Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 80
AF MYNDLIST Anna Jóa Síðustu áratugina hefurdráttlistinni verið gert háttundir höfði á metn-aðarfullum sýningum stórra listasafna erlendis og mikil gróska verið í útgáfu vandaðra bóka um teikningu í ýmsu samhengi. Þessi starfsemi hefur farið saman við endurmat á miðlinum og kveikt endurnýjaðan áhuga á teikningunni sem sjálfstæðum miðli og aðferð í samtímamyndlist. Nærtækt dæmi hérlendis er sýningin Út á spássíuna – textar, skissur og pár í list Kjar- vals sem opnuð var á Kjarvals- stöðum árið 2015 samfara útgáfu samnefndrar bókar. Þar var sjónum beint að ríkum þætti teikningar, í ýmsum skilningi, í höfundarverki listamannsins. Titill sýningarinnar vísar til jaðarstöðu teikningar í vest- rænni listasögu en um aldir var litið á teikninguna sem undirbúning og undirstöðu góðra listaverka, og var hún að segja má falin undir yfirborði þeirra. Hér verður hugað að þremur yfirstandandi sýningum í tveimur stærstu listasöfnum og skyggnst eftir ástæðum þess að teikningunni er í auknum mæli haldið á lofti. Þjóðsagnir í mynd Sýningarnar Korriró og dillidó – þjóðsagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar í Listasafni Íslands og Myrkraverk á Kjarvalsstöðum hverfast um ævintýralega frásögn og fantasíu. Teikning, í formi verka sem flest hafa verið unnin á pappír, er áberandi á báðum sýningum. Verkunum er búin afgerandi um- gjörð með litum veggja, lýsingu og öðrum þáttum sem ýta undir þá dul- úðugu og myrku stemningu sem í þeim býr. Löngum hefur verið litið svo á að teikningin hafi sérstök tengsl við hugsun og tilfinningalíf listamannsins. Umfjöllunarefni verkanna á báðum sýningum snúa að dulvitund og hvatalífi mannsins; þrám hans, ótta og bældum minn- ingum, og með teikningunni kafa listamennirnir undir kraumandi yf- irborðið. Heildaryfirbragð sýning- anna gerir svo að verkum að áhorf- andanum finnst hann stíga inn í huliðsheim; eins konar helli þar sem ýmislegt er á seyði. Teikn á lofti Fyrrnefnda sýningin hverfist um merkt safn þjóðsagnamynda eftir Ásgrím sem varðveittar eru í Lista- safninu. Meginuppistaða þess eru teikningar, flestar unnar með blýanti og bleki, en þar er einnig að finna vatnslitamyndir, olíumálverk og fjölda skissubóka. Sýningin veitir innsýn í mikilvægan þátt í list- sköpun Ásgríms auk þess að vera fræðandi þátttökusýning um þjóð- sagnaarfinn – sem Ásgrímur var fyrstur til að myndgera í upphafi 20. aldar. Þar með átti hann stóran þátt í að móta ásýnd sagnaheimsins í hinni menningarlegu ímyndun. End- ursköpun „álfakletta“ og baðstof- ustemningar í sýningarsalnum er vel til fundin sem eins konar fram- lenging af verkum Ásgríms og leið til að bjóða gestum að setja sig í spor hans og tengjast rýmislega þeim sagnaheimi sem hann ólst upp við. Af teikningunum má ráða hvernig sögur af huldufólki, tröllum og draugum hafa staðið honum lif- andi fyrir hugskotum: handtökin virðast hröð og línur dregnar lip- urlega og ákveðið í þeim tilgangi að skapa hreyfingu og dramatíska frá- sögn. Hann nýtir sér andstæður ljóss og skugga í svarthvítum blý- ants- og blekteikningum og hefur næmt auga fyrir túlkun svipbrigða. Teikningar hans birtust margar sem myndlýsingar í bókum en af heild- arsafninu má ráða að teikningin var í hans huga síkvikur vettvangur þar sem hann prófaði sig áfram með út- færslu sagna og mismunandi sjón- arhorn. Á samsýningunni Myrkraverk í sýningarstjórn Markúsar Þórs Andréssonar í austursal Kjarvals- staða getur að líta ætingar eftir Kristin Pétursson sem eiga það sameiginlegt með verkum Ásgríms að skírskota til minna úr ævintýrum og sögnum. Efnistökin eru hins veg- ar gjörólík: fínleg línuteikningin í ætingum Kristins, sem hann þrykkti árið 1933, virðist nánast bernsk í einfaldleika sínum og