Morgunblaðið - 25.04.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018
Kasper Holten, fyrrverandi óperu-
stjóri hjá Konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn og Konunglegu óp-
erunni í Covent Garden í London,
hefur verið ráðinn stjórnandi allra
sviða Konunglega leikhússins í
Kaupmannahöfn frá 1. september
nk. Holten leikstýrði óperunni
Brothers eftir Daníel Bjarnason sem
frumflutt var í Musikhuset í Árósum
í ágúst og sýnd verður í Hörpu í 9.
júní sem hluti af Listahátíð í Reykja-
vík í samstarfi við Íslensku óperuna,
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Den
jyske opera.
Samkvæmt frétt danska dag-
blaðsins Politiken er Holten að taka
við einni valdamestu stöðu innan
dansks menningarlífs. „Mér þykir
vænt um Konunglega leikhúsið. Ég
gæti ekki ímyndað mér mikilvægara
og meira spennandi starf, en að fá
tækifæri til að leiða þessa mögnuðu
stofnun og frábæra starfsmenn
hennar,“ segir Holten. Í frétt Politi-
ken er rifjað upp að Holten hafi að-
eins verið 27 ára þegar hann var ráð-
inn óperustjóri Konunglega leik-
hússins árið 2000. Hann var farsæll í
því starfi og hlaut meðal annars
Reumert-verðlaun fyrir uppfærslu
sína á Niflungahringnum eftir Wag-
ner sem hafði ekki verið settur upp í
leikhúsinu síðan 1912. Líkt og ann-
arra stjórnenda menningarstofnana
í Danmörku bíður Holten það verk-
efni að spara 2% í rekstrinum, sem
verið hefur árleg krafa mörg sein-
ustu ár, en Holten hefur gegnum tíð-
ina harðlega gagnrýnt niðurskurð-
inn. Stig Jarl, lektor í leikhús-
fræðum við Kaupmannahafnar-
háskóla, er sannfærður um að
Holten verði farsæll í nýja starfinu
og vonar að honum gefist tækifæri
til að leikstýra eigin sýningum.
Ljósmynd/Clive Barda
Endurkoma Kasper Holten.
Snýr aftur í
Konunglega
leikhúsið
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nína Óskarsdóttir myndlistarmaður
opnar á morgun, fimmtudag, klukk-
an 17 sýningu í Ekkisens, sýningar-
rými í kjallaranum á Bergstaða-
stræti 25b. Sýninguna kallar hún Í
gjótu: steinþrykk 2015-2017. Um er
að ræða afrakstur tveggja ára
vinnustofudvalar á Englandi. Nína
útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands
vorið 2014 og hélt í kjölfarið til
Bretlands þar sem hún sérhæfði sig
í vinnu með steinþrykk, eða litó-
grafíu, grafíkmiðil eða prenttækni
sem byggist á efnafræði, eðlisfræði
og listrænni tjáningu, og þá fyrst og
fremst teikningu að sögn Nínu.
Myndin er teiknuð beint á kalk-
steina sem svo eru ættir og myndin
síðan prentuð á pappír í stein-
þrykkspressu.
Heillandi verkstæði
„Já, ég sýni steinþrykk, prent-
verk sem ég vann að í Leicester á
Englandi síðustu tvö árin. Þetta er
hálfgerð yfirlitssýning verka sem ég
vann að á þeim tíma,“ segir Nína.
Þegar spurt er hvers vegna hún
hafi kosið að einbeita sér að þessari
tækni grafíkur, segist hún fyrst
hafa prófað steinþrykk þegar hún
var í LHÍ og fór í skiptinám til
Berlínar. „Þar var boðið upp á
steinþrykk og ég ákvað að prófa því
mér fannst eitthvað svo heillandi við
verkstæðið. Mér fannst áhugavert
að sjá þessa stóru kalksteina sem
fólk var að teikna á. Það var aug-
ljóslega ekki auðveld vinna en samt
mikil ró og næði sem heillaði mig.
Síðar flutti ég til Englands og þá
sá ég að Leicester Print Workshop
auglýsti eftir listamönnum að vinna
á verkstæðinu. Ég sótti um og fékk
tveggja ára námssamning eða „fell-
owship“ í prógrammi fyrir útskrif-
aða listamenn sem bauðst að læra
tæknina og vinna á staðnum. Þar
gat ég unnið í tvö ár eins og mig
lysti og hafði leiðbeinanda sem
hjálpaði með tæknina. Síðan hef ég
sérhæft mig í þessu.“
Vinna við steinþrykk og hina
stóru kalksteina er mjög líkamleg.
