Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 59

Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 59
með fuglabúskap, hænsni, gæsir og endur. Jafnframt störfuðu þau ann- ars staðar, Þorsteinn í Frigg en eig- inkonan í Kassagerðinni. Þorsteinn starfaði síðan við laxeldisstöðina í Kollafirði í fjögur ár. Nú rekur hann eggja- og kjúklingabúið Hvamm í Elliðahvammi og er ekkert að hætta. Þorsteinn tók þátt í stofnun skátafélags í Kópavogi á unglingsár- unum, stofnun ungmennafélagsins Breiðabliks, var um tíma róttækur vinstrimaður og tók þá virkan þátt í pólitísku starfi. Hann var meðal stofnenda Alþjóðasamtaka húman- ista í Flórens 1988, starfar með þeim enn og hefur verið virkur í fé- lagsmálum bænda ásamt því að sinna skógrækt um langt árabil. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 20.4. 1963 Guðrúnu Alísu Hansen, f. 28.7. 1944, d. 27.12. 2010, bónda. Hún var dóttir Jóns Edwards Sigurvinssonar og Helgu Steinunnar Hansen. Börn Þorsteins og Guðrúnar eru: 1) Aðal- heiður, f. 1.11. 1964, fjármálastjóri Hvamms, gift Eiríki Braga Jenssyni húsasmíðameistara og eiga þau börnin Óskar Andra, f. 1983, Krist- ínu Alísu, f. 1990, og Ásgeir Þór, f. 1994; 2) Berglind, f. 11.4. 1967, veit- ingastjóri, en maður hennar er Bjartmar Freyr Jóhannesson bíl- stjóri og eru börnin Ísabella Ruth, f. 1982, Sigurbjörg, f. 1995, Benedikt, f. 1996, og Karitas Bóel, f. 2001; 3) Sigmundur, f. 7.9. 1971, bóndi í Ell- iðahvammi og á Álfsstöðum á Skeið- um, en kona hans er Vigdís Huld Sigurðardóttir bóndi og eru börnin Anna Karen, f. 1989, Tinna Ruth, f. 1995, og Þorsteinn Már, f. 2003; 4) Ásta Sóllilja, f. 23.7. 1972, bóndi í Tjarnarkoti á Vatnsnesi, en maður hennar er Davíð Gestsson bóndi og eru börnin Sindri, f. 1989, Frans Ágúst, f. 1996, og Brynjar Snær, f. 1998. Systkini Þorsteins: Eyþór, f. 1934, matreiðslumeistari í Kópa- vogi; Svava, f. 1936, húsfreyja í Kópavogi; Ólafur, f. 1948, pípulagn- ingameistari í Kópavogi; Jóhanna, f. 1953, húsfreyja í Garðabæ; Guð- björg, f. 1953, húsfreyja og listmál- ari í Kópavogi, og Guðgeir, f. 1957, dúklagningamaður í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins voru Sig- mundur Eyvindsson, f. 1.9. 1914, d. 21.8. 1979, matsveinn og síðar fisk- sali í Kópavogi, og k.h., Aðalheiður Olga Guðgeirsdóttir, f. 27.9. 1913, d. 24.8. 1995, húsfreyja í Kópavogi. Þorsteinn Sigmundsson Katrín Jónsdóttir húsfr. í Rvík Svava Einarsdóttir húsfr. á Hellissandi Guðgeir Ögmundsson húsasmíðam. á Hellissandi og í Rvík Aðalheiður Olga Guðgeirsdóttir húsfr. í Kópavogi María Árnadóttir bústýrta í Beruvík, síðar á Hellissandi Ögmundur Jóhannesson b. í Steinsvík og í Beruvík á Snæfellnesi Kristján Tjörvason verkfræðingur María Guðgeirsdóttir húsfr. í Keflavík Þorkell Guðgeirsson hárskeri í Rvík Guðmundur Guðgeirsson hárskeri í Hafnarfirði Hrafnkell Guðgeirsson hárskeri í Kópavogi Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- og söngkona Ragnheiður Elín Clausen fjölmiðlakona Þórunn