Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 57

Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Amma Alda var langbesta amma sem hægt væri að óska sér. Hún var alltaf blíð og góð við allt og alla, bæði þá sem hún þekkti og þá sem hún þekkti ekki. Minningar mínar um hana verða aldrei gleymdar og að rifja nokkrar upp yrði aðeins það besta fyrir mig og hana. Eftir langan skóladag fæ ég mér oftast pasta þegar ég kem heim, og áður en ég smakkaði spa- gettíið hennar ömmu fannst mér pasta ekkert sérstakt. Svo eftir að ég smakkaði það hjá ömmu, þá fylgdist ég vel með hvernig hún gerði það og prófaði svo sjálf heima og hef búið til endalaust af pastaréttum (ömmu style). Amma passaði alltaf svo vel upp á mig. Á hverju kvöldi þegar ég var að gista fórum við oftast með faðirvorið saman eftir að hún Alda Bragadóttir ✝ Alda Braga-dóttir fæddist 15. maí 1944. Hún lést 25. apríl 2018. Útför Öldu fór fram 4. maí 2018. breiddi yfir mig, en núna fer ég alltaf með það sjálf á kvöldin en ég bið fyrir hana. Hún kenndi mér nokkur lög á píanóið sitt og núna get ég ekki haldið fingrun- um af því, og þegar ég spila finn ég smá fyrir henni. Allar utanlands- ferðir, hátíðir, ættar- mót, heimsóknir og allt saman var betra þegar hún var með okkur. Amma mín var of góð kona og við fjölskyldan vorum ekki tilbúin að kveðja hana en við vitum að þetta var henni fyrir bestu og núna er hún með foreldrum sínum, dótt- ur og bolahundinum okkar. Gráttu ekki, amma, við sjáumst í Nangijala. Natalía Nótt. Elskuleg vinkona, Alda Braga- dóttir, er fallin frá eftir erfið veik- indi. Ég kynntist Öldu í ársbyrjun 1988 er ég byrjaði að vinna hjá Endurskoðun eftir að við fjöl- skyldan fluttumst á Selfoss. Þar var léttur starfsandi og átti Alda sinn þátt í því að skapa hann. Hún var alltaf jákvæð og brosandi og smitaði það út frá sér. Vorum við ýmist aðgreindar þar sem Alda A og Alda B eða Alda ljósa og Alda dökka, önnur ljóshærð og hin dökkhærð og þótti þá sumum vera orðinn mikill Öldugangur á vinnu- staðnum. Þau hjónin Alda og Bassi voru nágrannar okkar og góðir vinir, þau bjuggu þá í Úthaganum og við í Laufhaganum. Margt skemmti- legt var brallað saman á þeim tíma og mörgum nýársnóttum var eytt saman, en þau hjónin voru oft með fjölskylduveislur á gamlárskvöld og svo bættust vinirnir við eftir miðnætti. Ófá voru líka glæsileg matarboðin sem þau töfruðu fram handa okkur. Nokkrar skemmti- legar útilegur fórum við í saman eftir að þau keyptu sér húsbílinn. Nágrannagæslan var líka fyrir hendi ef önnur hvor fjölskyldan brá sér af bæ. Sláttuvélar erum við búin að eiga saman í öll þessi ár og kallaði Alda það samkrull Búnaðarfélagið okkar. Það er sorglegt en alltof al- gengt að þegar fólk hættir loks að vinna og ætlar að fara að njóta efri áranna þá gefur heilsan sig eins og var í tilfelli Öldu, en hún hefði orð- ið 74 ára þann 15. maí og hefðu þau hjónin því átt að eiga mörg góð ár framundan. Við kveðjum kæra vinkonu með eftirfarandi ljóði Þórunnar Sig- urðardóttur: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Innilegar samúðarkveðjur til Bassa, Steinu, Dóru og fjöl- skyldna. Þeirra er missirinn mestur. Minning hennar lifir. Alda og Ragnar. ✝ Sjöfn Helga-dóttir var fædd í Reykjavík 10. des- ember 1946. Hún lést á Landspít- alanum 30. