Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Full búð af fallegum sundfötum Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Sergei og Júlía Skrípal, rússneskir ríkisborgarar, finnast illa haldin á bekk í Salisbury, kyrrlátum bæ í S-Englandi, og kemst fréttin strax á fyrstu síð- ur helstu miðla, fram kemur að eitrað hafi verið fyrir þeim og er rúss- neskum stjórnvöldum, forsetanum Vladimír Pút- ín persónulega, strax kennt um tilræðið. Ekki virðist vitað hvar þau eru niðurkomin, engar mynd- ir frá sjúkrahúsinu né hefur háttsett fólk í hvítum sloppum heimsótt þau fyrir framan myndavélar. Rúss- neskum diplómötum er meinaður að- gangur að löndum sínum – hið gróf- asta brot á alþjóðasamþykktum, nánar tiltekið Vínarsamkomulaginu. Án efa yrði mikið diplómatískt hneyksli ef Rússar meinuðu fulltrúum Íslands að sjá slasaðan sjómann í Múrmansk eða Vladivostok. Forsætisráðherra Breta, Theresa May, heldur ræðu í þinginu og setur Rússum úrslitakosti: „Ef þið gerið ekki grein fyrir ykkar málum innan 24 klst. fáið þið að kenna á því.“ Rússar halda því fram að nýlendutím- um sé lokið og biðja um að málið sé sett í farveg reglna í diplómatíunni og að menn tali saman og hafi samskipti; þeim finnast þetta einkennilegar sögu- sagnir, biðja um sannanir og sýni og að fá að taka þátt í rannsókn þessa dular- fulla máls – ekkert svar. Auk þess reyna þeir að benda á að í siðmenntuðu dómskerfi 21. aldar sé ferlið nokkurn veginn svona: 1. glæpur, 2. rannsókn, 3. ákæra, 4. réttarhöld, 5. málsvörn, 6. refsing. Og halda því fram að hjá ESB/ NATO sé strax um að ræða 1. og 6. Geta ber þess að ákveðin regla, „kód- ex“, hefur lengi verið í gildi á milli CIA, MI6 (utanríkisleyniþjónustu Breta) og KGB (nú FSB), að ekki sé meira snert við njósnurum sem „fara yfir“ í opin- berum fangaskiptum, sem einmitt var raunin með Sergey Skrípal sem var gagnnjósnari eða „moldvarpa“ MI6 innan GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Tímasetningar Í alþjóðasamskiptum, leyniþjón- ustuaðgerðum og svona málum ber alltaf að veita athygli tímasetningum, þetta gerist tveimur vikum fyrir for- setakosningar í Rússlandi og þremur mánuðum fyrir HM. Hinn 12. mars er Nikolai Glushkov, einn ólígarka hinna skelfilegu Jeltsínstíma, kyrktur á heimili sínu í London. Merkilegt hve okkur er lítið sagt frá því í megin- straumspressu Vesturlanda og hljótt hefur farið um þá frétt, e.t.v. hafa menn farið fram úr sér en eins og í góðu leikriti er alltaf leikstjóri bak við tjöldin. „Samstaða“ Núverandi ríkisstjórn Íslands ákveður að sýna „samstöðu með bandalagsþjóðum okkar“ og hunsa HM í Rússlandi á opinberum grund- velli, vissulega er leiðinlegt að nú þurfi menn að skila miðunum; greinilega var þrýstingurinn að ofan mikill. Í yfirlýs- ingu frá Stjórnarráðinu segir: „Ríkis- stjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðar- ins. Árásin er alvarlegt brot á alþjóða- lögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Efnavopnum hefur ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heims- styrjaldar. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar.“ Merkileg yfir- lýsing þetta en seinasta setningin er beinlínis röng, rússneska utanríkis- þjónustan tók strax afar fagmannlega á málinu, mjög áhugavert er hvort vitrunin kom „að ofan“ eða utanríkis- málanefnd ræddi í rólegheitum (án hysteríu og paranoju) við fulltrúa sendiráðs Rússlands í Reykjavík en þessi merka yfirlýsing virðist einungis byggð á orðum fólksins í London sem ekki hefur komið með neinar sannanir (ekki er furða að sumir séu jafnvel farnir að efast um allt málið). Færustu lögfræð- ingar Íslands og „prin- sippmenn“ í greininni, þ.á m. Jón Steinar Gunnlaugsson, hafa bent á að ákvörðun núverandi ríkisstjórnar Íslands sé afar óvönduð að faglegu mati. Með sömu rökvisku má fullyrða að ef einhver er myrtur hvar sem er í heimi með Colt eða Smith & Wesson, þá sé morð- inginn Bandaríkjamaður, helst á vegum bandarískra stjórn- valda. „Klíning“ Það er ekkert nýtt að „klína“ ein- hverju á andstæðinginn, sú aðferð er t.d. svona: „Ætli Stebbi sé nokkuð far- inn að minnka barsmíðar á konu sinni og misnotkun á börnunum?