Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Björn Gíslason ólst upp í Vogahverfinu, var í Vogaskóla, er tré-smíðameistari frá 1982, starfaði hjá Slökkviliði Reykjavíkurog síðan Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. frá 1981, var þar varðstjóri og síðar sviðsstjóri og sinnti þar kennslu og forvörnum, annaðist stjórnun á sviði almannavarna og var framkvæmdastjóri SHS fasteigna ehf., dótturfélags Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur verið formaður Fylkis frá 2011 og er í áttunda sæti á lista sjálfstæðismanna til borgarstjórnar í vor. „Ætli ég byrji ekki daginn í Árbæjarlauginni og kíki svo við í Fylki sem er þar við hliðina. Síðan fer afmælisdagurinn í kosningabarátt- una. Ég fer líklega í Múlakaffi í hádeginu, hitti þar félagana og spjalla jafnframt við gesti og gangandi. Það er alltaf gaman að ræða við borgarbúa um borgarmálin enda taka þeir manni oftast vel og hafa ýmislegt til málanna að leggja. Dagurinn fer einnig í fundarhöld af ýmsu tagi eins og oft vill verða, en ég á nú samt von á því að tími gefist með fjölskyldunni og afmæl- istertu, þó ekki sé nema við eldhúsborðið, þegar degi tekur að halla.“ Ertu mikið afmælisbarn, Björn? „Ég er nú yfirleitt ekkert of upptekinn af mínum eigin afmælum, en hef samt alltaf gaman af því að hitta fjölskylduna, vini og kunningja og fagna því öllum slíkum tilefnum. Þetta verður nú samt bara á lág- um nótum í ár, enda í nógu að snúast þessa dagana.“ Í fullum skrúða Björn starfaði í Slökkviliðinu um langt árabil. Formaður Fylkis og frambjóðandi Bjössi Gísla í Árbænum er 63 ára í dag E inar Eylert Gíslason fæddist á Akranesi 5.4. 1933 og ólst þar upp til fimm ára ald- urs. Þá flutti fjöl- skyldan til Akureyrar. Hann var í sveit öll sumur frá sjö ára aldri, fyrst á Hrafnabjörgum í Hjalta- staðaþinghá, eitt sumar á Skeggja- stöðum í Bakkafirði og tvö sumur á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði. Eftir fermingu vann Einar í vega- gerð á sumrin á Héraði. Hann var tvo vetur í gagnfræðaskóla á Eiðum, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri vorið 1951, var í verklegu bú- fræðinámi í Danmörku og Svíþjóð næstu tvö árin, útskrifaðist búfræ- ðikandídat frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri 1955 og sótti síðar fjölda endurmenntunarnámskeiða á veg- um Búnaðarfélags Íslands og Bændaskólans á Hvanneyri. Einar var ráðunautur í naut- griparækt fyrir Nautgriparækt- arsamband Borgarfjarðar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kolbeins- staðahreppi 1958-60, bústjóri og til- raunastjóri fjárræktarbúsins á Hesti í Borgarfirði 1960-74, héraðs- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga 1974-84, bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000 og stundaði sauðfjárrækt, hrossarækt og loðdýrarækt. Árið 2000 tóku Ein- ar Eðvald og Elvar Eylert, synir hans, við búinu. Hann hélt þó áfram að taka virkan þátt í búrekstrinum en hefur samhliða eytt meiri tíma í áhugamál eins og framleiðslu Lífs- krafts úr hvannafræjum og blágresi og tínt og þurrkað ýmsar jurtir í græðismyrsl úr minkafitu og fleira. Einar sat í stjórn Félags hrossa- bænda frá stofnun 1975, var formað- ur þess 1984-93, sat í stjórn Sam- bands íslenskra loðdýraræktenda í 13 ár og formaður þess 1984-93 og var fulltrúi á aðalfundi Stétt- arsambands bænda um árabil frá 1984. Hann var framkvæmdastjóri Hrossaræktarsambands Skagfirð- inga 1974-84 og síðan formaður til 1993, vann að stofnun Loðdýrarækt- arfélags Skagfirðinga og var for- maður þess fyrstu níu árin, var stofnandi og formaður Félags hrossabænda í Skagafirði 1975-94, aðalhvatamaður að stofnun fóð- urstöðvarinnar Melrakka hf. á Sauðárkróki og stjórnarformaður hennar fyrstu fimm árin, vann að stofnun Félags Sauðfjárbænda í Skagafirði og sat í stjórn fyrstu sex árin, var aðalhvatamaður að stofnun Landssamtaka sauðfjárbænda og sat í stjórn fyrstu árin, fulltrúi á að- alfundum til 1995 og fulltrúi þeirra Einar Eylert Gíslason, fyrrv. bóndi og ráðunautur – 85 ára Með sonunum fjórum Talið frá vinstri: Einar Eðvald, Elvar Eylert, Ásdís S, Einar Eylert, Eyþór og Sigurjón Pálmi. Fjölhæfur og ráðhollur Hjónin Einar og Ásdís Sigrún koma heim úr rómantískri lautarferð. Breiðavík 13 Benjamín Hugi Smárason fæddist 28. janúar kl. 0.55. Hann vó 3.718 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir og Þor- björn Smári Ívarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.