Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Dregið hefur úr fjölda umsókna um alþjóðlega vernd, aðallega frá rík- isborgurum „öruggra“ ríkja, sam- kvæmt upplýsingum frá Rauða krossi Íslands. Fjöldi umsókna frá öðrum ríkjum hefur að mestu staðið í stað. Á fyrsta ársfjórðungi bárust 138 umsóknir en á sama tímabili í fyrra voru þær 226 talsins. Með breytingu á reglugerð um út- lendinga í september 2017 var þrengt nokkuð að réttindum og möguleikum umsækjenda frá „öruggum“ ríkjum. Málshraði stytt- ist töluvert, samkvæmt upplýsingum frá Brynhildi Bolladóttur, upplýs- ingafulltrúa Rauða krossins. „Í þeim málum voru andmæli og lög- fræðilegar greinargerðir talsmanna Rauða krossins í flestum tilvikum að- eins munnlegar í hælisviðtali en ekki skriflegar og heimild til þess að birta ákvarðanir án rökstuðnings sam- dægurs. Þá drógu umsækjendur um- sóknir sínar oft til baka þegar rétt- arstaða þeirra var útskýrð. Mat okkar er þannig að málaálag nú sé ekki svo ólíkt því sem áður hefur ver- ið, þar sem umsækjendum frá öðrum ríkjum en þeim sem talin eru „örugg“ hefur fækkað en málum sem falla í svokallaða hefðbundna efnis- meðferð og mál sem eru rekin á grundvelli Dyflinnarreglugerð- arinnar hafa aukist en þau mál eru oft og tíðum þyngri í vöfum auk þess sem þau sátu oft á hakanum á meðan unnið var í umsóknum frá „öruggum ríkjum““. Fimmtán lögfræðingar hafa starf- að hjá Rauða krossinum síðan í haust. Enn er þörf fyrir krafta þeirra þrátt fyrir fækkun umsókna. Lengst af árunum 2016 og 2017 var undir- mannað og álag mikið. Rauði krossinn undirritaði nýlega þriggja ára samning við dóms- málaráðuneytið og Útlend- ingastofnun um talsmannaþjónustu. Þar segir m.a. að þurfi að gera breyt- ingar á mannauði Rauða krossins eigi að taka tillit til fjölda þeirra sem starfa við málaflokkinn, þ.e. lögfræð- inga hjá Útlendingastofnun og hjá kærunefnd útlendingamála. Það er til að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist. Samráð um álag og mannahald Haldnir verða fundir ársþriðjungs- lega þar sem farið verður yfir álag, fjölda umsókna og framtíðarhorfur. Þar verður ákveðið hvort fjölga þarf eða fækka starfsmönnum og verður það ekki gert nema í samráði við Út- lendingastofnun og dómsmálaráðu- neytið, að sögn Rauða krossins. Hins vegar hefur verið skorið nið- ur um tæp tvö stöðugildi í fé- lagsþjónustu og félagslegu starfi með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Rauði krossinn hefur reynt að skerða þjónustuna við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem allra minnst. Þó hefur t.d. heimsóknum í afskekkt búsetuúrræði fækkað, lengri bið er eftir viðtalstímum og eftirfylgd með málum hefur minnk- að. Færri hælisumsóknir en næg verkefni  Rauði krossinn hefur samið um að taka að sér talsmannaþjónustu AFP Grikkland Gríðarlegur fjöldi hefur leitað til Evrópu og óskað eftir vernd. „Varðandi fullyrðingar um sorp- geymslur við Bríetartún 9-11 þá valdi Eykt að koma fyrir svokölluð- um djúpgámum í stað hefðbundinna sorpíláta. Tryggja þurfti aðgengi sorphirðubíls við losun þeirra, að- stöðu til flokkunar og næga rýmd fyrir 94 íbúðir þar sem gámunum verður ekki breytt eftir að húsið er risið líkt og með hefðbundin sorpílát. Það ferli tók lengri tíma en Eykt hafði gert ráð fyrir en ekki af völdum borgaryfirvalda,“ segir í athuga- semdum sem umhverfis- og skipu- lagssvið Reykjavíkurborgar sendi Morgunblaðinu vegna fréttar sem birtist í blaðinu 8. maí síðastliðinn. Þar var fjallað um framkvæmdir í miðbæ Reykjavíkur og talað við stjórnarformann Eyktar sem sagði meðal annars hægagang í skipulags- kerfinu í Reykjavík hafa tafið mikið fyrir uppbyggingu á Höfðatorgi