“ Svar, já eða nei; niðurstaðan er að gríðarlegt heimilisofbeldi á sér stað (en Stefán er hinn ljúfasti og besti fjölskyldufaðir). Svör Rússa eru vönduð að því leyti að þeir falla ekki fyrir þessu trixi, fara ekki að neita eða afsaka sig; biðja um útskýringar og vandaða rannsókn málsins. Hins vegar er vísinda- samfélag Íslands sammála um að þetta séu svo alvarlegar ásakanir og komi frá svo mörgum og sterkum aðilum; það liggur við að ef hið frábæra Evr- ópusamband ásamt NATO ásaka, þá sé það næg sönnun. Mannorðs- og réttarmorð Það er sorglegt hve auðvelt núorðið er að rústa mannorði fólks með réttu aðferðunum, þannig trúir meirihluti fólks á Vesturlöndum að Vladimír Pút- ín sé raðmorðingi, snargeðveikur sad- isti og „síkkópat“, næst að hann borði óþekk börn í morgunmat; einnig að rússneska þjóðin sé svo óheilbrigð að kjósa sér þannig forseta skipti eftir skipti (einkavinavæðingargosar og auðhringar Vesturlanda vildu líklegast hafa Jeltsín enn í embætti). Viktor, bróðir Pútíns, lést í hinu grimmilega 900 daga umsátri nasista um Lenín- grad og er grafinn í Pískarovskoe- fjöldagröfunum en til stóð að svelta Rússa til hlýðni. Hatar Pútín Þjóð- verja eða hyggst hefna? – Nei, hann ber mikla virðingu fyrir þýskri menn- ingu og talar þýsku reiprennandi, leggur áherslu á frið og að menn tali saman. Pútín hefur mjög heilbrigðar neysluvenjur, hann er með topp- lögfræðipróf og vinnur 14 klst. á sólar- hring, það er varla til sú íþrótt sem hann er ekki nokkuð góður í, hann fór úr hnefaleikum í hina göfugu japönsku íþrótt júdó, þar sem hann er með hæsta dan og svarta beltið, heilbrigð sál í hraustum líkama. „Demóniseríng“ Ríkisútvarpsins hefur gengið sorglega vel, þessi mynd sem dregin er upp af leiðtoga Rússa er ekki rétt, hve lengi og mikið er hægt að heilaþvo fólk? Í þessu sambandi núna einungis tvær tilvitnanir í Ríkisútvarpið, „útvarp allra landsmanna“: 1. „… hvenær hættir Pútín að komast upp með að drepa þjóð sína?“ Aðjúnkt nokkur í HÍ (sem ætti að kynna sér breytingarnar á lífi Rússa á milli Jeltsíns og Pútíns). 2. „… og nú mun fréttaritari okkar í Bandaríkjunum […] segja hvernig Óbama getur sýnt Pútín í tvo heimana fyrir það sem hann er að gera á Krím.“ Aðalfréttatími Ríkisútvarpsins í febr- úar 2014. Svona lagað kalla menn fag- mennsku og góðan fréttaflutning. Þetta væri í lagi ef um væri að ræða poppstöð eða 3. flokks barnaskólablað, fólk þarna er á launum frá skattgreið- endum, auk afnotagjalda. Rétt er að minna á lög og reglur ríkisstofnunar- innar: „… Fréttamenn skulu ætíð gæta fyllstu mögulegu hlutlægni í störfum sínum og mega ekki láta per- sónulegar skoðanir hafa áhrif á störf sín og fréttamat. Fréttamenn skulu ætíð gæta fyllstu sanngirni gagnvart mönnum og málefnum sem fjallað er um. Fréttamenn skulu gæta þess að opinbera ekki skoðanir sínar á mál- efnum eða einstaklingum þannig að trúverðugleiki fréttastofunnar hljóti skaða af. Andstæð sjónarmið eiga að koma fram, séu þau til staðar í málum sem fréttastofan fjallar um … Í þeim tilvikum sem það er ekki hægt skulu hin andstæðu sjónarmið koma fram á sambærilegum vettvangi. Í þáttum og lengri fréttaskýringum skulu öll sjón- armið koma fram í einu.“ Er þessum lögum og reglum RÚV ohf. fylgt? – Aldeilis ekki, sem er grafalvarlegt mál. Það eru vissulega til aðrar skoðanir á Skrípal-málinu en sú opinbera frá „vinum“ okkar í Lundúnum en ekki bofs heyrist af þeim, allir hinir lærðu viðmælendur og „sérfræðingar“ eru sammála. Einn „sagnfræðingurinn“ ruglar saman „alríkislögreglu“ og GRU (!), alríkislögregan er FBI í Bandaríkjunum. Réttarmeðferð málsins er eins háðs- leg og hugsast getur – það kallast á ís- lensku réttarmorð. Markmiðið er útilokun og einangrun á Rússum hvar sem er, á íþróttavelli eða annars staðar, það að níðast á fötl- uðu fólki myndi teljast lítilmannlegt víða en það má þar sem um er að ræða fatlaða rússneska íþróttamenn, reynt er að niðurlægja þjóðina sem hægt er og fáni þeirra er bannaður. Menn þurfa að róa sig og tala saman, ekki síst þar sem stutt er í rauðu takkana. Glæpur og refsing Eftir Hauk Hauksson »Með sömu rökvisku má fullyrða að ef ein- hver er myrtur hvar sem er í heimi með Colt eða Smith & Wesson, þá sé morðinginn Bandaríkja- maður, helst á vegum bandarískra stjórnvalda. Haukur Hauksson Höfundur er leiðsögumaður og magister í alþjóðamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.