Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 69
síðar kom Sverrir til baka og bar okkur þau tíðindi að Guðjón væri til í að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn og leiða listann fyrir vestan í komandi kosningum til Alþingis. Þetta voru mikill tíðindi og mikill liðs- styrkur, sem undirritaður þótt- ist strax vita að skipta myndi sköpum fyrir hinn nýstofnaða flokk, eins og síðan kom í ljós. Guðjón Arnar hlaut góða kosn- ingu fyrir vestan og tók for- manninn, Sverri, með sér inn á þing. Og nú hafa báðir þessir minnisstæðu heiðursmenn safn- ast til feðra sinna og það með fárra daga millibili. Blessuð sé minning þeirra. Mér er í fersku minni þegar við Guðjón Arnar hittumst að kosningum loknum, vorið 1999. Handtakið frá Guðjóni var þétt og frá honum geislaði það hlý- lega viðmót og vinsemd sem ætíð einkenndi Guðjón Arnar í samskiptum við fólk. Við höfðum þá verið málkunnugir um ára- tugaskeið, allt frá því er við vor- um samtíma í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík. En þarna byrjaði alveg nýr kafli í okkar samskiptum, kafli sem síðar þró- aðist í vináttu og gott samstarf. Fyrir alþingiskosningarnar 2003 tók Guðjón Arnar síðan við af Sverri, sem formaður Frjáls- lynda flokksins. Samstarfið með Guðjóni var bæði lærdómsríkt og gefandi. Umræðan um sjávarútvegsmál og breytta fiskveiðistjórnun varð strax fyrirferðarmikil í flokks- starfinu, enda stærsta ástæðan fyrir stofnun flokksins. Þar var Guðjón Arnar sannarlega á heimavelli, með hafsjó af þekk- ingu og reynslu eftir áratuga- starf sem togaraskipstjóri. Guð- jón hafði reyndar ásamt fleiri togaraskipstjórum tekið þátt í að skipuleggja upphaflega svo- kallað togararall, sem æ síðan hefur verið endurtekið, til þess að safna gögnum um ástand fiskistofna. Pólitískur málflutningur Guð- jóns byggðist allur á sannfær- ingu fyrir því, sem hann taldi best fyrir þjóðarhag. Hann var mikill og ákveðinn málafylgju- maður. Og þótt hann fengi oft á sig óvægna gagnrýni fyrir mál- flutning sinn, sérstaklega í sjáv- arútvegsmálum, minnist ég þess aldrei að Guðjón Arnar hallaði orði við nokkurn mann. Slíkt var ekki til í hans skap- gerð. Guðjón var afar heilsteypt- ur og traustur maður. Þéttur á velli og þéttur í lund er mann- lýsing sem átti einkar vel við Guðjón Arnar. Hann var fyrst og fremst mannvinur, sem að- eins vildi leggja gott til málanna í starfi sínu. Og alltaf var stutt í húmorinn og gleðina hjá Guð- jóni. Hann var ætíð gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar á stundum, þegar við gerðum okkur daga- mun. Guðjón Arnar Kristjánsson tilheyrir sannarlega þeim hópi Íslendinga sem settu svip á sam- tíð sína. Ég kveð vin minn Guðjón Arnar Kristjánsson með virð- ingu og söknuði. Það er gæfa að hafa eignast vináttu Guðjóns og starfa náið með honum um ára- bil. Hjartans þakkir fyrir allt kæri vinur. Hvíl í friði. Eiginkonu Guðjóns, börnum hans og öllum ástvinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Óskar Þór Karlsson. Nú þegar komið er að því að kveðja Guðjón Arnar kemur margt í hugann. Einkum hlýja og þakklæti því það voru viss forréttindi að kynnast honum. Ég mun seint gleyma því þeg- ar ég hitti Guðjón fyrst en það var á þingi Frjálslynda flokksins 2007 sem haldið var á Hótel Sögu, en þá var ég nýgengin til liðs við flokkinn. Nokkur átök urðu á þessu þingi sem frægt varð og flokkurinn sá á bak mörgum mætum félagsmönnum. Þá var verk að vinna við að þétta rað- irnar með nýja liðsmenn og þar dró Guðjón ekki af sér enda mikill mannasættir í eðli sínu. Hann var mikill baráttujaxl og smitaði út frá sér með atorkusemi og léttleika. Ekki hlífði hann sér þó við erfiðum verkefnum sem flestir stjórn- endur þurfa að takast á við og