Morgunblaðið - 19.05.2018, Side 11

Morgunblaðið - 19.05.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Gallaleggings Kr. 6.900 Str. S-XXL MENNTUNARSJÓÐUR Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulitlar konur til náms. Styrkurinn er ætlaður þeim sem hyggja á nám á skólaárinu 2018-2019. Gengið verður frá styrkbeiðni þegar öll umbeðin gögn hafa borist og staðfesting hefur fengist á skólavist. Um er að ræða styrk til greiðslu skólagjalda (að ákveðnu hámarki), bókakaupa eða annars sem gerir umsækjanda kleift að stunda og ljúka námi. Umsóknarfrestur rennur út 20. júní 2018. Umsókn skal fylgja f Skattskýrsla síðustu 2ja ára f Tekjuáætlun 2018 f Staðfesting á námsvist Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Menntunarsjóðsins á vef Mæðrastyrksnefndar - www.maedur.is - og Facebook síðu Menntunarsjóðsins. Skoðið LAXDAL.is/buxur Skipholti 29b • S. 551 4422 BUXNAÚRVAL Kr. 9.900,- Kr. 16.900,- Kr. 15.900,- Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, segir hugmyndir Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokks- ins, um mislæg gatnamót á Miklu- braut fela í sér aft- urhvarf til fortíðar. Verið sé að dusta rykið af 15 ára gömlum hug- myndum. Fjallað var um hugmyndir Eyþórs í Morgunblaðinu í gær. Taldi Eyþór hagkvæmt að byggja mislæg gatna- mót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, Háaleitis- brautar og Grensásvegar. Slík gatnamót myndu fækka slysum og verða hagkvæm. „Þetta virkar á mig eins og það sé verið að dusta rykið af úreltum hug- myndum svo ég segi það alveg eins og er,“ segir Hjálmar. „Það eru ábyggilega fimmtán ár liðin síðan kynntar voru ekki ósvipaðar hug- myndir á gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar. Eins og ég skil teikningarnar [sem fylgdu með viðtalinu við Eyþór] er ætlunin að grafa skurð sem Miklabraut er lögð í og hafa hringtorg ofan á stoð- veggjum. Það getur komið til greina að setja slík mannvirki í útjaðri borgar en tæplega í miðri borg.“ Byggist á flökkusögu „Þetta er enda afleitt fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur. Það er líka hæpin forsenda fyrir þessu öllu saman. Eyþór ræðir um að losna við ljósastýringu á gatnamót- um. Það er einhver flökkusaga í gangi um að mislæg gatnamót séu alltaf öruggari en hefðbundin ljósa- stýrð gatnamót. Við í umhverfis- og skipulagsráði erum nýbúin að fá kynningu á um- ferðaröryggisáætlun. Þar fylgir út- tekt á slysum á árunum 2012-2016. Þar kemur í ljós að stóru slaufu- gatnamótin við Elliðaárnar, vestan við Ártúnsbrekkuna, eru ein slysa- mestu gatnamót borgarinnar. Þar verða líka alvarleg slys og bana- slys,“ segir Hjálmar sem telur lok- aðan stokk betri lausn, enda bjóði það upp á þéttingu byggðar við göt- una. „Afleit“ lausn fyrir gangandi fólk  Hjálmar telur tillögu Eyþórs úrelta Hjálmar Sveinsson Bræðurnir Marcin og Rafal Naba- kowski hafa verið dæmdir til fang- elsisvistar af Landsrétti; Marcin í þrjú ár en Rafal í tvö ár og sex mán- uði. Bræðurnir voru sakfelldir fyrir að skjóta úr haglabyssu fyrir utan verslun í Efra-Breiðholti í ágúst 2016. Brot þeirra varðaði 4. mgr. 220. greinar almennra hegningar- laga og ýmis ákvæði íslenskra vopnalaga. Marcin hafði upphaflega verið dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en dómurinn yfir honum var þyngd- ur um fimm mánuði þegar málið fór fyrir Landsrétt. Dómurinn yfir Raf- al var hins vegar styttur um tvo mánuði af upprunalegum dómi hans. Rafal var dæmdur fyrir að skjóta af afsagaðri haglabyssu upp í loftið í átt að hópi manna og Marcin fyrir að skjóta af sömu haglabyssu á bifreið með tvo farþega innanborðs. Jafn- framt voru bræðurnir sakfelldir fyr- ir að skvetta ammoníaki í andlit manns og draga hann út úr bifreið sinni. Bræður sakfelldir fyrir árás  Dæmdir fyrir óspektir í Breiðholti Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.