með tilheyrandi kostnaði. Var í umræddri frétt einnig fjallað um framkvæmdir við Bríetartún, Katrínartún og Laugaveg. Að sögn Reykjavíkurborgar var aldrei gerð krafa um að sorpið við Bríetartún 9-11 yrði flokkað til end- urvinnslu í sex flokka, líkt og greint var frá. „Þar gætir misskilnings, tal- in var þörf á 5-6 djúpgámum til að rúma þann úrgang og endurvinnslu- efni sem féll til við húsið en flokkunin yrði í 5 flokka líkt og annars staðar, þ.e. blandaðan úrgang, pappír, plast, málm og gler,“ segir í athugasemd- um borgarinnar. Í sömu frétt sagði stjórnarformað- ur Eyktar úttektarmann frá bygg- ingarfulltrúa hafa neitað að taka út vinnu við Katrínartún 4. Er yfirmað- ur úttektarmannsins sagður hafa sagst vera að fara í frí og að þá væri hægt að klára málið. „Fullyrt er í greininni að úttektarmaður hafi neit- að að taka út byggingu, en ekki sagt frá því að í ljós hafi komið við úttekt að byggingaaðili hafi notast við burð- arvirki sem ekki hafði hlotið sam- þykki og var farið fram á að burðar- þolshönnuður staðfesti útfærslu þess með áritun á hönnunargögn. Það gekk nokkuð hratt fyrir sig og eru dylgjur um aðkomu yfirmanns eins og sagt er ekki réttar,“ segir einnig í athugasemdum borgarinnar. Breytingar voru kynntar Þá var aðalskipulag Reykjavíkur einnig nefnt til sögunnar í viðtalinu og fullyrt að borgin hefði breytt því án þess að tilkynna verktökum það sérstaklega. „Breytingar á aðal- skipulaginu voru kynntar með lög- bundnum hætti og að undangengnu löngu samráðsferli í öllum borgar- hlutum. Síðasta breytingin sem gerð var á aðalskipulaginu sumarið 2017 og varðaði Höfðatorg, ásamt fjölda annarra byggingarreita í borginni, fól það í sér að íbúðum á reitum var fækkað enn frekar eða í 180 íbúðir, til samræmis við þá uppbyggingu sem þegar var orðin. Hún var þannig ívilnandi fyrir lóðarhafa, miðað við eldri ákvæði og gerði honum kleift að auka vægi atvinnuhúsnæðis á reitn- um,“ segir einnig í athugasemdum frá Reykjavíkurborg, en þær má nálgast í heild sinni á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Höfðatorg Víða má sjá nýbyggingar spretta upp í Reykjavíkurborg. Borgin vísar gagnrýni á bug  Gerir athugasemdir við fréttaflutning Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sakar Alþýðusamband Ísland (ASÍ) um að vera þrýstiafl fyrir viðsemjendur verkalýðsfélaganna og hótar að lýsa vantrausti á for- ystu ASÍ vegna auglýsingar á Fa- cebook-síðu samtakanna. Ragnar sendi í vikunni fjölda tölvupósta sem stílaðir voru á alla sem fá fréttamola ASÍ og hefur Morgun- blaðið þá undir höndum. Í mynd- bandi ASÍ, sem birt er undir yf- irskriftinni „Kjarabætur snúast ekki um krónur heldur hvað fæst fyrir þær. Það heitir kaupmáttur“, er farið yfir staðreyndir um kjara- bætur og kaupmáttaraukningu frá árinu 1970 til ársins 2016. „Það er dapurlegt til þess að vita að Alþýðusamband Íslands noti fjármuni hreyfingarinnar til að lobbía fyrir okkar helstu viðsemj- endur,“ ritar Ragnar í fyrsta tölvu- pósti sínu og sakar þar ASÍ um að setja kaupmátt launa fram á vill- andi hátt. „Hér varð hrun“ Ragnar segir myndband ASÍ ekki mála rétta mynd af stöðu launafólks á Íslandi og er afar ósáttur við fullyrðingar stjórn- valda, ASÍ og Samtaka atvinnulífs- ins um ástand launþega á Íslandi í skrifum sínum. „Að endingu er ekki minnst á það að hér varð hrun þar sem tug- þúsundir landsmanna töpuðu aleig- unni og þúsundir misstu vinnu. Sami hópur og fleiri til enduðu á leigumarkaði og eru fastir undir hælnum á stóru leigufélögunum sem hækka leigu um tugi þúsunda á 12 mánaða fresti. Eftir hrun flúðu þúsundir Íslendinga lífskjörin sem hér voru í boði og ekki er að sjá biðraðir af sama fólki snúa aft- ur í góðærið sem hér virðist ríkja samkvæmt fullyrðingum SA og stjórnvalda og nú ASÍ.