Morgunblaðið - 04.05.2018, Side 16

Morgunblaðið - 04.05.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 / Audi.is Úr vönduðu að ráða Nokkrar gerðir Q5 á einstöku verði 5 á ra á b yr g ð fy lg ir fó lk sb íl u m H E K L U a ð u p p fy ll tu m á k væ ð u m á b yr g ð a rs k il m á la . Þ á e r a ð fi n n a á w w w .h e k la .i s/ a b yr g d Audi Q5 Sport Quattro Listaverð 8.650.000 kr Tilboðsverð frá 7.290.000 kr. Dæmi: Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Fyrsta sjálfstýrða bifreiðin á Íslandi, af fjórða stigi sjálfkeyrandi bifreiða, var til sýnis og reynslu á ráðstefnunni Snjallborgin Reykjavík, sem fram fór í Hörpu í gær. Bifreiðinni var ekið 250 metra hring við Hörpu og farþegar í fyrsta akstri voru Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherrra og Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri, en allir gestir Snjall- borgarinnar sem vildu fengu einnig að fara rúnt. Fram kemur á vefsíðu framleiðanda að bifreiðin, sem er rafknúin, sé af gerðinni Nayva Arma og sé nú þegar í notkun í borgunum Sion, Detroit, Lyon og Las Vegas. Hún kemst um 100 km á einni hleðslu sem dugir í 8 tíma og er hámarkshraði 45 km/klst. Bifreiðin tekur 11 farþega í sæti og fjóra standandi að auki. Hún er með drif að framan og aftan og keyrir jafnt fram og til baka. Enginn undir stýri „Eins og nafnið gefur til kynna er enginn undir stýri, þar sem ekkert er stýrið, en bifreiðin er forrituð fyrir ákveðna leið og skynja leysigeislar um- hverfi bílsins. Bifreiðin er frá danska fyrirtækinu Autonomous Mobility og kemur hingað til lands á vegum bif- reiðaumboðsins Heklu, en danska fyr- irtækið Semler Group á eignarhlut í báðum fyrirtækjum,“ segir í tilkynn- ingu. „Við leitumst við að horfa til þess hvernig bílar framtíðarinnar verða og framtíðarsýn okkar er skýr, að koma með lausn á hvernig fólk kemst á milli staða með sem hagkvæmustum og vistvænustum hætti. Sjálfkeyrandi bílar eru næsta skref,“ segir Peter Sor- genfrei, framkvæmdastjóri Autonomo- us Mobility, en hann hélt erindi á Snjallborgarráðstefnunni í gær. ,,Það er afar ánægjulegt að fyrsta sjálfkeyrandi bifreiðin hafi verið próf- uð hér á Snjallborgarráðstefnunni í dag þar sem verið er að ræða fram- tíð Reykjavíkur og hvaða nýjungar eru framundan í innviðum og þjón- ustu borgarinnar. Tæknin er kom- in mjög langt. Þetta snýst fyrst og fremst um vakningu varðandi inn- viði, lög og reglugerðir sem snúa að sjálfkeyrandi bílum þannig að við verðum tilbúin fyrir þessa sjálfstýrðu framtíð sem er hand- an við hornið,“ segir Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri Snjallborgarinnar Reykjavíkur. Sjálfrennireið ók með gestina  Sjálfstýrð bifreið var á meðal þess sem var sýnt á Snjallborginni Reykjavík  Gestir fengu að fara rúnt við Hörpu  Snjallgötulýsing með LED-ljósgjafa gæti sparað yfir 90% í raforkukostnaði Ljósmynd/Aðsend Enginn undir stýri Sigurður I. Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í fyrstu ferð sjálfkeyrandi bifreiðarinnar í gær. Guðjón L. Sigurðsson, lýsingar- hönnuður hjá fyrirtækinu Liska, hélt erindi um ljósvist á Snjall- borgarráðstefnunni. „Með því að skipta um gömlu kvikasilfurslýsinguna í ljósastaur- um og nota LED-ljósgjafa í staðinn, ásamt því að bæta við sjálfvirkri miðnæturdimmingu, þá væri hægt að ná allt að 83% orkusparnaði. En með því að nota skynjaratækni að auki, þá væri hægt að ná yfir 90% sparnaði,“ segir Guðjón í samtali við Morgunblaðið. Akureyri og Árborg eru komin vel á veg með að taka LED-ljósgjafa í notkun og um 450 slíkir hafa þeg- ar verið settir upp í Reykjavík auk skynjara sumstaðar. Guðjón segir LED-ljósgjafann búinn sendi sem bjóði upp á mögu- leika á að einstakir lampar láti t.d. vita ef þeir þarfnast viðhalds og að hægt væri að fjarstýra lýsingu þeirra frá stjórnstöð. LED- ljósgjafinn endist í 15-20 ár, því ætti að vanda til verks hvað varðar ljósvist, segir Guðjón að lokum. Gunnar Hansson, markaðs- stjóri hjá Farsýn, kynnti snjall- stýringu á götu- og stígalýs- ingum. Skynjarar á ljósastaurum geti t.d. numið birtustig eða manneskjur eða farartæki á ferð og stillt lýsingu eftir því. Þeir nemi hreyfingu og auki lýsingu á meðan en deyfi eða slökkvi á henni þegar viðkom- andi er farinn hjá. Með því ná- ist orkusparnaður og betri þjónusta. Snjallir ljósastaurar geta skynjað þörf fyrir lýsingu NÝJUNGAR Í LÝSINGU OG LJÓSASTÝRINGU SPARA GRÍÐARLEGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.