„Mér finnst gott að vinna við eitt-
hvað áþreifanlegt. Það er ákveðin
hvíld fyrir hugann að gera eitthvað
mjög líkamlegt inn á milli,“ segir
Nína. Þegar spurt er um upplag
verka segir hún flest vera í fjórum
til sex eintökum. „Það fer mikil
vinna í hvert prent. Oft þarf að
prenta allt að tíu blöð áður en mað-
ur fær eitt gott prent; það eru mikil
afföll.“
En hvaða myndefni er þetta?
„Ég var ekki mikill teiknari áður
en ég byrjaði á þessu en í stein-
þrykki verður að teikna og hægt og
rólega þróaðist myndheimurinn. Ég
dró inn ákveðna þætti úr íslenskri
náttúru og náttúruvættum, ég velti
líka fyrir mér trúarbrögðum, og þá
trú á náttúruna og öfl í henni, og fór
bæði að teikna landslag og fígúrur í
því. Þá komu inn kvenlegir þættir
eins og fléttur, en vitaskuld gerði ég
líka tilraunir með ýmislegt.“
Nína segist sýna um tuttugu verk
að þessu sinni. Hún sýndi talsvert á
Englandi og einkum í Leicester.
„Það kemur á óvart hvað það er
mikil menning í Leicester, þar er
ýmislegt í gangi,“ svarar hún hlæj-
andi þegar spurt er hvort heima-
menn þar í borg hafi áhuga á öðru
en knattspyrnu.
Nú er Nína flutt heim og kveðst
hafa hug á að vinna áfram í stein-
þrykk en góð aðstaða er á verkstæði
félagsins Íslensk grafík. „Maður
gengur ekki frá svona löguðu, eftir
að hafa verið í þessari sérhæfingu.
Ég vinn steinþrykk áfram, í bland
við annað. Ég er líka vön að vinna
með skúlptúra, innsetningar og víd-
eó, hef aðeins saknað þess undan-
farið og ætla að grípa líka í það.
Mér finnst gott að vinna í ólíka
miðla.“
Myndheimur af kalksteinum
Nína Óskarsdóttir opnar á morgun sýningu í Ekkisens á úrvali steinþrykks-
verka sem hún vann að á Englandi síðustu tvö árin „Hálfgerð yfirlitssýning“
Morgunblaðið/Einar Falur
Grafík „Mér fannst áhugavert að sjá þessa stóru kalksteina sem fólk var að teikna á. Það var augljóslega ekki auð-
veld vinna en samt mikil ró og næði sem heillaði mig,“ segir Nína Óskarsdóttir um fyrstu kynnin af steinþrykki.
Steinþrykk Eitt steinþrykksverk-
anna á sýningu Nínu í Ekkisens.
Tilnefningar til Maístjörnunnar voru
kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í
gær. Tilnefnd eru, í stafrófsröð:
Bergþóra Snæbjörnsdóttir fyrir
Flórída; Elísabet Kristín Jökulsdóttir
fyrir Dauðinn í veiðarfæraskúrnum;
Eydís Blöndal fyrir Án tillits; Jónas
Reynir Gunnarsson fyrir Stór olíu-
skip og Kristín Ómarsdóttir fyrir
Kóngulær í sýningargluggum. Til-
nefndar bækur eru allar til sýnis í
anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.
Gjaldgengar voru allar útgefnar ís-
lenskar ljóðabækur ársins 2017 sem
skilað var til Landsbókasafns Íslands
– Háskólabókasafns og fékk dóm-
nefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd
skipa Magnea J. Matthíasdóttir fyrir
hönd Rithöfundasambandsins og
Rannver H. Hannesson fyrir hönd
Landsbókasafnsins. Maístjarnan,
ljóðabókaverðlaun Rithöfunda-
sambands Íslands og Lands-
bókasafns Íslands – Háskóla-
bókasafns, verður veitt í annað sinn í
Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi
ljóðsins. Verðlaunafé er 350 þús. kr.
Maístjarnan er einu verðlaun á Ís-
landi sem veitt eru eingöngu fyrir út-
gefna íslenska ljóðabók. Verðlaun-
unum er ætlað að hvetja skáld til að
yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljóðskáldin Frá afhendingu tilnefninga í Gunnarshúsi í gær.
Fimm ljóðskáld voru til-
nefnd til Maístjörnunnar
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í