“ Hann krefst þess einnig að ASÍ biðji félagsmenn sína afsökunar á þeirri stöðu sem uppi er í dag í vaxta- og húsnæðismálum og segir traust til sambandsins vera horfið. „Krafan um nýjar áherslur er skýr þar sem brauðmolakenningum for- seta ASÍ er hafnað svo ekki verði um villst og traust til Alþýðusam- bandsins skrapar botninn í sam- félaginu samkvæmt nýjustu könn- unum,“ ritar Ragnar sem spyr hvort það þurfi að fara í frekari uppgjör innan raða verkalýðshreyf- inganna áður en „sótt sé fram á“ viðsemjendur þeirra áður en hann hótar vantrausti. „Ég fer fram á að auglýsingin verði tafarlaust tekin úr birtingu, að öðrum kosti mun ég lýsa yfir vantrausti á þá sem bera ábyrgð á henni og safna til þess fleiri formönnum sem áhuga hafa á að skrifa undir,“ ritar Ragnar und- ir lok töluvpóstins. Mun ekki banna umræðu Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, svarar nokkrum af póstum Ragn- ars í samskiptum þeirra á milli. Hann segir í samtali við Morg- unblaðið gagnrýni Ragnars á for- ystu ASÍ ekki nýja af nálinni. Spurður hvort það hafi komið til greina að verða við hótunum Ragn- ars um að taka myndbandið af net- inu, segir Gylfi það ekki rétt að banna umræðu. „Nei, ég sit ekki undir því að menn geti bara bann- að umræðu. Þetta var rætt í Mið- stjórninni og menn töldu það ein- faldalega mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri við okkar aðildarfélög og hvetja til umræðu í okkar aðildarsamtökum,“ segir Gylfi. „Það er ljóst að það eru skiptar skoðanir innan okkar hreyfingar. Mér finnst ágætt að þetta myndband og efni þess fái umtal. Ég tel mjög mikilvægt að það sé rætt opinskátt og málefna- lega hvaða baráttuaðferðir skili okkar félagsmönnum sem bestum árangri. Það verður ekki gert með því að banna umræðu eða banna samtal.“ Hann segir mikilvægt að fé- lagsmenn fái upplýsingar um kjarastefnuna en slíkar upplýsing- ar eigi ekki að vera bara í höndum formanna. Þá þykir honum miður að fréttamolapóstur ASÍ hafi orðið vettvangur fyrir slíka umræðu, en það er ekki ætlunin með frétta- póstinum. „Margir þeirra sem fengu þessa pósta kærðu sig ekki um það enda óska þeir eftir frétta- molunum, ekki einhverjum yfirlýs- ingum.“ Gylfi segir að hlutverk ASÍ sé að stuðla að samtali, en í október nk. verður þing ASÍ haldið þar sem hægt verður að taka um- ræðu og ákvarðanir í formi álykt- ana. „Það er ekki eins og Ragnar hafi ekki tjáð sig áður um kjarastefn- una. Þeir hafa beitt miklum áróðri gegn þeirri stefnu sem Alþýðusam- bandið hefur staðið fyrir í býsna mörg ár og telja svo að ef ASÍ fjallar um hvað felist í stefnunni þá sé ASÍ að misnota aðstöðu sína. Það getur ekki verið þannig að menn ætli að nálgast stefnumörkun svona samtaka á grundvelli boða og banna og hvað sé leyfilegt að ræða og hvað ekki.“ Hótar vantrausti á ASÍ vegna myndbands  Auglýsing ASÍ um kaupmáttaraukningu fer illa í formann VR Auglýsing ASÍ Í myndbandinu rekur ASÍ staðreyndir um kaupmáttaraukn- ingu og segir kjarabætur ekki snúast um krónur heldur hvað fæst fyrir þær. Ragnar Þór Ingólfsson Gylfi Arnbjörnsson Vilhjálmur Hilmarsson, sérfræðingur í greiningum hjá Samtökum iðnaðar- ins, segir tafir á byggingarframkvæmdum í stjórnsýslu sveitarfélaga skapa aukakostnað fyrir samfélagið. Sá kostnaður birtist m.a. í hærra fast- eignaverði. Umframkostnaði verði óumflýjanlega að hluta velt út í verðlag íbúða. Tafir í afgreiðslu sveitarfélaga komi þannig niður á almenningi og ýti undir húsnæðiseklu á markaðnum. »ViðskiptaMogginn Tafir hækka mjög verð íbúða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.