Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 48
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði þetta eldhús sem er í Fossvoginum. Hér eru gluggar hafðir svartir í stíl við innréttingu. Marta María mm@mbl.is Eiga gluggarnir að vera svartir eða hvítir? Kæra Marta María. Ég er að fara að flytja í raðhús í grónu hverfi í Reykjavík sem var byggt 1972. Í loftunum er panill með svörtum bitum. Það er líka planið að setja svarta innréttingu í eldhúsið og á baðherbergi. Ég er alltaf hrifn- ari af hvítum gluggum en ég óttast að þeir passi ekki við húsið. Hvað myndir þú gera? Kveðja, Björg. Sæl Björg. Ég myndi alltaf lakka gluggana í svörtu ef það er planið að setja svartar innréttingar og ef það eru svartir birtar í loftinu. Ef þú ætlar að lakka gluggana sjálf skiptir mjög miklu máli að pússa þá vel og grunna áður en þeir eru lakkaðir. Einnig skiptir máli að sparsla vel upp í allar misfellur svo áferðin verði rennislétt og lýtalaus. Hægt er að fara mismunandi leiðir þegar kemur að gljástigi. Mött áferð er ákaflega móðins þessa dagana en gljástig er smekksatriði. Ef þú spyrðir starfsmenn í málning- arverslun myndu þeir eflaust flestir mæla með 30% glans. Vonandi hjálpar þetta. Er mikið mál að lakka Ivar-hillur úr IKEA? Á dögunum fékk ég spurningu um hvernig best væri að mála eða lakka Ivar-hillur frá sænska móðurskipinu IKEA. Ég er að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum enda búin að mála Ivar-hillur margoft. Þegar ég var krakki var ég með slíkar hillur í her- bergi mínu sem var sniðugt því í hill- unum var bæði hægt að hafa míní- skrifstofu sem nýttist við heimanám en á sama tíma var líka hægt að vera með Barbie-hús á mörgum hæðum. Í dag er ég með slíkar hillur bæði í bílskúrnum, þvottahúsinu og í barnaherbergjum. En hvernig er best að lakka eða mála Ivar-hillur? Kosturinn við Ivar-hillurnar er að viðurinn er ómeðhöndlaður sem ger- ir að verkum að það er auðvelt að meðhöndla hann. Það er auðvitað hægt að pússa hillurnar létt yfir, grunna og lakka en það er líka hægt að lakka þær beint. Ég mæli með svörtu möttu lakki. Það er auðvelt að bera það á og það verður ekki skellótt. Gott er að nota bæði pensil og svamp-rúllu við verknaðinn. Ef þú ert að lakka hill- urnar inni á heimilinu er best að setja dagblöð undir svo lakkið smit- ist ekki í neitt annað og svo er best að vera í vinnufötum við verknaðinn. Í dag er lakk orðið svo þróað að það er hægt að fá það algerlega lykt- arlaust. Þegar þú ert búin/n að fara eina umferð er gott að leyfa lakkinu að þorna almennilega og fara aðra um- ferð daginn eftir. Það kemur virki- lega vel út að mála hillurnar í svört- um lit og hægt er að fara ýmsar leiðir í að raða í þær þannig að út- koman verði heillandi, ekki druslu- leg. Kær kveðja, Marta María. Endilega verið með í hópnum Smartland – heimili á Facebook. Einnig er hægt að fylgjast með framkvæmdum og örðum skemmti- legheitum á instagramsíðunni Smartland Mörtu Maríu. Vertu með í lok- uðum heimilis- hóp Smartlands Frá því Smartland fór í loftið hefur umfjöllun um heimili og hönnun verið fyrirferðarmikil á vefnum. Það hefur leitt til þess að tölvupósturinn minn er oftar en ekki fullur af fyrirspurnum frá fólki um hitt og þetta sem tengist heimilinu. Í tilefni af sjö ára afmæli Smartlands bjó ég til lokaðan facebookhóp sem kallast Smartland – heimili. Í þessari grúppu er ætlunin að skiptast á skoðunum og hjálpast að við að fegra heimilið og auðvitað heiminn um leið. Fasteignaljósmyndun.is Hér eru gluggar málaðir svartir og passsar það vel við innréttinguna. Myndin birtist á Smartlandi á dögunum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Hér eru gluggar málaðir svartir í húsi sem Rut Káradóttir hannaði í Fossvogi. Hér eru gluggarnir málaðir svartir og kemur það vel út. Innlit á heimilið sem er í Fossvogi birtist í SunnudagsMogganum fyrir nokkru. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.