Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 73
MENNING 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Unnendur danstónlistar tíunda
áratugar síðustu aldar geta farið að
pússa dansskóna því á laugar-
daginn, 12. maí, verður blásið til
mikillar dansveislu í Valshöll þar
sem fram koma þrjár danstónlist-
arsveitir sem nutu mikilla vinsælda
á fyrrnefndum
áratug: 2 Unlimi-
ted, C&C Music
Factory og Co-
rona. Auk þess
troða upp fjórir
íslenskir plötu-
snúðar sem
þekkja bæði vel
til sveitanna og
„næntís“ tónlist-
ar, þeir DJ Kiddi
Bigfoot, DJ
Hlynur Mastermix, DJ Gunni Tutti
Frutti og DJ Arnold Babyface.
Maðurinn sem stendur fyrir teit-
inni er Atli Rúnar Hermannsson en
hann er alvanur skífuþeytingum,
tónleikahaldi af ýmsu tagi og öðru
skemmtanahaldi, bæði hér á landi
sem erlendis.
„Ég er bara miðaldra bumbu-
karl,“ svarar Atli sposkur þegar
hann er spurður að því hvers vegna
hann sé að flytja inn þessa tónlist-
armenn. „Ég er 41 árs og þetta var
í botni þegar ég var yngri þannig
að ég tengi við þetta. En það er
ekki ástæðan fyrir því að ég er að
gera þetta, mér fannst þetta bara
vanta. Úti í heimi eru haldin risa-
stór „næntís“ kvöld og það er eng-
inn að gera þetta af þessari stærð-
argráðu sem ég er að gera þetta
núna. Menn eru bara að henda
Pottþétt 18 í spilarann og fá sér
volgan bjór eins og í gamla daga.“
Hitað upp með Eurovision
Valshöll er stór tónleikastaður
og Atli er spurður að því hvort ekki
sé töluverð áhætta fólgin í því að
halda tónleika með þessum gömlu
stjörnum í svo stóru húsi. „Jú, að
sjálfsögðu er þetta áhætta eins og í
öllu tónleikahaldi og ég er alltaf að
fá síðastur útborgað, ef ég fæ þá
útborgað. En ég hef bara mikla trú
á þessu og sem betur fer hafa við-
brögðin verið gríðarlega góð þann-
ig að áhyggjurnar eru ekki fyrir-
ferðarmiklar,“ svarar hann.
Aðalkeppni Eurovision lýkur um
kl. 22 á laugardaginn og Valshöllin
verður opnuð hálftíma síðar, kl.
22.30. Eflaust munu því margir
hita sig upp fyrir tónleikana í
Eurovision-partíum. „Við byrjum á
íslenskum plötusnúðum á meðan
fólk er að safnast í húsið og klukk-
an hálftólf eða rétt fyrir tólf byrja
stóru bomburnar að koma og svo
verða einhverjir íslenskir leyni-
gestir,“ segir Atli.
Óli sér um dyravörslu
– En fyrir þá sem ekki þekkja til
danstónlistar tíunda áratugarins,
hvaða tónlistarmenn eru þetta?
„Þetta eru náttúrlega þrjár af
langstærstu hljómsveitunum frá
þessum áratug. 2 Unlimited voru
„the shit“ á árunum 1992-4 og C&C
Music Factory er amerískt band og
var alveg risastórt,“ segir Atli.
Corona hafi að sama skapi notið
mikilla vinsælda og fólk kannist
enn við helstu smelli þeirrar sveit-
ar, t.d. „Rythm of the Night“. Af
smellum 2 Unlimited er „No Limit“
líklega þekktastur og af smellum
C&C Music Factory er það án efa
„Gonna Make You Sweat (Every-
body Dance Now)“.
Sem fyrr segir verður byrjað að
hleypa inn kl. 22.30 og mun Óli
King opna dyrnar. En hver er Óli
King? Atli hlær. „Óli King er goð-
sögn í íslenska dyravarðabrans-
anum, hann var á öllum vinsælustu
skemmtistöðunum frá 1990 til 2000
og eitthvað. Það þekkja mjög
margir Óla King, Óla kóng. Hann
var alltaf í dyrunum á vinsælustu
stöðunum,“ segir Atli. „Og þessir
fjórir íslensku plötusnúðar eru allir
„næntís“ plötusnúðar sem voru
upp á sitt besta og grennsta á
þessu tímabili,“ bætir Atli við kím-
inn.
Miðasala á viðburðinn, sem ber
yfirskriftina Næntís nostalgía, fer
fram á tix.is og er miðaverð 5.500
kr.
Tvíeyki 2 Unlimited mun flytja sína helstu smelli í Valshöll og þá m.a. „No Limit“. Svitabað? C&C Music Factory á smellinn „Gonna Make You Sweat (Everybody Dance Now)“.
Fortíðarþrá í Valshöll
Danssmellasmiðirnir í 2 Unlimited, C&C Music Factory
og Corona bjóða upp á „næntís nostalgíu“ 12. maí
Atli Rúnar
Hermannsson
Corona Ítalska
danstónlistarsveitin
er leidd af Olgu
Mariu De Souza.
Rokksveitin Guns N’ Roses, sem
heldur tónleika á Laugardalsvelli
24. júlí, ákvað að sleppa einu lagi á
sérstakri og væntanlegri viðhafn-
arútgáfu sem hefur að geyma 73
lög eftir hljómsveitina í endurhljóð-
blönduðum útgáfum. Lagið nefnist
„One in a Million“ og er textinn
ástæðan fyrir því að lagið fékk ekki
að fljóta með en textinn þykir fela í
sér fordóma í garð þeldökkra, inn-
flytjenda og samkynhneigðra.
Textann samdi söngvari hljómsveit-
arinnar, Axl Rose, og segir m.a. að
innflytjendur og hommar vefjist
fyrir honum þar sem þeir „komi til
landsins og haldi að þeir megi gera
það sem þeim sýnist“ og þá m.a. að
„breiða út einhvern fjárans sjúk-
dóm“.
Lagið var fordæmt þegar það var
gefið út á sínum tíma og sagði
gítarleikari sveitarinnar, Slash,
nokkrum árum síðar að hann sæi
ekki eftir að hafa gefið lagið út en
þætti miður að hljómsveitin hefði
mætt mótlæti vegna þess. Rose
sagði nokkrum árum eftir útgáfu
lagsins að hann hefði kallað þel-
dökka Bandaríkjamenn niggara í
textanum eftir að hafa lent í því að
þeldökkt fólk reyndi að ræna hann.
Bætti hann því við að hann skildi
ekki hvers vegna þeldökkir mættu
kalla hver annan niggara en hvítur
maður mætti ekki nota það orð yfir
þeldökkan. Hvað innflytjendur
varðar sagði Rose að þeir fengju
margir hverjir störf í matvöru-
verslunum og kæmu svo fram við
hann eins og hann væri óvelkom-
inn, að því er fram kemur í frétt
dagblaðsins Guardian um málið.
Umdeilt lag ekki á endurútgáfu
AFP
Á tónleikum Axl Rose, söngvari Guns N’
Roses, á tónleikum árið 2012.
ICQC 2018-20