Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 28

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 28
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrsta skráða koma heiðlóunnar, vorboðans ljúfa, til landsins þetta ár- ið var 28. mars, sem er óvenjuseint. Guðmundur A. Guðmundsson, dýra- vistfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands, segir að sér finnist skráning á komu fyrsta fugls, sem sést ekki, sérlega áhugaverð því oft líði langur tími þar til meginhluti stofnsins láti sjá sig. Guðmundur sagði að mikil ára- skipti væru á því hvenær heiðlóurnar færu að hausti. Stundum sæjust heið- lóuhópar fram í desember. Í fyrra- vetur voru heiðlóur á Innnesjum fram yfir áramót sem er óvenjulegt. Árlegar vetrarfuglatalningar eru einu samstæðu gögnin sem til eru um vetrarfugla á Íslandi. Talningarnar hófust árið 1952 og ná því yfir 66 ára tímabil. Nánar má lesa um vetr- arfuglatalningarnar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar (https:// www.ni.is/greinar/vetrarfuglataln- ingar). Þar kemur m.a. fram að vet- urinn 2016-2017 sáust 14 heiðlóur og í vetur sáust 16 heiðlóur í vetrar- fuglatalningunni. Oftast hefur heið- lóa ekki sést í vetrarfuglatalning- unum. Vetrargestir á suðvesturhorni „Veturseta fugla sem eru farfuglar að mestu er nokkur og einkum áber- andi hér á suðvesturhorni landsins,“ sagði Guðmundur í skriflegu svari til Morgunblaðsins. „Við höfum t.d. stelka og tjalda í hundraða og þús- unda tali sem sjást ekki í öðrum landshlutum. Álftir eru alltaf hér yfir veturinn en bara um 10% stofnsins. Grágæsir hafa hafið vetursetu í aukn- um mæli undanfarin ár líklega vegna mildara tíðarfars og svo aukins fæðu- framboðs með kornrækt. Skógar- þrestir hafa vetursetu á Reykja- víkursvæðinu en sjást lítið annars staðar.“ Á heimasíðu Náttúrufræðistofn- unar er einnig að finna samantekt um fjölda fugla í vetrarfuglatalningum á árunum 2002-2017. (https:// www.ni.is/media/vetrarfuglar/vet17/ 2017T0.htm). Ljósmynd/Guðmundur Falk Heiðlóa Nokkrar lóur hafa dvalið hér fram á vetur undanfarin ár. Þessi var á leirunum við Sandgerði í febrúar 2017. Farfuglarnir fara ekki allir til heitu landanna  Einstaklingar af farfuglategundum sitja hér fram á vetur 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól Flugakademía Keilis hefur keypt fjórar nýjar DA40-kennsluflugvélar. Tvær komu til landsins í lok mars og fengu einkennisstafina TF-KFK og TF-KFJ, að því er segir í tilkynn- ingu frá Keili. Tvær eru væntanlegar í lok maí. Þá mun skólinn eiga einn yngsta og tæknivæddasta flota kennsluflugvéla í Norður-Evrópu. Flugakademía Keilis hefur nú til umráða tólf flugvélar frá Diamond- flugvélaverksmiðjunum. Það eru sex fjögurra sæta DA40-flugvélar og fimm tveggja sæta DA20-flugvélar sem allar eru eins hreyfils. Auk þess er ein tveggja hreyfla DA42-- kennsluflugvél. DA40-kennsluflug- vélarnar eru búnar fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvu- skjáum og nútímaflugmælitækjum. Flugakademían keypti einnig full- kominn flughermi frá Diamond til þjálfunar á tveggja hreyfla DA42- flugvélina og var hann tekinn í notk- un í janúar. Fyrir var hreyfanlegur flughermir frá Rebird. Nýi flug- hermirinn eykur mjög þjálfunar- möguleika atvinnuflugnema. Flugakademía Keilis verður með opið hús laugardaginn 7. apríl klukk- an 12-14 fyrir þá sem vilja kynna sér nám við skólann. gudni@mbl.is Ljósmynd/Flugakademía Keilis Flugkennsla Flugakademía Keilis er vel búin kennsluflugvélum og flug- hermum. Myndin sýnir flugnema og flugkennara í flughermi. Nýjar kennsluflug- vélar og flughermir  Flugakademía Keilis með opið hús Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einstaklingum á biðlista eftir dvöl í hjúkrunarrými hefur á síðustu fimm árum fjölgað úr 180 í 368. Hjúkrunarrýmum hefur einungis fjölgað um 90 síðan árið 2010 eða um 3,5% en á sama tíma hefur ein- staklingum 80 ára og eldri fjölgað um tæp 11%. Þetta kemur fram í nýrri frétt og skýrslu um eftirfylgni á vefsíðu Ríkisendurskoðunar en þar eru jafnframt birt gögn um eftirfylgni Ríkisendurskoðunar með rekstri og starfsemi hjúkrunarheimila á um- liðnum árum. Bið eftir hjúkrunarrýmum hefur lengst á síðustu árum Fram kemur að bið eftir hjúkr- unarrými hefur lengst síðastliðin ár og er að mati Ríkisendurskoðunar ástæða til að skoða þróun biðlista og biðtíma undanfarinna ára og setja markmið og mælikvarða um málaflokkinn. „Hvetur Ríkisendurskoðun ráðu- neytið til að hafa þetta í huga við þá stefnumótunarvinnu sem er að fara í gang um heilbrigðismál í ráðuneytinu,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar um þessi mál. Viðunandi viðbrögð Ríkisendurskoðun tekur fram að stofnunin ítreki ekki ábendingu sína frá árinu 2015 um birtingu upplýsinga um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila þannig að þær séu aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Brugðist hafi verið við ábendingunni með viðunandi hætti. Velferðarráðuneytið hafi birt á heimasíðu sinni upplýsingar um fjölda hjúkrunar-, dvalar- og dagd- valarrýma, lengd biðlista og biðtíma eftir hjúkrunarrými o.fl. Upplýsingar verði aðgengi- legri Að mati Ríkisendurskoðunar má ávallt gera betur þó að mestu hafi nú verið komið til móts við ábend- ingu stofnunarinnar. Gera megi upplýsingar um rekstur og þjón- ustu hjúkrunarheimila aðgengilegar fyrir þá sem á þurfa að halda. „Má þar t.d. nefna upplýsingar um mönnun öldrunarstofnana og dvalartíma. Hvetur Ríkisendur- skoðun ráðuneytið til að halda áfram vinnu sinni við að skilgreina þær upplýsingar um öldrunarmál sem gagnlegt væri að gera aðgengi- legar fyrir almenning,“ segir enn- fremur í umfjöllun Ríkisendurskoð- unar. Fjölgun á bið- listum eftir hjúkrunarrými  11% fjölgun 80 ára og eldri frá 2010  Á sama tíma bættust við 90 rými Þjónusta Fólki 80 ára og eldra hef- ur fjölgað um tæp 11% frá 2010. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.