér Það er farið að vora í Evrópu. Í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi hoppaði nashyrningskálfur kátur við hlið móður sinnar í gær. Erlendar svipmyndir 397 ára afmæli Síkhi með risastóran vefjarhött við Gullna musterið í Amritsar á Indlandi þar sem þess var minnst í gær að 397 ár eru liðin frá fæðingu trúarleiðtogans Teg Bahadur. 38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Verð á pari: 236.141 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.