Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is M.BENZML 350 BLUETEC 4MATIC nýskr. 09/2013, ekinn 66 Þ.km, dísel (259hö), sjálfskiptur. Glæsilegt eintak! Verð 7.390.000 kr. Raðnúmer 287767 KIA SPORTAGE LUXURY nýskr. 03/2017, ekinn 59 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, 19“ felgur o.fl. Tilboðsverð 4.190.000 kr. Raðnúmer 230787 ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI MINI ONE COUNTRYMAN nýskr. 07/2014, ekinn 54 Þ.km, bensín, 6 gíra. Geggjaður bíll! Verð 2.880.000 kr. Raðnúmer 257394 KIA SPORTAGE EX nýskr. 03/2017, ekinn 60 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Mjög snyrtilegt og flott eintak! Tilboðsverð 3.950.000 kr. Raðnúmer 230790 KIA SPORTAGE LUXURY nýskr. 11/2016, ekinn 40 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, aukafelgur, krókur o.fl.Verð 4.290.000 kr. Raðnúmer 257865 Bílafjármögnun Landsbankans FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hörmulegar fréttir bárust frá Mar- okkó um miðjan apríl: að menn vopnaðir rifflum hefðu verið á ferð í skjóli nætur og stráfellt götuhunda í nokkrum fallegum strandbæjum. Dýraverndarsinnar, sem höfðu reynt að sinna þessum hundum, gelda þá og bólusetja, greindu frá voðaverkunum og birtu ljótar mynd- ir af blóðugum hræjum ferfætling- anna sem hafði verið staflað upp. Reyndust það vera stjórnvöld sem höfðu gert byssumennina út af örk- inni, en tilefnið var heimsókn sendi- nefndar FIFA sem var væntanleg til Marokkó til að skoða aðstæður og ákveða hvort landið fái að hýsa heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2026. Marokkó vildi sýna sendi- nefndinni sínar bestu hliðar og ein- hver hafði ákveðið að það að hafa hunda á vappi gæti farið illa í gest- ina. Aftökur og dauðsföll Götuhundarnir í Marokkó eru ekki þeir fyrstu sem gjalda fyrir offors stjórnvalda í tengslum við íþróttaviðburði. Mannréttinda- og dýraverndarsamtök hafa lengi bent á að alltof oft séu mannréttindi brot- in og dýravelferð fótum troðin þegar efnt er til stórra íþróttamóta. „Er skemmst að minnast Ólymp- íuleikanna í Ríó de Janeiro þar sem lögreglan gekk fram af mikilli hörku gegn ákveðnum samfélagshópum og tók fólk jafnvel af lífi án dóms og laga á götum úti,“ segir AnnaL- úðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International. „Þá hafa mannréttindasamtök mikl- ar áhyggjur af hörmulegum aðbún- aði farandverkafólks sem undirbýr HM í knattspyrnu í Katar árið 2022, en Amnesty International hefur kallað eftir umbótum þar að lútandi, að ofbeldisfullt atvinnuleyfiskerfi sem þar viðgengst verði bannað um leið og gerð verður rannsókn á þeim dauðsföllum sem orðið hafa í tengslum við undirbúning heims- meistaramótsins þar í landi.“ Hallgerður Hauksdóttir hjá Dýra- verndarsambandi Íslands segir líka algengt að dýrin líði fyrir íþrótta- viðburði mannfólksins. Þannig hafi stjórnvöld í Rússlandi verið harð- lega gagnrýnd fyrir að drepa þús- undir hunda í aðdraganda vetraról- ympíuleikanna í Sochi árið 2014 og grunsemdir hafi verið um hunda- dráp vegna Ólympíuleikanna í Bras- ilíu 2016. Þegar Kína hélt leikana ár- ið 2008 var hundum og köttum smalað af götunum í massavís og dýrin drepin með ómannúðlegum hætti. Íþróttahreyfingarnar hafa tekið sig á Góðu fréttirnar eru þær að það virðist horfa til betri vegar í þessum málum. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að hjá samtökum eins og alþjóðaólymp- íuhreyfingunni megi greina aukna meðvitund um mannúðarmál og þess sé betur gætt nú en áður að Ólymp- íuleikar bitni ekki á fólki, dýrum eða lífríki. Á síðsta ári samþykkti ólymp- íuhreyfingin nýjar reglur sem gera enn ríkari kröfur til þeirra landa sem hýsa leikana um að þau standi rétt að mannréttindamálum. „Fjöldi íþróttahreyfinga, mannréttinda- samtaka og annarra hagsmunaaðila hefur líka nýlega tekið höndum sam- an á nýjum vettvangi, Mega Sport- ing Events Platform for Human Rights (MSE Platform), þar sem unnið er að því með markvissum hætti að mannréttindi séu virt þegar stórir íþróttaviðburðir, af hvaða toga sem er, eru haldnir,“ segir hún. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir knattspyrnuhreyf- ingar á Norðurlöndunum m.a. hafa beitt sér sérstaklega í málum far- andverkamanna í Katar. Var Klara hluti af tuttugu manna sendinefnd sem skoðaði aðstæður og reyndi að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. „Knattspyrnusambönd Norðurlanda hafa sameinast um að þrýsta á móts- haldara og á FIFA um að ástandið í Katar verði bætt,“ segir hún og harmar að stór íþróttamót eins og HM í Katar skuli stundum eiga sínar skuggahliðar. „Það er okkar bjarg- fasta trú að við getum haft áhrif til góðs og að knattspyrna eigi að vera jákvætt sameiningarafl.“ Erum að bregðast íþróttafólkinu okkar Fréttirnar frá Marokkó benda þó til þess að enn sé pottur víða brot- inn. „Mér þætti viðeigandi að íþróttahreyfingarnar vektu máls á þessu, enda varpar þjáning dýra og manna stórum skugga á marga íþróttaviðburði,“ segir Hallgerður hjá Dýraverndarsambandinu. „Því miður virðist fólk alltof oft velja að leiða þetta hjá sér og ekki vilja hrófla við því þegjandi samkomulagi sem ríkir um að svona hlutir séu í lagi. Við erum ekki aðeins að bregð- ast varnarlausum dýrum og fólki sem á um sárt að binda, heldur erum við líka að bregðast íþróttafólkinu okkar með því að senda það til keppni á mótum þar sem viðburð- urinn beinlínis veldur þjáningu eða dauða annarra.“ Þegar dýr og menn gjalda fyrir íþróttaviðburði  Margir hafa áhyggjur af stöðu verkafólks í Katar vegna HM  Í Marokkó voru götuhundar drepnir vegna FIFA AFP Hættur Farandverkamenn ganga til vinnu sinnar við al-Wakrah leikvanginn í Katar, fyrir HM í knattspyrnu 2022. Hundruðir manna hafa látið lífið við byggingaframkvæmdir eftir að ljóst var að landið myndi hýsa keppnina. Anna Lúðvíksdóttir Hallgerður Hauksdóttir Líney Rut Halldórsdóttir Klara Bjartmarz Getty Images/iStockphoto Sakleysingjar Hvolpar spóka sig um í marokkósku þorpi. Aðgerðir stjórn- valda beindust að hundum í bæjum sem fulltrúar FIFA vildu heimsækja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.