Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 8

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 8
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Borgarstjóri og meirihluti borg-arstjórnar Reykjavíkur vinna að mörgum mikilvægum verk- efnum í þágu borgarbúa sem seint verða fullþökkuð.    Eitt þeirra verk-efna sem standa upp úr á þessu kjörtímabili – og með því er ekki ætlunin að gera lítið úr glærusýningum borgarstjóra um fyrirhugaðar íbúðabyggingar – er skipun starfshóps um „miðlæga stefnumótun“.    Ekki er víst að allir borgarbúarátti sig á þýðingarmiklu hlut- verki starfshópsins, en það er þetta, eins og fram kemur í drögum að er- indisbréfi hans: „Hlutverk starfshópsins er að vinna að umbótum og samræmdri framkvæmd í stefnumótun og stefnuframkvæmd, einkum í mið- lægri stjórnsýslu og miðlægri stefnumótun. Að fá bætta yfirsýn yfir þær miðlægu stefnur og stefnu- markandi skjöl sem eru fyrir hendi og tengingu við undirstefnur og áætlanir málaflokka. Jafnframt fá yfirsýn yfir þær aðferðir sem not- aðar eru við miðlæga stefnumótun. Á grundvelli greiningarvinnu setji starfshópur fram viðmið um bestu framkvæmd við stefnumótun.“    Hér er því miður ekki rými til aðbirta útlistun á öllum helstu verkefnum starfshópsins, en meðal þeirra er að gera „greining- arskapalón“, „kortlagning á mið- lægum stefnum og stefnumarkandi skjölum“ og að auki „greining á miðlægum stefnum og stefnumark- andi skjölum“ svo fátt eitt sé nefnt.    Víst er að eftir skipan slíksstarfshóps þurfa borgarbúar ekki að óttast um trausta stjórn nú- verandi meirihluta. Dagur B. Eggertsson Miðlæg stefnumót- un og undirstefnur STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.4., kl. 18.00 Reykjavík 4 heiðskírt Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -1 snjókoma Nuuk -1 alskýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 3 þoka Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 5 þoka Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 5 skúrir Glasgow 2 rigning London 10 skúrir París 11 rigning Amsterdam 10 skúrir Hamborg 14 rigning Berlín 20 heiðskírt Vín 18 heiðskírt Moskva 6 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 19 heiðskírt Winnipeg -6 skýjað Montreal 0 rigning New York 9 þoka Chicago -1 skýjað Orlando 21 skýjað VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:31 20:31 ÍSAFJÖRÐUR 6:31 20:41 SIGLUFJÖRÐUR 6:13 20:24 DJÚPIVOGUR 5:59 20:02 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Engar breytingar verða á sambýli sendiráða Bretlands og Þýskalands í sameiginlegri byggingu sendiráðanna við Laufásveg í Reykjavík eftir út- göngu Breta úr Evrópusambandinu. Auðunn Arnórsson, upplýsinga- fulltrúi hjá breska sendiráðinu, stað- festir þetta við Morgunblaðið. Sam- eiginleg sendiráðsbygging Bretlands og Þýskalands við Laufásveg var opn- uð formlega 2. júní árið 1996. Malcolm Rifkind, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, og Werner Hoyer, þáver- andi aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, komu til landsins af því tilefni og opnuðu bygginguna form- lega. Sögðu ráðherrarnir hana vera táknrænt dæmi um vináttu og sam- vinnu þjóðanna. Þó að rekstur sendi- ráðanna hafi verið aðskilinn hafa þau samnýtt ýmsa aðstöðu í húsinu. Mið- hluti hússins er sameiginlegur, inn- gangur og kaffistofa á fyrstu hæð og fundarherbergi á annarri hæð, að sögn Auðuns. Brexit mun heldur eng- in áhrif hafa á hvernig flaggað verður við sendiráðin því frá upphafi hefur það verið þannig að Evrópufáninn blaktir eingöngu við hliðina á þeim þýska, ekki þeim breska. ,,Það þarf því ekki að breyta neinu,“ segir hann. Áfram undir sama þaki eftir Brexit  Evrópufáninn blaktir eingöngu við hliðina á þeim þýska, ekki þeim breska Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laufásvegur 31 Sendiráð Breta og Þjóðverja frá í júní 1996. Karlmaður á sex- tugsaldri var í gær fundinn sek- ur um blygðunar- semisbrot, en hann afklæddist í gestamóttöku Hótels Sögu við Hagatorg í Vest- urbæ Reykjavík- ur og fróaði sér yfir klámefni í tölvu sem þar er staðsett. Gerðist þetta í nóvember árið 2016. Starfsmaður hótelsins, hótel- gestur og lögreglumaður sem kom á vettvang urðu vitni að lostugu at- hæfi mannsins. Segir í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur að maðurinn hafi með háttsemi sinni sýnt af sér ósið- legt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi viðstaddra. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann var árið 2016 dæmdur í skilorðsbundna refsingu vegna þjófnaðar og rauf hann því skilorð með athæfi sínu. Taldi hér- aðsdómur hæfilega refsingu vera fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Þá þarf maðurinn einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda síns. Dónaskapur At- vikið var á Sögu. Fróaði sér í móttökunni  Rauf skilorð með lostugu athæfi sínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.