þá var hann fastur fyrir. Guðjón var góð fyrirmynd sem stjórnmálamaður. Hann var áreiðanlegur, sanngjarn og um- burðarlyndur. Hann virti pólit- íska andstæðinga sína og var annt um vini sína og átti þá marga. Hann hafði mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum og var eins og flestir vita hafsjór af fróðleik um það málefni. En það voru mörg önnur mál sem við vorum áhugasöm um í Frjálslynda flokknum. Má þar nefna uppbyggingu á lands- byggðinni, verndun íslenskrar náttúru, málefni fatlaðra og af- nám verðtryggingar. Málefni skuldara og afkoma unga fólksins var svo aðalfókus- inn eftir hrun. Mér er enn í fersku minni þegar ég mætti á fund á skrif- stofu FF í alþingishúsinu daginn sem tilkynnt var um hrunið og mér varð ljóst að nú var það orðið að veruleika sem við höfð- um varað við í nokkurn tíma. Þó að mér hafi oft blöskrað það sem á gekk í okkar litla en sundurleita flokki eru þær þó fleiri ánægjustundirnar sem fylgdu þessu pólitíska basli. Allt- af var það Guðjón sem var hrók- ur alls fagnaðar og söng þá oft við raust en aðrir þöndu nikk- urnar. Fyrir stuttu hittumst við nokkrir félagar úr FF á Sæ- greifanum til að fá okkur siginn fisk eða eitthvað þaðan af verra. Þá var Guðjón dapur og á förum. Nú er hann á betri stað þar sem hann mun gleðjast og una sér vel í nýrri tilveru sem ég trúi að bíði í næstu vídd. Með þá sýn í huga kveð ég kæran félaga til margra ára með væntumþykju og virðingu um leið og ég votta aðstandendum dýpstu samúð. Kolbrún Stefánsdóttir, fyrrverandi ritari Frjálslynda flokksins. Guðjón Arnar Kristjánsson var framsýnn stjórnmálamaður sem kom inn í stjórnmálabarátt- una í gegnum verkalýðshreyf- inguna. Guðjón Arnar var lengi forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands en hann benti strax árið 1990 á að frjálst framsal aflaheimilda myndi stefna atvinnuöryggi í hættu og leiða til byggðaröskun- ar, sem varð raunin. Það lá því beint við að Guðjón Arnar tæki þátt í stjórnmálabaráttu Frjáls- lynda flokksins, sem stofnaður var um að landsmenn stæðu jafnir að nýtingu fiskveiðiauð- lindarinnar og að sjávarbyggð- irnar héldu útræðisrétti sínum. Hann hafði flest til brunns að bera sem prýða má góðan fyr- irliða. Hann hafði góða nærveru og var lunkinn í að virkja liðs- menn til góðra verka. Hann var ósérhlífinn og gat verið fastur fyrir. Ekki spillti fyrir að vera léttur á fæti í dansi og frábær söngvari. Guðjón var umburð- arlyndur gagnvart fólki og and- stæðum skoðunum. Ég er ekki frá því að hann hafi kennt í brjósti um þá sem kjörnir voru til að gæta hagsmuna heima- byggðanna og almennings en greiddu síðan á Alþingi götu sérhagsmuna sem komu heima- högunum illa. Ég ók ófáa kílómetra með Guðjóni um þjóðvegi landsins og skröfuðum við margt á meðan. Það voru þó heilagar stundir þegar veðurfréttirnar glumdu á miklum styrk í bílnum en þá féllu ekki orð af neinum vörum. Veðurfréttatíminn kallaði fram gamla fengsæla skipstjórann sem var jafnan með á bak við eyrað hvar væri veiðivon og gæftir til þess að fylla skipið. Ferðirnar voru fróðlegar enda þekkti Guðjón vel til örnefna, at- vinnusögu og skemmtilegs fólks vítt og breitt um landið. Guðjón var afar góður náttúrufræðingur sem var stöðugt að lesa í náttúr- una, m.a. atferli dýra og gróð- urfar. Hann hafði glöggt auga fyrir því ef fugl var í síli eða hópaði sig til fars á suðlægari slóðir og hvernig gæsategundir dreifðust með mismunandi hætti um tún. Nú að ferðalokum er mér efst í huga þakklæti fyrir góðar stundir. Í lokin vil ég senda eiginkonu Guðjóns, Barböru, börnum og aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur, en ég veit að missir þeirra er mikill. Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. Með Guðjóni Arnari Krist- jánssyni er traustur og heil- steyptur maður genginn. Ég kynntist honum jöfnum höndum sem varaþingmanni Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi á árunum 1991-1995, en hann tók þá alloft sæti á þingi sem slíkur, og sem formanni Farmanna- og fiskimannasambandsins á löngu árabili. Í hvoru hlutverkinu sem hann var þá veitti maður því fljótt athygli að þegar hann tal- aði fylgdi hugur máli. Það var svo frá og með vorinu 1999 sem miklu nánari kynni tókust með okkur. Guðjón kom þá ásamt vopnabróður sínum Sverri Hermannssyni inn á þing fyrir Frjálslynda flokkinn og skipuðu þeir þingflokk Frjáls- lyndra fyrstu fjögur árin. Við deildum húsi í Vonarstræti 12, þingflokkar Frjálslyndra og Vinstri grænna. Frá og með 2003, þegar Guðjón hafði tekið við formennsku í Frjálslynda flokknum og ég í sama hlutverki hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, urðu samskipti okkar einnig mikil af þeim sökum. Um þau samskipti öll er aðeins eitt að segja; Guðjón var hreinn og beinn, fastur fyrir og hafði sterkar skoðanir á ýmsu, ekki síst sjávarútvegmálunum, en hann var sanngjarn og vandaður í öllum viðskiptum og afar þægi- legur að vinna með. Ég minnist sérstaklega síðari hluta ársins 2006. Við sátum þá nokkuð yfir því þrjú að stilla saman strengi þáverandi stjórnarandstöðuflokka, ég, hann og Ingibjörg Sólrún, og var stundum kalsað um kaffi- bandalag í því sambandi. Guðjón lagði sitt af mörkum af miklum áhuga og var betri en enginn þegar glímt var við flókið sam- spil tekjutenginga og skerðinga í almannatryggingakerfinu til dæmis, talnaglöggur sem hann var. Ég minnist nú með hlýhug ferðar okkar Ögmundar vestur í Þernuvík í sextugsafmæli Guð- jóns. Þar svignuðu borð undan alvöruveitingum, marinerað hrefnukjöt í tunnavís á grillið og nóg til að skola því niður með. Þar fagnaði hann okkur sem kóngur í ríki sínu og ekki fékk séra Baldur í Vatnsfirði síðri móttökur þegar hann leit við um stund. Guðjón endurgalt mér heim- sóknina og kom í fimmtugsaf- mæli mitt ári síðar norður á Gunnarsstöðum og varð ekki fyrir vonbrigðum með veitingar heldur það ég best veit. Sambúð okkar í Vonarstræti 12 og mikil samskipti tóku skjót- an endi árið 2009. Guðjón hvarf af þingi, ég settist undir árar í fjármálaráðuneytinu. Af og til lágu þó leiðir saman og fór ávallt vel á með okkur. En hreysti- mennið Guðjón Arnar tapaði sinni lokaorrustu, eins og við öll að síðustu gerum, eftir erfið veikindi. Að honum er sjónar- sviptir. Ég þakka kynnin, kveð hann með virðingu og votta að- standendum samúð. Steingrímur J. Sigfússon. Kynni okkar Guðjóns Arnars hófust á Alþingi 1999. Auðsætt var að þar fór einlægur bar- áttumaður fyrir bættum hag og réttindum alþýðufólks, aldraðra, öryrkja og annarra þeirra sem höllum fæti standa. Guðjón var sjálfur alinn upp við glímutök harðrar lífsbaráttu í litlum sjávarbyggðum. Þar var lífs- björgin sótt á fengsæl mið fyrir ströndinni. Guðjón var ötull tals- maður hinna dreifðu byggða, ekki síst heimaslóða sinna á Vestfjörðum. Hann barðist fyrir rétti íbúanna að mega draga sér björg úr sjónum og lagðist því hart gegn einkaeignarstefnu kvótakerfisins í sjávarútvegi. Honum sárnaði að sjá ævaforn- an veiðirétt sjávarbyggðanna vera tekinn frá íbúum og gerðan að markaðsvöru sem safnaðist á æ færri hendur – oft órafjarri fólkinu við ströndina. Guðjón bar djúpa virðingu fyrir nátt- úrunni, fjölbreytileika hennar og þeim öflum sem réðu þar ferð. Hugleikin var honum verndun lífríkis sjávar, einkum innfjarða og á grunnslóð gegn stórvirkum veiðarfærum sem gátu skaðað viðkvæm fiskseiði eða skrapað upp sjávarbotninn á uppeldis- stöðvum. Á öllum þingum sem við sátum saman flutti hann til- löguna um frjálsan rétt til strandveiða. Ég