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Helgi Kristinsson og Valgerður Sig- tryggsdóttir, þau eru bæði látin. Sjöfn var númer þrjú í röðinni af átta systkinum en þau eru: Freyja, Heiður, tvíburasystir Sjafnar sem lést eftir fæðingu, Drífa, Ásgeir, Erla og Kristján. Þær Sjöfn og Drífa fóru í fóst- og eiga þau þrjú börn: Ástu Sif, Kára Björn og Rúnar Óla og einnig eru fjögur barnabörn. Linda Björk Bragadóttir, gift Hirti Wíum Hreiðarssyni og eiga þau fimm börn: Einar Þór, Sigríði Júlíu, Rakel Sjöfn, Hebu Lind og Írisi Ruth, og eiga þau þrjú barnabörn. Sveinn Helgi Bragason, kvæntur Svövu Sigurðsson Bragason og eiga þau tvær dæt- ur: Önnu Ósk og Stefaníu Sól. Lengi bjó dönsk stúlka hjá Braga og Sjöfn sem heitir Cél- ine M. Vacher, alltaf kölluð Silla af fjölskyldunni, var hún í námi á Íslandi. Sjöfn vann mest af starfs- ævinni við umönnunarstörf, síð- ast á sambýli fyrir fötluð börn að Móvaði. Útför hefur þegar farið fram. ur til Sveins Vigfús- sonar og S. Jór- unnar Loftsdóttur að Felli við Arnar- stapa og síðar fluttu þau með þær á Sel- tjarnarnes. Einnig var hún mörg sum- ur að Valshamri á Skógarströnd hjá hjónunum Ásgeiri Jónssyni og Áslaugu Guðmundsdóttur. Sjöfn giftist Braga Gunnars- syni, f. 21. júní 1944, d. 16. jan. 2006, 11. júlí 1964. Eignuðust þau þrjú börn: Jórunn Lovísa Bragadóttir, gift Jóhanni Herði Sverrissyni Elsku mamma, loksins ertu laus við þjáningarnar en þú barð- ist í mörg ár við krabbamein og það tók þig að lokum eins og pabba okkar. Hann hefur tekið á móti þér þegar þú kvaddir þenn- an heim. Þú varst sannkallaður lista- maður í höndunum, sama hvaða handavinnu þú tókst í hendurnar, allt varð að listaverki, heimilin okkar skarta flottum listaverkum eftir þig, eins allar peysurnar sem þú hefur prjónað handa ömmu- og langömmubörnunum sýna hvað þú varst fær í höndunum. Síðustu árin var það bútasaumur sem var þín sterka ástríða enda fórst þú margsinnis á bútasaumshelgar í skemmtilegum félagsskap víðs- vegar um landið og eignaðist þú margar góðar vinkonur í þeim ferðum. Þú hafðir unun af að fá ömmu og langömmubörnin í heimsókn og voru þau þitt líf og yndi. Það verður tómlegt fyrir okkur systkinin næstu mánuðina fyrst þið eruð bæði farin en við spjörum okkur. Við munum halda minningu ykkar á lofti og þakka fyrir það sem við áttum.Viljum þakka Freyju frænku sérstaklega fyrir alla hjálpina undanfarna mánuði og alla góðmennskuna og hlýjuna sem hún gaf þér. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíldu í friði, elsku mamma. Jórunn Linda, Sveinn Helgi (Svenni) og fjölskyldur. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég kveðja og minnast Sjafnar systur minnar. Ég er ekki ennþá farin að skilja að þessi fjölhæfa og duglega kona sé farin frá okkur og að ég eigi aldrei eftir að sjá hana Sjöfn mína aftur. Við áttum oft svo skemmtileg- ar stundir saman og mikið var oft gaman þegar við sátum saman við eldhúsborðið með kaffibollana okkar og skemmtum okkur kon- unglega við að rifja upp gamlar endurminningar. Lífið hefur ekki alltaf leikið við systur mína, hún missti Braga manninn sinn fyrir 12 árum síðan, góðan mann sem dó langt fyrir aldur fram. Sjálf greinist hún með illkynja sjúkdóm fyrir nokkrum árum og sá sjúkdómur varð henn- ar banamein. Sjöfn var mikil handavinnu- kona, allt lék í höndunum á henni og allt var svo fallegt og vel gert. Ég á ófáar peysurnar sem hún hefur prjónað á mig, allar hver annarri fallegri. Á seinni árum eignaðist