Erna Clausen leikkona og lagah. Oscars Clausen rithöfundur Örn Clausen hrl. Haukur Clausen tannlæknir Arreboe bifreiðastj. í Rvík Axel Clausen kaupm.Rvík Hans Arreboe Clausen málaram. og leiðsögum. í Kópvogi Andri Örn Clausen leikari og yfirsálfr. við LSH Michael V.Clausen barnalæknir Guðrún Þorkelsdóttir Clausen húsfr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður Alfred Clausen söngvari Ólöf Ólafsdóttir vinnukona í Gíslholti í Rvík og í Hólmabúð Jónína Þórðardóttir húsfr. á Stokkseyri Eyvindur Þorsteinsson verkam. í Rvík Jóhanna Jónsdóttir húsfr. í Rvík Þorsteinn Oddsson verkam. í Rvík og einn stofnenda Fríkirkjunnar í Rvík og Alþýðuflokksins Úr frændgarði Þorsteins Sigmundssonar Þórður Egilsson vinnum. í Hólmfastskoti við Njarðvík Sigmundur Eyvindsson matsveinn og síðar fisksali í Kópavogi Súsanna Naómí inarsdóttir húsfr. í Stykkishólmi E Lúðvík Kristjánsson sagnfr. og rithöfundur Véststeinn Lúðvíksson rithöfundur Dr. Þorkell Einarsson prófessor í lyfjafræði við HÍ Dr.Ólafía fornleifafr. og sagnfr. í Lundi og við Kaupmannahafnarháskóla Áskell Einarsson bæjarstj. á Húsavík, síðar framkvstj. Fjórðungssambands Norðlendinga Björg Einarsdóttir rithöfundur Guðmundur Ingi jarðfræðingur Einar Þorkelsson skrifstofustj.Alþingis og rithöfundur ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Meira til skiptanna Brynjólfur Eiríkur Ingólfssonfæddist á Vakursstöðum íVopnafirði 10.5. 1920. Hann var sonur hjónanna Ingólfs Hrólfs- sonar, bónda þar og síðar verka- manns á Seyðisfirði, og Guðrúnar Eiríksdóttur húsfreyju. Ingólfur var sonur Hrólfs Guð- mundsonar, húsmanns á Strjúgsá, af Sílalækjarætt, en Guðrún var dóttir Eiríks Þorsteinssonar, bónda á Ás- laugarstöðum í Vopnafirði, bróður Jóns á Sævarhólum, afa Svavars Guðnasonar listmálara. Móðir Guð- rúnar var Jónína Jónsdóttir frá Hriflu. Eiginkona Brynjólfs var Helga Sigurðardóttir sem lést 2015 og eru börn þeirra Sigurður Örn, grafískur hönnuður; Eiríkur rithöfundur, Ívar ljósmyndari og Guðrún fram- kvæmdastjóri. Brynjólfur lauk stúdentsprófi frá MA 1941 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1947. Hann varð fulltrúi í sam- gönguráðuneytinu 1947 og starfaði einnig í viðskiptaráðuneytinu 1947- 48, varð deildarstjóri í samgöngu- og iðnaðarráðuneyti 1958, vörumerkja- skrárritari 1962-73 og ráðuneytis- stjóri 1962-83 er hann lét af störfum vegna veikinda. Brynjólfur sat í fjölda nefnda á vegum samgönguráðuneytisins, Al- þingis, Norðurlandaráðs og Evrópu- ráðsins og var formaður í mörgum nefndum. Hann sat í samninganefnd um byggingu og rekstur álversins í Straumsvík og stjórnaði samein- ingarviðræðum Flugfélags Íslands og Loftleiða. Brynjólfur var formaður Frjáls- íþróttasambands Íslands 1954-60 og vann ýmis trúnaðarstörf fyrir frjáls- íþróttahreyfinguna, var m.a. ritstjóri Íþróttablaðsins 1956-57. Brynjólfur var mikill söngmaður. Hann söng með Tígulkvartettinum sem starfaði á fyrri helmingi sjötta áratugarins og sendi frá sér nokkrar hljómplötur. Auk þess var hann félagi í Karlakór Reykjavíkur um langt árabil. Brynjólfur lést 3.10. 