stenst ekki freistinguna að vitna beint í texta Guðjóns: „Það hefur löngum verið rétt- ur Íslendinga við sjávarsíðuna að fá að róa til fiskjar og útróð- rajarðir voru líklegri til þess að brauðfæða fólkið og gefa tekjur en þær jarðir sem illa lágu við fiskislóð. Útróðraréttur var met- inn sem verðmæti í jörðum og talinn til hlunninda. Í gömlum lögum var öllum tryggður veiði- réttur í fjörðum og flóum. Þann- ig orðað að rétt ættu menn til fiskveiði sinnar nema síldveiði sem öllum væri heimilt að stunda hvar sem væri. Lands- menn áttu þannig allir tryggan forgang til botnfiskveiða næst sínum byggðum. Með þessu frumvarpi verður þeim sem rétt hafa til þess að stjórna skipum veittur þessi veiðiréttur á nýjan leik.“ Það var mér sannkallað gleði- efni að fá Guðjón til liðs í ráð- herratíð minni og eiga þátt í að koma á strandveiðum og þróa veiðikerfi fyrir þær o.fl. Guðjón naut virðingar samfélagsins, var hafsjór af fróðleik um allt er laut að fiskimiðunum í kringum landið. Guðjón var ljúfur sam- starfsmaður, traustur og lífs- glaður félagi. Mér er minnisstæð ferð okkar til Kína, þar sem við stóðum á Torgi hins himneska friðar og mannfjöldinn að mynda sig við hliðina á styttunni af Mao Tse Tung. Þegar Guðjón birtist á torginu sneri mannfjöldinn sér frá Maó og þyrptist að Guðjóni, þessum kvika og þéttvaxna manni, en stytta Maós stóð ein og yfirgefin. Og þarna stóð Guð- jón, hlýr og brosandi á torgi friðarins góða stund, um- kringdur Kínverjum sem allir vildu fá mynd af sér með Guð- jóni. Það er mikill sjónarsviptir að Guðjóni Arnari. Hann var sann- arlega maður fólksins, sjómann- anna, íbúanna í strandhéruð- unum, þar sem var heimavöllur hans frá barnæsku. Baráttumál Guðjóns voru einlæg og skýr. Ég þakka Guðjóni Arnari sam- fylgdina. Blessuð verði minning hans. Guð gefi landi voru marga slíka eins og Guðjón Arnar Kristjánsson. Jón Bjarnason. MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Strandvegi 21, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og alúð. Gunnar Skarphéðinsson Gunnlaugur Gunnarsson Sigrún Guðlaugsdóttir Elín Gunnarsdóttir Ari H. Richardsson Kristján Gunnarsson Edda Gunnarsdóttir Garðar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku JÓHANN GEORG MÖLLER tannlæknir kvaddi og fór. Þakklæti til allra sem sýndu samhryggð og stoð. Starfsfólk hjartadeildar Landspítalans sýndi einstaka tillitssemi, góðmennsku og hlýju. Útförin fór fram í kyrrþey, það var vilji Jóhanns. Anna Lára Möller Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN STEFÁNSSON, fiskmatsmaður, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 15. Gunnar Örn Arnarson Ásta Gunnarsdóttir Helga Sigríður Magnúsdóttir Róbert Hannesson Guðný Rósa Magnúsdóttir Guðlaugur Gunnarsson María Magnúsdóttir Guðjón Magnússon Kolbrún Kópsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR HREFNU HERMANNSDÓTTUR. Vilborg Magnúsdóttir Gunnar Hermannsson Finnbogi Magnússon Þórey Pálsdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Erlendsson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts INGILAUGAR AUÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Núpstúni. Steinunn A. Guðmundsdóttir Theodór A. Guðmundsson Brynja Bergsveinsdóttir Guðjón Guðmundsson Ágústa Guðjónsdóttir Margrét Larsen Páll Jóhannsson Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI BALDVINSSON skipstjóri, Melasíðu 8b, Akureyri, lést miðvikudaginn 28. mars á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 10. apríl klukkan 10.30. Hildur Marinósdóttir Valgerður Gylfadóttir Jóhann Baldvin Gylfason Birna Eiðsdóttir Ingibjörg María Gylfadóttir Hólmgrímur Jóhannsson Þóra Soffía Gylfadóttir Einar E. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.