Sjöfn lítið og skemmtilegt hús og þá veit ég að hún fékk mikinn áhuga fyrir garðinum, að hafa hann fín- an og var hún búin að setja niður alls konar ávaxtatré, fyrir utan fallegu blómin hennar. Við áttum okkur draum, syst- urnar, að Sjöfn næði heilsu og að hún kæmi til mín í gott veður og góða samveru. Því miður rættist ekki sá draumur okkar, en hver veit nema þú sért einhvers staðar nálægt mér, Sjöfn mín, núna þeg- ar ég skrifa þessar línur. Þín er og verður alltaf saknað. Ég votta börnum og mökum þeirra, barnabörnum og lang- ömmubörnum Sjafnar samúð mína. Sem betur fer þá læknar tím- inn öll sár. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Heiður Helgadóttir, Torrevieja. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Takk fyrir allt, og allt, ljúfan mín. Drífa Helgadóttir. Sjöfn Helgadóttir Takk fyrir allt ljósgeislinn rafmagnaði snillingurinn. Tónlist og gleði fyllti þitt hjarta smitandi hláturinn, sálin bjarta. Þú ert sólin sem var í örskamma stund, hlýrri en allt og léttir oss lund. Skýjabreiðan sem dundi yfir, rigningin, þunginn, sársaukinn lifir. Stefán Jörgen Ágústsson ✝ Stefán JörgenÁgústsson fædd- ist 24. mars 1977. Hann lést 8. apríl 2018. Útför Stefáns fór fram 26. apríl 2018. Þakklæti og virðing er sterkara afl og minningar ylja við lífsins tafl. Ég kveð þig vinur og óska þess að samtölin hefðu átt sér stað. Ég horfi til himins og hugsa til þín sólin, tónlistin, gleðin er mín. Takk fyrir gjöfina vinur minn sjáumst handan við himininn. Andrea Fanney Jónsdóttir. FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Okkar elskulegi, HALLSTEINN FRIÐÞJÓFSSON frá Seyðisfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 26. apríl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Vigfúsdóttir Okkar elskulegi sonur, bróðir, barnabarn og frændi, VALDIMAR SNÆR STEFÁNSSON, lést miðvikudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 14. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Stefán Örn Valdimarsson Guðlaug Ósk Gísladóttir Gísli Freyr Stefánsson Brynhildur Daisy Eggertsd. Gísli Kristófer Jónsson Þórfríður Guðmundsdóttir Guðbjörg Brá Gísladóttir Oddur Sigurðsson Karen Rut Gísladóttir Arinbjörn Ólafsson Lorna Jakobson og frændsystkin Okkar ástkæra móðir LOVÍSA RUT BJARGMUNDSDÓTTIR lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 7. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Þorbjörg Grímsdóttir Auður Grímsdóttir Kristján Grímsson Bjargmundur Grímsson og aðrir aðstandendur Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS GUÐMUNDSSON, Hábergi 32, lést mánudaginn 16. apríl. Útför hefur farið fram. Sérstakar þakkir fá Heimahlynning líknardeildar Landspítalans og ættingjar og vinir fyrir auðsýnda samúð. Ingibjörg Jónsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Sigurður Sigurðsson Þórunn Tómasdóttir Kjartan Tryggvason Guðmundur Tómasson Hlín Hlöðversdóttir Tómas Gísli Tómasson börn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi BALDVIN EINARSSON Fróðengi 1, lengst af Bláskógum 6 lést á Landspítalanum þriðjudaginn 8. maí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. maí klukkan 11. Sigurveig Haraldsdóttir Einar Baldvinsson Aðalheiður Jónsdóttir Jón Heiðar Baldvinsson Jóhanna Sturlaugsdóttir Gunnar Baldvinsson Björg Sigurðardóttir Eyrún Baldvinsdóttir Stefán Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.