Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Íbúum Seyðis- fjarðar fjölgaði sl. ár um 4% eftir árlega fólksfækkun mörg síðustu ár. Á tæpum þrem áratugum hefur Seyðisfjörður færst frá því að vera sterkt iðnaðar- og sjávar- pláss á Austurlandi í að vera leiðandi ferðaþjónustu-, menn- ingar- og lista- samfélag með traust og gott sjáv- arútvegsfyrirtæki. Höfnin er sem fyrr „gullkista“ íbúanna og sterk undirstaða. Ferðaþjónustan eflist og menn- ing og listir blómstra. Smyril-Line hefur siglt stöðugt frá 1975 og nú með Norrænu, fólks- og bílferju, sem siglir vikulega allt árið. Árleg fjölgun skemmtiferðaskipa stefnir nú í 60 skipakomur í sumar. Höfn- in er fjórða stærsta skemmti- ferðaskipahöfn landsins. Fjölgun ferðamanna hefur því verið stöðug síðustu ár Umferð bíla fram og til baka um Fjarðarheiði gerir hana á stundum umferðarþyngsta veg á Austurlandi. Ferðamálastofa áætl- ar að tæplega 300.000 ferðamenn hafi komið til Seyðisfjarðar sl. ár og um 17% gisti á staðnum. Síld- arvinnslan, sem á og rekur frystihúsið, togarann og bræðsl- una, stendur mynd- arlega að sinni starf- semi með því t.d. að klæða fallega frysti- húsið við Hafnargöt- una og tækjakostur innandyra er í end- urnýjun. Hráefni í vinnsluna með Gullver NS í fararbroddi hef- ur verið stöðugt. Næga atvinnu er að hafa í kaupstaðnum en nú sárvantar húsnæði, t.d. fyrir ungt fólk sem flytja vill í bæinn okkar. Sama eða svipuð staða er á flestum minni stöðum úti á landi. Þar er verkefni sem þarf að leysa. Það eru því spennandi tímar framundan að takast á við krefj- andi verkefni í samfélagi sem hef- ur á örfáum árum aftur orðið eft- irsótt og þekkt, fyrir sína einstöku staðsetningu, náttúrufegurð og gæði mannlífsins sem hér þrífst. Seyðisfjörður hefur verið á for- síðum og í aðalhlutverki leikstjór- ans Ben Stillers og leikstjórans Baltasars í Ófærð. Samgöngustofa lét gera kynningarmyndband fyrir Ísland þar sem Steindi leiddi söng í umgjörð Seyðisfjarðar með eft- irminnilegum hætti. Regnbogagat- an við Bláu kirkjuna, sem sló í gegn á einni nóttu, færir m.a. fjölda brúðhjóna og gesti utan úr heimi til myndatöku á staðnum. Nýjast er auglýsingin sem fylgir kynningu KSÍ á búningunum sem strákarnir okkar spila í á HM í Rússlandi í sumar. Þar er fjörð- urinn, í vetrarbúningi, í stóru hlutverki. Norsku húsin okkar fanga mjög athygli ferðamannsins. LUNGA, árleg sumar-istahátíð ungs fólks, sækja þátttakendur m.a.víðsvegar að úr heiminum sem stunda listsköpun og leiki á hátíð- inni. Listalýðháskólinn, sá eini á landinu, er að festa sig vel í sessi. Með dvöl sinni setja nemendur hans skemmtilegan alþjóðlegan svip á bæinn okkar á veturna. Ljósahátiðin List í ljósi í febr- úarmánuði er magnað, fjölsótt fyr- irbæri. Skaftfell, miðstöð mynd- listar á Austurlandi í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands við Hafnargötu, flétta saman sín sér- svið m.a. í sýningarhaldi og ýms- um verkefnum sem lífgar og setur skemmtilegan svip á bæjarlífið. Sushi restaurant Nordica og Café Lára í Norðurgötunni eru þekktir og rómaðir veitingastaðir. Skíða- svæðið í Stafdal stendur vel fyrir sínu. Það eru því spennnandi og ögr- andi tímar fram undan í firðinum fagra á milli Bjólfs og Strand- artinds. Þrjú krefjandi verkefni eru í undirbúningi og þarf að framkvæma þau sem allra fyrst til að mæta betur vaxandi ákalli íbú- anna. 1. Framkvæmdir við Fjarð- arheiðargöng, sem eru í sam- gönguáætlun næst á eftir Dýra- fjarðargöngum, þurfa að hefjast ekki síðar en seinni hluta árs 2020. Tæp tvö ár tekur að bora í gegn. 2. Hefja þarf íbúðabyggingar í kaupstaðnum að nýju til að mæta fólksfjölgun sem bíður og kallar á lausnir. 