Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 DvergríkiðAndorra&Spánn sp ör eh f. Sumar 20 Glæsileg vikuferð til Andorra dvergríkisins og Tossa de Mar á Spáni þar sem við kynnumst mannlífi og merkri sögu lítillar þjóðar í Pýreneafjöllunum og njótum sólar á gylltri Costa Brava ströndinnið. Á ferð okkar um sveitir landsins svífur rómantíkin yfir og á vegi okkar verða töfrandi bæir. Við endum ferðina í glæsilegu heimsborginni Barcelona. 26. ágúst - 2. september Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 169.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað umsókn Reykjavíkurborgar um undanþágu frá banni við óum- beðnum fjarskiptum, en borgin vildi senda hópskilaboð á unga kjósendur í Reykjavík í þeim tilgangi að auka kjörsókn. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að beiðni Reykjavíkurborgr hefði verið með þeim hætti, að borgin teldi að ákveðnir hópar stæðu höllum fæti, hvað varðar kosningaþátttöku. „Við erum búin að taka formlega ákvörðun í þessu máli, um að hafna beiðninni og bendum á að við teljum að Persónuvernd hafi, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, heimild til þess að veita undanþágu. Ef Per- sónuvernd telur að þessi skilyrði séu ekki uppfyllt, þá nær málið ein- faldlega ekki lengra,“ sagði Hrafn- kell. „Meginreglan er sú að ekki er heimilt að stunda það að senda kosningaáróður í tölvupósti eða sms-skilaboðum, nema ákveðin skil- yrði séu uppfyllt, þ.e.a.s. að móttak- andi hafi skráð sig fyrirfram o.s.frv. Um þetta höfum við margfjallað um í okkar ákvörðunum í gegnum tíð- ina,“ sagði Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun kvað upp úrskurð sinn í byrjun mánaðar- ins og veitti borginni frest til and- mæla til 7. maí. Andmæli bárust ekki til Póst- og fjarskiptastofnunar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Persónu- vernd hefði borist erindi með ofan- greindri beiðni um undanþágu frá banni við óumbeðnum fjarskiptum frá Reykjavíkurborg 2. maí sl. Málið væri í vinnslu hjá Persónuvernd og hún átti von á því að hægt yrði að svara borginni öðrum hvorum meg- in við helgina. Óheimilt að senda áróður með sms  Beiðnin er komin til Persónuverndar Hrafnkell V. Gíslason Helga Þórisdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sóknarnefnd Háteigskirkju leggst alfarið gegn breytingum á aðalskipulagi borgarinnar og áformum um byggingu íbúða á Sjómanna- skólareit. „Sóknarnefnd er alfarið á móti þess- um áformum, sem myndu hafa gríðarleg áhrif á starfsemi kirkjunnar,“ segir Sigríður Guð- mundsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar. Málið var rætt á aðalsafnaðarfundi síðasta sunnudag og var sóknarnefnd falið að taka saman umsögn um málið og senda borginni rökstudd mótmæli. Miðsvæðis og fjöldi bílastæða „Kirkjan byggir sitt starf fyrst og fremst á sóknargjöldum, en þau hafa lækkað á und- anförnum árum, meðal annars vegna úrsagna úr Þjóðkirkjunni,“ segir Sigríður. „Hins vegar byggjum við starfið að hluta á rekstri safn- aðarheimilis með leigu fyrir brúðkaupsveislur, erfidrykkjur, afmæli og fleiri samkomur. Það hefur gengið þokkalega meðal annars vegna þess að við erum miðsvæðis og hér er fjöldi bílastæða.