Morgunblaðið - 10.05.2018, Page 43

Morgunblaðið - 10.05.2018, Page 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Árið 2002 birtist grein í Morgunblaðinu varðandi málefni Mos- fellsbæjar með fyrir- skriftinni „Er ekki kominn tími til að skipta?“ Sá sem ritaði þá grein kvartaði ómælt yfir lélegum rekstri Mosfellsbæjar. Í greininni segir m.a.: „Ekki þarf að fjöl- yrða um frammistöðu vinstri meirihlutans í fjármálum bæjarins. Þar hlýtur að vera um al- gjöra falleinkunn að ræða. Fyrir tveimur kjörtímabilum, þegar vinstri meirihlutinn tók við, voru heildarskuldir bæjarins 87 þús. kr. á hvern bæjarbúa. Nú átta árum síðar er þessi tala orðin um 434 þús. kr. og hefur Mosfellsbær færst frá því að vera í hópi minnst skuld- settu bæjarfélaga landsins í að vera í hópi þeirra mest skuldsettu. Vafa- samur heiður það.“ (Morgunblaðið 26. janúar 2002. Höfundur: Har- aldur Sverrisson, núverandi bæjar- stjóri í Mosfellsbæ og oddviti Sjálf- stæðisflokksins). Skuldir Mosfellsbæjar í dag, sé miðað við gögn frá Samtökum ís- lenskra sveitarfélaga fyrir árið 2016, nema um 1,2 milljónir króna á hvern bæjarbúa og er í því sam- hengi 26. skuldsettasta sveitarfélag á Íslandi þar sem 65% sveitarfé- laga landsins standa sig betur. Vafasamur heiður það. Fjármál Mosfellsbæjar Mosfellingar hafa nú treyst greinarhöfundi þessum, ásamt fé- lögum hans í Sjálfstæðisflokknum, að fara með fjármálin, velferð þeirra og barna í ein fjögur kjör- tímabil eða í heil 16 ár. Ef kann- aðar eru tölur frá árinu 2016 um skuldastöðu A-hluta bæjarins kem- ur í ljós að bærinn er í þrettánda sæti sem skuldsettasta sveitarfélag á Íslandi, sé miðað við skuldir sem hlutfall af tekjum, og yfir 82% af sveitarfélögum á landinu öllu standa sig betur hvað þetta varðar en Mosfellsbær. Lántakan ekki öll í fjárfestingu Samkvæmt ársreikningi fyrir rekstrarárið 2017 má sjá að vaxta- gjöld hafa lækkað en ef litið er nánar á sjóðstreymið má greina að endurfjármögnun, helst fyrir kosn- ingar frá 2010, er hagað á þá leið að ný lán eru nýtt til að greiða skammtímaskuldir niður ásamt því að samið sé um að vaxtagjaldagi falli ekki á árinu fyrir kosningar. Það sýnir betri rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2017 en efni standa til. Hér er um hreinar fegrunar- aðgerðir að ræða. Árið 2018, sbr. fjárhagsáætlun bæjarins, eru vextir áætlaðir um 700 milljónum. Skuldir utan útreiknings skuldahlutfalls Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti með stolti að þeim hafi tekist að lækka skuldahlutfall bæjarins en raunin er þessi. Til viðbótar við skuldir bæjarins hafa fallið rúmur milljarður króna vegna uppgjörs við A deild Brú lífeyrissjóð starfs- manna sveitarfélaga. Jón Gunnars- son, nú þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og fráfarandi sveitar- stjórnarráðherra, kom í gegn breytingu árið 2017 á reglugerð nr. 502/2012 þar sem þessi skuld fellur ekki undir skuldaviðmið sveitarfé- laga en er engu að síð- ur skuld. Skuldir sem hlutfall af tekjum Mosfellsbæjar eru því í raun hærri en í veðri er látið vaka. Dulinn vandi þar. Veltufjárhlutfall Mosfellsbæjar það allra versta á Íslandi Mosfellsbæ ber að borga í vexti árlega sem nemur hærri fjár- hæð en öllum fasteignagjöldum bæjarins. Við þetta má bæta að veltufjárhlutfall A-hluta bæjarins hefur frá árinu 2010, þ.e. frá því þegar núverandi bæjarstjóri tók við eftir kosningar það ár, ávallt