3. Huginn, eitt sterkasta karla- knattspyrnulið Austurlands síð- ustu ára, er stolt flestra Seyðfirð- inga. Liðið er án heimavallar þar sem knattspyrnuvöllurinn (ljóna- gryfjan) við Garðarsveg er ónýtur. Allir heimaleikir liðsins, sem nú leikur í 2. deild, fara fram á Fella- velli, handan Fjarðarheiðar á Fljótsdalshéraði. Æfingar liðsins fara þar fram en ekkert æfinga- svæði er til staðar heimafyrir. Kostnaðaráætlun og útboðsgögn fyrir nýtt yfirborð á knatt- spyrnuvöllinn liggur fyrir. Verið er að leita leiða til að fjármagna verkefnið sem kostar sitt. Ef ein- hverjir sem þetta lesa og aðrir sem áhuga hafa vilja styrkja með einhverjum hætti þetta bráðnauð- synlega verkefni þá hafið bara samband sem fyrst. Áfram Hug- inn. Í lokin má geta þess að Golf- klúbbur Seyðisfjarðar, GSF, einn fámennasti golfklúbbur landsins, rekur skemmtilegan golfvöll, Hagavöll, 9 holur. Öflug starfsemi klúbbfélaga hefur vakið athygli innan og utan lands. Á næstu dög- um halda þeir, hressir og kátir 18 saman til Suður-Spánar í tíu daga að spila golf og leika sér. Meðal leikfélaga eru unglingarnir Jón Magnússon 88 ára og Ingvi Svav- arsson 84 ára. Leikið er golf alla daga (18+9 holur). Já, elskurnar mínar, sagt hér og skrifað: „Það eru eftirsótt forrétt- indi að fá að þroskast og telja í aldurinn í Firðinum ykkar þar sem allt er að gerast þessa dag- ana.“ Sjáumst! Seyðisfjörður – spennandi tímar framundan Eftir Þorvald Jóhannsson » Sagt hér og skrifað: „Það eru eftirsótt forréttindi að fá að þroskast og telja í ald- urinn í Firðinum fagra þar sem allt er að gerast þessa dagana.“ Þorvaldur Jóhannsson Höfundur er eldri borgari á Seyð- isfirði og Hugins- og GSF-félagi. brattahlid10@simnet.is Fyrr í þessum mán- uði birti danski þing- maðurinn Jan-Erik Messmanns grein þar sem hann lýsti reynslu sinni þegar hann fór um Keflavíkurflugvöll nýlega, meðal annars óánægju sinni gagn- vart starfsmanni í ör- yggisleit sem fór að hans mati harkalegum höndum um hann. Við hjá Isavia tökum öllum ábendingum er varða okkar verklag alvarlega og er mál þingmannsins þar engin und- antekning. Við getum öll verið sammála um að öryggisleit á alþjóðlegum flug- völlum er nauðsynlegur hluti af ferðalaginu og það er okkar sem störfum á flugvöllunum að tryggja að ferlið gangi snurðulaust fyrir sig og valdi farþegum lágmarks óþæg- indum. Þetta hefur tekist ein- staklega vel á Keflavíkurflugvelli, sérstaklega í ljósi þeirrar fjölgunar sem orðið hefur á ferðamönnum á undanförnum árum. Biðtími er afar stuttur, eða um 5 mínútur að með- altali, og við þökkum þeim öfluga hópi starfsfólks Isavia sem starfar í öryggisleitinni fyrir það. Við öryggisleit er farþegum ekki mismunað eftir þjóðerni eða stöðu þeirra í samfélaginu og allir þurfa að fara í gegnum sama ferli. Í grein danska þingmannsins segist hann vera ósáttur við það hvernig leitað var á honum og að starfsmaður ör- yggisleitarinnar hafi ekki tekið tillit til þess að hann væri þingmaður. Eins og fyrr segir tökum við ábend- ingum alvarlega og höfum skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við þessa öryggisleit og þannig var það ekki. Starfsmaðurinn vann sína vinnu í samræmi við reglur og gerði engan greinarmun á því hvort við- komandi væri þingmaður eða ekki. Öryggisleit gengur best þegar góð samvinna er milli flugöryggisvarða og farþega. Svona er þessu einnig háttað á öðrum flugvöllum og þurfa farþegar með innvortis málmhluti oftar en ekki að fara í ítarlegri leit sökum þess. Aukin leit sem þessi getur vissulega verið erfið þeim sem í henni lend- ir. Við erum meðvituð um að farþegar upplifa mismikil óþægindi á meðan á henni stendur. Því miður er hún þó nauðsynlegur hluti af starfi þessa starfsfólks og framkvæmd til þess eins að stuðla að auknu öryggi á flugvellinum. Starfsmenn í örygg- isleit leggja mikinn metnað í að lág- marka þessi óþægindi sem sést á því að óháðar mælingar veita okkur góða einkunn samanborið við helstu flugvelli Evrópu, en Keflavíkur- flugvöllur hefur mælst þar í topp 5 síðastliðin þrjú ár. Einnig gagnrýndi danski þing- maðurinn að ferðamenn þurfi að sýna brottfararspjöld sín þegar þeir kaupi tollfrjálsar vörur í fríhöfn