litameðferðin (verkin handlitaði listamaðurinn um áratug síðar), sem er oft skemmti- lega á skjön við myndmálið, ljær verkunum draumkennt og súrreal- ískt yfirbragð sem kallast á við áherslur í samtímamyndlist. Í sum- um verkanna er sem litafletir hjúpi myndhluta og höfða þannig með sér- stökum hætti til skynjunar áhorf- andans. Þessi sérstæðu verk Krist- ins hafa ekki áður komið fyrir sjónir almennings, en af þeim er ljóst að í listsköpun sinni fór hann sínar eigin leiðir, óvenjulegar og frumlegar. Súrrealískur spuni Tveir yngstu listamenn sýning- arinnar beita blönduðum efnistökum og sækja í aðferðir súrrealistanna. Tilraunakennd teikning gegndi lyk- ilhlutverki í áhuga súrrealista á hinu ósjálfráða, dulvitund og draumum. Í stórum blýants- og blekteikningum styðst Sigga Björg Sigurðardóttir við tilviljun sem aðferð til að hreyfa við ímyndunaraflinu. Sköpunarferlið hefst iðulega með flæði bleks á pappír sem ummyndast á spuna- kenndan hátt í nosturslega unnar, gróteskar furðuverur er virðast sprottnar úr myrkum sálardjúpum. Skopmyndin og myndasöguformið er ekki langt undan í verkum Siggu Bjargar, og raunar fylgir fantasíu- kennd frásögn í textaformi hverju verki. Sigurður Ámundason er einn- ig á slóðum súrrealista með annar- legu, draumkenndu myndmáli þar sem lífræn form liðast um myndflöt- inn og umbreytast. Sigurður tekur sér kúlupenna, blýant og tréliti í hönd og spinnur myndirnar af fingr- um fram. Líkt og Sigga Björg er hann óhræddur við að leyfa hinum undarlegustu formum að taka á sig mynd í sköpunarferlinu, og notar sér hugrenningatengsl og skírskot- anir í ýmsar áttir. Fjölhyggja í myndlist samtímans byggist m.a. á skörun myndlistar og afþreyingar- menningar, og þau sagnaminni sem enduróma í mörgum verkum sýning- arinnar eru einnig á stjái í dægur- menningunni; í myndasögum, skáld- sögum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpi. Í verkum yngstu lista- mannanna blandast áhrif þaðan inn í sköpunarferlið og í heild undir- strikar sýningin tengsl teikningar- innar við hið frásagnarlega. Í fáguðum pennateikningum sín- um, sem sjá má á sömu sýningu, not- ar Alfreð Flóki gjarnan aldagamla tækni og skapar stígandi í grátónum með fínlegri krossskyggingu. Teikn- ingarnar hafa sterka skírskotun til 19. aldar, bæði tæknilega og hvað varðar táknhyggju í fígúratífu myndmáli sem byggist á dulspeki og symbólisma. Margar myndanna vísa í þekkt bókmenntaverk og ævintýra- legar sagnir. Í verkum hans fer lítið fyrir spunakenndu flæði heldur er hver mynd úthugsuð í byggingu og öll atriði vandlega útfærð – og fyrir vikið virðist hver mynd veita innsýn í heildstæðan, martraðarkenndan heim. Það er ekki síst vald lista- mannsins á teikningunni – samfara auðugu ímyndunarafli – sem gerir honum kleift að myndgera óhugnað með svo hrollvekjandi hætti sem raun ber vitni. Í kola- og krítarteikn- Kjarval Þrjú verk á Líðandin – la durée: Útsýnisgeil I & II, og Expanótísk artifisjón af landslagi, öll 1927-28. Sögur Djákninn frá Myrká, túskteikning Ásgríms Jónssonar frá 1972. »Á undanförnum árum hefur teikningin verið skilgreind sem samfellt, opið ferli. Teikningin er þannig sífelld verðandi, eða sögn eins og bandaríski listamaðurinn Richard Serra orðaði það í viðtali fyrir 40 árum. Sú hugmynd varpar ljósi á það hvers vegna myndraðir eru svo áberandi sem raun ber vitni á sýningunum sem hér hafa verið til umfjöllunar. 