legið langt undir 1,00 og hefur verið 0,55 að meðaltali þessi ár. Þetta hlutfall eitt og sér mælir hvort að í baukn- um í eldhúsi bæjarstjórans sé nægjanlegt fé til að borga bráðustu skuldbindingar bæjarins. Í upplýs- ingariti Samtaka íslenskra sveitar- félaga segir um þetta hlutfall: „Veltufjárhlutfallið er eitt af því sem þörf er að hafa glögga gát á við fjármálastjórn sveitarfélaga. Ef veltufjárhlutfallið er langt undir 1,0 þá þýðir það að lausafjárstaðan er þröng og líkur á að erfiðlega gangi að greiða alla reikninga á til- skildum tíma. Verði dráttur á greiðslu reikninga þá hefur það í för með sér að dráttarvextir fara að telja. Það þýðir aukinn vaxta- kostnað og óþarfa útgjöld.“ Þetta er ekkert flókið í eðli sínu. Þetta segir bara að bærinn, allt frá árinu 2010 og jafnvel lengra aftur, hefur hreinlega átt erfitt með að ná endum saman frá mánuði til mán- aðar. Það er ekki hægt að bera fyr- ir sig framkvæmdagleði enda má sjá að endurfjármögnunin síðustu ár hefur ekki öll farið í fjárfestingu eins og í götur og viðhald eigna, síður en svo. Í hvað fer þetta þá? Jú, í dráttarvexti og ýmsa fjöl- breytta óráðsíu. Það er alveg ljóst að fjármunir sem falla til vegna dráttavaxta nýtast íbúum bæjarins ekki. Við búum í blómlegum bæ og fegurðina er víða að finna í Mos- fellsbæ en óneitanlega vekur það óhug þegar rekstur bæjarins er í órækt. Þar ægir saman óreiðu og illa ígrunduðum ákvörðunum sem blasa við í afar slæmum niður- stöðum sem reynt er eftir fremsta megni að draga fjöður yfir. Það er blekking ein og prinsinn gengur nakinn um bæinn og brosir breitt. Það er ekkert ofan á brauð fyrir börnin okkar til lengri framtíðar, skólana og fyrir þá sem vilja stunda íþróttir. Er það ekki einmitt þetta og svo margt annað sem skýrir að út- svarið í Mosfellsbæ var allt kjör- tímabilið í hámarki nema rétt fyrir kosningar? Er ekki kominn tími til að skipta? Óstjórn í fjármálum Mosfellsbæjar Eftir Þórunni Magneu Jónsdóttur » Við búum í blóm- legum bæ og fegurðina er víða að finna í Mosfellsbæ en óneitanlega vekur það óhug þegar rekstur bæjarins er í órækt. Þórunn Magnea Jónsdóttir Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. Ekki er deilt um mikilvægi umhverfis- mats framkvæmda í okkar lýðræðisþjóð- félagi. Skrifræði og ósamvirkni stofnana hins opinbera sem koma þurfa að ákvörð- unum eru þó þyrnir í augum. Sú staðreynd að ferli umhverfismats og skipulagsákvarðana skuli vera aðskilið hér á landi leiðir oft á tíðum til óþarfs tvíverknaðar. Miklar tafir eru á afgreiðslu mála og málshraði fylgir ekki lögbundnum tímafrestum hjá yfirhlöðnum stofn- unum. Hið miðstýrða kerfi er í raun- inni stíflað. Málahalinn hjá Úrskurð- arnefnd umhverfis- og auðlindamála lengist stöðugt. Á öllum stigum hins flókna ferlis umhverfismatsins í dag er unnt að kæra stjórnvaldsákvarð- anir og úrskurði. Og því miður er alltof algengt að kærur séu settar fram þegar komið er að veitingu framkvæmdaleyfa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir í Morgunblaðinu 5.5. 