flugstöðvarinnar. Ástæða þessa er að tollayfirvöld gera þá kröfu, í sam- ræmi við lög, að þegar tollfrjáls varningur er keyptur verði það sannarlega að vera ferðamenn sem eiga í þeim viðskiptum. Þannig er þetta einnig á öllum alþjóða- flugvöllum. Við hjá Isavia leggjum áherslu á að sömu reglur gilda um alla farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll, þingmenn, ráðherra og aðra. Starfs- fólk Keflavíkurflugvallar hefur stað- ið sig með eindæmum vel í hröðum vexti undanfarin ár og við munum eftir sem áður taka vel á móti öllum ferðalöngum sem um völlinn fara og gerum ekki greinarmun á neinum. Eftir Björn Óla Hauksson » Við öryggisleit er farþegum ekki mismunað eftir þjóðerni eða stöðu þeirra í sam- félaginu og allir þurfa að fara í gegnum sama ferli. Björn Óli Hauksson Höfundur er forstjóri Isavia. Öryggi – samvinna – þjónusta Hér á landi hefur aldrei verið mörkuð heildarstefna í mál- efnum aldraðra. Okk- ar aðferðir hafa mið- ast við að „slökkva elda“ þegar neyðar- ástand skapast. Árið 1998 skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni „Hver vill vera á biðlista?“ Þá voru 98 aldraðir að bíða í sjúkrarúmum á Landspítala eftir að fá inni á hjúkrunarheimili og hafði svo verið lengi. Þessi tala er óbreytt í dag, 20 árum síðar. Í nýlegri grein heilbrigðis- ráðherra segir að í nýrri fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar sé gert ráð fyrir uppbyggingu 550 nýrra hjúkrunarrýma til ársins 2023. Hún bendir einnig á að það þurfi að fjölga fjölbreyttum úrræðum fyrir aldraða varðandi heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvöl. Þetta er allt saman hárrétt, en samfara því að bæta og fjölga úrræðum þarf að huga að grunninum, sem er starfsfólkið. Það þarf að hugsa til framtíðar hvernig eigi að fjölga fagmenntuðu fólki til að starfa við öldrunarþjónustu því fyrirsjáanlegur skort- ur er á læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. En orð eru til alls fyrst og í lokaorðum sínum segir heilbrigðis- ráðherra að það sé meginmarkmið sitt að stilla saman strengi til framtíðar, móta stefnu og skýra áherslur í þágu sam- félagsins alls. Ráðstefna um réttindi aldraðra Fimmtudaginn 26. apríl mun Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir ráðstefnu á Hótel Natura kl. 13-17 undir yfirskriftinni „Ráðstefna um réttindi aldraðra – Með áherslu á þjónustu“. Aðgangur er ókeypis og skráning fer fram á vefsíðunni http://www.slfi.is/. Heilbrigðis- ráðherra og borgarstjóri munu flytja ávarp og erindi verða flutt á vegum velferðarráðs, velferðar- ráðuneytis og landlæknisembætt- isins varðandi stefnu í öldrunar- málum auk þess sem öldrunar- læknar munu velta fyrir sér mikilvægi öldrunargeðdeildar og líknardeildar fyrir aldraða. Aðalfyrirlesarinn verður Line Miriam Sandberg, ráðuneytisstjóri í nýju ráðuneyti Norðmanna sem hefur umsjón með málefnum aldr- aðra og lýðheilsu. Hún mun fjalla um framtíðarsýn varðandi þjónustu við aldraða í Noregi. Það verður af- ar fróðlegt að hlusta á hana þar sem Norðmenn hafa löngum verið fyrirmynd annarra Norðurlanda- þjóða varðandi stefnumótun í þess- um málaflokki. Eftir Hönnu Láru Steinsson » Okkar aðferðir hafa miðast við að „slökkva elda“ þegar neyðarástand skapast. Hanna Lára Steinsson Höfundur er félagsráðgjafi MA, MS og í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. Framtíð aldraðra Úffi villtist að heiman úr Drápuhlíð í Reykjavík fyrir nokkru. Hann er gulbröndóttur með þétt- an feld, hvíta höku og veiðihár. Nágrannar eru vinsamlega beðnir að líta inn í skúra í hverfinu, en hann gæti líka verið kom- inn út fyrir hverfið sitt. Hafi einhver orðið ferða hans var eða veit um af- drif hans er hann vinsam- lega beðinn að hafa sam- band við Ásgerði, Fjölni, Úlf eða Fúsa í síma 897 0652 og 897 4368. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Úffi týndist í Hlíð- unum Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.