Morgunblaðið - 04.05.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.05.2018, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert með óþarflega miklar áhyggj- ur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæm- ur og þú heldur. Mundu að erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri að- stöðu sem þú lendir í en þarft þó að taka á öllu sem þú hefur. Illu er best aflokið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Farðu varlega því ein- hver reynir að villa þér sýn. Reynsla þín, álit, skoðanir og tilfinningar eru algerlega ein- stakar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Spennandi tilboð gætu borist þér til eyrna í dag. Leggðu þig allan fram og þá mun framlag þitt verða mikils metið. Litlar dyggðir eru stórir áfangar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Njóttu þess að ræða málin og freista þess að fá botn í hlutina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þín bíða listræn viðfangsefni á næst- unni, sama hvert lifibrauð þitt er. Sum svörin liggja í augum uppi en önnur þarftu að finna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Réttu fram hjálparhönd þar sem hennar er þörf. Sjálfstraust þitt mun verða öðrum innblástur og gæfan fylgir þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hef- ur gert hingað til. Reyndu að fylgjast vel með því sem er að gerast í kring um þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólk er óvenju gagnrýnið í dag og því er þetta er ekki heppilegur dagur til mik- ilvægra fjölskylduviðræðna. Hlustaðu vand- lega á það sem aðrir segja og dragðu þínar ályktanir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur reynt á þolinmæðina að þurfa að hafa hlutina fyrir sig. En mundu að allt sem þú dæmir í öðrum gætirðu fundið innra með sjálfum þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það gengur ýmislegt á í kring um þig og þess vegna ríður á miklu að þú haldir ró þinni hvað sem á dynur. Skilningur þinn á þörfum vina og nágranna er meiri en endra- nær. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér gengur flest í haginn þessa dag- ana og átt það skilið, því þú hefur lagt hart að þér til að koma hlutunum í höfn. Þú finn- ur til örlætis og þarft að fá tækifæri til að sýna það. Falsvonir“ gerir Helgi R. Ein-arsson sér að yrkisefni: Í raun er hún frekar fyndin forboðna, lævísa girndin. Ýfir upp löngun, áræði’ og döngun. Upp er svo migið í vindinn. Og veltir fyrir sér „veikum grunni“: Hugrún í gildruna gekk er gullhring frá Sigurði fékk, en lánið er valt og var ekki falt. Á bláþræði hamingjan hékk. Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson orti á Boðnarmiði á mánudags- kvöld: Kvöldið birtist kalt og svalt, kul í andlit bítur. Myrkrið leggst nú yfir allt svo enginn dagsljóss nýtur. Krummi Hrafns krunkar: „Næt- urfrost í kortunum:“ Söngfuglanna sumarkór sýndist flest á kosið en vorið kom og vorið fór, vorið senn er frosið. Skógarþrasta greddugarg glymur spart í nótt Laus við herjans leiða þvarg í laupnum sef ég rótt. Sagan endurtekur sig – Hall- mundur Kristinsson yrkir: Nú fjáðir menn í flestum löndum, sem fagna löngum eigin hag og sínum auði bindast böndum banka geta keypt í dag. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir er með á nótunum: Ekki hugsa maður má mein er það til ára. Bankar geta borið þá beint í glötun sára: Alltaf er gott að rifja upp gamlar vísur: Sigurður Gíslason kvað margt, sá var skáld í Dölum; sumt var gaman, sumt var þarft, sumt vér ekki um tölum. Hér er mannlýsing, – svo langt sem hún nær: Það er í einu orði sagt og að fullu sannað að þér er flest til lista lagt – lygin jafnt og annað. Páll Vídalín orti: Einatt heyri ég eitthvað nýtt, ýmist gerir að viðra, núna kemur á norðan hlýtt, njóti þeir þess hér syðra. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af mannlegum breysk- leika og veðrinu Í klípu “HANN ER BARA AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. REYNDU AÐ BÍTA EKKI HÖFUÐIÐ AF HONUM.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERS KONAR MONTRÆFILL ERT ÞÚ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem gerist þegar samtalið klárast. 24 KLUKKU- TÍMAR Í DEGI EÐA, EINS OG ÉG KALLA ÞAÐ… 5 MÁLTÍÐIR, 4 BLUNDAR, 11 NÖSL OG NOKKRIR SJÓNVARPSÞÆTTIR ÞAÐ VERÐUR BRÁÐUM SVALT Í LOFTI! JÁ! ÉG ELSKA HAUSTIÐ! ÉG VAR AÐ TALA UM YFIRVOFANDI HEIMSÓKN MÓÐUR ÞINNAR! Kunningi Víkverja hefur upp á síð-kastið tileinkað sér breytt hug- arfar. Er orðinn öllu jákvæðari en áður og kemur sífellt á óvart þegar kunn- ingjanum tekst að finna pollýanska vinkla á aðstæðum sem upp kunna að koma hér á eyjunni. x x x Í gærmorgun birti hann mynd afhvítri jörð í höfuðstaðnum og snjó- komu, sem kunninginn tók líklega frá vinnustað sínum 3. maí 2018. Eftir að hafa „barist í gegnum veðrið“ og til vinnu þá gat kunninginn engu að síður séð björtu hliðarnar á tilverunni eins og Stormskerið og Stebbi Hilmars gerðu um árið. x x x Kunninginn skrifaði á samskipta-miðla um leið og hann birti mynd- ina: „Þegar veðrið er svona á Íslandi í maí er ágætt að muna að við fáum ekki mannskæðar hitabylgjur eða fellibylji #blessings.“ x x x Lengi er greinilega hægt að finnaleiðir til að sætta sig við veðrátt- una við nyrsta haf. En jú, hitabylgjur eru líklega nokkuð sem við þurfum ekki að hafa ýkja miklar áhyggjur af. Víkverji man þó eftir einni fyrir um fimmtán árum seint í ágúst. Var það einkennileg upplifun en líklega var bylgjan ögn mildari hér en sunnar í álf- unni. x x x Í snjókomunni í gær spurði annarkunningi Víkverja eftirfarandi spurningar: „Veist þú hvenær vatns- rennibrautagarðurinn í Úlfarársdal sem Björn Ingi lofaði verður opnaður?“ x x x Ef til vill hefur veðráttan kallað framþörf hjá kunningjanum til að kæla sig örlítið en auðheyrt var á honum að hann var svekktur út í sinn gamla vinnufélaga að hafa ekki skilað garð- inum í Úlfársdalinn. „Kominn smá spenningur í mig. Pantaði skýlu úr Freemans,“ sagði kunninginn. Víkverji ætlaði að nefna þetta við samstarfs- félaga sinn sem sýndi þessu engan áhuga og þóttist vera í símanum að fal- ast eftir viðtali við meðlimi Slayer. vikverji@mbl.is Víkverji Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis- kunn þeim er óttast hann. (Sálm: 103.13) Fæst í Apóteki Garðabæjar og Lyfjaveri Suðurlandsbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.