2018 að mikilvægt sé að „finna leiðir til að auka þátttöku snemma í ferli ákvarðanatöku til að byggja undir aukna sátt um áætlanir og fram- kvæmdir, og fækka deilumálum, þar með talið kærum“. Hann vill einnig skoða það að umhverfisverndar- samtök verði þátttakendur í opin- berum starfshópum og lögbundnum nefndum. Þetta er auðvitað gott og blessað, enda mótast umhverfisáhrif framkvæmda að verulegu leyti á fyrstu stigum undirbúnings. Áhrifum fylgi ábyrgð Meginregla í góðum stjórnar- háttum er að auknum áhrifum og þátttöku í ákvörðunum fylgi meiri ábyrgð. Sé vikið frá henni blasir sú hætta við að ýtt sé enn frekar undir þá tilhneigingu að umhverfissamtök víki sér undan þátttöku á fyrstu stig- um undirbúnings til þess að geta komið fram með kærur og stöðv- unarkröfur þegar brýn innviða- og samfélags- verkefni eru komin á framkvæmdastig. Á Ís- landi er málum þannig háttað að ríkið ber kostnað af málarekstri í umhverfismálum en framkvæmdaaðilar af töfum og stöðvunum. Engin áhersla virðist þó lögð á að almenn- ingur sé upplýstur um þann kostnað. Brýnar umbætur á stórhættulegum Þingvallavegi hafa nýverið verið stöðvaðar með kæru sem virðist tilhæfulítil og byggist á atriðum sem auðvelt hefði verið að rökstyðja framar í ferlinu ef eftir því hefði verið kallað eða þá að gerð er grein fyrir þeim í umhverfisskýrslu um verkefnið, sem finna má á vef Vegagerðarinnar. Framkvæmdir við rennslisvirkjun hafa nýlega verið stöðvaðar með kæru upp á tíu liði sem um hafði verið fjallað á full- nægjandi hátt í umhverfismati . Að- eins einn af kæruliðunum gæti verið álitamál. Í Hafnarfirði hefur línu- tilfærsla verið stöðvuð með kæru þar sem kostnaðaráhrif gætu hlaup- ið á 6 milljörðum úr vasa skattgreið- enda. Ekki nema von að Jón Gunn- arsson, varaformaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, fórni höndum og segi: „Hér hefur ekkert verið hægt að gera í nokkur ár vegna endalausra kæruleiða.“ Virkari þátttaka Verkfræðingafélag Íslands hefur í umsögn um fyrirliggjandi frumvarp lagt til við Alþingi að aðild umhverf- isverndar- og útivistarsamtaka að kærumálum verði bundin því skil- yrði að þau hafi látið sig viðkomandi mál varða á fyrstu stigum. Tekið verði upp hóflegt kærugjald þegar stjórnvaldsákvarðanir eru kærðar og kærendum gert að leggja fram hóflegt tryggingargjald vegna stöðvunarkröfu á framkvæmdir. Málskostnaðargjald verði lagt á vegna tilefnislausra kæra. Loks verði heimildir til flýtimeðferðar mála sem kærð eru auknar í til- fellum þar sem brýnir hagsmunir kærenda jafnt sem kærða eru taldir liggja undir. Með innleiðingu ofan- greindra breytinga telur VFí að ná- ist fram virkari þátttaka framarlega í ferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, aukin ábyrgð í undir- búningi stórra og umdeildra verk- efna og vandaðri málatilbúnaður í kærumálum. Á öðrum sviðum stjórnkerfisins er hliðstæð gjaldtaka þekkt og viðurkennd. Rétt er að taka fram að tillögur VFÍ rúmast vel innan þess ramma sem Árósa- samkomulagið og Evrópureglur setja. Leið fundin fyrir umhverfisráðherra Eftir Pál Gíslason » Því miður er alltof algengt að kærur séu settar fram þegar komið er að veitingu framkvæmdaleyfa. Páll Gíslason Höfundur er formaður Verkfræðinga- félags Íslands. pg@pg.i Myndin er ekki af tilboðsdemanti Carat Color Clarity Cut Polish Symmetry Certificate 0.70 G VS2 Very good Good Very good Shape Roundbrilliant GIA Tilboð á lausum steini: 350.000 kr.* *Tilboðið gildir í tvær vikur Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 demantar@jonogoskar.is I www.jonogoskar.is SÉRFRÆÐINGAR Í DEMÖNTUM Við útvegum allar stærðir og mismunandi slípanir demanta í mörgum gæðaflokkum, veitum ráðgjöf og gefum tilboð í sérsmíði. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.