1991. Merkir Íslendingar Brynjólfur E. Ingólfsson 90 ára Kristín Guðjohnsen 85 ára Daníel Arnfinnsson Halldóra J. Kristjánsdóttir Reynir Guðsteinsson 80 ára Helen Bára Brynjarsdóttir 75 ára Bergþóra Óskarsdóttir Halldór Ásgeirsson Haraldur Tyrfingsson Sesselja Edda Einarsdóttir Sigurveig Jóna Einarsdóttir Sólveig Erlendsdóttir Unnsteinn Guðmundsson Þorsteinn Sigmundsson 70 ára Ivanka Ivanova Pomakova Jóhanna S. Ragnarsdóttir Kristjana I. Ölvirsdóttir Reynir Gunnþórsson Þórdís Friðfinnsdóttir 60 ára Anna Maria Osowska Baldur Kjartansson Björgvin Sveinbjörnsson Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir Emil Gautur Emilsson Guðbjörg Svava Sigurz Guðrún Ásgeirsdóttir Harpa Arnþórsdóttir Hildur Alma Björnsdóttir Hugrún Magnúsdóttir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir Þór Magnason 50 ára Fergus Quentin Livingstone Gunnar Jósef Friðriksson Kristín Lilja Karlsdóttir Óskar Þór Óskarsson Roscislaw Endruch Rósa Björg Karlsdóttir Rósa María Karlsdóttir Sigurður Tómas Sigfússon Þorsteinn Sævarsson 40 ára Agnieszka Woskresinska Áslaug Ragna Ákadóttir Birgir Heiðar Birgisson Chuanpeng Yu Emma Bachmann Gissurardóttir Gestur Jónmundur Ingólfsson Guðríður Sturludóttir Hreggviður Símonarson Jón Freyr Magnússon Margrét M. Norðdahl Margrét Sigurveig Jónsdóttir Marona Helena Lundmark Örlygur Þór Helgason 30 ára Aron Björn Kristinsson Áslaug Lára Lárusdóttir Bryndís Skarphéðinsdóttir Damian Bracik Davíð Ásgeirsson Erla Ruth Möller Guðríður Eva Halldórsdóttir Gunnar Ingi Elvarsson Heimir Freyr Hauksson István Németh Jacieli Pereira Lisa Inga Haelterlein Pétur Kristjánsson Ragna Þórunn W. Ragnarsdóttir Raphael C. Morand Costes Sigríður Á. Guðmundsdóttir Valdimar Magnússon Þorgils Haukur Gíslason Ægir Ægisson Til hamingju með daginn 30 ára Ægir ólst upp í Ólafsvík og býr þar. Hann lauk vélstjóraprófi og er vélstjóri á Steinunni SH. Maki: Tinna Ýr Gunnars- dóttir, f. 1988, húsfreyja í Ólafsvík. Börn: Daði Þór, f. 2011; Ægir Dór, f. 2012; Breki Dan, f. 2015, og Hrafn- tinna Rún, f. 2017. Foreldrar: Árný Bára Friðriksdóttir, f. 1960, og Ægir Kristmundsson, f. 1956. Ægir Ægisson 30 ára Valdimar ólst upp á Akranesi, býr í Reykja- vík, lauk BS-prófi í íþróttafræði og er stuðn- ingsfulltrúi við Klettaskóla í Reykjavík. Systkini: Jóhannes Helgason, f. 1972; Bene- dikt Magnússon, f. 1986, og Hólmfríður Magnús- dóttir, f. 1989. Foreldrar: Guðrún Jó- hannesdóttir, f. 1952, og Magnús Benediktsson, f. 1954. Valdimar Magnússon 30 ára Pétur ólst upp í Reykjavík, býr í Sandgerði og er vaktstjóri hjá Park- ing ISAVIA við Leifsstöð. Maki: Sara Pálsdóttir, f. 1993, í fæðingarorlofi. Dætur: Aþena Rós, f. 2012, og Amelía Rós, f. 2017. Foreldrar: Guðrún Valdi- marsdóttir, f. 1956, sjúkraliði, og Kristján Sig- urður Pétursson, f. 1962, stýrimaður og hafnar- vörður í Hafnarfirði. Pétur Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.