“ Hún segir að nú þegar sé talsverð starfsemi á reitnum og hún hafi áhyggjur af því ef bíla- stæði verði skert. „Hvað gerist svo ef þarna koma 120 íbúðir og hvar á að koma 120 bílum fyrir ef við miðum við að aðeins einn bíll fylgi hverri íbúð,“ spyr Sigríður. Hún segir að fyrstu upplýsingar hafi sóknar- nefnd fengið frá fólki í íbúasamtökunum Vinum saltfiskmóans. Borgin hafi ekki haft samband vegna þessara áforma. „Þessi reitur ætti að vera friðaður og margir héldu að svo væri,“ segir Sigríður. „Þarna eru trúlega síðustu minjar um stakkstæði og þurrk- un saltfisks í Reykjavík og með það í huga eru fyrirhugaðar framkvæmdir illskiljanlegar. Þar fyrir utan er ekkert annað náttúrulegt útivist- arsvæði eftir í hverfinu.“ Þess má geta að í athugasemdum sem Vinir Saltfiskmóans hafa sent borginni kemur fram að stakkstæði hafi í eina tíð einnig verið á mót- um Stakkahlíðar og Háteigsvegar þar sem kirkja Óháða safnaðarins er nú. Götuheitin Stakkholt og Stakkahlíð beri þessari atvinnu- sögu hverfisins vitni. Brautargengi í hverfakosningu Í athugasemdunum kemur einnig fram að í síðustu hverfakosningu (Hverfið mitt) hlaut til- laga íbúa í nágrenni Saltfiskmóans um að merkja stakkstæðið brautargengi. Markmið merkingarinnar er að varðveita söguminjarnar, vekja á þeim athygli og gera þær aðgengilegri almenningi. Þá hafa Vinir Saltfiskmóans óskað eftir því við borgaryfirvöld að fá að taka Saltfiskmóann í fóstur með það að markmiði að hirða um reit- inn, snyrta gróður eftir þörfum, tína rusl og halda móanum snyrtilegum, bera möl á gang- stíga og koma upp ruslatunnum og bekkjum til að gera hverfisgarðinn að hentugra útivistar- svæði fyrir íbúa hverfisins, aðra borgarbúa og ferðafólk sem leið á um þennan fallega nátt- úrugarð. Ljósmynd/Helga Fietz/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á stakkstæðinu Börn við vinnu á saltfiskreit á Rauðarárholti sumarið 1954 þar sem saltfiskur var sólþurrkaður. Hús við Stangarholt í bakgrunni. Sóknarnefnd gegn breytingum  Breytingar á Sjómannaskólareit hefðu mikil áhrif á starfsemi Háteigskirkju  Undirbúa að senda borginni mótmæli  Reiturinn ætti að vera friðaður Minjastofnun Íslands hefur óskað eft- ir að fá fyrirhugaða breytingu á aðal- skipulagi á Sjómannaskólareit til um- sagnar. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, minjavörður Reykjavíkur og nágrennis á Minjastofnun, segir að skoða þurfi allt skipulagssvæðið með tilliti til menningarminja samkvæmt lögum um menningarminjar þar sem vitað sé að séu friðaðar fornleifar. Hús Sjómannaskólans var friðlýst af menntamálaráðherra 2008 að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar. Vatnstankarnir á Rauðarárholti eru frá 1915 og njóta friðunar sem forn- leifar. Þá má nefna að fyrst var byrjað að nota Saltfiskmóann, sem stakk- stæði árið 1920. Óskar eftir að veita umsögn MINJASTOFNUN ÍSLANDS Búið er að framlengja gæsluvarð- hald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa misnotað og nauðgað 18 ára dreng í fleiri daga, þ.e. dagana 6. til 11. janúar síðastliðinn, tekið af honum óviðeigandi ljós- og hreyfi- myndir og brotið ítrekað gegn nálg- unarbanni. Var framhaldið fram- lengt síðastliðinn föstudag til 1. júní næstkomandi. Aðalmeðferð málsins lauk 26. apríl síðastliðinn og standa vonir til þess að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna frá þeim tíma, segir Óli Ingi Ólason hjá embætti ríkissak- sóknara í samtali við mbl.is. Dóms- uppkvaðning kann hins vegar að dragast eitthvað ef annasamt er hjá dómara í málinu. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Morgunblaðið/Ófeigur Dómur Aðalmeðferð í kynferðis- brotamálinu lauk 26. apríl sl. Varðhald framlengt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.