80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 AF KVIKMYNDUM Brynja Hjálmsdóttir Sófakartöflur í glápgírneyddust til að hrista af sérsúkkulaðimókið og íhugagríðarstór siðferðisleg vandamál þegar Mannasiðir, ný ís- lensk sjónvarpsmynd, var sýnd á RÚV um páskana. Einar er menntskælingur sem gengur allt í haginn, hann er for- sprakki vinsællar popphljómsveitar og á marga vini. Hann hefur auga- stað á Elínu, stelpu í skemmtinefnd- inni, og hún hefur augastað á honum líka. Elín er að skipuleggja tónleika í skólanum þar sem sveitin kemur fram. Hún drekkur nokkuð af áfengi, verður hispurslaus og fer meðal annars upp á svið og smellir kossi á Einar í miðjum flutningi. Daginn eftir leitar Elín á bráða- móttökuna og sakar Einar um að hafa nauðgað sér og leggur fram kæru á hendur honum. Myndin gerist yfir árstímabil þar sem málið er í rannsókn. Það gengur á ýmsu í lífi bæði þolanda og geranda. Elín reynir af öllum mætti að kljást við áfallið og leitar á náðir feisbúkkhópsins #metoo í menntó þar sem hún fær kærkomna áheyrn Hugvekja á páskum Viðkvæmt Stilla úr sjónvarpsmyndinni Mannasiðum sem nálgast við- kvæmt umfjöllunarefni af mikilli alúð og natni. Myndin fjallar um glæp en fellur þó ekki í gryfju glæpasögunnar með því að draga fólk í dilka. og stuðning. Einar er útskúfaður af flestum vinum sínum og fjölskyldan hangir saman á bláþræði. Mannasiðir nálgast viðkvæmt umfjöllunarefni af mikilli alúð og natni. Myndin fjallar um glæp en fellur þó ekki í gryfju glæpasög- unnar með því að draga fólk í dilka: hina seku og saklausu, hina hjarta- hreinu og hina siðspilltu, því hún fjallar ekki einungis um eitt afmark- að afbrot, hún fjallar um kúltúr, um „mannasiði“, þetta mannlega hátta- lag sem er ekki alltaf rökrétt en þess vegna er það mannlegt. Persónurnar í myndinni eru af- ar mannlegar. Móðir Einars er stjörnufréttamaður, kona sem þráir að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þegar málið kemur upp sekkur hún í fen meðvirkninnar, verður heift- úðug í garð stúlkunnar og missir sjónar á sínum prinsippum. Faðirinn á bágt með að ræða málin og leggur hálfpartinn á flótta í vinnuferð þeg- ar fjölskyldan þarfnast hans. Móðir Elínar veitir henni ekki þann stuðn- ing sem hún þarf á að halda þar sem hún varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi í æsku og vill helst bara bæla málið niður. Fólk bregst ekki við á „rétt- an“ hátt en viðbrögðin eru samt eðli- leg af því að mál af þessu tagi setja veröld fólks á hvolf. Það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að draga lærdóm af þessum viðbrögð- um og reyna að temja sér betri mannasiði. Líkt og Elín segir í myndinni þá er mögulegt að drepa einhvern óvart. Þótt það sé ekki með vilja gert er ætlast til að þú takir afleiðing- unum. Ef þú nauðgar einhverjum „óvart“, eða gerir þér ekki grein fyrir að þú sért að brjóta gegn við- komandi, hlýtur einnig að teljast eðlilegt að taka samt afleiðingum þess, rétt eins og þegar um mann- dráp af gáleysi er að ræða. Nauðgari er eitrað orð, það er jafnvel eitraðra en morðingi. Einar segir í myndinni: „Ég er ekki nauðg- ari.“ Svona prúður drengur, það væri óhugsandi, þetta voru bara mistök, ekki satt? Manni finnst t.d. eins og „besti vinur“ geti ekki verið nauðgari, það er ómögulegt að gegna hlutverkinu „besti vinur“ og „nauðgari“ á sama tíma, ekki satt? Tilfellið er að það er mögulegt, það eru bestu vinir úti um allan heim sem eru líka nauðgarar. Það virðist ótrúlegt en ef einhver er nauðgari hættir hann ekki að vera maður. En viðkomandi er samt sem áður ábyrg- ur fyrir því sem hann gerði og ef hann axlar ábyrgðina er hann fyrst alvörumaður. Við upprætum ekki vandann með því að „finna“ alla nauðgarana, alla ljótu karlana, og gera þá brott- ræka úr samfélaginu af því þetta er ekki spurning um rotin epli hér og þar heldur kerfislægan vanda. Við upprætum hann með því að koma í veg fyrir að nauðganir eigi sér stað til að byrja með. Og það gerum við meðal annars með því að segja sögur eins og þá sem er sögð í Mannasið- um. »Nauðgari er eitraðorð, það er jafnvel eitraðra en morðingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.