Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Áeyjunni Tulipop býrsveppastrákurinn og nátt-úruunnandinn Bubble,systir hans Gloomy, sem er hugrökk og ævintýragjörn upp- finningamanneskja, furðuverurnar Fredd, Miss Maddý, herra Tré og mamma Skully og fleiri geðþekkar verur sem allar búa yfir mannlegum kostum og göllum. „Tulipop er sann- kölluð ævintýraeyja með skraut- legum persónum þar sem megin- skilaboðin eru að enginn sé full- kominn og fjölbreytileikinn frábær,“ segir Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri hönnunarfyrirtæk- isins Tulipop, sem hún og Signý Kolbeinsdóttir, teiknari og vöru- hönnuður, stofnuðu árið 2010. Tulipop snýst um Tulipoppara; karaktera sem Signý hefur gefið líf í gegnum myndheim, sem og alls kon- ar tilheyrandi varning, mjúkdýr, töskur og fleira. Þær stöllur hófu fljótlega landvinninga og opnuðu skrifstofu í New York þar sem Signý hefur starfað í tvö ár á meðan Helga heldur um stjórnartaumana hér heima. Síðan hefur margt drifið á daga Tulipopparanna. „Nýjasta nýtt er að í kvöld tala þeir í fyrsta skipti opin- berlega íslensku,“ segir Helga stolt af sínum og skírskotar til fyrsta þáttar í tíu þátta teiknimyndaseríu, sem frumsýndur verður á RÚV í kvöld kl. 18.47. Hver þáttur er tvær og hálf mínúta. Skemmtilegt og lærdómsríkt „Stjörnulið íslenskra leikara ljær Tulipoppurunum rödd sína. Ólafur Darri Ólafsson talar fyrir Fred, eina aðalpersónu þáttanna, eins og hann gerði reyndar líka í ensku útgáfunni. Meðal annarra leikara eru Salka Sól, Ólafía Hrönn og Laddi. Tónlistin í þáttunum er eftir Herdísi Stefánsdóttur og James Newberry, en Úlfur Eldjárn samdi upphafsstefið.“ Fyrir sléttu ári fengu þær Signý og Helga handritshöfundinn Tobi Wilson til að vinna með sér handritið, en hann hefur skapað sér nafn í heimi teiknimynda, sem einn helsti handritshöfundur þáttaraðar- innar The Amazing World of Gum- ball. „Við framleiðum þættina í sam- starfi við bandaríska fyrirtækið Wildbrain, sem er leiðandi í fram- leiðslu afþreyingarefnis fyrir vef- miðla. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ferli að búa til okkar fyrstu teiknimyndir byggðar á Tulipop-ævintýraheim- inum. Upphaflega var hugmyndin að sýna fyrstu seríuna einungis á rás Tulipop á YouTube, en við- brögðin voru svo góð að við ákváðum í samstarfi við RÚV að tal- setja seríuna á íslensku,“ segir Helga. Ensku þættirnir fóru í loftið á rás Tulipopparanna í október, áhorfið er komið í 1,5 milljónir og eru helstu aðdáendur Tulipoppar- anna í Bandaríkjunum og Kanada. „Ný tíu þátta sería er komin í fram- leiðslu og stefnt að því að fyrsti þátturinn fari í loftið síðsumars,“ segir Helga og bætir við að einnig sé í bígerð að talsetja þá þætti á ís- lensku. Yndislegir en meingallaðir Af öðru á döfinni hjá Tulipop nefnir hún að viðræður standi yfir við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um að framleiða 52 þátta seríu þar sem hver þáttur yrði 11 mínútur. „Klass- ísk sjónvarpssería af því taginu er gríðarlega stórt verkefni sem tekur minnst tvö ár og er rosalega spenn- andi. Næstu skref er að gera fleiri stutta og skemmtilega þætti, sem væntanlega verða sýndir á RÚV í haust. Núna erum við að hefja tal- setningar á þýsku og spænsku, sem verða tilbúnar í sumar. Fyrr en var- ir verða Tulipoppararnir farnir að tala mörgum tungum,“ segir Helga brosandi og fer að lokum fögrum orðum um mannkosti þessara litlu, krúttlegu ævintýravera: „Tulipoppararnir eru yndislegir en meingallaðir, svona bara eins og fólk er flest. Innblástur þeirra er enda fólkið í kringum okkur, kóm- ískir og fyndnir karakterar, sem enginn skortur er á í fjölskyldum og vinahópum flestra.“ Tulipopparar tala tungum Teiknimyndirnar um Tulipopparana hugljúfu verða frumsýndar með íslensku tali á RÚV í kvöld. Fram til þessa hafa þeir aðeins tjáð sig á ensku á Tulipop-rásinni sinni á YouTube, en nú hafa þeir lært íslensku og eru komnir langleiðina með að læra þýsku og spænsku. Og hver veit nema Tulipoppararnir eigi frekari frama í vændum, t.d. í 52 þátta sjónvarpsþáttaröð er fram líða stundir? Málamanneskjur Tungumálin eru Bubble, Gloomy, Maddý, Fred, Mömmu Skully og Herra Tré ekki til trafala. Athafnakonur Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir hjá Tulipop. „Tulipopparar eru kómískir og fyndnir karakterar, sem enginn skortur er á í fjölskyldum og vinahópum flestra.“ Mörgum finnst alltaf tilhlökkunar- efni á vorin að fara á útskriftarsýn- ingar listnema og virða fyrir sér verk upprennandi listamanna. Út- skriftarsýning nemenda Myndlista- skólans í Reykjavík ætti engan að svíkja, því á sýningunni eru verk eftir 114 nemendur sem stunda samfellt nám í dagskólanum. Sýn- ingin verður opnuð kl. 14 í dag, fimmtudaginn 10. maí, í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121, og verður opin kl. 13 til 18 frá föstudeginum 11. maí til og með mánudeginum 14. maí. Á sýningunni sýna nemendur á fyrra ári listnámsbrautar verk sem þeir hafa unnið í íslenskuáfanga við skólann en útskriftarnemendur úr eins og tveggja ára námi við deild- ina sýna sjálfstæð lokaverkefni. Nemendur á keramikbraut, list- málarabraut, teiknibraut og text- ílbraut sýna sjálfstæð verkefni en um er að ræða tveggja ára náms- brautir í myndlist, hönnun og list- handverki ætlaðar nemendum með stúdentspróf af listnámsbraut. Útskriftarsýning nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík 114 listnemar á ýmsum sviðum sýna afrakstur vetrarins Morgunblaðið/Jim Smart Listnám Í Myndlistaskólanum í Reykjavík læra nemendur meðal annars að beita aðferðum og tækni á fjölbreyttu sviði myndlistar og hönnunar. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Láttu dæluna ganga! Hjá Dynjanda færðu öflugar háþrýstidælur fyrir fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.